Morgunblaðið - 09.03.2021, Page 17
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2021
Það er ævintýri að
fylgjast með þróun
hestamennskunnar og
þeim árangri sem ís-
lenskir hestamenn
hafa náð á síðustu
áratugum. Þar gnæfa
hátt hugsjónamenn
og hrossaræktar-
ráðunautarnir Gunnar
Bjarnason og Þorkell
Bjarnason. Enn frem-
ur um margt vel heppnuð útrás til
annarra þjóða þar sem hesta-
mennska og reiðlist er rótgróin
svo sem til Þýskalands fyrir 70 ár-
um. Gunnar Bjarnason hrossa-
ræktarráðunautur var kóngur
þegar hann kom til Þýskalands en
hér heima stríddi hann við öfund-
ina og fordóma, því fæstir trúðu
að útlendingar vildu hestinn okk-
ar.
Í æsku minni var hesta-
mennskan karlasport og snerist
um útreiðar og kappreiðar sem
svo voru nefndar. Þá voru flestir
hestamenn klæddir úlpum og
gúmmístígvélum, þótt margir hafi
snillingarnir verið
sem kunnu mikið eins
og Höskuldur á Hofs-
stöðum og fleiri. Nú
er öldin önnur; hesta-
menn ganga spari-
búnir til leikanna og
hestamennskan er
ekki bara hörku-
atvinnuvegur sem set-
ur svip sinn á sveit-
irnar. Hestamennskan
er íþrótt, listgrein
sem gleður augað og
vekur yndi. Ríkissjón-
varpið hefur tekið hestamennsk-
una í fangið og gerir henni skil
eins og öðrum viðburðum
íþróttanna.
Það er stórbrotið að sitja heima
í stofu og horfa á í sjónvarpinu
meistaradeildina í hestaíþróttum,
hæfni hestsins og kunnáttu reið-
mannanna. „Höfuðin lyftast. Hin
lifandi vél/logar af fjöri undir söð-
ulsins þófum.“ Maður og hestur
þeir eru eitt, sagði skáldið einnig
og það er stórkostlegt að sjá sam-
spil knapans og hestsins. Keppnin
er listræn og öguð og hver gang-
tegund, vilji og prúðmennska
njóta sín. Það var kraftaverk þeg-
ar Hólaskóla var falið það verkefni
sérstaklega að kenna hesta-
mennskuna um 1990, í miklu sam-
starfi við Félag tamningamanna
og Búnaðarfélagið. Enn stærri
skref voru svo stigin í minni tíð
sem landbúnaðarráðherra þegar
bæði ríkisstjórn og Alþingi náðu
saman um sérstök átaksverkefni
hestamennskunnar. Í dag kallast
slíkur gjörningur innviðauppbygg-
ing.
Verkefnin skiluðu margvíslegum
grunngildum svo sem knapa-
merkjakerfinu, Worldfeng – upp-
runaættbók íslenska hestsins,
mikilli uppbyggingu á Hólum og
reiðkennslu í framhaldsskólum.
Og síðast en ekki síst öllum þeim
reiðhöllum sem byggðar voru af
hestamannafélögum í samstarfi
við sveitarfélögin og öflug fyrir-
tæki. Reiðhallirnar um allt land
eru í dag miðstöðvar félagslífs og
faglegs starfs. Hvað skyldu nú
margir hrossabúgarðar starfa um
allt land? Hrossabændur? At-
vinnuvegur sem áður var sport
skapar mikla vinnu og skilar
miklu til þjóðarbúsins. Hesta-
mannafélag í hverjum bæ eða
sýslu. Gleðin sem fylgir þessum
atvinnuvegi.
Okkar er að vera feti
framar en aðrar þjóðir
Íslenski hesturinn er ræktaður
um víða veröld. Hann er okkar og
við verðum að vera forysturíkið.
Hér er mekka íslenska hestsins og
hingað sækja hestamenn þekkingu
og frumkvæði. Mest er breytingin
þó sú að konur hafa gert sig mjög
gildandi í hestaíþróttum og börn
byrja ung að læra reiðlistina.
Hestamennskan er almenn-
ingsíþrótt og þessi þúsund ára
þjónn landsins kallar hingað
ferðamenn í stórum stíl sem njóta
þess að sjá landið okkar af hest-
baki. Íslenski hesturinn er sann-
kölluð þjóðareign, en munum að
milljónir manna um víða veröld
gera tilkall til þessarar undras-
kepnu. Það sjáum við best á
Heimsleikum íslenska hestsins
sem haldnir eru annað hvert ár.
