Morgunblaðið - 19.03.2021, Page 17

Morgunblaðið - 19.03.2021, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021 Sólheimajökull Hópur göngufólks virðir Sólheimajökul fyrir sér, áður en haldið er áfram upp á jökulinn. Skipulagðar ferðir eru farnar þarna með leiðsögumönnum og njóta mikilla vinsælda. Björn Jóhann Í rúman áratug hafa nær eingöngu verið byggð fjölbýlishús í Reykjavík. Flest á svo- kölluðum þéttingar- reitum innan núverandi byggðar. Mörg hús- anna eru fimm til sjö hæðir, göturýmið yfir- leitt þröngt og lítið um torg og dvalarstaði fyr- ir íbúa. Þetta byggðar- form skapar oft mikla skuggamyndun og veldur jafnvel vindstrengjum. Eðlilega hefur töluvert verið fjallað um þessa nýju skipulagsstefnu og sitt sýnist hverjum. Spurt hefur verið hvort skipulagsyfirvöld hafi leitað álits borgarbúa um þessa stefnu? Það hlýtur að vera eitt af markmiðum borgarskipulags að laga borgarar- umhverfið að óskum og þörfum íbúa og atvinnulífs á hverjum tíma. Lítið hefur borið á könnunum á við- horfum borgarbúa til þessa mikil- væga málaflokks síðustu árin. Því ákvað ég að dusta rykið af þremur viðhorfskönnunum um húsnæðis- og búsetuóskir borgarbúa sem undirrit- aður vann að og voru birtar 2003, 2007 og 2013. Hér verður aðeins fjallað um nokkur atriði í þeirri síðasttöldu sem unnin var í samstarfi við samtökin Betri borgarbragur. Reykjavíkurborg tók þátt í kostnaði við könnunina sem um 1.420 borgbú- ar tóku þátt í. Viðhorf til þéttingar byggðar Í könnuninni árið 2013 voru þátt- takendur spurðir um hvaða atriði lýstu best hugmyndum þeirra um hugtakið þétting byggðar (sjá mynd 1). Svarendur höfðu heldur neikvæða sýn á hugtakið þéttingu byggðar. Yfir helmingur tengdi hugtakið við minni græn svæði, þrengsli fyrir akandi um- ferð og skort á bílastæð- um sem og meiri skugga frá byggingum vegna háhýsa. Þeir þættir sem oft hafa verið taldir með jákvæðari þáttum þétt- ingar voru aðeins valdir af 20% til 30% svarenda. Í könnuninni var einn- ig spurt hvort svar- endum hugnaðist að þétta byggð innan nú- verandi íbúðasvæða. Að- eins 26% svarenda voru hlynnt þéttingu byggðar innan íbúðasvæða og 64% voru and- víg. Tæpur helmingur svarenda reyndist þó frekar eða mjög hlynntur nýrri íbúðabyggð á eldri atvinnu- svæðum. Ekki er því hægt að segja að borgarbúar hafi tekið vel í hugmyndir um þéttingu byggðar á þessum tíma. Þrátt fyrir það var ráðist í umfangs- mikla þéttingu byggðar í eldri íbúða- hverfum borgarinnar á næstu árum. Til fróðleiks má minna á að hefð- bundið borgarform í stærri borgum Evrópu, 5-7 hæða íbúðarhús meðfram götum (randbyggð umhverfis inn- garð), byggðist upp á 18. og 19. öld samfara iðnbyltingu vegna land- þrengsla innan borgarmúra. Þá voru ekki nútímasamgöngutæki til, hvorki einkabíll né strætisvagnar. Þetta borgarform hefur skapað ýmis vanda- mál á síðari árum, svo sem mengun, skuggavarp, umferðartafir og skort á bílstæðum. Það er sérkennilegt að við á norðlægum slóðum skulum ætla að taka þetta upp á 21. öld. Er ekki nægt landrými á Íslandi og mælti ekki Guð- mundur Hannesson með 2-3 hæða íbúðarhúsum í Reykjavík fyrir rúmri öld? Húsagerðir Í viðhorfskönnuninni var spurt hvaða tegund af húsnæði þátttak- endur vildu helst búa í óbundið af efnahag. Um 2/3 svöruðu sérbýlishús, 12% sambýlishús/hæð (2-4 íbúðir í húsi), 9% lægra fjölbýlishús (2-3 hæð- ir) og 5% fjölbýlishús 4 hæðir