Morgunblaðið - 16.03.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2021
STOFNAÐ 1956
Glæsileg íslensk
hönnun og smíði
á skrifstofuna
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
Sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir
arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi
sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni
klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem
er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.
Það virtist verða okkur hagstættað Bretar og Bandaríkin hafa
staðið sig öðrum betur í bólusetn-
ingum, sem er rós í hnappagöt
þeirra Borisar Johnsons og Trumps.
- - -
Bólusetningin er eina þekkta að-gerð þjóðar sem heldur.
- - -
En þá kemurbabb í bát.
- - -
Páll Vilhjálmssonskrifar:
- - -
Æ betur kemur í ljós hve mis-ráðið það er að Íslendingar
láti Evrópusambandið um að ákveða
hvernig samskiptum okkar við út-
lönd skuli háttað.
- - -
Vegna samstarfsins, sem kennt ervið Schengen og EES, eru
Bretar útilokaðir frá Íslandi.
- - -
Tylliástæðan er Kínaveiran.
- - -
En tilfellið er að Bretar standamun betur að vígi í farsóttinni
en Evrópusambandið.
- - -
Bretar standa utan Schengen ogEES en Ísland er lokað og læst
þar inni.
- - -
Valdhöfum í Brussel dettur ekki íhug að líta til íslenskra hags-
muna þegar málefni ytri landamæra
ESB eru ákveðin.
- - -
Skýtur skökku við að íslenskstjórnvöld láti yfir sig ganga
dynti embættismanna í Brussel
fremur en að starfa í þágu lands og
þjóðar.“
Páll Vilhjálmsson
Teika ESB
til bölvunar
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Stefán Þorleifsson,
fyrrverandi íþrótta-
kennari og fyrrverandi
framkvæmdastjóri
Fjórðungs-
sjúkrahússins í Nes-
kaupstað, lést 14. mars
sl. á 105. aldursári.
Hann var elstur ís-
lenskra karlmanna.
Stefán fæddist í
Naustahvammi á
Norðfirði 18. ágúst
1916. Hann var fjórði í
röð fjórtán barna Mar-
íu Aradóttur húsfreyju
og Þorleifs Ásmunds-
sonar útvegsbónda.
Stefán lauk íþróttakennaraprófi
frá Laugarvatni árið 1940 og hóf
strax að námi loknu að þjálfa og
kenna íþróttir í heimabyggð, knatt-
leiki, frjálsar íþróttir og skíði.
Stefán var drifkraftur í fjölmörg-
um framfaramálum í Neskaupstað
m.a. byggingu sundlaugarinnar
sem hann síðan veitti forstöðu til
margra ára. Á 100 ára afmæli Stef-
áns var sundlaugin nefnd Stefáns-
laug honum til heiðurs. Á 100 ára
afmælisdaginn ók Stefán einnig í
gegnum ný Norðfjarðargöng, sem
ekki höfðu enn verið tekin í gagnið,
og rúmu ári síðar tók hann þátt í
að opna göngin formlega.
Eftir að Stefán lét af störfum
sem forstöðumaður
sundlaugarinnar
kenndi hann leikfimi
eldri borgara hjá fé-
lagi eldri borgara á
Norðfirði til 92 ára
aldurs.
Stefán var varafor-
maður byggingar-
nefndar Fjórðungs-
sjúkrahússins í
Neskaupstað. Árið
1956 var hann ráðinn
framkvæmdastjóri
sjúkrahússins og ráðs-
maður þess og gegndi
því starfi í 30 ár eða
til 70 ára aldurs. Hann skrifaði
bókina Heilbrigðisþjónusta á Norð-
firði 1913-1990 sem gefin var út ár-
ið 1993.
Stefán var virkur í félagsstörf-
um, í íþróttafélaginu Þrótti, í Leik-
félagi Norðfjarðar, í rótarýklúbbi
Norðfjarðar, í Golfklúbbi Norð-
fjarðar, í félagi eldri borgara Nes-
kaupstaðar. Stefán hlaut fjölda við-
urkenninga fyrir störf sín að
íþrótta- og félagsmálum og var
m.a. sæmdur fálkaorðunni árið
1983.
Stefán kvæntist Guðrúnu Sigur-
jónsdóttur árið 1945 (f. 1925, d.
2013) og eignuðust þau fjögur börn.
Útför Stefáns verður auglýst síð-
ar.
Andlát
Stefán Þorleifsson
Undirrituð hefur verið yfirlýsing um
samræmd vinnubrögð starfsmanna
Vestmannaeyjabæjar og lögreglu og
sýslumanns þar gagnvart málefnum
barna en áhersla var lögð á vernd
barna sem búið hafa við ofbeldi á
heimili. Yfirlýsing þessi er afurð til-
raunaverkefnis eftir að aðgerðahópur
um aðgerðir gegn ofbeldi hafði til-
nefnt verkefnið.
Sl. haust var vinnustofa í Vest-
mannaeyjum með fagfólki barna-
verndar, félagsþjónustu, fulltrúa
sýslumanna og lögreglu alls staðar að
af landinu. Í kjölfarið vann aðgerða-
hópurinn í Eyjum úr niðurstöðunum
sem snerust um hvernig þessar stofn-
anir gætu unnið betur saman.
Fjölmargir þættir eru innleiddir
með verkefninu svo sem skilvirkari
upplýsingamiðlun, fræðslumál, bætt
þjónusta fyrir útlendinga og verk-
efnin Samfélagslöggan, aðstoð fyrir
gerendur og Samvinna eftir skilnað.
Hliðarafurð tilraunaverkefnisins er
verklagsreglur sem öll skólastig í
Eyjum hafa sett um tilkynningar um
grun um ofbeldi.
„Fiskvinnslur í Vestmannaeyjum
brugðust við beiðni um að nálgast
fólk af erlendum uppruna með upp-
lýsingar um hvernig bregðast skuli
við grun um að barn búi við ofbeldi.
Sjávarútvegsfyrirtækin eru vinnu-
staðir fjölda fólks af erlendum upp-
runa en því ekki ljóst hvert skuli leita
við þessar aðstæður eða hvaða úrræði
eru í boði,“ segir Arndís Soffía Sig-
urðardóttir, sýslumaður í Vest-
mannaeyjum, sem stýrði verkefninu
og vinnunni allri.
„Heimilisofbeldi og ofbeldi gagn-
vart börnum er mein og mikilvægt að
kerfi sem er ætlað að þjónusta þann
hóp séu skilvirk. Við þurfum að geta
beitt snemmtækri íhlutun í líf barna
sem búið hafa við ofbeldi,“ segir Arn-
dís Soffía. sbs@mbl.is
Í samstarf gegn heimilisofbeldi
- Verja börnin - Íhlutun í Eyjum - Stofnanir, skólar og fiskvinnslan saman