Þjóðverjar töldu sig alveg eins
geta verið upprunaland hestsins
og um það var deilt, í minni ráð-
herratíð.
Íslandshestamenn um heim all-
an hafa aðgang að öllu því besta,
þ.á m. genabanka, og markaðurinn
ræður hvort afburðahestur er
seldur úr landi. Þannig verður það
að vera í búfjárrækt. Annars væru
útlendingarnir að rækta annað
hrossakyn. En það er landið okk-
ar, fjöllin, veðráttan, útiveran,
vetrarríkið, vatnið og grasið prót-
ínríka, sem gerir þessa skepnu að
því sem hún verður best. Við eig-
um Ísland. Ríkissjónvarpið hefur
sett hestamennskuna á dagskrá,
og allir sjá að þetta er ekki síðra
efni en að horfa á knattspyrnu-
hetjur elta bolta. Það er okkar að
vera forysturíki um íslenska hest-
inn um alla framtíð. Það er mikið
verkefni en hestamennirnir standa
undir mínum væntingum, fram-
tíðin er björt. En landbúnaðurinn
allur þarf nýja umgjörð.
Eftir Guðna
Ágústsson »Hér er mekka ís-
lenska hestsins og
hingað sækja hesta-
menn þekkingu og
frumkvæði.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður og
ráðherra.
Meistaradeildin í hestaíþróttum
Fyrirsögn viðtals við
fyrrverandi yfirlækni
Leitarstöðvar Krabba-
meinsfélagsins á tíma-
bilinu 2013-2017 (Mbl.is
5. mars: Umræða vek-
ur ótta og vantraust
hjá konum) og ummæli
hans um ástæður inn-
grips hins opinbera í
starfsemi Leitar-
stöðvar Krabbameins-
félagsins gefa tilefni til eftirfarandi
athugasemda.
Starfsreglur
Yfirlæknirinn segir að áminning-
arbréf Leitarstöðvar til kvenna um
áður boðað eftirlit vegna forstigs-
breytinga hafi ekki verið send fyrr
en eftir dagsetningu boðaðs eftirlits.
Athugasemd: Fyrir yfirlækna-
skiptin 2013 sendi Leitarstöðin
áminningarbréf bæði fyrir og eftir
áður boðaða eftirlitsdagsetningu og
síðan ábyrgðarbréf auk sms-
skilaboða ef konan mætti ekki. Tveir
sérþjálfaðir hjúkrunarfræðingar
unnu við eftirlitslista þessara kvenna
og við að svara fyrirspurnum um nið-
urstöður eða óljós einkenni frá kyn-
færum og brjóstum. Starfsreglur,
starfslýsingar og verklagsreglur
Leitarstöðvar voru uppfærðar með
reglulegu millibili.
Alþjóðlegar leið-
beiningar og upp-
lýsingaflæði
Yfirlæknirinn segir
að nú sé í fyrsta sinn í
áratugi farið eftir al-
þjóðlegum leiðbein-
ingum og fólk verði að
treysta heilbrigðis-
yfirvöldum. Aldrei hafi
verið búið til eins gott
skimunarkerfi sem sé
byggt á HPV-
frumskimun í stað
frumustroks sem meðal annars stytt-
ir eftirlitstíma eftir keiluskurði og
geri flestum þessum konum kleift að
fara fljótt yfir í hefðbundið boð-
unarkerfi og að nýtt kerfi komi í veg
fyrir ofmeðhöndlun sem sé í anda til-
lagna skimunarráðs.
Yfirlæknirinn segist aldrei hafa
hitt Íslending á árlegum erlendum
ráðstefnum um skimun og að skim-
unarráð hafi auk þess ályktað í októ-
ber 2020 að sérþekking á skimun sé
takmörkuð á Íslandi. Það veki því
furðu hans hve margir álitsgjafar
finnist nú í þessum málum hér á
landi.
Athugasemd: Leitarstöðin hefur
ætíð fylgt því eftir að skipulag leitar
uppfylli alþjóðlega staðla
(Cytopathology 2010;21:213-22).
Starfsreglur Leitarstöðvar tóku ætíð
mið af því að draga úr ofmeðhöndlun
kvenna sem sjá má af árlegum fræði-
legum uppgjörum og fræðigreinum
(ársskýrslur Leitarstöðvar fram til
2013). Árangur leitarstarfsins og
rannsóknir því tengdar voru einnig
kynnt á fjölda ráðstefna bæði innan-
og utanlands þar sem voru ýmsir
áhugasamir Íslendingar um krabba-
meinsskimun.