eða hærri. Um helmingur svarenda bjó í fjölbýlishúsum en aðeins 14% vildu helst búa í slíku húsnæði. Þegar spurt var hvernig húsnæði þátttakendur teldu líklegast að þeir flyttu í næst þegar þeir skiptu um húsnæði ef tekið væri tillit til efna- hags breyttist myndin. Þá svöruðu 52% fjölbýlishús, 24% svöruðu sér- býlishús og 23% hæð í sambýlishúsi. Enda hafa ódýrustu íbúðirnar yfir- leitt verið í fjölbýlis- og sambýlis- húsum og þær því iðulega fyrsti áfangi yngra fólks til að eignast þak yfir höfuðið. Fram kom að um 57% svarenda á aldrinum 30 til 49 ára kaus að flytja í sérbýlis- eða sambýlishús. Þetta stingur í stúf við framboð síð- ustu ára sem hefur nær eingöngu ver- ið í stærri fjölbýlishúsum á þéttingar- reitum. Þegar litið er til þessara niður- staðna kemur ekki á óvart að mikill fjöldi fólks hefur flutt frá höfuð- borgarsvæðinu til nágrannabyggða (Suðurnesja, Hveragerðis, Árborgar og Akraness) síðustu ár þar sem framboð af húsnæði er fjölbreyttara en á höfuðborgarsvæðinu, m.a. mikið framboð af sérbýlishúsnæði. Þetta fólk veigrar sér ekki við að aka reglu- lega til höfuðborgarsvæðisins vegna vinnu og þjónustu. Það er því augljóst að þörf er á meiri fjölbreytni og ný- sköpun í húsakosti höfuðborgar- svæðisins. Þá má nefna að í könnuninni kom fram að um þriðjungur þátttakenda taldi helst vanta íbúðir í minni fjöl- býlishúsum í borginni og um 40% nefndu fleiri íbúðir í sér- og sambýlis- húsum. Aðeins 17% nefndu stærri fjölbýlishús. Íbúðir, nærumhverfi og val á íbúðahverfum Þeir þættir sem svarendur lögðu mest upp úr í nærumhverfi íbúða voru góðar svalir og/eða aðgengi að garði, eða 54% svarenda (sjá mynd 2). Þá töldu yfir 30% mikilvægt, að íbúð væri fjarri umferðargötu, með sérinn- gangi, góðri dagsbirtu og bílastæði nærri íbúð. Það er auðséð á þessum lista að auðveldara er að uppfylla þær óskir sem flestir nefna, m.a. góðar svalir og aðgengi að garði í sérbýlis- og sambýlishúsum en í blokkum. Í könnuninni var einnig spurt um í hvernig umhverfi/hverfi fólk vildi helst búa (gefnir voru upp 10 kostir með mismunandi, staðsetningu og húsagerð með tilvísun til hverfahluta í borginni). Sjá mynd 3. Langflestir, eða um þriðjungur, kusu hverfi með blönduðum húsa- gerðum svipað og Fossvogshverfið. Næst komu þrír kostir sem um 14% völdu, þ.e. hverfi svipað og Þingholtin, Smáíbúðahverfið og Grafarholt vegna nálægðar við stór útivistarsvæði. Þar næst komu Melarnir (sambýlishús) og Stekkirnir (einbýlishús og raðhús). Innan við 5% völdu þéttingarsvæði í miðborginni (líklega ekki mjög þekkt á þessum tíma), háhýsi eins og við Skúlagötu, byggð á landfyllingu (Bryggjuhverfi) og hefðbundin blokk- arhverfi (Bakkarnir). Allt stefnir að sömu niðurstöðu: Íbúðahverfi með fjölbreyttum húsagerðum þjóna best íbúum Reykjavíkur. Það er athyglis- vert að þéttleiki byggðar er mjög mikill í Þingholtunum og fleiri hverf- ahlutum með fjölbreyttar húsagerðir, meiri en í mörgum blokkarhverfum. Það eru því engin rök fyrir því að byggja eingöngu stórar blokkir á þéttingarreitum. Samantekt Þessi útdráttur úr viðhorfskönnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgar- búa frá 2013 vekur nokkrar áleitnar spurningar: Hafa húsnæðis- og bú- setuóskir borgarbúa breyst umtals- vert frá 2013? Er ekki mikilvægt að kanna það og vinna nýja könnun sem fyrst? Er nokkuð fengið með því að kanna hug borgarbúa ef lítið