Morgunblaðið - 09.03.2021, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Evrópusam-bandiðhefur
nokkrum sinnum
lent í erfiðu innra
uppnámi sem hef-
ur heltekið sam-
skipti „leiðtoga“
þjóðanna um hríð. Aðferðin út
úr flestum þeirra hefur verið
að stofna til fjölda leiðtoga-
funda, hvers á fætur öðrum.
„Leiðtogarnir“ taka deilurnar
aldrei til raunveulegrar um-
ræðu á sínum heimaþingum.
Þó eru ESB-löndin skikkuð til
þess að hafa „þjóðfána ESB“ í
þingsal sínum hafi þau eigin
þjóðfána þar. Er einkennilegt
að látið sé undan svo niður-
lægjandi kröfu um að árétta
veika stöðu þjóðþingsins.
Eftir maraþonfundi eru
vandræðin loks „leyst“ af
svefnvana „leiðtogum“ sem
samþykkja niðurstöðu Þjóð-
verja og Frakka, sem náðist
án aðkomu annarra. Segja má
að aðferðin hafi styrkst eftir
að Bretar sluppu við harðan
leik út úr ESB. Smærri ríki
sambandsins í norðanverðri
álfunni, svo sem Holland, Dan-
mörk og Svíþjóð, höfðu veru-
legan styrk af Bretlandi sem
hafði bak til að taka á sig
óánægjuna af andófinu við
þetta tveggja ríkja ESB. Nú
er sú staða stöpuð.
Hinar óskráðu reglur um al-
ræði Þjóðverja og Frakka í
ESB koma ekki aftan að smá-
ríkjunum þar. Forseti Frakk-
lands og kanslari Þýskalands,
ákváðu hvert meginskref í átt
að „þéttara samstarfi“ á sínum
tveggja manna fundum. Leið-
togar annarra ríkja mættu svo
til undirskrifta á hátíðar-
fundum. Þessa leið vörðuðu
þeir de Gaulle og Adenauer í
upphafi og svo eftirmenn
þeirra. De Gaulle skynjaði þó
að Bretar, með ramma taug
vestur yfir haf við enskumæl-
andi ríkin þar, myndu aldrei
una sér sem þriðja hjól undir
hinum þýsk-franska vagni.
Hann beitti því neitunarvaldi
gegn inngöngu þeirra. Thatc-
her, öflugasti forsætisráð-
herra Breta frá lokum styrj-
aldarinnar, var komin með
upp í kok yfir ESB-tilverunni.
Uppeldi Merkel kanslara,
austan við múr, virtist falla
betur að henni. Eftir þriggja
áratuga slag vildu Bretar út
og fóru.
Allt var gert af ESB hálfu til
að eyðileggja ákvörðun bresku
þjóðarinnar um útgöngu. Smá-
þjóðirnar í sambandinu horfðu
hrelldar á og gera sér nú fylli-
lega ljóst að þeim verður ekki
auðvelduð slík leið, þótt þær
reyni. Þær fá gömlu trakter-
ingar sambandsins: Kosið er
aftur og aftur þar
til „rétt svar“
kemur. Spilling-
armál (að hluta til
gömul) komu upp í
Hollandi sem urðu
til þess að Mark
Rutte forsætisráð-
herra komst ekki hjá því að
boða til kosninga nú í þessum
mánuði. Þrátt fyrir þau mál
virðast kannanir benda til að
flokkur ráðherrans muni koma
bærilega frá kosningunum, en
Rutte hefur gegnt embættinu í
áratug. Í aðdraganda fyrri
kosninga hefur Rutte rætt
töluvert um það að tryggja
yrði ákvæði um Evrópusam-
starfið sem héldu og gerðu
þjóðunum örugglega kleift að
komast út úr ESB ef þær
vildu. Sama ætti að gilda um
einstaka samstarfsþætti svo
sem evruna og Schengen-
samstarfið.
Í aðdraganda þeirra kosn-
inga og í framboðsundirbún-
ingi þeirra vegna þótti for-
sætisráðherranum nauð-
synlegt að slá á slíka strengi
þar sem veran í ESB hafði þá
neikvæð áhrif í kosningunum.
ESB er vissulega ekki hátt
skrifað í aðildarlöndunum nú
vegna yfirgengilegs klúðurs í
bóluefnamálum, sem íslenska
ríkisstjórnin gerði sig, án
nokkurrar umræðu, að áskrif-
anda að, og er eitt undarleg-
asta klaufaspark sem sést hef-
ur til íslenskrar ríkisstjórnar.
En önnur ástæða þess að
Rutte orðar ekkert slíkt nú er
að eftir að Bretar rétt sluppu
út er það ekki trúverðugt að
Holland eða önnur smáríki
myndu komast út úr ESB þótt
það reyndi af öllum kröftum.
