Morgunblaðið - 19.03.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.03.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021 Töfrar eldhússins byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Hvort sem þú leitar að klassískum retro kæliskáp á heimilið, rómantískri eldavél í sumar- bústaðinn, litríkum matvinnslutækjum í eldhúsið eða nýrri fallegri innréttingu erum við með frábæra valkosti fyrir þig. Vöruúrval Eirvíkur er afar fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Af hverju að vera eins og allir hinir - þegar maður getur verið einstakur! Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Lyfjastofnun Evrópu (EMA) kvað upp úr um það í gær, að bóluefni AstraZeneca (einnig kennt við Ox- ford) væri fyllilega öruggt og árang- ursríkt til bólusetningar. Ekkert gæfi til kynna að fólki væri hættara við blóðtappa eftir notkun þess. Erfitt er að sjá hvernig einstökum ríkjum er stætt á því að fresta notkun AstraZeneca lengur, hafi þá nokkur rök verið fyrir því. Málið allt ber með sér að hafa frá upphafi verið pólitísk- ur skollaleikur, að því er virðist blandinn hefnigirni gagnvart Bretum fyrir að hafa dirfst að yfirgefa Evr- ópusambandið. En það er þá líka eitt magnaðasta sjálfsmark í alþjóðasam- skiptum síðari tíma, því með því hafa Evrópuríkin frestað bólusetningu þar sem hver dagur skiptir máli, bæði með tilliti til mannslífa og efnahags- legrar endurreisnar eftir kórónu- kreppu. Dýrkeyptur skollaleikur Margt bendir til þess að ný smit- bylgja sé tekin að rísa á meginlandi Evrópu, þar sem aðeins brot af þjóð- unum hefur enn fengið bólusetningu, ekki minnsta von til fyrsta vísis að hjarðónæmi fyrr en í haust og í Frakklandi virðist nýtt útgöngubann vera yfirvofandi. Á sama tíma hefur sterlingspundið verið að styrkjast og fjármagnsflótti frá Evrópusambandinu til Bretlands virðist hafinn. Það má að miklu leyti rekja til furðulegrar yfirlýsingar Ur- sulu von der Leyen, forseta fram- kvæmdastjórnar ESB, um að sam- bandið kynni að virkja neyðarrétt samkvæmt 122. grein Lissabonsátt- málans. En í henni felast víðtæk völd til þess að leggja undir sig lyfjaverk- smiðjur, stýra vöruflæði (bóluefna) og svo framvegis. Efast má um að slíkar ráðstafanir, sem gætu verið viðeigandi á stríðstímum, kæmu að gagni, en umfram allt eru þær ekki til þess fallnar að vekja traust atvinnu- lífs eða fjárfesta. Þær eru aðeins hársbreidd frá enn harkalegri að- gerðum eins og fjármagnshöftum, sem er rót fyrrgreinds fjármagns- flótta. Bresti hann á af fullum þunga kynni hann að verða efnahagslífi Evr- ópu óbærilegur. Það var víða veikt fyrir heimsfaraldurinn og kórónu- kreppuna og má ekki við neinu. Falsfréttirnar um AstraZeneca Það var Emmanuel Macron Frakk- landsforseti sem hóf falsfréttaher- ferðina gegn AstraZeneca, sem er breskt. Hann sagði um áramót að það nýttist öldruðum illa, og ónafngreind- ir þýskir ráðherrar tóku í sama streng. Það gróf mjög undan tiltrú á bóluefnið og veikti raunar tiltrú á öllu bóluefni við kórónuveirunni nokkuð. Tiltrúin á AstraZeneca á meginlandi Evrópu tók svo kolldýfu, þegar Evr- ópulöndin frestuðu eitt af öðru (Ís- land þar með!) notkun á því, að sögn vegna þess að stöku fólk hefði fengið blóðtappa eftir að hafa verið gefinn af því skammtur. Þær