Morgunblaðið - 09.03.2021, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2021
Fleiri hundruð íþrótta-
menn á höfuðborgarsvæðinu
missa æfingaaðstöðuna sína í
um sex vikur í sumar á meðan
Laugardalshöllin hýsir al-
þjóðlegt rafíþróttamót þar sem
atvinnumenn í tölvuleikjum frá
öllum heimshornum keppa sín
á milli.
Rafíþróttum vex fiskur um
hrygg með hverju árinu sem
líður og alveg ljóst að þær eru
komnar til að vera. Áhuginn er
gríðarlegur og er búist við að
milljónir manna muni horfa á
beina útsendingu frá mótinu í
Laugardalnum í maí. Það er
auðvitað ágæt landkynning og
krónur í kassann.
Erfitt er þó að kenna ekki í
brjósti um íþróttafólkið sem
fékk auðvitað engu um þetta
ráðið. Vandamálið sjálft er hins
vegar ekki að íþrótta- og sýn-
ingarhöllin hýsi stundum eitt-
hvað annað en íþróttir, eins og
nafn hennar gefur til kynna.
Vandamálið er öllu heldur
það aðstöðuleysi sem hefur
verið viðloðandi vandamál
frjálsra íþrótta hérlendis til
margra ára. Og það sem verra
er er áhugaleysi borgaryf-
irvalda á vandamálinu. Raf-
íþróttamótið, sem kannski er
sjálfsagt að hýsa, er birting-
armynd þessa vandamáls sem
bitnar mest á afreksfólkinu
okkar, sem sumt hvað ætlar
sér inn á Ólympíuleika í sumar.
Engin hlaupabraut á höfuð-
borgarsvæðinu uppfyllir alþjóð-
legar kröfur til keppnishalds og
ekkert íþróttasvæði í Reykjavík
uppfyllir skilyrði sem þurfa að
vera fyrir hendi til að halda
frjálsíþróttamót. Frjálsíþrótta-
sambandið hefur lengi kallað
eftir því að Reykjavíkurborg
setji fram framtíðarskipulag
um íþróttirnar í borginni, en
þar tróna hirðuleysingjar.
BAKVÖRÐUR
Kristófer
Kristjánsson
kristoferk@mbl.isHlynur Andrésson, langhlaupari
frá Vestmannaeyjum, freistar þess
að ná ólympíulágmarki í maraþon-
hlaupi í Bern í Sviss næsta sunnu-
dag. Það verður frumraun Hlyns í
heilu maraþoni en hann sagði við
RÚV í gær að hann væri vongóður
um að ná lágmarkinu sem er tveir
tímar og ellefu mínútur. Hlynur á
annars öll Íslandsmetin frá 3.000
metrum upp í 21 km og takist hon-
um ekki að ná lágmarki í maraþon-
inu á sunnudag ætlar hann að
leggja áherslu á hinar vegalengd-
irnar í vor og sumar.
Stefnir á ÓL í
fyrstu tilraun
Ljósmynd/Bjorn Parée
Sviss Hlynur Andrésson keppir í
Bern á sunnudaginn kemur.
Meiðsli Darra Aronssonar, hand-
knattleiksmanns úr Haukum, eru
ekki eins alvarleg og óttast var en
hann meiddist í leik gegn KA á
Akureyri á dögunum. Talin var
mikil hætta á að krossband í hné
hefði slitnað en Aron Kristjánsson,
þjálfari Hauka og faðir Darra,
sagði í viðtali við handbolti.is að í ít-
arlegri læknisskoðun hafi kross-
bandsslit verið slegið út af borðinu.
Aron sagði að næstu tvær til þrjár
vikur muni skera úr um framhaldið
en talið sé að um geti verið að ræða
skemmd í liðþófa eða brjóski.
Meiðsli Darra
ekki alvarleg
Morgunblaðið/Eggert
Meiðsli Darri Aronsson verður
ekki eins lengi frá og óttast var.
NBA
Gunnar Valgeirsson
Los Angeles
Eftir stutta hvíld frá lokum síðasta
keppnistímabils voru NBA-
leikmenn að nýju í baráttunni og er
miðbik leiktímabilsins nú komið með
hinum árlega Stjörnuleik.
Forráðamenn deildarinnar skipu-
lögðu aðeins deildaleiki fram að
Stjörnuleiknum, enda þurfti að
fresta þrjátíu leikjum það sem af er.
Nú eru allir leikirnir komnir á skrá
og er markmiðið að öll liðin nái að
leika 72 leiki í vetur – en venjulega
eru 82 leikir á lið í deildinni.
Þetta verður því mikill sprettur
fyrir leikmenn og þjálfara að koma
öllum þessum leikjum í höfn, rétt
eins og í ensku knattspyrnunni, en
deildin er staðráðin í að öll liðin nái
að klára dagskrána.
Nú er að koma skýrari mynd á
getu liðanna, en þar hefur ekki allt
gengið eins og spádómar gerðu ráð
fyrir í upphafi deildakeppninnar.
