Morgunblaðið - 19.03.2021, Síða 19

Morgunblaðið - 19.03.2021, Síða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021 VINNINGASKRÁ 663 9177 19442 31164 38190 49017 59640 72233 753 9509 19459 31243 38202 49217 60087 72326 1147 9794 19489 31394 38594 50196 60204 72662 1920 10311 19522 31452 38776 50336 60761 72992 2209 10792 19692 31504 39082 50861 60885 73009 2458 10953 20014 31921 39312 50985 61361 73145 2595 11198 20151 32685 39503 51014 61472 73345 2774 11354 21472 32704 40284 51483 62118 73378 3382 11534 22181 32995 40472 51766 62215 73911 3482 11649 22501 33110 40686 51935 62224 74184 3526 12179 22591 33300 41501 52439 62276 74216 3846 12231 22601 33581 42851 52570 62423 74294 3852 12251 22752 33886 43086 52843 63240 74436 3911 12269 22995 34141 43508 52978 63264 75251 4048 12797 23237 34215 43602 53012 63440 75742 4120 13574 23416 34253 43782 53318 63873 76141 4505 13711 24997 34374 43897 53423 64113 76199 4878 14410 25537 34379 44146 53490 65500 76339 5071 14867 25888 34679 44742 53551 65559 76659 5428 14990 25987 34760 44779 53758 65960 76893 5484 14994 27128 34898 45081 53965 65999 77022 6010 15242 27435 34964 45109 54099 66047 77327 6278 15248 27437 35092 45536 54264 66128 77415 6295 15596 27530 35520 45748 55099 66419 77835 6358 16052 27760 35967 45973 55671 66439 78282 6627 16237 27788 36323 46040 55744 66479 78478 6727 16275 28075 36479 46110 55805 66873 78742 6762 16716 28254 36746 46267 55824 67367 79342 7039 17235 28753 36788 46287 55862 68762 79377 7859 17529 29071 36849 46751 55872 69031 79555 8174 17856 29232 36975 46797 56880 69495 79739 8203 18286 29436 37011 47045 56981 69638 8350 18568 30063 37052 47115 57050 69855 8458 18669 30072 37320 47487 57265 70815 8981 18788 30169 37340 47829 57445 71160 9033 18790 30873 37801 48168 57718 71238 9169 19108 30904 38065 48974 58058 71522 116 10894 18630 28115 38626 52308 63048 73736 185 11009 18631 28552 39367 54286 63628 73967 1058 11664 18939 28714 42358 55000 64097 75512 1151 12035 19395 29294 42427 55312 64254 75944 1451 12309 19997 29697 42747 56256 64949 77105 2092 13546 20698 29880 42866 56516 65925 77366 2179 14052 21483 30060 44963 57618 67108 78025 3701 16505 22326 31988 45838 58037 67117 78227 4051 16729 23762 32767 49874 58289 67599 78927 5642 16860 23838 34781 50063 59750 69295 7897 16868 25032 37894 50386 60469 69488 9938 16896 26826 38258 51468 61572 72764 10766 18139 27997 38482 51957 61720 72770 Næstu útdrættir fara fram 25. & 31. mars 2021 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 6924 26596 36444 45641 63538 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 5781 13053 18350 37279 54162 64828 8223 15770 22560 37920 57893 64921 10867 17319 22989 43486 58682 74138 12934 18141 33885 46648 62112 74853 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 2 5 7 4 46. útdráttur 18. mars 2021 Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is Voru það öll þessi framandi frönsku heiti á ballettæfingum sem ég kynntist frá unga aldri í Listdansskóla Ís- lands eða vínilplöturnar hennar mömmu með frönskum sagnbeyg- ingum sem ég fiktaði við að spila á grammó- fóninn heima sem urðu til þess að franska varð fyrir valinu þegar ég gekk í Mennta- skólann í Reykjavík? Germönsku tungumálin lágu reyndar frá upphafi betur fyrir mér og það var eiginlega ekki fyrr en ég var heilt ár í háskóla í Aix-en-Provence í Suður-Frakklandi að ég náði tungumálinu þokkalega, fór að geta tjáð mig og skrifað, skilið og tekið þátt lífinu á frönsku. Sá grunnur sem ég hafði úr MR og Aix nýttist mér heldur betur vel nokkrum árum síðar þegar ég