Morgunblaðið - 16.03.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2021
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vel gengur að fjölga starfsfólki
kísilvers PCC á Bakka við Húsa-
vík á ný. Unnið er að því mark-
miði að ræsa ofna versins á nýjan
leik í næsta mánuði. „Enn eru
margir lausir endar sem við erum
að hnýta,“ segir Rúnar Sigur-
pálsson forstjóri spurður nánar
um tímasetningu.
PCC greip til tímabundinnar
stöðvunar á ljósbogaofnum kís-
ilversins á síðasta ári til að gera
endurbætur á reykhreinsivirki
þess og var meirihluta starfsfólks
sagt upp störfum. Inn í þá ákvörð-
un að endurræsa ekki strax
spiluðu áhrif kórónuveirufarald-
ursins á heimsmarkað fyrir afurð-
ir versins.
Markaðsverð í rétta átt
Rúnar segir að verð á heims-
markaði hafi þróast ágætlega síð-
ustu mánuði, það hafi verið að
mjakast í rétta átt en hann vildi
þó gjarnan sjá það aðeins hærra.
Frá því að verksmiðjan var stöðv-
uð hefur verið unnið að fjölda við-
haldsverkefna. Sérstaklega hefur
verið unnið í ofnum verksmiðj-
unnar og hafa þeir verið endur-
fóðraðir. Vonast Rúnar til að
tæknin virki vel þegar verið verð-
ur gangsett á ný.
Á sjötta tug starfsmanna hefur
unnið í kísilverinu á stöðvunartím-
anum. Stefnt er að því að bæta
um 70 starfsmönnum við. Á vef
Framsýnar - stéttarfélags í Þing-
eyjarsýslum kemur fram að
hundrað manns hafi haft samband
við forsvarsmenn fyrirtækisins í
leit að vinnu eftir að auglýst var
eftir starfsfólki.
Rúnar segir að ráðningarferlið
gangi ágætlega. Tekur hann fram
að fyrirtækið sé að endurheimta
margt af því starfsfólki sem varð
að segja upp síðastliðið haust.
Segir hann að helst sé skortur á
iðnaðarmönnum. Telur hann að
það sama eigi við mörg fyrirtæki
á Norðurlandi og jafnvel landinu
öllu, alls staðar vanti iðnaðar-
menn.
Hluti nýráðna starfsfólksins er
kominn til starfa og í þjálfun eða
endurþjálfun.
Vel gengur að endurráða starfsfólk
- Stefnt að ræsingu ofna kísilvers PCC
í apríl - Fyrra starfsfólk sækir um
Morgunblaðið/Hari
Á Bakka Starfsemi í kísilveri PCC hefur verið í lágmarki undanfarna mán-
uði en vonir standa til þess að verið komist í fullan gang á næstunni.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Starfshópur sem heilbrigðisráðherra
skipaði til að greina raungögn um
rekstur og rekstrarkostnað hjúkrun-
arheimila og lengi hefur verið beðið
eftir skilaði ekki skýrslu sinni á fjar-
fundi sem áætlaður var með ráðherra
síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt
heimildum blaðsins hafði skýrslan
verið send til ráðuneytisins fyrirfram
en þau skilaboð bárust fyrir skila-
fundinn að starfsmenn ráðuneytisins
væru að skoða skýrsluna og myndu
væntanlega gera athugasemdir.
Flestar þær sjálfseignarstofnanir,
einkafyrirtæki og sveitarfélög sem
reka hjúkrunarheimili hafa undan-
farna mánuði og ár kvartað mjög
undan því að daggjöld hjúkrunar-
heimila væru of lág, sérstaklega með
tilliti til krafna sem ríkið hefur gert
um þjónustu þeirra frá árinu 2016.
Meðal annars hafa fjögur sveitar-
félög sem reka sex hjúkrunarheimili
sagt upp samningum við Sjúkra-
tryggingar og er verið að fela rekst-
urinn öðrum, aðallega fyrirtækjum á
vegum ríkisins.
Á lokametrunum
Starfshópur heilbrigðisráðherra
átti meðal annars að greina kostnað
vegna kröfulýsingar ríkisins, greina
og sundurliða raunkostnað og áhrif
mismunandi hjúkrunarþyngdar og
stærðar hjúkrunarheimila á rekstur.
Gylfi Magnússon, prófessor við
viðskiptafræðideild Háskóla Íslands,
er formaður starfshópsins, skipaður
af heilbrigðisráðherra og með honum
starfa fulltrúar ráðuneytisins,
Sjúkratrygginga og samtaka hjúkr-
unarheimila og sveitarfélaga.