Harden sýnir nýjar hliðar
Austanmegin breyttist allt á
toppnum þegar Brooklyn Nets
fengu James Harden í leikmanna-
skiptum frá Houston Rockets. Með
það var liðið allt í einu komið með
þetta firnasterka þríeyki, Harden,
Kevin Durant og Kyrie Irving. Þeir
hafa virst óstöðvandi í sókninni í
þeim fáu leikjum þar sem þeir hafa
allir getað leikið saman. Harden hef-
ur reyndar gert það sem fáir áttu
von á – hann gjörbreytti leik sínum
og er nú ráðandi leikmaður hjá lið-
inu í stoðsendingum. Hann virðist
geta skorað að venju þegar hann vill,
en með þá Durant og Irving atorku-
sama í stigaskoruninni eru aðrir
styrkleikar hans sem leikmanns að
koma í ljós.
Liðið hefur enn veikleika í vörn-
inni og leikmenn tapa knettinum of
oft, en búast má við að báðir þessir
hlutir batni eftir því sem þríeykið
leikur meira saman. Nets gæti kom-
ið inn í úrslitakeppnina sem topplið
deildarinnar.
Reyndar er Philadelphia 76ers
með besta árangur Austurdeildar-
innar og það hefur komið mörgum á
óvart. Þar hefur tvennt til komið. Jo-
el Embiid er nú að leika betur en
nokkru sinni fyrr. Ég hef séð hann
leika hér í Staples Center og hef allt-
af hugsað mér að þar fari leikmaður
sem gæti tekið lið á sínar herðar.
Koma þjálfarans Doc Rivers virðist
hafa gert gæfumuninn fyrir Embiid,
en Rivers er annálaður fyrir að ná
vel til leikmanna sem þurfa smá
spark í afturendann.
Milwaukee Bucks, Miami Heat og
Boston Celtics voru öll sein í gang,
en á þeim bæjum virðast hlutirnir
vera að smella saman og býst ég því
við að þessi fimm lið muni á end-
anum berjast um sigurinn í Austur-
deildinni.
Ég á erfitt með á þessum tíma-
punkti að sjá Nets gefa eftir nái
þríeykið á þeim bænum að forðast
alvarleg meiðsl.
Allt gengur út á heilsu Davis
Í Vesturdeildinni eru Los Angel-
es-liðin enn talin sigurstranglegust,
þrátt fyrir frábæran leik Utah Jazz
það sem af er.
Það er ekki eins og að Jazz geti
ekki komist í lokaúrslitarimmu
deildarinnar í sumar, en það hefur
sögulega verið erfitt fyrir lið sem
voru ekki í þeirri baráttu árið áður.
Ég hef trú á því að Utah muni
reyndar verða í toppsætinu eftir
deildakeppnina – svo vel er liðið að
leika þessa dagana – en liðið gæti
þurft að slá út þrjú af toppliðunum í
sterkri Vesturdeildinni til að svo
verði.
Það er önnur saga.
Lengi vel hafði ég litlar áhyggjur
af Los Angeles Lakers – meist-
ararnir hafa jú LeBron James inn-
anborðs – en þrálát meiðsl Anthony
Davis á hásin og kálfa hafa nú sett
stórt spurningarmerki við mögu-
leika liðsins.
Þegar Davis leikur vel eru meist-
ararnir óstöðvandi. Það kom vel í
ljós í úrslitakeppninni í kúlinni í Or-
lando í fyrra. Þessi þrálátu meiðsl
hans á þessu keppnistímabili hafa
hins vegar leitt til þess að hann hef-
ur annaðhvort ekki leikið (spilað að-
eins 23 af 37 leikjum Lakers) eða
verið mjög ójafn þegar hann hefur
leikið. Án toppforms frá honum á
Lakers ekki möguleika á titlinum,
þrátt fyrir enn eitt frábært ár hjá
LeBron James.
Clippers er enn að nýju eitt stórt
spurningarmerki. Þegar Kawhi
Leonard og Paul George eru í essinu
sínu er liðið til alls líklegt, en George
er allt of ójafn í leikjum til þess að
hægt sé fyrir Clippers að reiða sig á
hann í úrslitakeppninni – það hefur
oft áður sést.
Phoenix Suns, Portland Trail
Blazers og Dallas Mavericks munu
sjálfsagt einnig blanda sér í toppbar-
áttuna, en erfitt er að sjá þessi lið
komast í lokaúrslitin í gegnum Jazz,
Lakers og Clippers.
Næsta tímabil hefðbundnara
Adam Silver, forseti NBA, hélt
sinn árlega fréttafund með frétta-
fólki deildarinnar fyrir Stjörnuleik-
inn.