Það eina sem gæti því leyst
slíkar óskir úr læðingi væri ef
útgönguöflum yxi fiskur um
hrygg í ríki á borð við Frakk-
land. Kannanir benda til vax-
andi áhuga á útgöngu þar. En
slíkan áhuga er auðvelt að of-
meta. Reynslan sýnir að
valda- og kyrrstöðuöfl í
Frakklandi mundu snúa bök-
um saman til að koma í veg
fyrir slíkt, eins og þau hafa
gert í hverjum forsetakosn-
ingum til þessa.
Sterk öfl tala fyrir útgöngu
Ítalíu um þessar mundir. En
efnahagur þessa stórríks ESB
er þannig um þessar mundir
að auðvelt er að þrengja mjög
að landinu pólitískt, með hann
að vopni. Því er niðurstaðan
sú, að þótt ESB hafi sjaldan
verið í lægra áliti en nú eftir
klúðrið með bóluefnið, þá telur
andlitslausa, ókjörna liðið í
Brussel sig nú eiga allskostar
við „þjóðirnar“. Og það mat er
vísast rétt, svo dapurlegt sem
það er.
Þjóðir ESB sitja uppi
með ókjörna yfir-
stétt sem þær fyrir-
líta þó af innstu
hjartans rótum}
Hafið yfir klúður
Í
liðinni viku var birt niðurstaða Héraðs-
dóms Reykjavíkur í máli íslenska ríkis-
ins gegn umsækjanda um starf ráðu-
neytisstjóra í mennta- og
menningarmálaráðuneyti. Niðurstaðan
var skýr; ekki voru fyrir hendi neinir ann-
markar á málsmeðferð kærunefndar jafnréttis-
mála sem leitt gátu til þess að fallist yrði á kröfu
íslenska ríkisins um ógildingu á úrskurði kæru-
nefndar. Var íslenska ríkinu gert að greiða
stefndu 4,5 milljónir króna.
Dagur var ekki liðinn þegar menntamála-
ráðherra lýsti því yfir að hún hygðist áfrýja mál-
inu til Landsréttar. Umsækjandi um starf ráðu-
neytisstjóra sem leitaði til kærunefndar fær því
enn að verma bekk stefndu og ómakinu sem
felst í því að eiga í dómsmáli gegn ríkinu er ekki
lokið.
Menntamálaráðherra er vissulega í fullum rétti til að
nýta allar heimildir sínar til málshöfðunar og áfrýjunar en
það má velta fyrir sér þeim aðstöðumun sem hér er á ferð-
inni. Krafti íslenska ríkisins í málarekstri gegn einstak-
lingi. Ríkið á þennan rétt, en það þarf að mínu mati að
ganga fram af ákveðnu meðalhófi og á það hefur umboðs-
maður bent. Einnig eru fyrir því fordæmi í sambærilegum
málum. Það er alltaf vont að tapa en stundum þarf að hug-
leiða hvort rétt sé að halda áfram eins langt og mögulegt
er á kostnað allra annarra en þess sem ákvörðunina tekur.
Aðstöðumunurinn hefur einnig komið til álita vegna
annars máls, er íslenska ríkið tók þá ákvörðun að bera nið-
urstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í lands-
réttarmálinu undir yfirdeild sama dómstóls.
Þar tók ríkisstjórn Íslands þá ákvörðun að verj-
ast af fullri hörku fyrir undirdeild og sækja svo
til yfirdeildar vegna ólögmætrar dómaraskip-
unar Sigríðar Á. Andersen þáv. dómsmála-
ráðherra. Fyrir Alþingi liggur svar um hluta
þess kostnaðar sem landsréttarmál hefur kost-
að skattgreiðendur og er þar um að ræða nærri
150 milljónir króna. Aðstöðumunur málsaðila er
umtalsverður. Íslenska ríkið keypti sér sér-
fræðiaðstoð í aðdraganda og í kjölfar nið-
urstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu og
yfirdeildar sama dómstóls fyrir rúmar 36 millj-
ónir króna. Þýðingarkostnaður íslenska ríkisins
vegna sama málareksturs var rúmar 6 millj-
ónir. Þá er ótalinn kostnaður embættis ríkislög-
manns vegna starfa lögfræðiteymis embættisins en enn er
beðið svara vegna þess, en fjöldi starfsmanna sinnti mál-
inu. Gagnaðili í málinu fékk dæmdan málskostnað í
Strassborg úr hendi ríkissjóðs að fjárhæð 3 milljónir
króna en þar af var beinn kostnaður við rekstur málsins
1,2 milljónir. Það er því augljóst að sá einstaklingur sem
leitar réttar síns gat ekki sótt mál af viðlíka þrótti og ís-
lenska ríkið og ber að hafa það, sem og hversu íþyngjandi
þessi málarekstur er, í huga þegar ráðherrar taka ákvarð-
anir sínar um áframhaldandi málarekstur fyrir dómi.
