Morgunblaðið - 16.03.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2021
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna
gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga
frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til
og með 15. mars 2021, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. mars 2021 og
önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. mars
2021, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti
í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á
skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi,
gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi
af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteigna-
gjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri
uppbót á eftirlaun, ofgreiðslu stuðnings úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á
uppsagnarfresti, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi
og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald,
gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa,
auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á
ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt
álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki,
jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum
gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að
leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 25.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald
er 2.500 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem
fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald,
afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt,
búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda
bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum
þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega
búast við að send verð út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin
hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu
áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. mars 2021
Ríkisskattstjóri
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sýslumaðurinn á Austurlandi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Yfirskattanefnd féllst ekki á að
tannsmíðastofa ætti rétt á lokunar-
styrk, eins og tannlæknastofur,
vegna þess að starfsemin hafi ekki
verið bönnuð vegna smithættu.
Fram kom í málinu að verkefnin
hurfu með lokun tannlæknastofa.
Hins vegar sneri yfirskattanefnd við
úrskurði ríkisskattstjóra sem hafði
hafnað umsókn veitinga- og
skemmtistaðar um lokunarstyrk.
Ríkisskattstjóri hafnaði umsókn
tannsmíðastofu um lokunarstyrk og
kærði stofan til yfirskattanefndar.
Fram kom í málinu að tannsmið-
urinn hefur starfsstöð á tann-
læknastofu og hurfu verkefni hans
þegar tannlæknastofunni var gert að
hætta að taka á móti viðskipta-
vinum.
Í úrskurði yfirskattanefndar er
ekki fallist á að starfsemi tannsmiða
verði lögð að jöfnu við þjónustu
tannlækna með tilliti til smithættu.
Á það er bent að samkvæmt lögum
sé það afdráttarlaust skilyrði fyrir
greiðslu lokunarstyrks að viðkom-
andi hafi verið gert að loka eða láta
af starfsemi.
Ríkisskattstjóri hafði hafnað um-
sókn veitinga- og skemmtistaðar um
lokunarstyrk vorið 2020 á þeim for-
sendum að þar færi fyrst og fremst
fram veitingasala og útleiga veislu-
sala og ekki hafi verið skylt að láta af
starfseminni. Hægt hefði verið að
aðlaga hana hertum sóttvörnum og
hafa áfram opið.
Rangt mat á starfsemi
Kærandi sagði mat ríkisskatt-
stjóra á starfseminni rangt. Í starf-
semi hans fælist fyrst og fremst
skemmtanahald fyrir fyrirtæki, fé-
lög og einstaklinga. Húsnæðið sé
sérhannað til þess. Á lokunartím-
anum hafi öllum árshátíðum og öðr-
um viðburðum verið aflýst og tekju-
tap eigandans orðið 120-130
milljónir kr.
Yfirskattanefnd féllst á það að
starfsemin væri blönduð starfsemi
veitinga- og skemmtistaðar. Þótti
nefndinni ekki skipta öllu máli þótt
umfang skemmtanahalds á ein-
stökum viðburðum á staðnum hljóti
að ráðast af óskum viðskiptavina
hverju sinni. Niðurstaðan var að fall-
ast á kröfu skemmtistaðarins um
lokunarstyrk enda það ekki talið
girða fyrir rétt til lokunarstyrks þótt
veitingar kynnu að vera fyrirferðar-
meiri í starfsemi félagsins en
skemmtanahald. helgi@mbl.is
Veitingastaður
fær lokunarstyrk
- Tannsmíðastofa situr uppi með tjón
Morgunblaðið/sisi
Skatturinn Minni rekstraraðilar hafa getað sótt um lokunarstyrki.
BAKSVIÐ
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Enn er ekki komið á hreint hvenær
grásleppusjómenn geta hafið veiðar
og eru margir þeirra orðnir
óþreyjufullir enda hefur grásleppu-
vertíðin farið af stað um þessar
mundir undan-
farin ár. Morgun-
blaðinu er kunn-
ugt um að sumir
hafi jafnvel látið
af öðrum störfum
í sjávarútvegi og
ráðið fólk í vinnu
með væntingu
um að veiðar
hefjist á næstu
dögum. Pétur
Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sól-
rúnar ehf. á Árskógssandi í Eyja-
firði, segir aðstæður nú slíkar að bú-
ast megi við mikilli sókn í
grásleppuna á vertíðinni þrátt fyrir
að aðstæður ættu að vera til þess
fallnar að draga úr áhuga manna á
veiðunum.
