Morgunblaðið - 09.03.2021, Side 19

Morgunblaðið - 09.03.2021, Side 19
Fáðu Tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1390 eða á augl@mbl.is UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2021 hafðu það notalegt í vetur vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is Eigum úrval af miðstöðvar- og handklæðaofnum Markmið og til- gangur Soroptim- istahreyfingarinnar er að styðja við konur til að geta tekið þátt í opinberu lífi án mis- mununar eða ofbeldis. En nú er það svo að aðstæður kvenna eru mjög mismunandi eft- ir löndum og heims- hlutum. Þarfir kvenna geta verið mjög ólíkar eftir því á hvaða stigi jafnrétti eða ójafnrétti kynjanna stendur í þeirra landi eða innan þeirrar stéttar sem þær tilheyra. Og þetta kallar á mismunandi stuðning. En tilgangurinn er alltaf sá sami: Að efla konur til að vera virkir þátt- takendur í samfélaginu og nýta hæfileika sína til fulls, á hvaða aldri sem þær eru, og hvert sem áhugamál þeirra kann að vera. Þetta er ekki eins auðvelt og það kann að hljóma, því ekki bara möguleikar, heldur líka viðhorf og væntingar samfélagsins til kvenna eru oft allt aðrar og minni en til karlkynsins. Og gætum þess að þegar við tölum um samfélag, þá er helmingur þess konur. Þegar við ætlum að breyta viðhorfi sam- félagsins þurfum við að hefja það snemma, það er, strax í bernsku, og láta bæði stúlkur og drengi finna það að það er ætlast til hins sama af hvorum tveggja þegar kemur að því að nýta hæfileika sína í þágu samfélagsins. Soroptimistar taka mið af starfi Sameinuðu þjóðanna, þar sem Kvennastofnunin (UN Women) hefur með ráðstefnum og rann- sóknum bent á það sem helst er áfátt í jafnréttismálum kynjanna. Hin svokallaða Peking-áætlun er leiðandi samþykkt á heims- grundvelli og á 20 ára afmæli í ár. Alþjóðasamtök soroptimista styðja markmið hennar heils hugar. Raunar vilja soroptimistar að markmiðin nái til ungu kynslóð- arinnar strax í dag, kvenna og stúlkna á skólaaldri og í byrjun at- vinnuþátttöku. Við vitum að frá blautu barnsbeini fá stúlkur færri tækifæri og minni hvatningu til að þróa leiðtogahæfni sína, svo sem í íþróttum, málfundum og hags- munagæslu námsfólks. Aðeins þegar þetta breytist getur sprottið fram virkari þátttaka kvenna til forystu í atvinnulífi og fé- lagsmálum. Reynsla úr barnæsku hefur svo mikil áhrif á síðari tíma viðhorf og getur breytt úreltum staðalímyndum. Raunar verða staðalímyndir til í bernsku, og breytast ekki nema byrjað sé þar. Félagsleg viðhorf eru aft- urhaldssöm í mörgum heims- hlutum, og væntingar stjórna lífi kvenna. Þar sem væntingarnar eru litlar og lágstemmdar er ekki að vænta þess að þær rísi til mik- illa metorða né að hæfileikar þeirra til forystu fái notið sín. Sér- staklega á þetta við konur í lönd- um þar sem karlar axla ekki ábyrgð á umönnun barna til jafns við konur. Nýleg viðbrögð fólks á Vestur- löndum við Me-too-hreyfingunni hafa sýnt að ofbeldi og áreitni við- gengst innan vinnustaða, og úr- vinnsla mála er oft á ábyrgð stjórnenda eða mannauðsdeilda. Og hverjir sitja þar? Það er ekki gefið að konur og sjón- armið þeirra njóti sannmælis. Og hætt er við að þau mál sem ættu heima fyrir op- inberum dómstólum séu smættuð og fái málamyndaafgreiðslu innan fyrirtækja eða stofnana. Þetta þarf að bæta. Mörg hliðstæð dæmi mætti taka en rúm leyfir ekki meira en að tæpa á hatursorðræðu á netinu, sem dæmin sýna að konur verða fyrir í meira mæli en karlar. Það fælir marga konuna frá því að gefa kost á sér í opinberu lífi. Til að gera leið kvenna til