Morgunblaðið - 16.03.2021, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2021
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Eins og fjallað var um í Morgun-
blaðinu í gær er meiriháttar breyt-
ing á umhverfi netauglýsinga um all-
an heim handan við hornið, en
Google tilkynnti fyrr í mánuðinum
að hvorki auglýsingakerfi netrisans
né vafrinn Chrome muni styðja leng-
ur við vafrakökur þriðja aðila. Með
þessu fylgir Google í fótspor Apple
sem á síðasta ári sendi frá sér iOS
14-vafrann sem lokar á vafrakökur
þriðja aðila nema notandinn sam-
þykki kökurnar sérstaklega.
Tvíeggjað sverð
Baldvin Þormóðsson fram-
kvæmdastjóri Íslensku auglýsinga-
stofunnar segir að breytingin á
markaðnum sé tvíeggjað sverð.
Vafrakökur geti verið nytsamar til
að hámarka upplifun notenda, þar
sem þeir sjá það sem þeir hafa mest-
an áhuga á. Hins vegar vilji fólk ekki
sjá persónuupplýsingar sínar notað-
ar sem gjaldmiðil milli stórfyrir-
tækja. „Gögn eru orðin auðlind sem
stórfyrirtæki bora eftir eins og olíu.
Fjöldi netmarkaðsfyrirtækja hefur
sprottið upp þar sem einblínt er á að
sérsníða auglýsingarnar að fólki, en
það bitnar oft á gæðum auglýsing-
anna sjálfra. Mér finnst óvirðing
gagnvart notendum að birta þeim
auglýsingar sem ekki er búið að
skrifa og hanna af natni,“ segir Bald-
vin.
Hann segir gífurlega list fólgna í
því að fanga athygli fólks. „Markaðs-
setning var svo metnaðarfull hér áð-
ur fyrr og þessi breyting gæti orðið
jákvæð að því leyti að metnaðurinn
gæti aukist aftur. Auglýsingar eiga
að vera skemmtilegar líka og ákveð-
in tegund af afþreyingu.“
Baldvin vísar til mótmæla Face-
book vegna breytinganna en fyrir-
tækið telur að breytingin komi sér
illa fyrir lítil fyrirtæki. „Ef Facebook
er að mótmæla einhverju er það
vanalega sigur fyrir fólkið.“
Baldvin segir að breytingin hafi
ekki áhrif að neinu marki á störf Ís-
lensku auglýsingastofunnar. „Við
sérhæfum okkur nú þegar í að gera
markaðsefni sem vekur athygli.“
Sandkassinn kemur í staðinn
Haukur Jarl Kristjánsson, sviðs-
stjóri árangurstengdrar markaðs-
setningar hjá netmarkaðsstofnni
The Engine, sem hefur meira en tíu
ára reynslu af netmarkaðssetningu,
segir í samtali við Morgunblaðið að
breytingarnar séu fyrst og fremst
gerðar til að sporna við því að
óprúttnir aðilar geti misnotað gögn
frá notendum sem þeir afla sér með
vafrakökum frá þriðja aðila. „Þarna
er verið að fórna hagsmunum meiri-
hluta notenda sem nýta þessar upp-
lýsingar heiðarlega og vilja gera
hlutina vel, vegna háttsemi fárra,“
segir Haukur.
Eins og hann bendir á, og Sigurð-
ur Svansson hjá Sahara gerði sömu-
leiðis í Morgunblaðinu í gær, þýða
breytingarnar meðal annars að erf-
iðara verður að sérsníða auglýsingar
að notendum í framtíðinni. Haukur
tekur undir með Sigurði að Google
leysi þetta m.a. með hinum svokall-
aða sandkassa sem komi að ein-
hverju leyti í staðinn fyrir vafrakök-
urnar frá þriðja aðila. „Google hefur
lengi boðið auglýsendum upp á svo-
kallað „similar audiences“ þar sem
notendahegðun markhópsins sem þú
hefur verið að safna saman er borin
saman við aðra notendur á netinu
með það að leiðarljósi að finna fleiri
sem passa inn í sama mengi. Með
sandkassanum mun Google líklega
nýta sambærilega tækni þar sem
notendur hætta að vera einstakir og
byrja frekar að tilheyra hópi fleiri
notenda sem deila sömu hegðun.“
Meirihluti finnur ekki neitt
Spurður nánar um áhrif sem
breytingin mun hafa á auglýsendur
segir Haukur að meirihluti þeirra
muni ekki finna neitt fyrir þessu.
„Það fullnýta fæstir þá möguleika
sem þessi vafrakökusöfnun býður
upp á, en við eigum auðvitað eftir að
sjá þetta betur þegar það er búið að
innleiða breytinguna að fullu.“
Hauk grunar að breytingin muni
neyða fyrirtæki sem eru ekki þegar
byrjuð að hugsa út í gagnaöflun,
gagnavörslu og gagnanýtingu til
þess að styrkja innviði sína, hvort
sem um ræðir mannauð, tækni eða
ferla. Að öðrum kosti gætu þau misst
af lestinni.