Í skriflegu svari við fyrirspurn
blaðamanns segir atvinnuráðuneyt-
ið að gert sé ráð fyrir að reglugerð
um grásleppuveiðar ársins sé vænt-
anleg í þessari viku, en ekki fæst
upplýst hvenær megi vænta þess að
grásleppusjómenn geti hafið veiðar.
Vilja hefja veiðar seint
Landssamband smábátaeigenda
(LS) leggur fyrir sitt leyti til að grá-
sleppuvertíðin að þessu sinni hefjist
óvenju seint, 3. apríl. Í rökstuðningi
fyrir þessari afstöðu, sem birtur
hefur verið á vef LS, vísar sam-
bandið til þess að Hafrannsókna-
stofnun muni ekki tilkynna ráðgjöf
sína fyrr en 31. mars sem gerir það
erfitt að ákveða fjölda sóknardaga
fyrir þann tíma. Auk þess er bent á
yfirlýsingu sem Vignir á Akranesi
hefur sent frá sér, en fyrirtækið er
stærsti kaupandi grásleppuhrogna.
Þar kveðst fyrirtækið ekki taka við
grásleppu frá og með 31. mars til og
með 5. apríl.
Gríðarleg óánægja var með til-
högun veiðanna í fyrra en veðurfar
varð til þess að sumir gátu veitt
mikið en aðrir lítið sem ekkert á ver-
tíðinni. Þessi staða var meðal þeirra
röksemda sem Kristján Þór Júl-
íusson, sjávarútvegs- og landbúnað-
arráðherra, lagði til grundvallar
þegar hann ákvað að leggja fram að
nýju frumvarp sitt um kvótasetn-
ingu veiðanna, en miklar deilur hafa
verið um slíkar hugmyndir. Virðist
vera mikil gjá milli ráðherrans og
formanns atvinnuveganefndar,
Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, í
málinu og bendir flest, ef ekki allt,
til þess að frumvarpið fái ekki þing-
lega meðferð áður en vertíðin hefst.
Hræddir vegna veiðireynslu
Þessi pattstaða í kvótasetning-
unni gerir það að verkum að staða
grásleppuveiðanna sé mjög alvar-
leg, segir Pétur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Sólrúnar ehf. á Ár-
skógssandi í Eyjafirði. Hann segir
vertíðina hálfónýta vegna markaðs-
aðstæðna og bendir á að 2019 hafi
fengist um 330 krónur á kíló og um
210 krónur í fyrra. Þá telur hann lík-
legt að verðið nú verði á bilinu 100
til 150 krónur á kíló.
Við markaðsaðstæðurnar bætast
áform ráðherrans um að koma grá-
sleppuveiðunum í kvóta. „Hann hef-
ur mætt töluverðri andstöðu í því en
ekki gefist upp. Margir hafa þá trú
að þetta fari í kvóta,“ segir Pétur og
útskýrir að þess vegna séu mjög
margir nú að búa sig undir vertíð
þrátt fyrir lágt verð þar sem margir
óttist að veiðireynslan á þessu ári
verði lögð til grundvallar kvótasetn-
ingu til framtíðar. „Ásóknin sem er
að fara af stað er margfalt meiri en
hún væri annars. Við værum alveg á
báðum áttum hvort við færum ef
staðan væri ekki svona. Það er að
segja að ef við færum ekki á grá-
sleppu í ár fengum við ekki viðmið.
Þegar hann (sjávarútvegsráð-
herra) setti fram kvótafrumvarpið
fyrst var miðað við vertíðirnar 2012
til 2018. Þá var sagt að þetta yrði
það viðmið sem yrði notað og að það
myndi ekki breytast. Þetta var gert
til þess að menn myndu ekki hópast
af stað. Svo þegar frumvarpið kem-
ur aftur núna í sumar er búið að
færa þetta um eitt ár, frá 2013 til
2019. Þá sjá menn að veiðireynslan
er fljótandi og á ferðinni.“
Pétur segir að undir venjulegum
kringumstæðum myndu færri
sækja í grásleppuveiðar þegar verð
er óhagstætt og fleiri þegar verð er
hagstætt. Staðan nú sé sú að margir
muni stunda veiðarnar þrátt fyrir að
hafa jafnvel lítið sem ekkert upp úr
þeim. „Í raun ætti enginn að fara á
grásleppuveiðar í ár,“ segir hann og
hlær.
Óvissa með kvótasetningu eykur ásókn
- Mikill fjöldi grásleppusjómanna líklegur til að taka þátt í veiðum á vertíðinni þrátt fyrir lágt verð
- Ráðherra vill kvóta - Óttast að missa af veiðireynslu sem verður til grundvallar grásleppukvóta
Morgunblaðið/Kristján
Löndun Grásleppu landað á Húsavík á vertíðinni 2020.
Pétur
Sigurðsson