ábyrgðarstarfa greiðari ættu öll ríki að fullgilda samning Samein- uðu þjóðanna um afnám alls mis- réttis gegn konum, án nokkurra fyrirvara. Síðan þarf lagasetningu og reglur um að konur komist upp úr glerþakinu og öðlist félagslegt réttlæti, svo sem launajafnrétti. Endanlegt markmið er að eyða kynbundnu misrétti og örygg- isleysi. Soroptimistar hvetja sér- staklega til þess að:  veita ungum stúlkum síþjálfun sem tryggi meðal annars jákvæðar væntingar til stúlkna og þrói for- ystuhæfileika þeirra  tryggja að menntun stúlkna feli í sér þjálfun til forystu þeirra og valdeflingu til þátttöku í fé- lagsstörfum  auðvelda konum sem hafa horfið frá námi til að auka við menntun sína með öðru móti  opna leiðir til að konur og stúlkur taki þátt í opinberu lífi Í þessu skyni bendum við á eftir- farandi leiðir:  Ríki, sveitarfélög og fyrirtæki leitist við að fylgja kynjakvóta og geri áætlun um jafnstöðu kynjanna til frambúðar.  Allir vinnuveitendur, bæði hið opinbera og einkageirinn, sem og félagasamtök, tryggi að starfsmenn hljóti fræðslu um mikilvægi jafn- réttis á öllum sviðum starfsem- innar.  Karlar fái hvatningu á starfs- vettvangi sínum til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og mis- munun, bæði á vinnustað og heim- ilum. Nýleg dæmi um stúlkur eins og Malölu Yousafzai og Grétu Thun- berg hafa sýnt og sannað að ungar konur eru hæfar og geta skilað ár- angri til að umbreyta staðal- ímyndum og bæta heiminn svo um munar. Stuðlum að því að fleiri slíkar fái hlutverk og verðug tæki- færi. Konur, kjósið að taka slíkum áskorunum. Konur, við störfum í þágu rétt- lætis, jöfnuðar og friðar um heim allan. 8. mars – alþjóðlegur bar- áttudagur kvenna Eftir Guðrúnu Láru Magnúsdóttur Guðrún Lára Magnúsdóttir »Markmið og til- gangur Soroptim- istahreyfingarinnar er að styðja við konur. Greinin er rituð í tilefni af alþjóðlegum bar- áttudegi kvenna sem var í gær. Höfundur er forseti Soroptimista á Íslandi. gudrunlara@mmedia.is Jafnan höfum við, sem búum í þessu landi, litið á okkur sem „þjóð“, sem „Ís- lendinga“. En hvað felst í þessu hugtaki (eða orði)? Um það kunna að vera skiptar skoðanir, sem ef til vill breytast í rás tímans. Hér koma nokkrar skilgreiningar úr nú- tímanum: Wikipedia skilgreinir þjóð svo: „Þjóð er samfélag fólks byggt á sameiginlegu tungumáli, land- svæði, sögu, uppruna eða sameig- inlegri menningu.“ (Þýð. höf.) Í pistli 2.1. 2006 á Pressan.is fjallar Eiríkur Bergmann stjórn- málafræðingur um hugtakið „þjóð“. Hann segir það flókið, en segir svo: „Almennt hefur þó verið talið að ýmsir samverkandi þættir geti einkennt þjóðir, svo sem af- markað landsvæði, sameiginlegt tungumál, einsleitur kynþáttur, sameinandi trú, sameiginleg saga og aðrir menningarbundnir þætt- ir.“ Í grein í DV 30.6. 2018 ræðir Hannes Hólmsteinn Gissurarson þjóðarhugtakið og vísar í ensk- austurríska heimspekinginn Karl R. Popper, sem segir að líklega kæmust Íslendingar næst því að kallast þjóð, vegna þess að „þeir töluðu sömu tungu, væru nær allir af sama uppruna og í sama trú- félagi, deildu einni sögu og byggju á afmörkuðu svæði“. Íslenska Wikipedia segir um þetta efni: „Þjóð er stór hópur fólks sem á sér að jafnaði sameig- inlegt tungumál og menningu, stundum sameiginlega sögulega arfleifð og minningar og býr oftast á samfelldu landsvæði við gagn- kvæm innri viðskiptatengsl.