Morgunblaðið - 16.03.2021, Page 13

Morgunblaðið - 16.03.2021, Page 13
AFP Sorgarstund Lundúnabúar og aðrir syrgjendur lögðu blóm og kransa til minningar um Söruh Everard við hljómskála í Clapham Common í gær. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að hann bæri enn fullt traust til Cressidu Dick, lögreglustjóra Lundúnaborgar, þrátt fyrir þá gagnrýni sem hún hef- ur fengið á sig eftir að lögreglan leysti upp minningarathöfn um Söruh Everard á laugardaginn vegna meintra brota á sóttvarna- reglum. Boðað hafði verið til athafnarinnar til þess að vekja athygli á ofbeldi gegn konum eftir að lík Everard fannst í síðustu viku. Meintur morð- ingi hennar er í haldi, en hann er lög- regluþjónn í Lundúnalögreglunni. Það þótti því skjóta nokkuð skökku við þegar karlkyns lögregluþjónar náðust á myndband í slagsmálum við mótmælendur, sem nær allir voru kvenkyns, á laugardagskvöldið. Johnson sagðist styðja þær kröfur sem settar hefðu verið fram um rannsókn á framferði lögreglunnar, en Priti Patel innanríkisráðherra hefur þegar skipað eftirlitshóp með störfum lögreglunnar til að kanna það. Dick lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki segja af sér vegna máls- ins. Ber enn fullt traust til lögreglustjórans - Johnson kallar eftir rannsókn á framferði lögreglunnar á laugardag FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2021 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Fjögur af stærstu ríkjum Evrópu- sambandsins, Þýskaland, Frakk- land, Spánn og Ítalía, bættust í gær í hóp þeirra ríkja sem hætt hafa bólu- setningu tímabundið með bóluefni Oxford-háskóla og AstraZeneca gegn kórónuveirunni vegna ótta um að efnið geti valdið blóðtappa. Þá var greint frá því í gær að heil- brigðisstarfsmaður í Noregi hefði dáið skömmu eftir að hafa fengið bóluefnið, en norsk yfirvöld sögðust ekki geta fullyrt um nein tengsl þar á milli. Þetta er annað dauðsfallið í Noregi á skömmum tíma sem óttast er að tengist efninu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO sagði í gær að ríki heims ættu að halda áfram bólusetningum með efn- inu, og að ekki væri ástæða til að fyll- ast ofsahræðslu vegna málsins. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, sagði í gær að öryggisnefnd WHO myndi funda í dag, þriðjudag, til þess að skoða þau nýju gögn sem komin væru fram um öryggi bóluefnisins. Sagði Tedros að WHO væri í nánu sambandi við EMA, lyfjastofnun Evrópu, um málið, en sú stofnun lýsti því yfir í gær að boðað yrði til sérstaks fundar á fimmtudaginn til þess að fara yfir öryggi efnisins. Sagði í tilkynningu EMA að þar yrðu skoðaðar þær tilkynningar sem borist hefðu um blóðtappa og dauðs- föll í kjölfar bólusetningar með efn- inu, og tekin ákvörðun um hvaða að- gerða þyrfti að grípa til í kjölfarið. Tók stofnunin sérstaklega fram að hún teldi enn að kostir bóluefnisins vægju þyngra en áhættan sem fylgdi því að veikjast af kórónuveirunni, og því væri ekki ástæða til að hætta bólusetningu með efninu. Ekki fleiri tilfelli en almennt Meðal þess sem er til skoðunar er hvort bóluefni AstraZeneca geti valdið blóðtappa, en þá hefur einnig verið tilkynnt að óvenjufáar blóð- flögur, sem leika lykilhlutverk við storknun blóðs, hafi fundist í blóð- sýnum nokkurra sem fundið hafa fyrir aukaverkunum í kjölfar bólu- setningar. Bæði EMA og Oxford-háskóli, sem aðstoðaði við þróun bóluefnis- ins, hafa sagt efnið öruggt, en And- rew Pollard, yfirmaður bóluefna- deildar Oxford, sagði að hlutfall þeirra sem hefðu fengið blóðtappa eftir að hafa þegið bóluefnið væri lægra en það sem gengur og gerist almennt í samfélaginu. Benti hann á að ekki hefði orðið vart við neina fjölgun blóðtappa í Bretlandi, þar sem u.