Leitarstöðin vildi viðhalda góðu
upplýsingaflæði til almennings enda
ljóst að traust til leitarinnar byggist
hverju sinni á þeirri upplýsingagjöf
sem er í boði. Leitarstöðin hefur því
ætíð talið mikilvægt að taka þátt í og
hvatt til opinberrar umræðu um mál-
efni leitarinnar. Er hér vísað til
fjölda bæklinga og fræðirita fyrir al-
menning og heilbrigðisstarfsmenn.
Við yfirlæknaskipti 2013 var
„HPV-frumleit“ á tilraunastigi er-
lendis og þótti á þeim tíma ekki
ástæða til að taka upp HPV-skimun
nema í völdum tilvikum enda hafði
árangur hérlendrar leitar með hefð-
bundnu frumustroki vakið athygli
annarra, þar á meðal alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar (IARC/WHO)
og lyfjafyrirtækisins Merck sem
leiddi til þátttöku Leitarstöðvar í al-
þjóðlegri rannsókn á þróun HPV-
bóluefnisins Gardasil (Acta Obs Gyn
2009;88:27-35).
Mæting til leitar
Yfirlæknirinn segir að mæting
hafi farið minnkandi síðustu 30 árin
þar sem leitarkerfi Leitarstöðvar
hafi langt í frá verið í lagi. Af þeim
sökum sé þátttaka í leghálsskoðun
nú aðeins 66-67% en alþjóðleg við-
miðunarmörk mætingarhlutfalls séu
70%.
Athugasemd: Þriggja ára mæting
til leghálskrabbameinsleitar á aldr-
inum 25-69 ára var mest á tímabilinu
1988-1992 eða 82% og hélst yfir 70%
fram yfir bankahrunið 2008. Þar sem
millibil boðana var lengt 2014 var
viðmið mætingar lengt í 3,5 ár og var
það mætingarhlutfall 71% fyrir tíma-
bilið 2009-2013 en dalaði síðan í 66%
í lok 2017. Því er ljóst að skipulags-
breytingar yfirlæknisins í ársbyrjun
2014 hafa ekki bætt mætinguna.
Nýgengi og dánartíðni
Yfirlæknirinn segir að nýgengi
leghálskrabbameins hafi verið
óbreytt síðustu 30 árin en dán-
artíðnin hafi hækkað um 170% síð-
ustu 10 árin og því ekki óeðlilegt að
heilbrigðisyfirvöld grípi nú inn í.
Athugasemd: Vegna greiningar og
meðferðar sjúkdómsins á forstigi féll
nýgengi leghálskrabbameins um
68% milli 1964-1968 (27,3/100.000) til
2000-2018 (8,6/100.000). Dánartíðnin
féll um 88% milli 1967-1971 (9,6/
100.00) til 2000-2013 (1,2/100.000) en
hækkaði síðan aftur 2014-2018 (1,9/
100.000) um 58%.
Á stjórnunartíma yfirlæknisins
hækkaði dánartíðnin þannig ómark-
tækt um 58%, sem styður fyrrnefnda
vísbendingu um að þær skipulags-
breytingar sem hann stóð fyrir eftir
2013 hafi ekki gefið tilætlaðan árang-
ur. Það er því nokkuð gróft að gefa
upp 170% hlutfallslega hækkun dán-
artíðni sem dæmi um ófullnægjandi
stjórnun af hálfu Krabbameins-
félagsins þar sem hann var sjálfur
ábyrgur stjórnandi Leitarstöðvar á
þessu tímabili (Læknablaðið
2020;106:216-18).
Niðurstaða
Ljóst er að ofanrituð ummæli yfir-
læknisins um orsakir tillagna skim-
unarráðs um skipulagsbreytingar á
leitarstarfinu eiga ekki við rök að
styðjast auk þess sem ummæli hans,
sem koma fram í fyrirsögn viðtalsins,
má túlka sem hvatningu til þöggunar
varðandi frekari umræðu um nýleg-
ar skipulagsbreytingar krabba-
meinsleitar.
Eftir Kristján
Sigurðsson
Kristján Sigurðsson
Höfundur er prófessor emeritus, yfir-
læknir Leitarstöðvar Krabbameins-
félagsins frá 1982 til mars 2013.
kiddos@simnet.is
Umræða dregur úr ótta
» Leitarstöðin hefur
ætíð talið mikilvægt
að taka þátt í og hvatt til
opinberrar umræðu um
málefni leitarinnar.
Veðurfar Eftir nokkra bjarta daga sunnanlands létu lægðir á sér kræla í gær og í fyrrinótt með tilheyrandi úrkomu og vindi. Framundan er kólnandi veður með austan- og norðaustanáttum.
Eggert