Morgunblaðið - 09.03.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.03.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2021 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Óska eftir Vinna óskast tímabundið í 3-6 mánuði Vinnusamur maður á besta aldri óskar eftir starfi. Ýmislegt kemur til greina, t.d. lagerstörf (með lyftara- próf), útkeyrsla o.fl. Info -vinna- vinna2021@gmail.com Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Bílar Volvo XC90 T8 Hybrid. 1/2018 Ekinn 63.þ.km. 7 manna. Svart leður. Glerþak. 20” álfelgur. Xenon ljós. 360° myndavél. O.fl., ofl. Einn eigandi. Evrópubíll. Verð: 8.490.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12. Boccia með Guðmundi kl. 10. Handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Dansleikfimi Hreyfiþjálfun kl. 13:45. Kaffisala kl. 14:30-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600. Boðinn Ganga/stafganga með leiðsögn kl. 10:00 frá anddyri Boðans. Fuglatálgun kl. 13:00-16:00.Munið grímuskyldu og tveggja metra regluna. Sundlaugin er opin frá kl. 13:30-16:00. Opið í miðdagskaffi kl. 14:30. Bústaðakirkja Opið hús frá kl 13-16 á miðvikudaginn spil, handavinna og spjall. Prestur verður með hugleiðingu og bæn 14:15 og kaffið góða frá Sigurbjörgu strax á eftir, Jónas Þórir verður við píanóið. boðið upp á göngutúr frá safnaðarsal kl 13:00 um umhverfi kirkjunnar. Sjáumst hress. Dómkirkjan Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu alla þriðjudaga í Dómkirkjunni. Fella og Hólakirkja Kyrrðarstund og fyrirbænastund kl. 12 í umsjá Kristínar Kristjánsdóttir djákna og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Félagsstarf eldriborgara kl. 12. Verið hjartanlega velkomin í gott og gefandi samfélag. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opið frá kl. 8:10-16. Kaffisopinn er góður kl. 8:10-11. Thai Chi kl. 9-10. Prjónum til góðs kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Myndlistarhópurinn Kríur kl. 13-15:30. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Hjá okkur er grímuskylda og vegna fjöldatakmarkanna þarf að skrá sig fyrirfram. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Garðabæ Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Qi-Gong í Sjálandssk kl. 8:30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Stólajóga kl. 11:00 í sal í kjallara Vídalínskirkju. Karlaleikfimi í Ásgarði kl. 12:00. Boccia Ásgarði kl: 12:55. Smíði Smiðja Kirkjuh. kl. 09:00 og 13:00. Vatnsleikfimi Sjál kl. 15:15. Litlakot opið kl. 13:00 – 16:00. Munið sóttvarnir Gerðuberg Opin handavinnustofa frá kl. 8:30 –16:00, heitt á könnunni. Gönguhópur (létt leikfimi og ganga/útivera) frá kl. 10:00. Núvitund kl. 11 –11:30. Myndlist/listaspírur kl. 13 –16:00. Gjábakki kl. 8.30 til 10.30 handavinnustofa opin, bókið daginn áður. Kl. 9.45 Stólaleikfimi (fullbókað), kl. 11.30 til 12.30 Matur. Kl. 13.30 til 15.30 opið fyrir spjall, bókið daginn áður. Kl. 14.30 til 16.00 Kaffi og meðlæti Gullsmára Myndlist kl. 9.00 Tréútskurður kl. 13.00 Munið sóttvarnir. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Gönguferð - styttri ganga kl. 13:30. Korpúlfar Listmálun með Pétri kl. 9:00 í Borgum, morgunleikfimi útvarpsins kl. 9:45, Boccia kl 10 í Borgum og helgistund kl. 10;30 í Borgum. Leikifmishópur Korpúlfa í Egilshöll kl. 11:00 og spjallhópur í Borgum kl. 13:00. Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug með Brynjólfi kl. 14:00. Lagt af stað stundvíslega kl. 13:00 frá Borgum á morgun í Fljúga yfir Ísland, því miður uppselt, hámark 50. Grímuskylda. Samfélagshús Vitatorgi Í dag er hreyfiþjálfun með sjúkraþjálfara kl. 10:30-11:00. Bókband er á sínum stað í smiðju 1. hæðar milli 13:00-16:30. Þá hefst söngstund í matsal 2. hæðar kl. 13:30 og varir í klukkustund. Kl. 15 hittumst við í handverksstofu og hlustum saman á hlaðvarp og ræðum svo. Við minnum á að grímuskylda er fyrir alla í félagsstarfinu. Hlökkum til að sjá ykkur! Seltjarnarnes Vatnsleikfimi kl. 07.10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Ganga frá Skólabraut kl. 13.00 ef viðrar. Ath. Helgistundin á Skólabraut fellur niður í dag. