Morgunblaðið - 16.03.2021, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
sýnd með íslensKu og ensKu talı
FRÁBÆR MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI.
FRANCESMcDORMAND
MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO
PEOPLE’S CHOICE AWARD
TORONTO FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
GOLDEN LION BEST FILM
VENICE FILM FESTIVAL
SEARCHLIGHT PICTURES PRESENTS A HIGHWAYMAN HEAR/SAY COR CORDIUM PRODUCTION "NOMADLAND" DAVID STRATHAIRN LINDA MAY SWANKIEFRANCES MCDORMAND TAYLOR AVA SHUNG EMILY JADE FOLEY GEOFF LINVILLECO-PRODUCERS
JOSHUA JAMES RICHARDSDIRECTOR OFPHOTOGRAPHY FRANCES MCDORMAND PETER SPEARS MOLLYE ASHER DAN JANVEY CHLOÉ ZHAOPRODUCEDBY JESSICA BRUDERBASED ON THEBOOK BY CHLOÉ ZHAOWRITTEN FOR THE SCREEN,DIRECTED, AND EDITED BY
SIGURVERARI
EVENING STANDARDTHE GUARDIAN
TOTAL FILM
THE DAILY TELEGRAPH
TIME OUTEMPIRE
7 TILNEFNINGAR TIL BAFTA VERÐLAUNA
M.A. BESTA MYND ÁRSINS
94%
95%
72%
L
eikhópurinn Hamfarir
frumsýndi í Tjarnarbíói í
liðinni viku The last kvöld-
máltíð eftir Kolfinnu
Nikulásdóttur í leikstjórn Önnu
Maríu Tómasdóttur. Leikritið var
útskriftarverkefni Kolfinnu af
sviðshöfundabraut Listaháskóla
Íslands 2016, en var endurskrifað í
fyrra. Það er alltaf spennandi að sjá
ný íslensk leikrit rata á svið og hlusta
eftir því hvað ferskar raddir hafa að
segja. Á leið inn í salinn greip rýnir
prentaða leikskrána sem lúkkaði vel
með stílfærðum ljósmyndum Mar-
grétar Seemu Takyar, sem aftur
kallaðist vel á við glæsilega sviðs-
umgjörðina. Forvitnilegt var einnig
að skoða kynninguna á verkinu í leik-
skránni og þær spurningar sem þar
var velt upp, þótt þeim hafi verið
mjög misvel svarað í framvindu
leiksins.
Þegar komið var inn í salinn mátti
sjá skemmtilega útfærslu Brynju
Björnsdóttur á laugarbotni Sund-
hallarinnar þar sem leikurinn gerist.
Glærir plastrenningar römmuðu inn
leikrýmið, tveir hvítir sólbekkir voru
staðsettir framarlega á sviðinu,
öðrum megin mátti sjá leifar af
brotnu sundbretti, hinum megin gat
að líta björgunarhring, yfir öllu hékk
glæsileg ljósakróna gerð úr plast-
flöskum, fyrir miðju tróndi hvítdúkað
langborð sem vísaði óneitanlega í
frægustu síðustu kvöldmáltíð
sögunnar eins og Leonardo da Vinci
útfærði hana í veggmynd sinni og
aftast var plastbúr fullt af litríkum
baðboltum.
Inni í þessari tilkomumiklu
umgjörð, sem Ólafur Ágúst Stefáns-
son lýsir af glæsibrag og studd er
góðri tónlist Sölku Valsdóttur, dvelja
persónur verksins, sem virðast vera
meðal fárra eftirlifandi mannvera
landsins eftir heimsendi í kringum
árið 2040. Þetta eru pabbinn (Ragnar
Ísleifur Bragason), sem liggur í dái á
öðrum sólbekknum alla sýninguna,
mamman (Helga Braga Jónsdóttir)
sem af þvingaðri glaðværð leggur
mikið á sig til að undirbúa veisluhöld
íslenska þjóðhátíðardagsins sem
fagnað er í leikritinu með tilheyrandi
blöðrum, fánum og pylsuáti, dóttirin
Ló (Ásthildur Úa Sigurðardóttir)
sem lætur sér leiðast á milli þess sem
hún skríður upp í til pabbans sem
hana dreymir um að giftast, sonurinn
Beikon (Ólafur Ásgeirsson) sem
gremst áhugaleysi annarra fjöl-
skyldumeðlima gagnvart þeirri hug-
mynd hans að reyna að eiga sam-
skipti við mögulega eftirlifendur
hamfaranna utan Sundhallarinnar
með það fyrir augum að viðhalda
mannkyni, en gælir samtímis við þá
hugmynd að myrða þá sem honum
standa næst og loks tónlistarmað-
urinn Hreinn (Albert Halldórsson)
sem löngum stundum dvelst í plast-
búrinu þar sem hann þykir hættu-
legur, þótt aldrei fáist nánari skýr-
ingar á því í hverju sú hætta eigi að
felast, en utan búrsins er honum gert
að vera í hlekkjum gerðum úr sund-
kútum. Vald og valdaleysi er áber-
andi leiðarstef í verkinu, en í leiknum
er ekki unnið nægilega vel með inn-
byrðis status persóna.
