Morgunblaðið - 16.03.2021, Síða 32
Efni í þætti kvöldsins:
Dr. Ólöf Guðný Geirsdóttir dósent
fjallar um mikilvægi hollustu og næring-
ar eldri borgara á Covid-tímanum
Halldór S. Björnsson forstöðumaður
fjallar um reynslu af dagþjálfun í
samanburði við dvöl á hjúkrunarheimili
Dr. Björn S. Gunnarsson matvæla- og
næringarfræðingur hjá MS talar um
Næringu+ fyrir eldri borgara
Kristján L. Möller verður í mjög fróðlegu
viðtali um samgöngumál og jarðganga-
gerð á Íslandi sl. 50 ár
Umsjónarmaður er
Sigurður K. Kolbeinsson
Dagskráin
á Hringbraut
Lífið er lag
Fréttir, fólk og menning
á Hringbraut og hringbraut.is
kl. 20.30 á Hringbraut
í kvöld
Kristján L. Möller
Dr. Ólöf Guðný Geirsdóttir
Á tónleikum Jazzklúbbssins Múlans í Flóa í Hörpu annað
kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20 leiðir trommuleikarinn
Erik Qvick kvintettinn Jazz-sendiboðana og hyggjast fé-
lagarnir taka hatta sína ofan fyrir goðsögn „hard-bop“-
tímabilsins í djassi, Art Blakey. Auk Eriks skipa kvintett-
inn Snorri Sigurðarson á trompet, Ólafur Jónsson á
saxófón, Kjartan Valdemarsson á píanó og Þorgrímur
Jónsson á bassa. Leikin verða lög sem hljómsveit Blak-
eys, The Jazz Messengers, gerði þekkt á sínum tíma eftir
m.a. Donald Byrd, Sonny Clark og Wayne Shorter.
Jazz-sendiboðarnir leika tónlist Arts
Blakeys í Múlanum annað kvöld
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 75. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
„Markmiðið var að setja saman samkeppnishæft lið
sem gæti unnið titla en ég bjóst ekki við því að við
myndum vinna alla okkar leiki. Þetta hefur gengið
framar vonum ef svo má segja og núna er bara að halda
áfram að byggja ofan á þann góða árangur sem hefur
náðst,“ segir Kristján Valdimarsson, nýkrýndur bikar-
meistari í blaki með liði Hamars í Hveragerði. »27
Þetta hefur gengið framar vonum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Mótið var spennandi, mótherj-
arnir verðugir og úrslitin eins og ég
vænti. Háleit markmið náðust með
góðu skipulagi, þrotlausum æfing-
um, vinnu og yfirlegu. Ég er þó
ekki á neinni endastöð því fram
undan eru í skákinni fjölmörg mót
sem ég hlakka til að taka þátt í,“
segir Hjörvar Steinn Grétarsson
stórmeistari í skák.
Um helgina var haldin keppni um
Íslandsbikarinn í skák sem Hjörvar
Steinn vann. Sjö skákmenn tóku
þátt í henni, auk Hjörvars þeir Jó-
hann Hjartarson, Margeir Péturs-
son, Hannes Hlífar Stefánsson,
Guðmundur Kjartansson, Helgi
Áss Grétarsson, Bragi Þorfinnsson
og Vignir Vatnar Stefánsson sem
þykir vera einn af efnilegustu skák-
mönnum þjóðarinnar.
Á mótinu vann Hjörvar Steinn
fimm af sex kappskákum sem hann
tefldi, þar með talið úrslitaeinvígið
við Hannes Hlífar. Sá sigur er að-
göngumiði að heimsbikarmótinu í
skák sem verður á dagskrá í Sochi í
Rússlandi seinnipartinn í sumar.
Varð stórmeistari tvítugur
„Mótið í Rússlandi er afar ögr-
andi, en áður en að því kemur er Ís-
landsmeistaramótið nú í lok mars.
Þar stefni ég á sigur, en áður hef ég
unnið æði marga af þeim meistara-
titlum sem á Íslandi bjóðast,“ segir
Hjörvar, sem náði stórmeistaratitli
í skák árið 2013, aðeins tvítugur.
Til þess að ná stórmeistaratitli
þurfa skákmenn að ná þremur stór-
meistaraáföngum og vera komnir
með minnst 2.500 elo-stig. „Ég
kynntist skákinni sex eða sjö ára
þegar ég var nemandi í Rimaskóla í
Reykjavík. Þetta gekk strax vel og
ég var snemma á ferlinum farinn að
keppa við menn eins og Jóhann og
Margeir; menn sem komu upp á
stjörnuhimininn á árunum milli
1980 og 1990. Á þeim tíma var gull-
öld í skák á Íslandi, tímabil mikilla
afreka sem ekki hafa unnist aftur.
Því þurfum við nú ljóslega nýja
kynslóð afreksmanna,“ segir
Hjörvar sem getur þess að skák-
kennsla sé í mörgum grunnskólum
og rækt lögð við þá sem efnilegir
eru.
Rökhugsun og að finna fléttur
„Árangri í skák ná menn fyrst og
síðast með ögun og úthaldi. Slík
vinnubrögð hef ég tileinkað mér í
öllum mínum viðfangsefnum og
farnast vel,“ segir Hjörvar sem er
27 ára að aldri, með meistarapróf í
lögfræði við Háskóla Íslands og
hefur sérþekkingu í skattarétti og
reikningsskilum. Starfar hjá Arion-
banka í viðskiptaþróun; deild þar
sem hannaðar eru nýjar lausnir í
fjármálaþjónustu.
„Starf mitt hér í bankanum líkist
skákinni að nokkru; finna út fléttur
og hugsa minnst tvo leiki fram í
tímann. Viðskipti og skák eiga líka
margt sameiginlegt; krefjast
snerpu, úthalds og svo auðvitað
rökhugsunar. Skákin hefur veitt
mér mörg tækifæri og mikla
ánægju,“ segir Hjörvar að síðustu.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Teflt „Hef unnið æði marga af þeim meistaratitlum sem á Íslandi bjóðast,“ segir Hjörvar Steinn um feril sinn.
Leikir fram í tímann
- Hjörvar Steinn vann Íslandsbikarinn í skák - Næst til
Rússlands - Árangur byggist á vinnu, ögun og úthaldi