ákvarðanir voru allar pólitísk- ar, ekki læknisfræðilegar. Það er ástæðan fyrir því að Lyfja- stofnun Evrópu sagði frá upphafi að jafnvel þó svo eitthvað væri hæft í blóðtappasögunum, þá væri ávinning- urinn af notkun bóluefnisins marg- faldur á við áhættuna. Sömuleiðis for- dæmdi Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin (WHO) þetta tímabundna bann, af því það stóðst enga skoðun. Laskaðir leiðtogar Erfitt er að sjá nokkra ástæðu fyrir þessum falsfréttaflutningi frá leiðtog- um Evrópu aðra en tilraun til þess að varpa sök á aðra í von um að athyglin beinist frá hinu langvinna og marg- þætta klúðri þeirra sjálfra. Það er kannski augljósast í Frakk- landi, þar sem Macron forseti var að- þrengdur áður en faraldurinn dundi yfir, en ástandið í Þýskalandi er engu skárra. Þar er Angela Merkel Þýska- landskanslari á síðustu metrunum, en flokkur hennar, Kristilegir demó- kratar (CDU), hefur nýlega hlotið slæma útreið í kosningum í Baden- Würtemberg og Rínarlöndum og fylgið á landsvísu hrunið. Samt virðist Merkel enn sitja föst við sinn keip um AstraZeneca, þó þar í landi hafi 1,6 milljónir manna verið bólusettar með því, en aðeins sjö þeirra fengið blóðtappa, sem er alveg eins og mætti búast við ef þeir hefðu ekki farið í bólusetningu. Í gervallri Evrópu hafa borist fregnir af þremur dauðsföllum vegna blóðtappa hjá fólki sem hafði fengið AstraZeneca. Gera má ráð fyrir að nokkur hundruð Evrópubúum fleiri deyi af völdum kórónuveirunnar fyrir hverja viku, sem notkun þess er frest- að. Og margfalt fleiri ef þriðja bylgj- an dynur yfir. Háðir AstraZeneca Til þess að gera illt verra er bólu- setningarátakið í Evrópu miklu háð- ara AstraZeneca en öðrum bóluefn- um. Öfugt við Pfizer eða Moderna er það nægilega einfalt í meðförum til þess að heimilislæknar geta gefið það og því getur frestun á notkun þess tafið fyrir ráðgerðri bólusetningu í álfunni um marga mánuði. Einstök lönd Evrópu eru misvið- kvæm fyrir því eftir aðstæðum, lýð- mengi, heilbrigðiskerfi og birgðum. Þýskaland er viðkvæmt en bólusetn- ing í Ítalíu er í stórhættu fyrir vikið. Samt játaði Nicola Magrini, forstjóri lyfjaeftirlitsins, það í viðtali við La Repubblica, að ástæðan væri einung- is pólitísk. Mario Draghi, hinn nýi for- sætisráðherra Ítalíu, virðist aðeins hafa gert það til þess að gleðja fólk í Brussel, en Ítalir eru varla kátari. Hvað þá Ástralir, en Draghi lét stöðva útflutning á AstraZeneca þangað, sama bóluefni og hann bann- ar að sé notað á Ítalíu! Draghi er orð- lagður fyrir vitsmuni, en þarna er engu líkara en hann hafi tapað vitinu og ávinningurinn öllum óljós. Ýmis merki eru um að samstaðan í Evrópu sé að bresta í þessum efnum, en það er sennilega um seinan ef þar vill enginn lengur láta sprauta sig með bóluefni AstraZeneca. Hvort hinir lélegu leiðtogar Evrópu verði nokkru sinni látnir sæta ábyrgð fyrir er svo önnur saga. Ringulreið í bóluefnamálum ESB - AstraZeneca hættulaust og árangursríkt - Flest Evrópuríki enn hikandi og tiltrú almenings sáralítil - Gæti tafið bólusetningu í álfunni í marga mánuði - Fjármagnsflótti hafinn frá Evrópu til Bretlands AFP ESB Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar, tekur niður grímuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.