Morgunblaðið - 09.03.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 09.03.2021, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2021 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi, voru afhent í fimmtánda sinn við hátíðlega athöfn í gær, á alþjóðlegum baráttu- degi kvenna. Í flokki fagurbókmennta var valin besta bók- in ljóðabálkurinn Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur. Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis var valin sú besta Konur sem kjósa: Aldarsaga, eftir Erlu Huldu Halldórs- dóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur. Iðunn & afi pönk eftir Gerði Kristnýju var valin best í flokki barna- og unglingabókmennta. Prófaði tilraun með framsetningu „Mér fannst mjög gaman að fá að gefa út þessar tvær bækur svona samhliða, því þær kallast skemmtilega á, þetta eru miklar kvennasögubækur. Auðvitað er sérstaklega skemmtilegt að fá verðlaun fyrir þær báðar, og að fá þessi frábæru Fjöruverðlaun, sem er sannarlega viðeigandi,“ segir Kristín Svava Tómasdóttir sem var að vonum ánægð með að fá verðlaun í tveimur flokkum, bæði fyrir Hetjusögur og fyrir Konur sem kjósa: Aldar- saga, en hún er einn af fjórum höfundum þeirr- ar bókar. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a. um Hetjusögur Kristínar Svövu: „Ljóðabálkurinn geymir afar frumlega endurvinnslu á ritinu Ís- lenskar ljósmæður sem kom út á sjöunda ára- tug síðustu aldar. Þær hundrað ljósmæður sem þar segir frá ganga í endurnýjun lífdaga í ljóð- um Kristínar Svövu. [...] Kristín Svava minnir okkur á hvaðan við komum og við hvað fólk mátti stríða í þessu landi, ekki síst konur. Hún sækir í orðfæri fyrrnefndrar bókar og finnur því nýstárlegan búning. Þessi meðferð á efninu er afar vel heppnuð og skilar sér í marg- slungnum og mögnuðum texta.“ Þegar Kristín Svava er spurð að því hvort hún hafi sem sagnfræðingur ekkert óttast við- brögð fræðasamfélagsins við því að klippa í sundur texta úr bókum og púsla honum saman aftur í eigin bók, segir hún svo ekki vera. „Ég vissi auðvitað að þetta var svolítil tilraun sem ég var að prófa, með þessari framsetningu, en ég var ekkert stressuð yfir því hvernig fólk tæki þessu og ég hef fengið rosagóð viðbrögð. Sagnfræðingar eru yfirleitt ekkert sérstaklega stífir, en þetta var auðvitað gert undir merkjum ljóðlistarinnar, svo þeir geta lítið við því sagt,“ segir Kristín Svava Tómasdóttir og hlær, en hún er núna að vinna að nýrri bók. „Ég er á sagnfræðislóðum að vinna að bók um Farsóttarhúsið í Þingholtsstræti, sem er mjög viðeigandi á þessum Covid-tímum.“ Bæði menningar- og stjórnmálasaga Í rökstuðningi dómnefndar um verðlauna- bókina Konur sem kjósa: Aldarsaga segir m.a.: „Konur sem kjósa er aldarsaga íslenskra kvenna sem fullgildra borgara. Í gegnum ellefu sneiðmyndir af íslensku samfélagi, afmarkaðar við eitt kosningaár á hverjum áratug frá því ís- lenskar konur fengu kosningarétt, fær lesand- inn djúpa og marglaga innsýn í veröld íslenskra kvenna. Höfundar skyggnast bak við mýtuna um að íslenskar konur séu fegurstar og sjálf- stæðastar allra kvenna og taka til umfjöllunar hvernig lagalegt og félagslegt jafnrétti kynjanna þróaðist á Íslandi. Fjallað er um hvernig konur sigruðust á þeim hindrunum sem blöstu við, til dæmis baráttuna um launa- jafnrétti, lífeyri eða aðgengi að salernisaðstöðu á vinnustöðum. Í þessari mikilvægu bók um sögu íslenskra kvenna stígur fram margradda kór sem er vissulega ekki sammála um allt, en er þó samstíga í baráttunni fyrir iðkun borgara- réttinda.