þ.b. 11 milljón skammtar af efninu höfðu verið gefnir um helgina. AFP Bóluefni Heilbrigðisstarfsmaður undirbýr sprautu af AstraZeneca-efninu. Fleiri hætta bólusetningum - Frakkland, Þýskaland, Spánn og Ítalía stöðva notkun AstraZeneca-efnisins - WHO hyggst funda um öryggi þess í dag - Ekki sögð ástæða til að óttast efnið Að minnsta kosti ellefu mótmælend- ur voru myrtir af herforingjastjórn- inni í Búrma í mótmælum gærdags- ins. Bættust þeir við mannfall helgarinnar, en 44 hið minnsta voru skotnir til bana á sunnudaginn, og er það blóðugasti dagurinn frá því að herinn rændi völdum í landinu, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, í byrjun febrúar. Nú hafa rúmlega 120 manns fallið í skærum við her og lögreglulið Búrma, en ekkert lát hefur verið á mótmælum gegn valdaráninu þrátt fyrir að herforingjastjórnin ætli sér nú að kveða þau niður með valdi. Megnið af dauðsföllum sunnu- dagsins kom snemma um daginn eftir að átök brutust út í einu hverfi Jangon, stærstu borgar landsins, en þar höfðu mótmælendur gert aðsúg að fjölda kínverskra fyrirtækja og kveikt í húsnæði þeirra. Telja mót- mælendur að kínversk stjórnvöld séu helstu bakhjarlar herforingja- stjórnarinnar. Fordæmdu kínversk stjórnvöld árásirnar í gær og sagði Zhao Liji- an, talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins, þau hafa þungar áhyggjur af öryggi Kínverja í Búrma. Mótmælin í gær urðu til þess að herforingjastjórnin ákvað eina ferð- ina enn að loka fyrir netaðgang landsmanna, sem aftur varð til þess að fresta þurfti yfirheyrslu yfir Aung San Suu Kyi, leiðtoga rétt- kjörinna stjórnvalda, í dómsal, þar sem þær fara fram yfir netið. Þá hafa nokkur ríki fordæmt að- gerðir herforingjastjórnarinnar og sögðu bresk stjórnvöld að þau væru hneyksluð yfir valdbeitingu hennar gegn saklausu fólki. Tom Andrews, sérstakur fulltrúi Sameinuðu þjóð- anna, lýsti því yfir að leiðtogar valdaránsins ættu heima í fangelsi vegna blóðsúthellinga helgarinnar. Ellefu myrtir til viðbótar í Búrma - Blóðugasta helgi mótmæla að baki AFP Jangon Mótmælendur kveiktu m.a. á kertum í mótmælum helgarinnar. Íbúar í Peking, höfuðborg Kína, þurftu að nota gleraugu, grímur og hárnet til þess að glíma við einn versta sandstorm sem skollið hefur á borginni í mörg ár. Umlukti gul þoka höfuðborgina, en kínverskir veðurfræðingar sögðu hana eiga uppruna sinn í Góbí-eyðimörkinni í Mongólíu. Borgaryfirvöld skipuðu skólum að hætta við íþróttakeppnir utan- húss og sögðu almenningi að halda sig sem mest innandyra. Þá var hundruðum flugferða til og frá borginni aflýst. KÍNA AFP Peking Gul þoka umlukti allt. Gul þoka umlukti höfuðborgina Stjórnarand- stæðingurinn Alexei Navalní sagði í gær að hann væri kom- inn í hinar al- ræmdu „Fanga- búðir 2“, sem eru staðsettar í bæn- um Pokrov, um 100 kílómetrum frá Moskvu. Sagðist Navalní í færslu á insta- gram-síðu sinni ekki hafa rennt í grun að hægt væri að búa til „al- vöruútrýmingarbúðir“ svo skammt frá höfuðborginni, og bætti við að búið væri að snoða hann. Sagði Navalní einnig að búðirnar litu út eins og einhver hefði haft bókina 1984 eftir George Orwell að fyr- irmynd. Hann sagðist ekki hafa orðið vitni að ofbeldi gagnvart föngum, en samfangar sínir væru þó allir á nálum. Því ætti hann auð- velt með að trúa frásögnum fyrri fanga í búðum nr. 2. RÚSSLAND Líkir vistinni við útrýmingarbúðir Alexei Navalní

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.