Morgunblaðið - 16.03.2021, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 6. M A R S 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 63. tölublað . 109. árgangur .
SPENNANDI
RAFMAGNS-
BÍLAR FLEIRI ÚTLENDINGAR
FAGNAR AFMÆLINU
MEÐ TÓNLEIKUM
Í HEIMABÆNUM
BREYTINGAR Í KÖRFUBOLTANUM 27 KRISTJANA SEXTUG 24BÍLAR 16 SÍÐUR
Gleðin leyndi sér ekki þegar Langholtsskóli bar sigur úr být-
um í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, sem
haldin var í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Ingunnarskóli
varð í öðru sæti og Hagaskóli í því þriðja. Siguratriðið, Boð-
orðin 10, fjallaði um þær óskrifuðu samfélagsreglur sem ung-
lingar reyna að fylgja í einu og öllu, með tilheyrandi álagi og
áföllum. Úrslitakvöld keppninnar árið 2020 frestaðist þar til í
gær vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Langholtsskóli er því
sigurvegari Skrekks árið 2020.
Morgunblaðið/Eggert
Langholtsskóli sigraði í Skrekk
_ Já-fólkið, stutt
teiknimynd eftir
leikstjórann og
handritshöfund-
inn Gísla Darra
Halldórsson, er
ein af fimm slík-
um myndum sem
tilnefndar eru til
Óskarsverðlaun-
anna í ár. „Ég er
algjörlega í
losti,“ sagði Gísli í gær, stuttu eftir
að tilnefningarnar voru tilkynntar.
„Þetta er eiginlega portrett af
rútínu og öllum litbrigðum henn-
ar,“ segir hann meðal annars um
efni myndarinnar. »28
Teiknuð stuttmynd
Gísla tilnefnd til
Óskarsverðlauna
Gísli Darri
Halldórsson
_ Sigurður Ástgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Ísorku, segir fyrir-
hugaða undanþágu dótturfélaga
Orkuveitu Reykjavíkur (OR) frá
upplýsingalögum munu skerða
samkeppnisstöðu einkafyrirtækja.
„Ef þetta verður niðurstaðan
munu einkafyrirtæki ekki hafa
neitt tækifæri til að reyna á hátt-
semi ON og kalla eftir samningum,
af því að þetta er opinbert fyrir-
tæki. Þetta mun hafa skaðleg áhrif
á samkeppni og ég velti fyrir mér
hvers vegna er verið að gera
þetta,“ segir Sigurður. »12
Leyndin mun bitna
á samkeppninni
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Landrof vegna ágangs sjávar er far-
ið að ógna byggðalínu Landsnets á
Breiðamerkursandi um einn kíló-
metra austan við Jökulsárlón. Frá
einni staurastæðunni sem stendur
nú næst hafinu eru einungis um níu
metrar að brún rofbakkans. Bakkinn
er 5-6 metra hár og þar fyrir framan
er fjaran. Geri mikið sunnanveður er
talin hætta á að sjórinn grafi undan
stæðunni og þar með er raflínan úti.
Sjávarrofið ógnar líka hringvegin-
um en aðeins 20-30 metrar eru frá
landrofinu að þjóðveginum þar sem
styst er.
„Þetta er orðið ískyggilegt að sjá
en við erum með vikulegt eftirlit með
þessu,“ sagði Nils Gústavsson, fram-
kvæmdastjóri framkvæmda- og
rekstrarsviðs Landsnets. „Nú er svo
komið, sérstaklega eftir veturinn í
fyrra, að landrof er orðið hraðara en
við áttum von á. Við ætlum að fara í
aðgerðir í sumar eða haust og flytja
10-12 möstur norðar.“
„Við höfum verulegar áhyggjur af
þessu,“ sagði G. Pétur Matthíasson,
upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar,
vegna hringvegarins austan Jökuls-
árlóns á Breiðamerkursandi og sjáv-
arrofsins.
Hjá Vegagerðinni er til skoðunar
að færa bæði hringveginn og brúna
yfir Jökulsá við Jökulsárlón fjær
sjónum, að sögn G. Péturs. Hann
sagði að brúarsmíðin væri ekki á
samgönguáætlun en engu að síður
þyrfti að huga að henni. Nú er unnið
að gerð skýrslu um stöðu mála á
Breiðamerkursandi. Reiknað er með
að hún komi út í þessum mánuði.
Stutt í að hafið
rjúfi Suðurlínu
- Landsnet og Vegagerðin ætla að bregðast við ágangi sjávar
MLandrof ógnar »10
Ljósmynd/SGS
Breiðamerkursandur Hafið hefur brotið landið og er komið mjög nærri
Suðurlínu. Einnig er orðið stutt frá fjörunni að hringveginum.
_ Þeir sem urðu verulega veikir af
Covid-19 og voru rúmliggjandi í
viku eða lengur, að ekki sé talað um
dvöl á sjúkrahúsi, virðast vera í
aukinni hættu á að fá einkenni
þunglyndis og áfallastreitu í bata-
ferlinu. Unnur Anna Valdimars-
dóttir, prófessor við læknadeild Há-
skóla Íslands og einn aðstandenda
rannsóknarinnar Líðan þjóðar á
tímum Covid-19, segir að þekkt sé
að fólk sem hefur fengið illvíga
veirusjúkdóma fái oft sálræn ein-
kenni í kjölfarið. Þessi andlegu ein-
kenni séu því ekki bundin við
Covid-19. Ungt fólk sem smitast en
sé nánast einkennalaust eða með
takmörkuð einkenni sé ólíklegt til
að fá viðvarandi einkenni kvíða og
þunglyndis. »14
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Takmarkanir Covid-19 breytti mörgu.
Sýna einkenni þung-
lyndis og streitu