Morgunblaðið - 19.03.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.2021, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 9. M A R S 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 66. tölublað . 109. árgangur . ÞJAKAÐUR AF ÓSTJÓRNLEGRI VEIÐIDELLU YNGRI OG REYNSLUMINNI MJÖG PERSÓNU- LEG MYND HJÁ DÖGG ÖÐRUVÍSI LIÐ EN ÁRIÐ 2011 35 AFTUR HEIMA? SÝND 36KJARTAN FIMMTUGUR 32 Þór Steinarsson Guðni Einarsson Rekstrarhalli Þjóðkirkjunnar var 654 milljónir króna á síðasta ári. Helgast það fyrst og fremst af ein- skiptis fjárhagsaðgerðum í efna- hagsreikningi. Þetta kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðs- ins. Ársreikningur Þjóðkirkjunnar var samþykktur af Kirkjuráði 12. mars sl. „Viðamikil endurskipulagning á rekstri kirkjunnar er ein helsta skýring þessarar niðurstöðu árs- reikningsins. Sala eigna sem voru of hátt bókfærðar mynda sölutap sem einnig er meginástæða stöð- unnar,“ segir í svarinu. Hrein eign kirkjunnar var ríflega 4,2 milljarðar króna í lok árs 2020. Hallarekstur síðasta árs mun ekki hafa áhrif á þjónustu kirkjunnar við íbúa landsins en ljóst þykir að draga verður úr rekstrarkostnaði. Áætlað er að ná jafnvægi í rekstri árið 2023. Launahækkanir presta og starfs- fólks kirkjunnar árið 2020 urðu samtals um 6,5%. Telur kirkjan að það vanti á annað hundrað milljónir króna frá ríkinu vegna hækkana ársins 2020 og að líklega muni einn- ig skorta upp á fjármagn vegna hugsanlegra hækkana á yfirstand- andi ári. Kirkjan ætlar að óska eftir fundi með stjórnvöldum vegna uppgjörs- ins. Hefur forseta og framkvæmda- stjóra kirkjuráðs og skrifstofustjóra Biskupsstofu ásamt formanni fjár- hagsnefndar kirkjuþings verið falið að fylgja málinu eftir. Tapið nam 654 milljónum - Viðamikil endurskipulagning á rekstri kirkjunnar sögð skýring - Hrein eign kirkjunnar um 4,2 milljarðar - Vantar hátt í 200 milljónir vegna launahækkana Sumarblíða lék við Austfirðinga í gær, stillt var í veðri og hitamet marsmánaðar voru slegin á nokkrum stöðvum. Á Dalatanga fór hitinn í 20,4 stig, 20,2 stig í Neskaupstað, 19,6 stig á Eskifirði og á Kollaleiru í Reyðarfirði og 19,3 stig í Bakkagerði í Borgarfirði eystra. Á myndinni sést ungur veiðimaður kasta fyrir fisk í veðurblíðunni yst á Mjóeyri í Eskifirði. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir þetta óvenjulegt svo snemma árs. Hiti fari sárasjaldan svona hátt á landinu í marsmánuði. Hitinn á Dalatanga í gær var aðeins sjónar- mun eða 0,1 stigi frá landsmetinu fyrir marsmánuð. Það er 20,5 stig, sett á Kvískerjum í Öræfum þann 29. mars 2012 eða 11 dögum síðar í mánuðinum. Þar til í gær var það í eina skiptið sem 20 stiga hita hafði verið náð í mars hér á landi. Trausti segir einnig athyglisvert að hitamet fyrir mán- uðinn hafi verið slegin í háloftunum. Ekki hafi mælst hærri hiti í þriggja og fimm kílómetra hæð yfir Keflavíkurflug- velli í mars heldur en í gær. Hitann í þessu tilviki skýrir Trausti með óvenju hlýju lofti langt sunnan úr höfum yfir landinu, en vindur og brött fjöll hafi síðan séð um að blanda því niður til jarðar. Hann segist reikna með að eftir óvenju hlýja daga eystra um miðja vikuna kólni aðeins í veðri. aij@mbl.is Sjaldgæf hlýindi á Austfjörðum og stutt var í hitametið Ljósmynd/Gungör Tamzok Andrés Magnússon andres@mbl.is Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Íslands afgreiði í dag tillögu um að börn frá löndum utan Schengen- svæðisins, verði skimuð einu sinni við komu til landsins. Það er gert að tillögu Þórólfs Guðnasonar sótt- varnalæknis. Börn hafa til þessa ekki verið bólusett og geta því ekki fengið slík vottorð. Hins vegar eru þau talin næmari fyrir nýjum afbrigðum veir- unnar og rétt að hafa gætur á þeim. Gildistöku nýrrar reglugerðar um viðurkenningu bólusetningarvott- orða utan Schengen hefur verið frestað fram í næstu viku til þess að ljúka breytingu á lögum um flugrek- endur. Þeir þurfa þá að ganga úr skugga um að fólk hafi tilskilin vott- orð áður en það fer í flug til Íslands. Vonir standa til þess að það geti orðið ferðaþjónustu lyftistöng að bólusettir Bandaríkjamenn og Bret- ar geti komið til landsins. Þeir eru tvær helstu ferðamannaþjóðir, sem sótt hafa Ísland heim, en þar hefur bólusetning einnig gengið vel. »10 Börn utan Schengen skimuð við komu _ Spánn, Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Holland eru meðal þjóða sem ætla að hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca að nýju eftir að Lyfjastofnun Evrópu (EMA) tilkynnti í gær að óhætt væri að nota efnið. Ákvörðun um að hefja bólusetningar með efninu að nýju hér á landi hefur ekki verið tekin. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir gaf ekki kost á viðtali vegna þessa í gærkvöldi. Hvorki náðist í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðis- ráðherra né Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna málsins. » 10 og 14 Fjölmörg lönd hefja bólusetningar á ný Verslunin Eldhaf, sem einnig rekur netverslunina eldhaf.is, og flytur inn og selur vörur frá tæknirisanum Apple, mun frá og með deginum í dag bjóða fólki að kaupa Apple vörur í vefverslun með rafmyntinni Bit- coin. Kjartan Ragnars, framkvæmda- stjóri rafmyntaráðs Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að Eldhaf sé með þessari ákvörðun fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að bjóða vörur til sölu fyrir Bitcoin í hefð- bundnum viðskiptum. „Ég geri ráð fyrir að kaupa mér Apple-vörur fyrir Bitcoin hjá Eldhafi fyrst það býðst nú í fyrsta skipti,“ segir Kjartan. Hann segir að líklega eigi um 3-4% Íslendinga Bitcon. „Það verður spennandi að sjá hvort þetta opni dyr fyrir frekari notkun á Bitcoin í greiðslumiðlun.“ Spurður um ástæðu þess að þetta skref sé tekið segir Guðmundur Óm- arsson, framkvæmdastjóri og eig- andi Eldhafs, að tilgangurinn sé að ná í aukin viðskipti og koma Bitcoin í umferð inn í íslenska hagkerfið. Hann kveðst nokkuð viss um að önn- ur fyrirtæki fylgi í kjölfarið. »12 Apple keypt fyrir Bitcoin - Íslensk verslun ríður á vaðið og býður vörur fyrir rafmynt Nýjung Eldhaf er til húsa á Gler- ártorgi á Akureyri og á netinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.