Morgunblaðið - 16.03.2021, Page 26

Morgunblaðið - 16.03.2021, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2021 England Wolves – Liverpool................................... 0:1 Staðan: Manch. City 30 22 5 3 64:21 71 Manch. Utd 29 16 9 4 56:32 57 Leicester 29 17 5 7 53:32 56 Chelsea 29 14 9 6 44:25 51 West Ham 28 14 6 8 42:32 48 Liverpool 29 13 7 9 48:36 46 Everton 28 14 4 10 40:37 46 Tottenham 28 13 6 9 47:30 45 Aston Villa 27 12 5 10 39:28 41 Arsenal 28 12 5 11 37:29 41 Crystal Palace 29 10 7 12 31:47 37 Leeds 28 11 3 14 43:46 36 Wolves 29 9 8 12 28:38 35 Southampton 29 9 6 14 36:51 33 Burnley 29 8 9 12 22:37 33 Brighton 28 6 11 11 29:36 29 Newcastle 28 7 7 14 28:45 28 Fulham 29 5 11 13 22:36 26 WBA 29 3 9 17 20:57 18 Sheffield Utd 29 4 2 23 16:50 14 Spánn Barcelona – Huesca.................................. 4:1 Staðan: Atlético Madrid 27 19 6 2 50:18 63 Barcelona 27 18 5 4 61:23 59 Real Madrid 27 17 6 4 46:22 57 Sevilla 26 16 3 7 36:20 51 Real Sociedad 27 12 9 6 43:22 45 Real Betis 27 13 3 11 36:41 42 Villarreal 27 9 13 5 37:30 40 Granada 27 10 6 11 33:44 36 Levante 27 8 11 8 36:35 35 Athletic Bilbao 27 9 7 11 37:31 34 Celta Vigo 27 8 10 9 34:40 34 Valencia 27 7 9 11 32:37 30 Osasuna 27 7 8 12 23:35 29 Cádiz 27 7 8 12 23:42 29 Getafe 27 7 7 13 21:32 28 Real Valladolid 27 5 11 11 25:37 26 Elche 26 5 9 12 24:39 24 Alavés 27 5 8 14 23:43 23 Eibar 27 4 10 13 21:32 22 Huesca 27 3 11 13 26:44 20 Danmörk AGF – Randers......................................... 1:1 - Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 69 mínúturnar með AGF. Staðan: Brøndby 21 14 2 5 39:23 44 Midtjylland 21 12 4 5 30:20 40 AGF 21 10 7 4 34:21 37 København 21 10 5 6 38:33 35 Randers 21 8 5 8 29:20 29 SønderjyskE 21 8 4 9 29:30 28 AaB 21 7 7 7 24:28 28 Nordsjælland 21 6 8 7 33:29 26 OB 21 6 7 8 23:28 25 Vejle 21 6 6 9 25:32 24 Lyngby 21 4 5 12 23:42 17 Horsens 21 2 6 13 14:35 12 Holland B-deild: Jong Utrecht – Jong PSV....................... 1:6 - Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður á 81. mínútu hjá PSV. 50$99(/:+0$ NBA-deildin Oklahoma City – Memphis .............. 128:122 Golden State – Utah......................... 131:119 Philadelphia – San Antonio ............... 134:99 Orlando – Miami ................................. 97:102 Atlanta – Cleveland............................ 100:82 Houston – Boston ............................. 107:134 Minnesota – Portland....................... 114:112 Chicago – Toronto .............................. 118:95 New Orleans – LA Clippers ............ 135:115 57+36!)49, Knattspyrnumaðurinn Dagur Dan Þórhallsson er að ganga til liðs við uppeldisfélag sitt Fylki samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Dagur er uppalinn hjá Fylki en hefur einn- ig leikið með Haukum og Keflavík hér á landi. Dagur kemur til félags- ins frá úrvalsdeildarliði Mjöndalen í Noregi þar sem hann hefur leikið frá árinu 2019. Sóknarmaðurinn, sem fæddist árið 2000, á að baki 16 leiki í efstu deild hér á landi með Keflavík þar sem hann hefur skor- að eitt mark. Þá á hann að baki 22 landsleiki fyrir yngri landslið Ís- lands. Dagur Dan kominn heim HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hertz-höllin: Grótta – FH ................... 19.30 Ásvellir: Haukar – Stjarnan ..................... 20 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Egilshöll: Fjölnir – SR ......................... 