Upphaflega var lagt fyrir starfs-
hópinn að skila niðurstöðum eigi síð-
ar en 1. nóvember sl. en hann hefur
ítrekað fengið frestun á skilum. Gylfi
sagði í gær, þegar hann var inntur
eftir því hvers vegna nefndin hefði
ekki skilað af sér í síðustu viku eins
og stefnt hafði verið að, að starfið
væri á lokametrunum en taldi að
starfshópurinn gæti þurft að bregð-
ast við athugasemdum. Vildi hann
ekki fara nánar út í það efni. Gylfi
sagðist ekki geta sagt til um hvenær
hægt yrði að skila skýrslunni en taldi
að ekki myndi líða langur tími þangað
til það tækist.
Ráðuneytið boðaði at-
hugasemdir við skýrslu
- Skil á skýrslu um rekstur hjúkrunarheimila frestast enn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ísafold Hjúkrunarheimilið sem Hrafnista rekur í Garðabæ er eitt af nýjustu
og bestu heimilum landsins en reksturinn stendur illa undir sér.
Mat fjármálaráðuneytisins á forsend-
um þeirrar ákvörðunar Íslandspósts
að lækka verð pakkasendinga um allt
land niður í verð á höfuðborgar-
svæðisins halda ekki vatni.
Þetta er mat Ólafs Stephensen,
framkvæmdastjóra Félags atvinnu-
rekenda (FA). Tilefnið er viðtal við
Birgi Jónsson, fv. forstjóra Póstsins, í
Morgunblaðinu sl.
laugardag.
Haft var eftir
Birgi að stjórn-
málamenn hefðu
tekið þá ákvörðun
að niðurgreiða
verð pakkasend-
inga. Máli sínu til
stuðnings vísaði
Birgir í minnis-
blað ráðuneytis-
ins til fjárlaganefndar í desember
2019.
Í umræddu minnisblaði var vísað
til afnáms á einkarétti á bréfum upp
að 50 g í ársbyrjun 2020.
Ólögmætar niðurgreiðslur
Samhliða var tekið upp sama verð á
pakkasendingum innanlands upp að
10 kg en gjaldsvæðin voru áður fjög-
ur. Leiddi það til verðlækkana en
SVÞ og FA telja þetta hafa leitt til
ólögmætra niðurgreiðslna.
Í minnisblaðinu er verðlækkunin
skýrð svo: „Í nýlegum lögum um inn-
leiðingu 3. tilskipunar Evrópusam-
bandsins var sett ákvæði um sama
verð um allt land á pökkum, en í fyrri
lögum gilti þetta ákvæði eingöngu um
bréf. Þar sem einkaleyfið hefur verið
afnumið mun þetta hafa þau áhrif að
verð á höfuðborgarsvæðinu, þar sem
samkeppni verður mest, mun ráða
verði um allt land, óháð kostnaði Ís-
landspósts við dreifingu á hinum
ýmsu stöðum.“
Færir ekki fram nein rök
Ólafur segir þessa túlkun ganga
gegn skýrum ákvæðum póstlaga.
„Eitt verð á pakkasendingum um
allt land hefur ekkert að gera með
einkaleyfi Íslandspósts, sem náði að-
eins til bréfa. Þetta eru óskyld mál.
Í öðru lagi verður ekki séð að ráðu-
neytið færi fram nein rök fyrir að
ákvæðið um eitt verð um allt land
trompi lagaákvæðið um raunkostnað.
Túlkun ráðuneytisins er því órök-
studd og ótæk niðurstaða og gengur
gegn skýru ákvæði póstlaganna um
að verðskrár fyrir alþjónustu skuli
taka mið af raunkostnaði, að viðbætt-
um hæfilegum hagnaði. Það er alvar-
legt mál að fjármálaráðuneytið leggi
þannig blessun sína yfir ólögmæta
undirverðlagningu, sem grefur und-
an rekstri vörudreifingarfyrirtækja
um allt land.“ baldura@mbl.is
Skýringarnar
halda ekki vatni
- FA gagnrýnir minnisblað ráðuneytis
Ólafur
Stephensen
„Þetta er óskap-
lega gaman og
eiginlega ekki
annað hægt að
segja en að
þessi athygli
sem við höfum
fengið út á þetta
lag og þessa
mynd sé enn að
gefa og sé auð-
vitað til fram-
tíðar litið frábært tækifæri fyrir
okkur,“ segir Kristján Þór
Magnússon, sveitarstjóri Norður-
þings.
Húsvíkingar eru nú komnir
enn nær draumnum um að fá
Óskarsverðlaun en lagið Húsavík
úr kvikmyndinni Eurovision
Song Contest: The Story of Fire
Saga er tilnefnt til verðlaunanna
í flokki laga úr kvikmynd. Til-
nefningar til verðlaunanna voru
opinberaðar í gær en verð-
launahátíðin fer fram hinn 25.
apríl næstkomandi. sonja@mbl.is
Húsvíkingar gera
sér vonir um Óskar
Kristján Þór
Magnússon