“ „Við erum alsælar og fögnum þessum heiðri, en vegna Covid-ástands hefur Sögufélagið ekki náð að halda formlegt útgáfuhóf eða vera með stóran fögnuð. Þetta gleður því sérstaklega,“ segir Erla Hulda Halldórsdóttir, ein af höfund- um bókarinnar. „Bókin er afrakstur mikillar vinnu en Sögu- félag stóð þétt við bakið á okkur allan tímann, og ekki má gleyma myndaritstjórn og hönnun bókarinnar. Lesendur hafa verið duglegir að hafa samband við okkur höfundana og lýsa yfir ánægju sinni með margt í bókinni. Fólk virðist vera ánægt með að heyra raddir kvenna og sjá svolítið öðruvísi sögu, en við lögðum upp með að reyna að skrifa söguna frá sjónarhorni kvenna. Þeirra raddir fá fyrst og fremst að hljóma,“ segir Erla Hulda og bætir við að reyndar hafi það ekki verið fyrr en þær voru komnar nokkuð áleiðis sem einhver benti þeim á að karlarnir væru fulláberandi í einhverjum kaflanum hjá þeim. „Þá áttuðum við okkur á að okkur langaði að skrifa söguna þar sem konur væru meira áber- andi og tókum þess vegna ákvörðun um að halda okkur enn frekar utan við þessa hefð- bundnu stjórnmálasögu og nöfn aðalkarlkyns- leikenda þar. Þetta er bæði menningar- og stjórnmálasaga sem við segjum í bókinni okkar, en stjórnmálasagan hefur svo lengi verið sögð út frá sjónarhóli karlanna og hápólitíkurinnar. Ein okkar höfundanna, Ragnheiður Kristjáns- dóttir, skrifaði grein í tímaritið Sögu fyrir nokkrum árum, þar sem hún benti á hvað þetta væri einhæf söguskoðun. Í bókinni reynum við að breyta þessu og sýna að konur voru meðal annars að fást við pólitík í mjög víðum skilningi, alls konar menningarpólitík og reyna að hafa áhrif með lobbíisma. Kvenfélög um land allt voru að vasast í alls konar hlutum og koma samfélaginu áfram. Gleðin er því mikil hjá okk- ur að fá viðurkenningu fyrir þetta verk, en það er líka ljúfsárt að taka á móti verðlaununum, því við erum aðeins þrjár eftir af þeim fjórum konum sem skrifuðu þessa bók. Þorgerður H. Þorvaldsdóttir lést frá verkinu síðastliðið sumar.“ Gamlir pönkarar fengu bókina að gjöf Iðunn & afi pönk, eftir Gerði Kristnýju, sem hreppti Fjöruverðlaunin í flokki barna- og ung- lingabókmennta, segir frá veröld ellefu ára stelpu í Mosfellsbæ, hennar Iðunnar. Atburða- rásin hverfist um afa hennar, dularfullt reið- hjólshvarf og grunsamlegar stelpur í hverfinu. Í rökstuðningu dómnefndar segir m.a.: „Ekki er allt sem sýnist, ekki pönkið heldur. Trú afa á frelsi og umburðarlyndi fólks gagnvart sjálfu sér og öðrum, eflir Iðunni og á erindi við les- endur. Gerður Kristný skrifar af leikandi húm- or, með skáldlegri hrynjandi og smitandi ást á tungumálinu.