Framtíðarsýnin sem Kolfinna
dregur upp í verki sínu er nöturleg
og aðstæður persóna fáránlegar.
Þegar strúktúr samfélagsins er á bak
og burt og tilveran ein endalaus bið
eftir engu í níhílískum heimi virðist
einu tilbreytinguna að fá í holdlegum
fýsnum, sem veita samt enga fró.
Hér eru ekki sex persónur að leita
höfundar heldur fimm að leita til-
gangs í tilgangslausum heimi þar
sem sjálfsvitundin flöktir stefnulaust
og tungumálið er í upplausn, en per-
sónur verksins tala meira á ensku en
íslensku auk þess að bregða fyrir sig
bæði dönsku og frönsku. Meðal setn-
inga sem heyra mátti voru: „Why are
you spending so much time on stupid
stuff like your games when við gæt-
um verið að I don’t know maybe
bjarga mannkyninu.“ Þessi talsmáti
persóna vakti iðulega kátínu leik-
húsgesta og leikarar reyndu sitt
besta til að gæða efniviðinn lífi. En
með sama hætti og persónur náðu
engum tengslum hver við aðra á svið-
inu var vandasamt fyrir rýni að ná
einhverjum tengslum við verkið.
Þrátt fyrir nöturlegar aðstæður var
engin leið að hafa samúð með per-
sónum og á þeim tveimur klukkutím-
um sem leikurinn tekur breyttist lítið
sem ekkert í eintóna heimi verksins.
Hafi tilgangur höfundar verið að
undirstrika fáranleika tilverunnar,
hæðast að dýrkun reðursins, minna á
hversu þrúgandi það getur reynst að
vera innilokaður, benda á að konur
geta líka verið kúgarar, gera grín að
þjóðernishyggju og sýna hversu var-
hugaverð skautun getur verið þegar
fólki er skipt í við og þið þá er óhætt
að segja að höfundi hafi tekist ætlun-
arverk sitt. Hafi ætlunin verið að fá
áhorfendur til að spegla sig í verkinu
og velta fyrir sér hvort þeir hugsi
nógu vel um fólk og framtíðina þá
tókst það ekki, að minnsta kosti ekki
hjá þeim sem hér skrifar.
Í níhílískum heimi
Ljósmynd/Margrét Seema Takyar
Nöturlegt „Framtíðarsýnin sem Kolfinna dregur upp í verki sínu er nöturleg og aðstæður persóna fáránlegar.“
Tjarnarbíó
The last kvöldmáltíð bbmnn
Eftir Kolfinnu Nikulásdóttur. Leikstjórn:
Anna María Tómasdóttir. Leikmynd:
Brynja Björnsdóttir. Búningar: Brynja
Skjaldardóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst
Stefánsson. Tónlist: Salka Valsdóttir.
Leikarar: Albert Halldórsson, Ásthildur
Úa Sigurðardóttir, Helga Braga Jóns-
dóttir, Ólafur Ásgeirsson og Ragnar
Ísleifur Bragason. Leikhópurinn
Hamfarir frumsýndi í Tjarnarbíói
fimmtudaginn 11. mars 2021.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST
Avatar aftur tekju-
hæsta kvikmyndin
Avatar, geimævintýri James Came-
rons frá árinu 2009, er aftur orðin
sú kvikmynd sögunnar sem mestum
miðasölutekjum hefur skilað en
Avengers: Endgame átti metið.
Ástæðan er endurútgáfa Avatar í
Kína, að því er fram kemur í frétt á
vef Deadline. Segir þar að Avatar
hafi skilað jafnvirði 8,9 milljóna
dollara í miðasölu frá því sýningar
hófust á ný en um 7,8 milljónir doll-
ara skildu að myndirnar tvær.
Endgame sló met Avatar í júlí ár-
ið 2019 en nú hefur Avatar í heild-
ina skilað um 2,8 milljörðum doll-
ara í miðasölu. Eru það um 368
milljarðar króna.
James Cameron hefur tilkynnt að
fjórar framhaldsmyndir Avatar
verði gerðar og frumsýndar á
næstu árum.
Bláverur Úr hinni ógnarvinsælu Avatar.
Erfingjar Hergés,
höfundar sagn-
anna um hinn hug-
prúða Tinna, hafa
höfðað mál gegn
franska myndlist-
armanninum Xav-
ier Marabout
vegna málverka
þar sem hann
fellir Tinna inn í myndheima mál-
arans Edwards Hoppers, þar sem
Tinni sést daðra við fáklæddar kon-
ur. Saka erfingjar Hergés Mara-
bout um að nýta sér frægð persón-
unnar og fella inn í erótískan heim,
sem sé ámælisvert þar sem Hergé
hafi kosið að gera ekki grín að kon-
um en konur sjást varla í Tinnasög-
unum. Verjandi Marabout segir
hann hafa fullt listrænt frelsi til að
velta fyrir sér kynlífslöngun hinnar
frægu persónu.
Verja heiður Tinna
fyrir dómstólum
Tinni