Breytingin gæti aukið
metnað í auglýsingum
AFP
Netrisar Fólk vill ekki sjá persónuupplýsingar sínar notaðar sem gjaldmiðil milli stórfyrirtækja.
- Vafrakökur geta verið nytsamar - Hagsmunum meirihluta notenda fórnað
Baldvin
Þormóðsson
Haukur Jarl
Kristjánsson
Sigurður Ástgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Ísorku, segir fyrir-
hugaða undanþágu dótturfélaga
Orkuveitu Reykjavíkur (OR) frá
upplýsingalögum munu skerða sam-
keppnisstöðu einkafyrirtækja.
Tilefnið er að
Dagur B. Egg-
ertsson borgar-
stjóri Reykjavík-
ur gerði tillögu
um að dóttur-
fyrirtæki OR á
samkeppnis-
markaði fengju
undanþágu frá
upplýsingalögum.
Borgarráð sam-
þykkti tillöguna
og bíður hún nú samþykkis forsætis-
ráðherra.
Meðal dótturfyrtækja OR er Orka
náttúrunnar (ON) sem er umsvifa-
mikið í sölu rafhleðslustöðva og því í
samkeppni við Ísorku og fleiri aðila á
þessum markaði.
Hófu rannsókn á ON
Sigurður rifjar upp að fyrir rúm-
um tveimur árum hafi Ísorka lagt
fram kvörtun vegna framferðis ON á
markaðnum. Það hafi svo orðið til-
efni þess að Samkeppniseftirlitið
ákvað í október síðastliðnum að hefja
formlega rannsókn á starfsemi Orku
náttúrunnar. En þeirri rannsókn er
ekki lokið.
Sigurður segir að eitt af mikilvæg-
ustu gögnunum í málinu hafi verið
samningur ON og Landspítalans.
ON hafi synjað Ísorku um afhend-
ingu samningsins með þeim rökum
að hann innihéldi upplýsingar sem
gætu skaðað samkeppni.
Sýndi alvarleg brot
„Við ákváðum að kæra það svar til
kærunefndar upplýsingamála af því
að við töldum að þetta væri samn-
ingur sem ætti að opinbera. Kæru-
nefndin varð við því. Hún tók undir
sjónarmið okkar og úrskurðaði að
það bæri að birta samninginn. Og
þegar hann var birtur komu í ljós
mjög alvarleg brot. Og þetta gagn er
eitt af lykilgögnum í kvörtun okkar
til Samkeppniseftirlitsins.
Ef þetta verður niðurstaðan munu
einkafyrirtæki ekki hafa neitt tæki-
færi til að reyna á háttsemi ON og
kalla eftir samningum, af því að
þetta er opinbert fyrirtæki. Þetta
mun hafa skaðleg áhrif á samkeppni
og ég velti fyrir mér hvers vegna er
verið að gera þetta,“ segir Sigurður
um málið. baldura@mbl.is
Leyndarhjúpur
skaði samkeppni
- Stjórnandi Ísorku gagnrýnir borgina
Sigurður
Ástgeirsson
Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi,
rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það
ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita.
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
HÁTT
HITAÞOL
16. mars 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.96
Sterlingspund 179.29
Kanadadalur 102.78
Dönsk króna 20.695
Norsk króna 15.258
Sænsk króna 15.177
Svissn. franki 138.74
Japanskt jen 1.1823
SDR 184.28
Evra 153.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 185.5427
Hrávöruverð
Gull 1703.85 ($/únsa)
Ál 2139.0 ($/tonn) LME
Hráolía 69.59 ($/fatið) Brent
« Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem
er þriðji stærsti hluthafi Arion banka
með 8,45% hlut, hefur lagt fram breyt-
ingartillögu við fyrirliggjandi tillögur á
aðalfundi bankans sem haldinn verður í
dag.
Leggur sjóðurinn til að stjórnarlaun á
vettvangi bankans haldist óbreytt frá
síðasta aðalfundi. Þannig verði laun
stjórnarmanna 490.900 krónur, mán-
aðarlaun varaformanns stjórnar
736.200 krónur og mánaðarlaun
stjórnarformanns verði 981.400
krónur.
Í fyrrnefndum tillögum, sem núver-
andi stjórn bankans leggur fyrir aðal-
fund til samþykktar eða synjunar, er
gert ráð fyrir talsverðri hækkun stjórn-
arlauna. Þannig er tillaga gerð um að
stjórnarlaun hækki í 600 þúsund krón-
ur, laun varaformanns í 900 þúsund og
laun stjórnarformanns verði 1.200
þúsund krónur. Jafngildir það hækkun
um ríflega 22%.
Til samanburðar má nefna að fyrir
aðalfundi Íslandsbanka, sem haldinn
verður 18. mars næstkomandi, liggur
tillaga stjórnar um að stjórnarlaun skuli
verða 450 þúsund krónur á mánuði,
laun varaformanns verði 560 þúsund
krónur og laun stjórnarformanns 785
þúsund krónur.
Leggur til óbreytt
stjórnarlaun hjá Arion
STUTT