Pistill
Málarekstur í boði ríkissjóðs
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Íliðnum mánuði var sagt fráþví án mikils lúðrablásturs aðBandaríkjastjórn myndi sendasveit B1-B langdrægra
sprengjuflugvéla til norsku flug-
herstöðvarinnar í Ørland skammt frá
Þrándheimi (Niðarósi). Má það þó
teljast sögulegur atburður, því þetta
er í fyrsta sinn í mannsaldur sem
Norðmenn leyfa erlent herlið í land-
inu til annars en sameiginlegra her-
æfinga Atlantshafsbandalagsins
(NATO).
Markmiðið með þessu er að
senda Rússum skýr skilaboð um að
svara megi örri hernaðaruppbygg-
ingu þeirra á Kola-skaga; bæði flota
og flugher auk kjarnorkuvopna á
landi. Að þeim verði ekki liðið að auka
ójafnvægi þar á norðurhjara. Fyrir
sitt leyti biðu Rússar ekki með að
svara, heldur boðuðu þeir til flug-
skeytaæfinga með skömmum fyrir-
vara á stóru hafsvæði milli Knöska-
ness (Nordkapp) og Bjarnareyju.
Engum duldist táknræn þýðing þess.
Með þessu hefur athyglin aftur
beinst að norðurslóðum sem átaka-
línu vestrænna ríkja gagnvart
Kremlarbændum og í því samhengi
virðast margir vera að átta sig enn á
ný á mikilvægi Atlantshafsbandalags-
ins til þess að tryggja frið og öryggi í
þessum heimshluta.
Það varðar Íslendinga ekki síður
en aðrar þjóðir á norðurslóðum, eins
og mátt hefur merkja af tíðara flugi
rússneskra herflugvéla í grennd við
landið og aukinni herskipaumferð
þaðan. Sem hefur jafnframt endur-
speglast í auknum áhuga Bandaríkja-
stjórnar á að taka upp nánara varnar-
samstarf við Íslendinga að nýju.
Kalt stríð og hlýrri vindar
Þegar kalda stríðinu lauk með
falli Sovétríkjanna árið 1991 varð
spennufall á norðurslóðum. Rauði
flotinn átti varla fyrir olíu lengur og
um allan Kola-skaga grotnuðu her-
skip niður við bryggju. Áhugi Banda-
ríkjanna á norðurslóðum dvínaði um
leið og bandarísk umsvif í Norður-
Íshafinu urðu nær engin. Nauðsynin
til þess að viðhalda GIUK-hliðinu
svonefnda (milli Grænlands, Íslands
og Bretlands) var ekki lengur augljós
og fyrr en varði var búið að loka varn-
arstöðinni á Keflavíkurflugvelli.
Á fyrsta áratugi aldarinnar juku
Rússar fjárframlög til varnarmála
aftur og tóku færa út kvíarnar á
norðurslóðum á ný. Það hafa menn
síðan sett í samband við aukinn
áhuga á náttúruauðlindum í norðri,
sem kunna að verða innan seilingar
vegna tækniframfara og loftslags-
breytinga.
Vægi NATO eykst á ný
Það var þó ekki fyrr en Donald
Trump hafði komið sér fyrir í Hvíta
húsinu, sem Bandaríkin sýndu áhuga
á norðurslóðum á nýjan leik, en sú
ákvörðun ríkisstjórnar Joes Bidens
að senda sprengjuflugvélarnar til
Noregs sýnir að nýi forsetinn ætlar
ekki að vinda ofan af þeirri stefnu
fyrirrennnara síns.
Þarna hefur mikilvægi
hernaðarsamstarfs yfir Atlantshafið
komið vel í ljós. Og engin tilviljun að
Jens Stoltenberg, hinn norski fram-
kvæmdastjóri NATO, minnti á það í
fyrirlestri við Evrópuháskólann í lið-
inni viku að Evrópusambandið (ESB)
væri ekki fært um að verja lönd sín
og lýði án NATO og bandamanna
handan hafsins.
Hann minnti á að meira en 90%
íbúa ESB væru í NATO, en að ESB-
ríkin greiddu aðeins um 20% kostn-
aðar við sameiginlegar varnir sínar.
Hins vegar væri þeim landfræðileg
vörn í bandamönnum utan ESB: Ís-
lendingum, Norðmönnum og Bretum
í norðri, Norður-Ameríku í vestri og
Tyrklandi í suðaustri.
Joe Biden hefur lýst yfir áhuga á
að auka þátttöku Bandaríkjanna í
NATO á ný og þessi sending til Nor-
egs sýnir að það er ekkert hjal.
Hitnar í kolum úti
fyrir köldum ströndum
Varnarmál Bandarísk B1-sprengjuflugvél í fylgd norskra F-35-orrustuvéla við Ørland skammt frá Þrándheimi.
Ljósmynd/Forsvaret