Morgunblaðið - 16.03.2021, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2021
✝
Sigurður Sig-
valdason fædd-
ist 28. júní 1926 í
Ærlækjarseli í Öx-
arfjarðarhreppi, N-
Þingeyjarsýslu.
Hann lést 28. febr-
úar 2021.
Foreldrar hans
voru Sólveig Jóns-
dóttir húsfreyja, f.
29. júlí 1897 í Ær-
lækjarseli, d. 6.
des. 1982, og Sigvaldi Jónsson,
bóndi á Klifshaga í Öxarfjarð-
arhr., f. 2 des. 1886 í Hafra-
fellstungu í Öxarfjarðarhr., d.
5. nóv. 1968. Bræður Sigurðar
voru Pétur, f. 20. nóvember
1929, d. 1. júní 2017, og Jó-
hann, f. 22. júní 1932, d. 12.
mars 2017.
Sigurður kvæntist árið 1955
Sigrúnu Magnúsdóttur cand
mag, framhaldsskólakennara, f.
10. júní 1932 í Reykjavík. Hún
lifir mann sinn. Sigurður og
Sigrún eignuðust fjögur börn.
Þau eru: 1) Sigurður, f. 12. júlí
1956, strandverkfræðingur í
Sigurður lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Akur-
eyri 1948, fyrrihlutaprófi í
verkfræði frá Háskóla Íslands
1952 og prófi í byggingarverk-
fræði frá Norges tekniske høg-
skole í Þrándheimi 1954.
Sigurður starfaði sem verk-
fræðingur hjá mælingadeild
borgarverkfræðings í Reykja-
vík 1954-60, sem umdæmis-
verkfræðingur hjá Landnámi
ríkisins 1960-83, verkfræðingur
hjá Byggingastofnun landbún-
aðarins 1983-90 og að lokum
verkfræðingur hjá Búnaðar-
félagi Íslands 1990-96.
Sigurður ólst upp í Klifshaga
á heimili foreldra sinn ásamt
tveimur yngri bræðrum sínum.
Eftir heimkomu frá námi stofn-
uðu Sigurður og Sigrún til bú-
skapar á Ægisgötu 26 í Reykja-
vík en árið 1962 fluttu þau í
eigið hús í Hvassaleiti og
bjuggu þar alla tíð síðan. Sig-
urður hafði sterkar taugar til
æskustöðvanna og unni sér vel
í Fosshaga, sumarbústað í landi
Klifshaga.
Útför Sigurðar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 16. mars
2021, klukkan 15.
Slóð á streymi:
https://tinyurl.com/52vp74e8
Hlekk á streymi má finna á
www.mbl.is/andlat/
Reykjavík, kvænt-
ur Hrönn Sævars-
dóttur. Börn þeirra
eru Brynjar, 1986,
Auður Ýr, 1991, og
Sigvaldi, f. 7. apríl
1993. 2) Ragnheið-
ur, f. 22. mars
1959, barnageð-
læknir í Svíþjóð,
gift Anders Josep-
hsson. Börn þeirra
eru Ásdís Dögg,
1985, sonur hennar Freyr Ossi-
an, 2019, Sigrún Rut, 1988,
Karl Magnús, 1991, Elsa Björk,
1996, og Sigurður, 1999. 3) Sol-
veig, f. 8. maí 1963, barnalækn-
ir í Reykjavík. Maður hennar
er Sigurður Jóhannesson. Synir
þeirra eru Magnús, 1992,
Sveinn, 1997, og Oddur, 2003.
4) Magnús, f. 27. okt. 1966,
myndlistarmaður í Miami í
Flórída, kvæntur Jöndu Weth-
erington. Synir Magnúsar eru
Sölvi, 1991, barnsmóðir Mar-
grét Blöndal Haraldsdóttir, og
Agnar Franco, barnsmóðir
Mariangela Capuzzo.