“ Gerður Kristný segir að henni finnist mikill heiður að fá Fjöruverðlaunin. „Ég tek við þess- um verðlaunum fyrir mína hönd og Halldórs Baldurssonar sem teiknaði myndirnar í bók- inni, því það var meðal annars löngunin til að vinna aftur með Halldóri sem fékk mig til að setjast niður og skrifa bók um Iðunni og afa pönk,“ segir Gerður Kristný. Þegar hún er spurð að því hvað henni finnist skipta mestu máli að hafa í huga þegar hún skrifar barnabækur, segir hún það vera skemmtanagildið. „Ég er svo ánægð með að bókin um Iðunni og afa pönk náði til sinna, bæði barna og foreldra en ekki síður til ömmu og afa nútímabarna, fólks sem þekkir pönktímann vel af eigin reynslu. Ég veit um gamla pönkara sem fengu bókina í afmælis- eða jólagjöf. Þetta er fólk af sömu kynslóð og afinn í bókinni sem getur þá lesið hana undir grípandi tónum Ramones.“ Fólk á öllum aldri getur því hlakkað til komandi tíma því Gerður Kristný segir að í bígerð sé framhald, önnur bók um Iðunni og afa pönk. „Það þarf alltaf meira pönk og meiri hamingju.“ Morgunblaðið/Eggert Fjöruverðlaunin 2021 Veðrið lék heldur betur við fólk í gær þegar það kom út á tröppurnar í Höfða. F.v. í neðstu tröppu: Gerður Kristný, Krist- ín Svava Tómasdóttir, Erla Hulda Halldórsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Ágúst Ásgeirsson, sem tók við verðlaunum fyrir hönd Þorgerðar H. Þorvaldsdóttur sem er látin, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Brynhildur Heiðu og Ómarsdóttir, formaður Félags um Fjöruverðlaunin. Alsælar og fagna þessum heiðri  Fjöruverðlaunin voru afhent í gær  Miklar kvennasögur verðlaunaðar  Fólk virðist vera ánægt með að heyra raddir kvenna  „Það þarf alltaf meira pönk og meiri hamingju,“ segir verðlaunahafi Færeysku tónlistarverðlaunin, FMA, voru afhent um helgina og hlaut Eivør Pálsdóttir þrenn verð- laun. Verðlaunin hlaut hún sem söngkona ársins, fyrir tónlistar- myndband ársins („Sleep on it“) og fyrir plötuumslag ársins, umslag Segls sem hannað var af Snorra Eldjárn Snorrasyni. 14 verðlaun voru veitt í heildina og hlaut heiðursverðlaunin Robert McBirnie sem tónlistarmaður og tónleika- skipuleggjandi. Söngvari ársins í karlaflokki var Teitur og útgáfa ársins plata hans Modern Era. Verðlaun fyrir lag ársins hlaut Einangran fyrir „Kanska“ og verðlaun sem sóló- listamaður ársins hlaut Jákup Lüt- zen. Útgáfa ársins var 1902 með Kötu og tónsmíð ársins „Bei“ með Konsørn. Nýliði ársins var Brim- heim og upptökustjórrar ársins Høgni Lisberg og James Thomas fyrir „Within a man“. Texta ársins átti Marjuna Syderbø Kjelnes við „Mánasegl“ og áheyrendaverðlaun hlaut Hallur Joensen. Verðlaunahönnun Eivör á umslagi plötu sinnar Segl sem Snorri Eld- járn Snorrason hannaði. Eivør og Teitur verðlaunuð Í frétt á laugar- dag um flutning Kórs Langholts- kirkju á Jóhannesar- passíunni eftir J.S. Bach stóð að hún yrði bæði flutt kl. 17 og 20 þar sem uppselt væri á fyrri tón- leika en hið rétta er að seinni flutningurinn fer fram á sunnudaginn, 14. mars, kl. 20. Er beð- ist velvirðingar á þessum mistökum. Einsöngvarar eru Benedikt Krist- jánsson tenór, Fjölnir Ólafsson barí- tón, Ólafur Freyr Birkisson bassi, Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópr- an og Íris Björk Gunnarsdóttir sópr- an. Páll Palomares stýrir kammer- sveit kirkjunnar og flutningnum stýrir Magnús Ragnarsson. LEIÐRÉTT Jóhannesarpassían flutt 14. mars Magnús Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.