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14.00. Örnámskeið / roð og leður á neðri hæð félagsheimilisins kl. 15.30 - 18.30. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Virðum almennar sóttvarnir. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Það var skarð höggvið í félagsskap okkar Álseyinga síð- astliðinn sunnudag er vinur okkar og félagi Gunnar Karl Haraldsson var kallaður á brott. Það kom svo sem ekki á óvart að kallið kæmi núna en það er jafn sárt og erfitt að sætta sig við að kveðja svo ungan og góðan dreng. Þó að lífsganga Gunnars Karls væri ekki löng þá er óhætt að full- yrða að fleiri og stærri hindranir hafi orðið á vegi hans en flestra sem mun lengra æviskeið fá. Gunnar greindist ungur með sjúkdóm sem setti mark sitt á allt hans líf. Sjúkrahússdvalir og að- gerðir sem hann þurfti að fara í skiptu tugum en þrátt fyrir sí- felldar brekkur á vegi lífsins var Gunnar Karl ótrúlega jákvæður og tókst á við öll ljónin sem á veg- inum urðu af æðruleysi, bjart- sýni, þrautseigju, kjarki og þori. Gunnar Karl fæddist Álseying- ur, þar sem Halli Steini, pabbi hans, hefur verið Álseyingur frá unglingsaldri. Gunnar kom ungur í Álsey með pabba sínum en sjúk- dómurinn sá til þess að Álseyjar- ferðir urðu færri en hugur hans stóð til. Gunnar lét það þó ekki aftra sér frá því að vera fullgildur félagsmaður í félagi okkar og hugurinn var alltaf til staðar. Hann fylgdist með því sem við Gunnar Karl Haraldsson ✝ Gunnar KarlHaraldsson fæddist 25. septem- ber 1994. Hann lést 28. febrúar 2021. Útför Gunnars Karls var gerð 6. mars 2021. vorum að sýsla í Áls- ey, naut þess að fara í bátsferðir ef færi gafst og hann hafði ekki misst vonina um að komast í Áls- ey á ný. Hann kom með mér í siglingu út að Álsey á sumarkvöldi fyrir þremur árum og þegar við dóluð- um á Pollinum og horfðum upp í Eyjuna spáði hann í hvernig hægt væri að „drösla“ honum upp eins og hann orðaði það. Hann ætlaði að komast aftur í Álsey. Í fyrrasumar var hann ákveð- inn í að fara í Álsey og sagðist bara láta hífa sig upp á „vírnum“, það gæti varla verið mikið mál og ekki væri hann hræddur við það en hann velti því líka upp hvort það væri ekki bara fín æfing fyrir Björgunarfélagið að koma honum upp í Álsey og niður aftur. Ekkert varð þó úr því, enda ekki víst að öllum hafi litist jafn vel á þessar hugmyndir og Gunn- ari Karli, en sá hugur og þor sem þarna kom fram segir mikið um það hvernig hann tókst á við allar þær hindranir sem urðu á vegi hans í lífinu. Einbeittur vilji og já- kvætt hugarfar Gunnars Karls ætti að vera okkur öllum áminn- ing um það hversu miklu má áorka og hversu langt má ná með jákvæðni og sterkum vilja. Gunnar Karl mætti galvaskur á Lundaböll þegar að hann fór að hafa aldur til og naut sín vel í okk- ar hópi á þeim skemmtunum enda alltaf til í gleði og góðan fé- lagsskap. Nú er ljóst að ekki rætist draumur Gunnars Karls um að koma á ný í Álsey með okkur en við Álseyingar trúum því og treystum að vinur okkar sé nú laus við þrautir og höft sem tor- velduðu honum margt á lífsleið- inni og að hann geti nú klifið björgin og hlaupið um bringi, bekki og fles í Álseyjum eilífðar- innar. Elsku vinir, Halli Steini, Stína, Hrefna, Eyrún og aðrir ástvinir. Um leið og við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur vonum við að ljósið, vonin og æðruleysið sem Gunnar Karl bar svo sterkt með sér lýsi ykkur og veiti styrk á þessum erfiðu tímum. Minningin um okkar góða vin, Gunnar Karl, mun lifa með okkur um ókomna tíð. F.h. Álseyinga, Grímur Gíslason. Kveðja frá menntavísindasviði Háskóla Íslands Hver kennir hverjum, verður fullkomlega afstætt þegar við minnumst nemanda okkar og samferðamanns, Gunnars Karls Haraldssonar. Gunnari Karli kynntumst við þegar hann hóf nám í tómstunda- og félagsmála- fræði við Háskóla Íslands. Öllum varð ljóst að þar fór heil- steyptur einstaklingur sem smit- aði frá sér gleði og áhuga á öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Gunnar var afar námfús og forvit- inn um allt milli himins og jarðar og afar virkur í öllum umræðum og ígrundun í náminu. Hann nálg- aðist