19.45 Í KVÖLD! Liverpool vann annan útisigur sinn í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi er liðið lagði Wolves, 1:0. Diogo Jota skoraði sigurmarkið gegn sínum gömlu félögum. Liver- pool var nær því að skora fleiri mörk en Wolves að jafna, en Rui Patricio í marki Wolves lék vel. Patricio meiddist undir lokin og var leik- urinn stoppaður í rúmar tíu mín- útur, en meiðslin eru ekki eins alvar- leg og í fyrstu var óttast. Liverpool er nú í sjötta sæti með 46 stig, fimm stigum á eftir Chelsea í fjórða sæti. Wolves er í 13. sæti. Portúgalinn hetja Liverpool AFP Sigurmark Diogo Jota fagnar sig- urmarki Liverpool í gærkvöldi. Arnór Ingvi Traustason landsliðs- maður í knattspyrnu er kominn til bandaríska félagsins New England Revolution frá Malmö í Svíþjóð. Arnór lék með Malmö í þrjú ár og átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann er 27 ára gamall og hefur leikið 37 landsleiki fyrir Ísland. Hann lék áður með AEK í Grikk- landi, Rapid Vín í Austurríki, Norr- köping í Svíþjóð, Sandnes Ulf í Nor- egi og Keflavík. Liðið leikur á Gillette-leikvanginum sem tekur tæplega 69 þúsund áhorfendur. Kominn til Bandaríkjanna Morgunblaðið/Eggert Bandaríkin Arnór Ingi Traustason er kominn til New England. HVERAGERÐI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Hamar úr Hveragerði vann sinn fyrsta stóra titil í liðsíþrótt í meist- araflokki um helgina þegar liðið varð bikarmeistari í blaki í fyrsta sinn í 29 ára sögu félagsins. Liðið vann 3:0-sigur gegn Aftur- eldingu úr Mosfellsbæ í úrslitum bik- arkeppninnar, Kjörísbikarsins, í Digranesi í Kópavogi, 25:23, 26:24 og 25:21. Kristján Valdimarsson og tvíbura- bróðir hans Hafsteinn gengu til liðs við Hamar síðasta sumar eftir fjölda ára í atvinnumennsku erlendis en þeir eru báðir uppaldir í Hveragerði og lykilmenn í íslenska landsliðinu. „Það er alveg óhætt að segja að stemningin í Hveragerði sé mjög góð eftir sigur helgarinnar,“ sagði hinn 32 ára gamli Kristján í samtali við Morg- unblaðið. „Þetta var auðvitað mjög skemmti- legt fyrir mig og Hafstein bróður að gera þetta með okkar félagi í okkar heimabæ með allan þann stuðning sem við fengum. Við höfum ekki gert neitt þessu líkt áður með okkar félagi, sem gerði þennan sigur extra sætan. Þetta var mjög jafn leikur og við vissum það fyrir leikinn að þetta yrði erfitt. Við höfum verið á góðu skriði í vetur og unnið marga af okkar leikj- um nokkuð þægilega og það var þess vegna búið að tala um það í aðdrag- anda bikarúrslitanna að þetta væri í raun hálfgerður skyldusigur fyrir okkur. Það er hins vegar aldrei þannig í þessum úrslitaleikjum og við vissum allan tímann að við ættum von á hörkuleik, jafnvel þótt Afturelding hafi spilað langan undanúrslitaleik á laugardeginum. Það er ekki til neitt sem heitir að vera þreyttur í bikar- úrslitaleik og þetta var hörkuleikur strax frá fyrstu mínútu,“ bætti Krist- ján við. Uppörvandi fyrir liðið Hvergerðingar fjölmenntu í stúk- una á laugardaginn og hjálpuðu liðinu að sigla sigrinum heim eftir jafna keppni. „Leikirnir um helgina voru fyrstu leikir vetrarins þar sem áhorfendur fengu að mæta og horfa á úr stúk- unni. Við litum þess vegna á þennan leik sem hálfgerðan heimaleik og það gaf okkur þvílíkan kraft, farandi inn í leikinn, að vita til þess að okkar fólk væri í stúkunni. Maður heyrir það á götum bæjarins að fólk er að fylgjast vel með því sem við erum að gera og það er mjög uppörvandi fyrir bæði mig og liðið. Við bræðurnir höfum reglulega fengið spurninguna um hvenær við ætluðum að snúa aftur heim í Hvera- gerði. Við reiknuðum þess vegna með því að starfið myndi taka smá kipp þegar það loksins gerðist og þó kór- ónuveirufaraldurinn hafi sett smá strik í reikninginn er virkilega gaman að sjá hversu þétt er staðið við bakið á okkur í öllu bæjarfélaginu.