Tengdafaðir minn Sigurður
Sigvaldason er nú fallinn frá á
95. aldursári. Á kveðjustund er
mér þakklæti efst í huga fyrir
kynni í rúmlega 40 ár eða frá því
ég kynntist syni hans Sigga.
Sigurður var einstaklega
traustur, geðgóður og ljúfur
maður. Hann var krökkunum
okkar góður og hjálplegur afi
sem þeim þótti mjög vænt um.
Minnisstæðar eru margar góðar
gönguferðir með krökkunum
okkar litlum í Heiðmörk, sund-
ferðir og ferðir norður í Öxar-
fjörð.
Sigurður fæddist í Öxarfirði
og þótt hann hafi ungur yfirgefið
heimahagana þá leið honum allt-
af vel að koma í sveitina. Í landi
Klifshaga byggði hann fallegan
lítinn bústað ásamt bróður sín-
um en fyrir um 11 árum byggði
hann annan bústað sem hentaði
fjölskyldunni betur. Þetta lýsir
Sigurði vel en þarna var hann
fyrst og fremst að hugsa um að
vel færi um börnin sín og barna-
börn í sveitinni.
Sigurður og Sigrún voru lán-
söm, eignuðust stóra fjölskyldu
og voru alla tíð mjög samstíga.
Þau fóru í sund á hverjum degi í
mörg ár og eftir að þau hættu að
vinna varð spjallið í pottinum og
kaffið á eftir ómissandi. Þau
voru sannkallaðir listunnendur,
voru áskrifendur ár eftir ár á
sinfóníutónleika, fóru í leikhús
og fylgdust með myndlist bæði
ungra og eldri listamanna. Þau
höfðu einstaklega gaman af því
að ferðast saman og þegar við
Siggi bjuggum í Danmörku
komu þau á hverju ári í heim-
sókn. Við keyrðum með þeim um
Evrópu, oftast ókum við á tveim-
ur bílum en þetta var fyrir tíma
farsímanna og stóð stundum
tæpt að verða ekki viðskila á
hraðbrautum Þýskalands. Það
var virkilega gefandi og
skemmtilegt að ferðast með
þeim en þau höfðu mikinn áhuga
á menningu og sögu þeirra landa
sem við heimsóttum.
Sigurður fór í framhaldsnám
til Þrándheims og eftir dvölina
þar fannst honum einstaklega
gaman að fylgjast með vetrarí-
þróttum. Aðallega þótti honum
gaman að gönguskíðum, skíða-
skotfimi og stökki og var með á
hreinu nöfnin á helstu keppend-
um hvort sem um kvenna- eða
karlakeppni var að ræða. Alveg
fram á síðasta ár fylgdist hann
ekki aðeins með íslensku frétt-
unum heldur las hann líka
norsku blöðin í tölvunni sér til
ánægju. Sigurður sat oft við eld-
húsborðið og leysti krossgátur
og sudokur fram undir það síð-
asta.
Árið sem Sigurður varð ní-
ræður óskaði hann sér þess að
fara til Vínarborgar með Sig-
rúnu og börnunum sínum en
þetta var ein af uppáhaldsborg-
unum hans. Þau fóru í vikuferð,
leigðu íbúð í miðborg Vínar og
nutu þess besta sem borgin hafði
upp á að bjóða. Þetta var þeim
mikilvæg og ógleymanleg ferð.
Blessuð sé minning Sigurðar
og takk fyrir allt.
Hrönn Sævarsdóttir.
Hann Sigurður tengdapabbi
minn er farinn frá okkur. Það er
sorglegt og afar undarlegt að
hann sé ekki lengur á meðal
okkar. Ég mun alltaf minnast
þess hlýhugar sem ég fann frá
verðandi tengdapabba mínum
þegar ég, ungur maður, kom til
Íslands í fyrsta sinn. Sigurður
var hæglátur og fámæltur, en
viðmót hans gott. Ég var vel-
kominn.
Laugardagsmáltíðir voru há-
tíðlegar og sérstaklega fínt var
þegar Sigurður bauð mér upp á
heimabruggaðan bjór. Það var
líka spennandi og gaman fyrir
mig að ferðast með Sigurði og
fjölskyldu norður í sumarbústað.