starf- aði sem verkfræðingur hjá Össuri. Þar fréttist að ég væri lunkin í frönskunni en þá vantaði einmitt góða tengingu við fyrirtæki sem þeir höfðu þá ný- lega keypt í Suður- Frakklandi, rétt hjá Lyon í bæ sem heitir Saint-Étienne. Mér bauðst góð staða. Það var að hrökkva eða stökkva! Að starfa sem verkfræðingur á frönsku var eiginlega eins og að læra tungu- málið upp á nýtt. Ný tæknileg og flókin orð, frönsk vinnustaða- menning, formlegheit í skrifum og franskar excel-skipanir lyftu þekk- ingu minni á tungumálinu upp á nýtt stig. Í krafti tungumálakunnáttunnar gekk mér vel að aðlagast og kynnast frábærum hópi stjórnenda og starfs- fólks í fyrirtækinu sem voru áhuga- söm um þennan unga íslenska verk- fræðing sem var óhræddur við að takast á við lífið í Frakklandi – en ég var eini útlendingurinn í 200 manna fyrirtæki. Ég brunaði um Frakkland, Norður-Ítalíu og Marokkó þvert og endilangt á Renault Megan-bílnum góða, þar sem ég vann með söluteym- um á öllu svæðinu. Það var ekki síður góð reynsla, að kynnast og geta bjargað sér í ólíkum landshlutum og menningu. Síðan var það í raun ekki fyrr en ég fór að starfa fyrir al- þjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki í Japan að ég gat aftur nýtt frönskuna, en yfirmaður skrifstofunnar var Frakki auk fleiri samstarfsfélaga. Þá var ómetanlegt að geta gripið til tungu- málsins og átt persónulegra spjall. Mín reynsla er sú að tungumála- kunnátta opnar nýjar víddir, nýja möguleika og er einstaklega verð- mætur lykill að menningu og sam- félagi þjóða. Frönsk framganga Eftir Ástu Sigríði Fjeldsted »Mín reynsla er sú að tungumálakunnátta opnar nýjar víddir, nýja möguleika og er ein- staklega verðmætur lykill að menningu og samfélagi þjóða Ásta Sigríður Fjeldsted Höfundur er framkvæmdastjóri Krónunnar. Þann 19-26. mars standa Samtök um endómetríósu fyrir fræðsluviku um sjúk- dóminn endómetríósu. Íslenska heiti sjúk- dómsins er legslímu- flakk. Það er mikil- vægt fyrir samfélagið í heild að þekkja þennan sjúkdóm og skilja vel einkenni hans. Flestir þekkja ein- staklinga sem eru að kljást við endó- metríósu og því mikilvægt að geta sýnt stuðning og skilning þegar þörf er á. Hvað er endómetríósa? Venjulega er einungis legholið klætt legslímhúðarfrumum. Hjá ein- staklingum með endómetríósu eru frumur, svipaðar legslímhúðar- frumum, staðsettar á ýmsum stöðum í líkamanum, þar sem þær geta valdið skaða. Algengast er að sjá merki sjúkdómsins í kviðarholinu, þá sér- staklega í grindarholinu í kringum kvenlíffærin. Endómetríósa getur þó vaxið á fleiri stöðum og má sem dæmi nefna brjóstholið, þvagfærin, ristilinn og í örum eftir aðgerðir. Hver eru einkennin? Endómetríósa er sjúkdómur hinna mörgu andlita og getur verið allt frá því að vera einkennalítill eða ein- kennalaus, í það að vera verulega lífs- gæðaskerðandi, með endurteknum verkjaköstum, langvarandi verkja- vandamálum, mögulegum líffæra- skemmdum og erfiðleikum við að gera þá hluti sem flestum finnst sjálf- sagt að geta gert eins og að stunda skóla, vinnu, íþróttir og geta notið kynlífs án verkja. Verkirnir tengjast gjarnan tíðablæðingum en geta einnig verið til staðar án samhengis við tíða- hringinn. Vel þekktir eru verkir við þvaglát og meltingarfæraeinkenni eins og krampar og uppþemba auk þreytu og máttleysis. Áhrif hormóna Kvenhormónið estrógen hefur yfir- leitt jákvæða virkni á líkama kvenna. Það stuðlar að eðlilegri frjósemi, bein- þéttni og hraustum slímhúðum í kvenlíffærunum. Þegar um endó- metríósu er að ræða verða áhrif hormónsins líka neikvæð. Þar örvar hormónið bæði eðlilega slímhúð í kvenlíffærunum, en