“ Allar þessar skilgreiningar fela í sér sameiginlega tungu, menningu og landsvæði, en einnig sameigin- lega sögu og trú. Úr þunga þessara atriða er dregið nokkuð í síðustu skilgreiningunni, sem virðist hníga nokkuð að svokallaðri fjölmenn- ingu. Shengen Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var mannfjöldi á Íslandi 1. janúar 2020 364.134. Í grein í Morgunblaðinu 19.2. 2021 segir Hauk- ur Logi Karlsson, að „samkvæmt tölum Hagstofunnar væru hér á landi 61 þúsund innflytjendur af fyrstu og annarri kynslóð“. Talan er væntanlega rúnnuð, en ef hún er notuð eru inn- flytjendur um það bil 16% þeirra sem búa í landinu og hafa komið hingað til lengri dvalar. Hvers vegna? Vegna þess að við gerðum þá reginvitleysu að gang- ast undir ákvæði Schengen- sáttmálans um frjálsa för fólks. Ýmsir komu í leit að vinnu eða voru þegar komnir með hana, en aðrir leita betri kjara til dæmis í velferð- arþjónustu. Á meðal hinna síð- arnefndu eru til að mynda þeir sem fá hér hæli til langs eða skamms tíma og hafa sumir fengið það vegna linku eftirgefanlegra stjórn- valda sem missa móðinn þegar fá- mennir hópar taka til háværra mót- mæla gegn löglegum brottvísunum. Býr þetta fólk að sameiginlegri tungu, menningu, sögu og siðum með þeim sem fyrir eru? Íslenskan Í fyrrnefndri grein mælir Hauk- ur Logi Karlsson gegn því, að í til- lögum forsætisráðherra um breyt- ingar á stjórnarskrá sé ákvæði um íslensku sem ríkismál í landinu. Hann virðist telja, að gera eigi ráð fyrir því, að önnur tungumál, og þá þeirra sem hingað hafa flutt af öðr- um menningar- og málsvæðum, njóti nokkurs konar „ríkismálsrétt- inda“ sinna tungumála. Fari svo verður ekki lengur ein þjóð í þessu landi samkvæmt þeim skilgreiningum á „þjóð“, sem fram koma fremst í þessari grein, þar sem „þjóð“ er talin þurfa að hafa sameiginlegt tungumál og í fram- haldi af því sameiginlega menningu og sögu. Til verða innan landsteina margar þjóðir og þjóðabrot, sem ekki eru „Íslendingar“, heldur hver með sína tungu, siði, menningu og sögu, eins og dæmin sanna á meg- inlandi Evrópu í þeim gettóum sem þar hafa myndast. Er nokkur ástæða til þess að álíta að þróunin verði önnur hér á landi? Íbúarnir Eins og fram hefur komið segir Hagstofan íbúa hér landi rúmlega 364.134 við áramótin 2019/2020. Samkvæmt tölunni um fjölda inn- fluttra eru þeir um 16% íbúanna. Innfæddir Íslendingar gera ekki betur en svo að halda við fjölda sín- um og reyndar tæplega svo. Við- haldstalan er talin vera 2,1 barn á konu, en hefur undanfarin ár tíðum farið niður fyrir þetta viðmið. Í langtímaspá Hagstofunnar 22.11. 2019 segir: „Ætla má að íbúar landsins verði 434 þúsund ár- ið 2068 samkvæmt miðspá Hagstof- unnar um þróun mannfjöldans. Til samanburðar var mannfjöldinn 357 þúsund hinn 1. janúar 2019. Í hásp- ánni er reiknað með að íbúar verði 506 þúsund í lok spátímabilsins …“ Hvaðan kemur fjölgunin, ef inn- fæddir Íslendingar halda ekki við fjölda sínum? Væntanlega í frekara innflutningi fólks, en ekki síður því, að hinir aðfluttu eignast gjarnan fleiri börn en hinir innfæddu og eru því fyrir ofan – og jafnvel tíðum vel fyrir ofan viðhaldsviðmiðið. Í Danmörku er nokkuð rætt um „befolkningsudskiftning“ (íbúa- skipti) á einmitt þeim grunni, að enn bætast við innflytjendur, og einnig þeim, að þeir fjölga sér (eru langt yfir viðmiðið 2,1) en inn- fæddir Danir ekki. Þeim í raun fækkar, enda þeir vel fyrir neðan viðmiðið. Eru íbúaskipti – og þá líka menningar-, sögu- og siðaskipti – sú framtíð, sem í vændum er hér á landi? Hvað verður þá um „íslenska þjóð“? Eftir Hauk Ágústsson »Hvað er þjóð? Tunga, menning, siður Haukur Ágústsson Höfundur er fv. kennari. Þjóð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.