Bústaðurinn er á æskuslóðum
Sigurðar, í landi Klifshaga í
Öxarfirði. Húsið stendur í vel
grónu og fallegu umhverfi, með
útsýni til allra átta.
Þegar fyrstu börn okkar
Ragnheiðar, Ásdís og Sigrún
Rut, voru litlar fengum við mik-
ilvæga hjálp og aðstoð hjá Sig-
rúnu og Sigurði. Tengdapabbi
lagði nú rækt við sitt nýja hlut-
verk, að vera afi, og brátt fékk
hann mun fleiri að hugsa um.
Sem ungur maður lærði
tengdapabbi byggingarverk-
fræðina í Þrándheimi í Noregi.
Þar lærði hann líka listina að
ganga á gönguskíðum. Hann
sýndi skíðagöngunni mikinn
áhuga þegar hann var háaldr-
aður og gat ekki lengur farið á
skíði. Á veturna sat hann oft
uppi í stofu og horfði á norsku
og sænsku skíðastjörnurnar og
þar vorum við tveir með sameig-
inlegt áhugamál.
Sigurður var vel ern alla sína
ævi. Hann fylgdist afar vel með
heimsmálunum, í dagblöðum og
fyrir framan útvarp og sjónvarp.
Hann hafði skýrar skoðanir á
stjórnmálum. Hann dáðist að
Olof Palme á sínum tíma en
kunni ekki að meta Trump.
Kominn yfir nírætt stundi hann
og furðaði sig á framgangi
Trumps. Hann sat oft í eldhús-
inu og glímdi við sudoku, kross-
gátur og lagði kapal. Honum
fannst gaman að kenna barna-
börnunum þennan leik. Hann og
tengdamamma stunduðu sund-
ferðir alla tíð. Í mörg ár var dag-
leg morgunrútína að fara í Sund-
laug Kópavogs. Í sundinu fundu
þau nýja félaga í hópi eldri borg-
ara og eignuðust góða vini.
Sigurður tengdapabbi var
lengi svo til óbreyttur. Hárið
hans var dökkt og gránaði seint.
Hann hafði gaman af gönguferð-
um og útivist. Þrátt fyrir hrak-
andi heilsu á síðasta ári hélt
hann áfram daglegum göngu-
ferðum, en nú með göngugrind.
Ferðirnar styttust æ en hann
hélt fast við sína venju fram á
síðasta dag. Það var mjög gam-
an að við fengum tækifæri til að
ferðast norður í sumarbústað
enn eitt skiptið í fyrrasumar.
Veðrið var gott. Sigurður naut
vistarinnar vel, kveikti upp í
arninum eins alltaf og naut
kyrrðarinnar fyrir framan eld-
inn.
Sigurður kunni vel að meta
kveðskap. Eitt skiptið í fyrra-
sumar sátum við Sigurður sam-
an á nýja pallinum í garðinum í
Hvassaleiti. Við drukkum kaffi
og spjölluðum um lífið. Þá fór
Sigurður með nokkrar ljóðlínur
eftir Jón Helgason, sótta úr ljóð-
inu Áfangar:
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Svo vil ég kveðja Sigurð.
Guð geymi minningu hans.
Anders Josephsson.
Afi sýndi okkur ávallt góðvild
og hlýju, hann var ekki maður
margra orða en hann sýndi í
verkum sínum og með nærveru
sinni að honum þótti vænt um
okkur.
Þegar við vorum krakkar
bauð afi okkur á eftirminnileg
jólaböll á vinnustaðnum sínum,
fékk okkur með sér út í garð að
grilla, kveikja upp í arninum
með sér og skutlaði okkur á ótal-
margar tónlistar- og íþróttaæf-
ingar.
Afi stóð fyrir byggingu sum-
arbústaðar í Öxarfirðinum svo
að stórfjölskyldan bæði innan-
lands og utan gæti haldið áfram
sambandi við æskuslóðir hans.