líka legslímhúð- ina sem hefur tekið sér bólfestu á röngum stöðum í líkamanum. Afleið- ingin er blæðingar, bólgur og myndun örvefjar eða samgróninga í við- kvæmum líffærum. Er endómetríósa algeng? Lengi var talið að um 10% kvenna á frjósemisaldri væru með sjúkdóminn en líklega liggur sú prósenta nær 5%. Líklega eru því nokkur þúsund konur og ungar stúlkur á Íslandi að klást við sjúkdóminn. Endómetríósa getur gengið í erfðir og ef móðir eða systir eru með sjúkdóminn eru allt að sjö sinnum meiri líkur á að viðkomandi hafi einnig endómetríósu. Aldur við greiningu Algengast er að greinast á frjósem- isaldri, eftir upphaf blæðinga. Þó eru til lýsingar á endómetríósutilfellum, allt niður í 8 ára stúlkur. Langflestir einstaklingar lýsa upphafi einkenna fyrir tvítugt og jafnvel fljótlega eftir að blæðingar hefjast. Því má ætla að margar unglingsstúlkur með slæma verki geti verið með endómetríósu. Leiðin að réttri greiningu getur þó verið löng og ströng og biðin eftir greiningu hefur verið allt að 6-10 ár og því til mikils að vinna fyrir okkur öll að snúa þessari tölfræði í jákvæða átt. Meðferð Tilgangur meðferðar er að létta á verkjum, hindra versnun sjúkdómsins og varðveita frjósemi. Margar leiðir eru að því markmiði en sníða þarf meðferðina að þörfum hvers ein- staklings. Meginþættir eru verkja- stilling og hormónameðferð, en einnig sérhæfð sjúkraþjálfun, sálfræðiviðtöl, félagsráðgjöf og stundum aðstoð til aukinnar virkni Endómetríósuteymi LSH Er þverfaglegt teymi kvensjúk- dómalækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa og sér- fræðinga í verkjameðferðum. Teymið tekur við tilvísunum frá heimilis- læknum og sérfræðingum í kven- sjúkdómalækningum, þegar hefð- bundin meðferð hefur ekki skilað árangri og þörf er á frekara mati eða skurðaðgerðum. Teymið hefur lagt mikla vinnu í uppbyggingu þessa málaflokks innan heilbrigðiskerfisins síðustu árin. Þannig fá allir lækna- nemar landsins endómetríósufræðslu frá læknum teymis. Sama gildir um sérnámslækna í heimilislækningum og fæðinga- og kvensjúkdómalækn- ingum. Bráðaþjónusta Kvennadeild- ar hefur nýverið hlotið fræðslu um sjúkdóminn og vonum við að það ein- faldi leiðina að góðri verkjameðferð þegar um verkjaköst er að ræða. Í mars er einnig rúllandi fyrirlestraröð um endómetríósu, fyrir skólahjúkr- unarfræðinga landsins og fleiri fræðsluverkefni eru í bígerð. Það er von okkar að þessi víðtæka fræðsla um endómetríósu, skili sér í aukinni þekkingu og færni heilbrigðisstarfs- manna við að greina sjúkdóminn fyrr og bæta þannig líðan og lífsgæði ung- lingsstúlkna og kvenna í landinu. Fræðsla og umræða Mikilvægi góðrar fræðslu verður seint ofmetið. Við hvetjum ykkur til að styðja börnin ykkar í leit að góðu fræðsluefni, hvort sem er hjá fagfólki eða á netinu. Góð fræðsla dregur úr kvíða og vanlíðan hjá ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref með þessa greiningu. Lykilatriði er „að fræða en ekki hræða“. Það er því mikilvægt að einstaklingar með endómetríósu, að- standendur þeirra, heilbrigðis- starfsmenn og samtök áhugafólks um endómetríósu leggi allan sinn metnað í að halda umræðunni jákvæðri, upp- byggilegri og faglegri því þannig munum við ná árangri saman Er barnið þitt með endómetríósu? Eftir Arnfríði Henrýsdóttur og Ragnheiði Oddnýju Árnadóttur »Endómetríósa er sjúkdómur hinna mörgu andlita. Ein- kennin koma oftast fram á unglingsaldri en tekið getur mörg ár fyrir konur að fá rétta greiningu Ragnheiður Oddný Árnadóttir Höfundar eru sérfræðilæknar í Endómetríósuteymi LSH. Arnfríður Henrýsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.