er farið eftir óskum og viðhorfum þeirra? Það er kannski ofmælt að ekkert hafið verið farið eftir niðurstöðum kannana á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa sem undirritaður hefur staðið að. Sem dæmi má nefna að í öll- um könnununum kemur greinilega fram að mjög margir vilja búa í eldri hverfum borgarinnar vestan Elliðaáa. Líklega vegna þess að þessi hverfi einkennast af fjölbreyttum húsagerð- um, hafa sérstakt yfirbragð (staðar- anda) og njóta nálægðar við menning- arlíf miðborgarinnar. Það er því gott mál að leyfa fleirum að búa á þessu svæði, en þéttingarreitirnir eru á skjön við yfirbragð hverfanna í kring, þeir mynda háreist skuggahverfi inn- an um lágreist og hlýleg eldri hverfin í kring. Það er því ekki hægt að segja að vel hafi tekist til við að laga nýja byggð að sérkennum eldri hverfa í borginni. Ég vil ljúka þessum pistli með því að hvetja skipulagsyfirvöld á höfuð- borgarsvæðinu til að taka mark á ábendingum áhugahópsins Sam- göngur fyrir alla um hvernig má byggja upp hágæðahraðvagnakerfi (borgarlínu) með mun minni til- kostnaði og umhverfisáhrifum en framkomin tillaga yfirvalda gerir ráð fyrir, en með ekki síðri árangri við að draga úr umferðartöfum á svæðinu. Áhugasömum lesendum er bent á að grein eftir höfund með gagnrýni á aðalskipulag Reykjavíkur var birt í Morgunblaðinu 21. nóvember sl. Eftir dr. Bjarna Reynarsson » Allt stefnir að sömu niðurstöðu: Íbúða- hverfi með fjölbreyttum húsagerðum þjóna best íbúum Reykjavíkur. Dr. Bjarni Reynarsson Höfundur er skipulagsfræðingur. Þétting byggðar og einsleitni húsagerða Hvað tengir þú helst við hugtakið „þétting byggðar“? Minni græn svæði Þrengsli fyrir akandi umferð og skortur á bílastæðum Meiri skuggi af byggingum Háhýsabyggð Mengun / umferðarhávaði Umfangsminna og hagkvæmara gatnakerfi Fjölskrúðugra mannlíf Minni ferðatími Félagslegt áreiti Betri nýting stofnana / hagkvæmari innviðir Vandaðri almenningsrými (göturými, torg, almenningsgarðar) Ódýrari veitukerfi Þekki ekki hugtakið „þétting byggðar“ 712 695 670 570 449 389 369 363 338 301 270 207 48 Svarendur völdu fimm atriði sem þeim fannst best eiga við Fjöldi svara 759 530 502 496 417 364 363 292 220 163 Hvað skiptir þig mestu varðandi afstöðu íbúðar til nærumhverfisins? Aðgengi að sólríkum og skjólgóðum svölum eða garði Íbúðin sé fjarri umferðargötu Sér inngangur Mikil og góð dagsbirta í íbúðinni Bílastæði séu nálægt íbúðinni Góð nágrannatengsl Fallegt útsýni Falleg hús og umhverfi Mannlíf í nærumhverfi Legg áherslu á að vera út af fyrir mig Svarendur völdu þrjú atriði sem þeim fannst best eiga við Fjöldi svara 424 182 179 164 87 71 50 32 30 8 Í hvernig umhverfi eða hverfi vilt þú helst búa? Blöndun húsagerða; lág fjölbýlishús, raðhús og einbýlishús svipað og Fossvogshverfi Hverfi eins og Þingholtin, þétt óregluleg byggð Hverfi eins og Smáíbúðahverfið (lítil einbýlishús) Hverfi á jaðri byggðar við stór útivistar- svæði sem dæmi Grafarholt Einbýlis- og raðhúsahverfi svipað og Stekkirnir í Breiðholti Hverfi eins og Melarnir (sambýlishús) Þéttingarsvæði í miðborginni Háhýsahverfimeð gott útýni svipað og byggð við Skúlagötu Fjölbýlishús við sjó eins og Bryggjuhverfið í Grafarvogi Hverfi eins og Bakkarnir (U laga blokkir) Svarendur völdu eitt atriði sem þeim fannst best eiga við Fjöldi svara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.