Afi var hógvær og hreykti sér
ekki af verkum sínum. Samt var
hann svo ótrúlega hlýr og sýndi
okkur alltaf áhuga og spurðist
fyrir um það hvernig gengi.
Eitt af því aðdáunarverðasta
við afa var hversu atorkusamur
hann var. Það væri eflaust
styttra að telja upp það sem afi
gerði ekki á efri árum sínum. Afi
fór nánast daglega í sund auk
þess sem hann og amma mættu
á opnanir listasýninga, þau voru
árlegir korthafar hjá Sinfóníu-
hljómsveit Íslands, í Þjóðleik-
húsinu og Borgarleikhúsinu. Afi
var fróðleiksfús og fylgdist vel
með fréttum alla sína ævi. Hann
las ekki bara íslensku fréttirnar
heldur þær norsku líka og þar
voru niðurstöður vetraríþrótta
helsta áhugamálið. Hann sat
löngum stundum við að leysa
krossgátur og sudoku-þrautir.
Afi og amma höfðu gaman af að
ferðast til útlanda og sóttu fjölda
námskeiða bæði um tónlist og
Íslendingasögur. Með allri þess-
ari virkni og áhuga fyllir afi í
nánast öll box fyrir hina full-
komnu öldrun ef svo má að orði
komast. Fyrir okkur yngri
systkinin sem erum menntuð í
sálfræði er þetta skólabókar-
dæmi um hvernig hægt er að
halda heilastarfseminni góðri og
lifa farsælu lífi fram á eldri ár.
Við höfum alltaf litið upp til afa
og ömmu hvað þetta varðar enda
fyrirmyndir um hvernig hægt er
að njóta lífsins.
Afi og pabbi voru bestu mát-
ar. Þeir héldu daglegu sambandi
en við munum vel eftir því þegar
pabbi sótti okkur í tónlistartíma
seinni part dags, þá var hann
nánast undantekningarlaust að
spjalla við afa í símann. Þegar
við heimsóttum afa og ömmu þá
settust þeir feðgar gjarnan upp í
efri stofu og spjölluðu um dag-
inn og veginn eða smökkuðu
saman nýja bjóra. Fyrir okkur
var samband afa og pabba bæði
eftirminnilegt og einstakt.
Það sem einkennir síðustu ár
afa og ömmu var umhyggja og
tryggð. Þegar þau lentu í óhappi
árið 2018 og amma þurfti að
liggja á spítala þá gekk afi á
hverjum degi til ömmu í heim-
sókn þótt hann væri orðinn ní-
ræður og hægur í hreyfingum.
Það fannst okkur sýna hversu
traustur og trúr afi var gagnvart
lífsförunauti sínum.
Afi og amma áttu það til að
kýtast en amma sagði okkur
einu sinni að afi hefði sagt við
hana „það er nú ekki allt sem við
erum sammála um Sigrún mín,
en eitt getum við verið sammála
um og það er hvað við eigum góð
börn og barnabörn“. Þetta þótti
okkur virkilega vænt um að
heyra.
Elsku afi, við munum sakna
þín og þökkum fyrir góðar
stundir saman. Við munum
geyma þessar minningar um
ókomna tíð. Við hugsum hlýtt til
þín elsku amma.
Þín barnabörn
Auður Ýr, Brynjar og
Sigvaldi Sigurðarbörn.
Sigurður Sigvaldason var afi
sonar míns Sölva og pabbi hans
Magga fyrrverandi sambýlis-
manns míns. Sigurður var einn
af þeim mönnum sem mæla fátt
en kunna því betur að hlusta.
Hans tjáskipti fóru fram með
traustri nærveru, svipmóti og
hlýrri kveðju. Ég fann gleði
hans þegar vel áraði, hryggð og
samkennd þegar á reyndi en
ávallt stuðning og velvild. Sig-
urður og Sigrún eftirlifandi eig-
inkona hans voru samhent hjón
sem hlúðu að sínum stóra ætt-
boga af örlæti. Á heimili þeirra í
Hvassaleitinu er alltaf gott að
koma. Þau ræktuðu sál og lík-
ama með daglegri hreyfingu og
sóttu menningarviðburði innan
og utan landsteinanna.