verkefnin á lausnamiðaðan hátt og ekkert var honum ofviða eða óviðkomandi. Hjarta hans sló svo sannarlega á réttum stað fyr- ir bjartari og bættri framtíð. Gunnar tók meðal annars virkan þátt í stúdentapólitíkinni fyrir Vöku og beitti sér einkum fyrir betra aðgengi hreyfihamlaðra og fatlaðra stúdenta skólans, auk annarra baráttumála. Náms- brautin naut oftar en ekki starfs- kraftanna þar sem hann var alltaf boðinn og búinn að leggja hönd á plóg, hvort sem það var sjálfboða- vinna við ráðstefnur eða kynning- ar á náminu s.s. á Háskóladaginn og við móttöku nýrra nemenda. Gunnar átti við veikindi að stríða en hann tókst á við hverja glímuna af annarri af æðruleysi og seiglu. Með framgöngu sinni var hann merkisberi þeirra gilda sem námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði heldur á lofti og jákvæður leiðtogi í hópi samnem- enda. Slíkur einstaklingur hefur áhrif á allt sitt umhverfi, er fyrir- mynd sem verður öðrum til eftir- breytni, menntandi í öllum skiln- ingi þess orðs. Það var Gunnar Karl svo sannarlega og við þökk- um auðmjúk fyrir það tækifæri að fá að vera Gunnari samferða um stund og njóta góðs af. Fjölskyldu Gunnars og vinum vottum við okkar dýpstu samúð og minningin um mætan mann mun lifa áfram með okkur. Fyrir hönd Kennarar og starfsfólk við námsbraut í tóm- stunda- og félagsmálafræði. Eygló Rúnarsdóttir. Elsku Gunnar okkar, saman sitjum við vinirnir með hjörtun í molum og skrifum þér hinstu kveðju. Þú varst einstakur vinur og kenndir okkur svo ótal margt, það einna helst að vera þakklát fyrir fólkið í kringum okkur og fyrir lífið sjálft. Þú varst sannur vinur og stóðst alltaf við bakið á öllum þeim sem þurftu á því að halda. Við erum ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og kallað þig vin okkar. Við rifjum upp góða tíma og stundir sem við áttum með þér sem hlýja okkur um hjartarætur. Allar góðu stundirnar á Sæmundargötunni, spilakvöldin, óvæntu partíin á Stúdentakjallaranum, þjóðhátíð- argleðin, öll símtölin og samtölin sem við áttum saman. Þessar minningar eru dýrmætar og munu lifa með okkur um ókomna tíð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við elskum þig gullið okkar. Þínir vinir að eilífu, Björnfríður, Flóki og Rakel Sif. Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar       við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Mig langar að minnst Margrétar, hún var yndisleg kona, hjartahlý og glaðlynd. Henni var margt til lista lagt, saumaði og safnaði steinum og gerði allskonar verur úr þeim. Ég kynntist Margréti þegar við vor- um að vinna hjá Zimsen í Ármúla, við vorum þar þangað til versl- unin hætti. Fyrst þegar ég kom spurði Páll verslunarstjórinn mig hvort ég hefði hjólbörupróf, ég skildi ekki fyrst hvað hann meinti, en þá átti maður á hverj- um morgni að keyra hjólbörur út, setja upp stiga og setja út vatns- slöngur og margt fleira. Ég og maðurinn minn kynntumst vel Möggu og manninum hennar Óskari, Páli og konunni hans henni Ásu. Við hittumst oft heima hjá hvert öðru eftir að við hætt- Margrét Þorbjörg Jafetsdóttir ✝ Margrét Þor-björg Jafets- dóttir fæddist 24. maí 1931. Hún lést 18. febrúar 2021. Útför hennar fór fram 4. mars 2021. um að vinna. Óskar og Magga áttu sumarbústað sem við fórum oft í, þá var Óskar tilbúinn að grilla handa okk- ur eitthvað gott. Þetta voru yndis- legar stundir sem við áttum saman sem ég mun ekki gleyma. Já, tíminn líður hratt og margt gott fólk horfið á braut, fólk sem maður ekki gleymir. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir. Því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Blessuð sé minning þín. Geirlaug Egilsdóttir. Þinn ævivegur endar hér, englar himins fylgi þér á lífsins lokaslóðir, ljúfust tengdamóðir. María H. Sigurjónsdóttir (Maja). Elskulegur faðir minn, sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, SIGURÐUR HAFSTEIN HRAFNSSON, lést á Spáni föstudaginn 5. mars. Andri Már Sigurðsson Guðrún Hannesdóttir Hrafn Hafstein Sigurðsson Kristjana Hrafnsdóttir Hannes Ottósson Sigrún Hannesdóttir Lísa Björk Hannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.