“ Gengið komið á óvart Hamarsmenn voru stórhuga síð- asta sumar, fengu til sín öfluga leik- menn á borð við Wiktor Mielczarek og spilandi þjálfarann Radoslaw Ry- bak, en liðið trónir á toppi úrvals- deildarinnar og er ósigrað með 30 stig í efsta sæti deildarinnar. „Við komum ekki beint að því hvaða erlendu leikmenn voru sóttir fyrir tímabilið og í þeim tilfellum var það þjálfarinn Radoslaw sem stjórn- aði ferðinni. Við áttum hins vegar okkar þátt í þeim íslensku leik- mönnum sem komu eða bentum kannski meira á hvaða og hvernig leikmenn við vildum sækja. Stjórnin og þjálfarinn gerðu svo virkilega vel í að semja við þá leikmenn sem gengu til liðs við Hamar fyrir tímabilið. Ég get alveg viðurkennt að það kom mér aðeins á óvart hversu góður taktur hefur verið í liðinu strax frá fyrsta degi. Markmiðið var að setja saman samkeppnishæft lið sem gæti unnið titla en ég bjóst ekki við því að við myndum vinna alla okkar leiki. Þetta hefur gengið framar vonum ef svo má segja og núna er bara að halda áfram að byggja ofan á þann góða árangur sem hefur náðst.“ Nóg eftir á tankinum Þrátt fyrir að vera 32 ára gamlir og eiga nóg eftir ákváðu bræðurnir að snúa heim úr atvinnumennsku síð- asta sumar. „Við höfum alltaf rætt það okkar á milli að við vildum koma heim einn daginn og vinna með uppeldisfélag- inu. Við vildum líka gera það þegar við ættum nokkur góð ár eftir á ferl- inum, ekki þegar að við værum á síð- ustu dropunum. Okkur fannst þetta þess vegna vera réttur tímapunktur að koma heim síðasta sumar því við vildum eiga góð ár inni til þess að gefa uppeldisfélaginu. Það var heldur betur gaman að vakna í morgun [gær] enda gefur það bæjarfélaginu mjög mikið að hafa eitthvað til þess að gleðjast yfir. Hveragerði er og hefur alla tíð verið mikill körfuboltabær og liðið hefur staðið sig frábærlega, en ekki náð að landa þessum stærstu titlum. Von- andi höfum við gefið bænum eitthvað til þess að monta sig af á móti körf- unni í Þorlákshöfn og handboltanum og fótboltanum á Selfossi. Það var líka ótrúlega gaman að kíkja á Facebook í morgun [gær] og þetta var hálfpartinn eins og að eiga afmæli þar, því kveðjunum bók- staflega rigndi yfir mann frá alls kon- ar fólki sem maður hafði ekki hug- mynd um að væri að fylgjast með íþróttum.“ Bikarinn kominn heim Kristján og Hafsteinn tengjast fyrirtækinu Kjörís fjölskylduböndum og því vel við hæfi að Kjörísbikarinn hafi endað í heimabænum Hvera- gerði. „Kjörís var byrjað að styrkja bikarkeppnina áður en við gengum til liðs við félagið á nýjan leik en það var klárt mál, að um leið og við komum aftur væri þetta bikar sem við þyrft- um að taka með okkur heim til Hveragerðis. Við erum nokkrir sem erum að vinna hjá fyrirtækinu og ég er ekki viss um að við værum með vinnu í dag ef við hefðum ekki skilað bikarnum heim,“ bætti Kristján við léttur í bragði í samtali við Morgunblaðið. Hefði verið erfitt að mæta í vinnu án bikars - Kristján og Hafsteinn sneru heim og fyrsti titill í sögu Hveragerðis er í höfn Morgunblaðið Íris Jóhannsdóttir Bikarmeistarar Kristján Valdimarsson, lengst til hægri, fylgist með Hafsteini tvíburabróður sínum lyfta bikarnum í leikslok eftir sigur Hamars á Aftureldingu. Radoslaw Rybak, spilandi þjálfari Hamars, er lengst til vinstri Hamar er fyrsta liðið af Suðurlandi í 41 ár til að verða bikarmeistari karla í blaki. Fyrsta og eina liðið af svæðinu til vinna bikarinn fram að því var Ungmennafélag Laugdæla sem varð bikarmeistari árið 1980. Laugdælir urðu einnig Íslandsmeistarar karla það ár, sem og árið 1979. Hamar var í fjórða sæti 1. deildar karla þegar keppni var hætt 2019-20 og hafði endað í fimmta sæti 1. deildar 2018-19. Liðum í úrvalsdeild karla, Mizuno-deildinni, var fjölgað fyrir yfirstandandi tímabil úr sex í níu og þá bættust Fylkir, Hamar og Þróttur úr Vogum við úrvalsdeildina. Nú eru Hamarsmenn á toppi hennar með tíu sigra í tíu leikjum, og 30 unnar hrinur af 31, og eru með fjórum stigum meira en næsta lið, HK. Fyrsti bikar á Suðurland frá 1980

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.