Sigurður var ferðbúinn þegar
kallið kom.
Ég þakka góðum manni sam-
fylgd, velvilja og hlýju alla tíð.
Sigrúnu, Sigga, Rönku, Sollu,
Magga, mökum og afabörnum
votta ég samúð mína en sam-
gleðst þeim um leið að hafa notið
eiginmanns, föður og afa lengi.
Margrét H. Blöndal.
Sigurður
Sigvaldason
Stjórn Skóg-
ræktarfélags
Siglufjarðar vill
minnast Antons V.
Jóhannssonar fyrir hans miklu
störf í þágu skógræktarinnar í
Skarðdal. Hann kom í stjórn fé-
lagsins 1978 og starfaði við hlið
Jóhanns Þorvaldssonar. Anton
tók við formennsku 1989 og
hélt uppi merki félagsins til
2004 af miklum krafti, en hélt
Anton
Jóhannsson
✝
Anton Jó-
hannsson
fæddist 9. október
1930. Hann lést 5.
mars 2021.
Útför Antons fór
fram 13. mars
2021.
svo áfram að huga
að og passa þessa
náttúruperlu sem
við eigum. Seinni
árin gerði hann sér
fallegan reit við
hestastein sunnan
við gamla Skarð-
dalsbæinn, en þar
höfðu ættingjar
hans átt heima.
Kallaði hann reit-
inn Skarðdalsreit.
Við sendum innilegustu sam-
úðarkveðjur til eftirlifandi ætt-
ingja. Blessuð sé minning Ant-
ons V. Jóhannssonar.
F.h. Skógræktarfélags Siglu-
fjarðar,
Kristrún Halldórsdóttir
formaður.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG LILJA ÞORKELSDÓTTIR,
Hraunbæ 103,
lést föstudaginn 5. mars á Landspítala.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 18. mars klukkan 13.
Danilía Guðrún Kristjánsd.
Kristbjörg Leósdóttir Tryggvi Friðjónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
PÉTUR BJÖRN PÉTURSSON
hagfræðingur,
Smáraflöt 41, Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju
í Garðabæ föstudaginn 19. mars klukkan 15.00. Vegna
samkomutakmarkana verða aðeins aðstandendur og boðsgestir
viðstaddir. Athöfninni verður streymt á eftirfarandi slóð:
https://youtu.be/CZyefw6IVKg
Hægt er að nálgast vefslóðina á andlátsvef Morgunblaðsins.
Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og hlýhug.
Kristín Blöndal
Pétur Björn Pétursson Maíza Hélen Teixeira
Ólafur Pétursson
Hjálmar Blöndal Guðjónsson
Elías Blöndal Guðjónsson Kristín Hrund Guðm. Briem
Ólafur Orri, Katrín og Jóhann
Okkar elskaða eiginkona, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
BERGLJÓT HERMUNDSDÓTTIR
leikskólakennari,
Kristnibraut 65,
lést fimmtudaginn 11. mars.
Í ljósi aðstæðna fer útförin fram með nánustu ættingjum og
vinum í Guðríðarkirkju föstudaginn 19. mars klukkan 15. Munum
sóttvarnir og skráningu í kirkju eða hjá aðstandendum. Útförinni
verður streymt á netinu.
Hlekk á streymi má finna á mbl.is/andlat.
Kristmann Grétar Óskarsson
Gyða Kristmannsdóttir Jón Ríkharð Kristjánsson
Auður Kristmannsdóttir Þórður Pálmason
Kristín M. Kristmannsdóttir Jóhann Ölvir Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
SIGRÍÐUR ERLENDSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu Nesvöllum þriðjudaginn
9. mars.
Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
föstudaginn 19. mars klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
Finnur Eyjólfsson