Morgunblaðið - 16.03.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 16.03.2021, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2021 –– Meira fyrir lesendur BÍLA-SÉRBLAÐ BÍLA fylgir Morgunblaðinu í dagBLAÐ Bandaríska tónlistarkonan Beyoncé var sigursæl á Grammy-verðlauna- hátíðinni á sunnudagskvöldið en hún sló met þegar hún tók við fernum verðlaunum og er hún komin með 28 Grammy-verðlaun, fleiri en nokkur önnur kona hefur hlotið. Vantar hana aðeins ein verðlaun til að jafna met upptökustjórans og útsetjarans Quincy Jones. Níu ára dóttir Beyoncé, Blue Ivy Carter, deildi verðlaunum með móður sinni og WizKid fyrir besta tónlistar- myndbandið, við lagið „Brown Skin Girl“. Konur hrepptu flest umtöluðustu verðlaunin að þessu sinni, á hátíð sem var haldin í skugga heimsfar- aldurs kórónuveirunnar og hafði verið frestað um tvo mánuði. Engir gestir voru í salnum í Los Angeles, verðlaun afhent á nokkrum sviðum með tilskildum fjarlægðarmörkum milli listamannanna en flestir þeirra fylgdust með herlegheitunum heim- an frá sér. Rapparinn Megan Thee Stallion var valin besti nýi listamað- urinn og var lag hennar, Savage, sem Beyoncé syngur með í sem gestur, líka verðlaunað fyrir bestu rapp-frammistöðuna og var valið besta rapp-lagið. Hin 19 ára Billie Eilish sem vann til nokkurra verðlauna í fyrra hreppti nú styttu fyrir upptöku árs- ins, „Everything I Wanted“. Plata Taylor Swift, Folklore, var valin sú besta, og þá kom á óvart að nýliðinn sem kallar sig H.E.R. hreppti verð- laun fyrir lag ársins, „I Can’t Breathe“, og sló þar við Beyoncé, Eilish, Swift og Dua Lipa sem einnig höfðu verið tilnefndar. Laginu er lýst sem baráttusöng Black Lives Matter-herferðarinnar. Hildur Guðnadóttir var tilnefnd til tvennra verðlauna og hreppti önnur, fyrir bestu tónlist í sjónrænum miðl- um fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. Er það annað árið í röð sem hún hlýtur Grammy-verðlaun en í fyrra bar hún sigur úr býtum fyrir tónlist sjónvarpsþáttanna Chernobyl. Hún var einnig tilnefnd fyrir besta lag í sjónrænum miðlum, Bathroom Dance en þar sigruðu systkinin Billie Eilish og Finneas Baird O’Connell fyrir titillagið úr væntanlegri James Bond-kvikmynd No Time to Die. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Daníel Bjarnason stjórnandi voru tilnefnd fyrir besta flutning sinfóníu- hljómsveitar og stjórn fyrir plötuna Concurrence en þar sigraði Gustavo Dudamel með Fílharmóníuhljóm- sveit L.A. fyrir Ives: Complete Symphonies. Tveir nýlátnir listamenn hrepptu verðlaun. Þjóðlagasöngvarinn John Prine sem lést úr Covid-19 hlaut tvenn fyrir lagið „I Remember Everything“ og djasspíanistinn Chick Corea sem lést í síðasta mán- uði úr krabbameini hlaut einnig tvenn verðlaun, fyrir bestu djass- plötu og besta djasssóló ársins. Konur hirtu öll helstu Grammy-verðlaunin - Hildur Guðnadóttir vann til verðlauna annað árið í röð AFP Roggnar Beyoncé og Megan Thee Stallion lukkulegar á hátíðinni. Sýning Taylor Swift sýnir gripinn sem hún hlaut fyrir plötu ársins. Tvær Íslandstengingar eru á lista yfir tilnefningar til Óskarsverð- launa sem tilkynntar voru í gær, annars vegar lagið „Húsavík“ úr gamanmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga og hins vegar Já-fólkið, eða Yes- People á ensku, teiknuð stuttmynd leikstjórans og handritshöfundarins Gísla Darra Halldórssonar sem sýnd var á RIFF í fyrra og hefur hlotið ýmsar tilnefningar og verð- laun. Bætist Gísli þar með í afar fá- mennan hóp Íslendinga sem til- nefndir hafa verið til Óskars- verðlauna. Myndina framleiddu Gísli og Arn- ar Gunnarsson fyrir Caoz og er hún níu mínútur að lengd. Meðal þeirra sem leika í íslenskri talsetningu myndarinnar eru