Varðandi næsta keppnistímabil,
sagði hann að mjög ólíklegt yrði að
liðin myndu leika erlendis í sumar,
bæði vegna óvissunnar með Covid-
faraldurinn og hömlur á ferðalögum
vegna þess, og að margir leikmenn
myndu sjálfsagt leika með lands-
liðum sínum á Ólympíuleikunum í
Japan – fari þeir fram. „Jafnvel þótt
við [BNA] sendum ekki lið, þá eru
svo margir erlendir leikmenn núna
að leika hjá okkur og ég veit að flest-
ir þeirra munu vilja spila fyrir lands-
lið sín.
Varðandi næsta keppnistímabil
vonaði hann að það gæti orðið „hefð-
bundnara en þau tvö síðustu. „Við
munum reyna okkar besta til að
hefja keppnistímabilið á hefð-
bundnum tíma og þá vonandi með
tiltölulega fullum höllum.
Hann sagði þessa ósk sína byggj-
ast á því að hann væri bjartsýnni á
að þetta gæti tekist en hann hafi ver-
ið frá því faraldurinn skall á fyrir ári.
„Við erum loks farin að sjá heilsu-
gæsluyfirvöld víðs vegar opna fyrir
opinbera skemmtun og fjölda-
samkomur og ég vona að sú þróun
haldi áfram. Ég held reyndar að
hlutirnir verði enn betri þegar í úr-
slitakeppnina kemur í maí. Ég held
að eftir því sem fleiri verði bólusettir
gegn veirunni muni það hjálpa við að
koma fólki aftur á leikina hjá okkur.
Hann bætti við. „Ég held að Co-
vid-reglurnar sem við settum upp
fyrir keppnistímabilið hafi virkað
furðulega vel, þrátt fyrir fáein smit.
Það hefur vissulega margt farið úr-
skeiðis með faraldurinn hér í landi,
en við munum leggja áherslu á að
halda stíft í reglurnar hjá okkur til
að geta klárað keppnistímabilið á
réttum tíma.“
Stjörnuleikur NBA fór fram í
fyrrinótt. Lið LeBron James vann
lið Kevins Durant, 170:150, en fjallað
er um leikinn á mbl.is/sport/
korfubolti.
Harden breytir Brooklyn
Lið Brooklyn Nets er orðið sigurstranglegt í NBA-deildinni Lakers á ekki
möguleika nema Anthony Davis verði í lagi þegar kemur að úrslitakeppninni
AFP
Firnasterkir Með Kevin Durant og James Harden í lykilhlutverkum ásamt
Kyrie Irving verður lið Brooklyn Nets öflugt í úrslitakeppninni í vor.
Staðan í Austurdeild NBA: Philadelphia 76ers 24/12, Brooklyn Nets 24/
13, Milwaukee Bucks 22/14, Boston Celtics 19/17, New York Knicks 19/18,
Miami Heat 18/18, Charlotte Hornets 17/18, Toronto Raptors 17/19, Chi-
cago Bulls 16/18, Indiana Pacers 16/19, Atlanta Hawks 16/20, Washington
Wizards 14/20, Cleveland Cavaliers 14/22, Orlando Magic 13/23, Detroit
Pistons 10/26.
Staðan í Vesturdeild NBA: Utah 27/9, Phoenix 24/11, Los Angeles La-
kers 24/13, Los Angeles Clippers 24/14, Portland Trail Blazers 21/14,
Denver Nuggets 21/15, San Antonio Spurs 18/14, Dallas Mavericks 18/16,
Golden State Warriors 19/18, Memphis Grizzlies 16/16, New Orleans Pelic-
ans 15/21, Oklahoma City Thunder 15/21, Sacramento Kings 14/22, Hou-
ston Rockets 11/23, Minnesota Timberwolves 7/29.
Staðan í NBA-deildinni
Íslenska karla-
landsliðið í knatt-
spyrnu á að mæta
Armeníu í undan-
keppni HM í Jere-
van í Armeníu
hinn 28. mars.
Leikurinn er á
áætlun en þetta
staðfesti Klara
Bjartmarz, fram-
kvæmdastýra
KSÍ, í samtali við fótbolta.net í gær.
Síðasta haust var leikur U21-árs
landsliðs Íslands og Armeníu í undan-
keppni EM færður til Kýpur vegna
stríðsástandsins sem ríkir í Armeníu.
Leikurinn fór hins vegar aldrei
fram vegna stríðsástandsins og voru
allir leikir Armena í riðlinum þurrk-
aðir út.
„Eins og staðan er núna spila þeir í
Armeníu og við gerum ráð fyrir að
spila þar,“ sagði Klara í samtali við
fótbolta.net.
„Við erum meðvituð um ástandið
þar og höfum leitað okkur ráðgjafar
hér heima og hjá UEFA,“ bætti Klara
við.
Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta
leik sínum í undankeppninni 25. mars
í Duisburg, ferðast svo til Armeníu
og mætir Liechtenstein í Vaduz í
lokaleik sínum í landsleikjaglugg-
anum.
Leikurinn
í Armeníu
á áætlun
Klara
Bjartmarz