Jón Gnarr og Helga Braga Jónsdóttir en leik- ararnir segja bara „já“ í myndinni. Fjöldi neitana til að byrja með „Ég er algjörlega í losti,“ sagði Gísli í gær, skömmu eftir að tilkynnt var um tilnefningarnar en Gísli er lærður í kvikun (e. animation) og hefur unnið víða, m.a. fyrir Cartoon Network og Passion Pictures. Hann segist ekki vita til þess að íslensk teiknuð stuttmynd hafi komist á lokalista yfir tilnefndar myndir á Óskarnum og eftirgrennslan blaða- manns staðfestir það. Myndin var frumsýnd á Mini- malen kortfilmfestival í Noregi í janúar í fyrra og segist Gísli hafa fengið fjölda neitana frá hátíðum áður en sú tók myndina á dagskrá. „Allt í einu fékk hún mikinn með- vind og komst inn á Annecy sem var eiginlega hápunkturinn fyrir mig, þá var ég bara orðinn sáttur,“ segir Gísli en velgengni myndarinnar var þó langt í frá lokið og hún hlaut bæði ýmsar tilnefningar og verð- laun. Gísli segir að í kjölfar þess að myndin var tekin á dagskrá Annecy og Palm Springs-stuttmynda- hátíðarinnar hafi boltinn farið að rúlla og áhuginn orðið miklu meiri fyrir henni. Hann er spurður um hvað myndin fjalli og segist hann eiga erfitt með að lýsa því. Fyrir honum fjalli hún um svo margt. „Þetta er eiginlega port- rett af rútínu og öllum litbrigðum hennar,“ segir hann, „og um þessa hversdagslegu ofurhetju sem þarf að kljást við hversdaginn, er föst í vana og alltaf að gera sömu mistök eða ekki.“ Gísli líkir myndinni við brauðsneið með smjöri og segir margar pælingar í gangi. „Það er svona grínsmjör ofan á henni og margir sem horfa bara á smjörið en fyrir mér er brauð undir smjörinu sem sumir sjá en aðrir ekki.“ Tvær konur meðal leikstjóra Kvikmynd Davids Finchers, Mank, hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlaunanna 2021 eða tíu alls og tvær konur hlutu tilnefningu sem besti leikstjóri sem hefur aldrei gerst áður í sögu Óskarsins; Chloé Zhao fyrir Nomadland og Emerald Fennell fyrir Promising Young Woman. Aðrir tilnefndir leikstjórar eru Thomas Vinterberg fyrir Druk, David Fincher fyrir Mank og Lee Isaac Chung fyrir Minari. Kvik- myndir tilnefndar sem þær bestu eru Mank, Promising Young Wo- man, The Trial of the Chicago 7, Sound of Metal, Nomadland, Minari, Judas and the Black Messiah og The Father. Tilnefndir sem besti leikari í aðalhlutverki eru Riz Ahmed, Chadwick Boseman, Anthony Hopk- ins, Gary Oldman og Steven Yeun og sem besta leikkona í aðalhlut- verki Viola Davis, Andra Day, Van- essa Kirby, Frances McDormand og Carey Mulligan. helgisnaer@mbl.is Já-fólk Úr stuttmynd Gísla, Já-fólkið, sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna. „Ég er algjör- lega í losti“ - Stuttmynd Gísla tilnefnd til Óskars Gísli Darri Halldórsson Franska leikkonan Corinne Mas- iero kom heldur betur á óvart á frönsku kvikmyndaverðlaununum César sem afhent voru um helgina. Masiero mætti á svið í asnabúningi útötuðum blóði sem hún afklæddist svo þannig að við blasti nakinn lík- ami hennar með áletruðum mót- mælum. Krafðist hún þess að stjórnvöld styddu betur við listalífið í landinu nú á tímum veirufarald- ursins og á baki hennar var mót- mælum beint að forsætisráðherran- um Jean Castex. „Færðu okkur aftur listina, Jean,“ stóð þar skrif- að. Fleiri listamenn voru í svip- uðum hugleiðingum og gagnrýndu stjórnvöld þetta kvöld, þótt ekki gengju þeir eins langt og Masiero í mótmælum sínum. En hvað verð- launin sjálf varðar hlaut verðlaun sem besta kvikmynd svört komedía Alberts Dupontels, Adieu Les Cons eða Bless, bjánar. Myndin hlaut sjö verðlaun alls og þar á meðal fyrir leikstjórn. AFP Mótmæli Masiero á Sesarnum. Mótmælti nakin á Sesar-verðlaununum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.