Morgunblaðið - 19.03.2021, Side 20

Morgunblaðið - 19.03.2021, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021 ✝ Sigurjón Ari Sigurjónsson kaupmaður fæddist á Seltjarnarnesi 4. september 1937. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 9. mars 2021. Foreldrar hans voru Sigurjón Jó- hannsson, f. 30.8. 1898 í Flatey á Breiðafirði, yfirvélstj., d. 28.11. 1994, og Jóna Guðrún Þórð- ardóttir, f. 3.9. 1904 í Reykjavík, húsm., d. 27.10. 1985. Systkini hans: Jóhann Val- berg, f. 23.1. 1925; Sigríður Þóra, f. 3.11. 1926; Ólafur, f. 7.6. 1928; Guðmundur Valberg, f. 20.8. 1930; Jón Valberg, f. 9.8. 1932: Erla Sigurjónsdóttir, f. 16.1. 1942. Þau eru öll látin. Sigurjón Ari kvæntist Þóru Gunnarsdóttur 19.11. 1960. Þóra fæddist 12.2. 1943. Hún er dóttir hjónanna Gunnars Sigurjóns- sonar, f. 2.2. 1908, d. 24.8. 1993 og Helgu Ágústu Einarsdóttur, f. 16.8. 1909, d. 18.10. 1997. Börn Sigurjóns Ara og Þóru eru: 1) Gunnar sóknarprestur, f. 24.12. 1960, kvæntur Þóru Mar- gréti Þórarinsdóttur, f. 2.11. 1959. Börn þeirra eru Anna Margrét og Ari Þór. 2) Helga Ágústa læknir, f. 20.1. 1964, gift arhverfið í Reykjavík þegar það var að byggjast upp. Hann var formaður Framfarafélags Ár- bæjar og með góðu fólki varð líf- legt starf í húsi Framfarafélags- ins. Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar var þar með danskennslu, bíó var sýnt um helgar. Skátar, KFUM & K voru með æskulýðsstarf sitt þar. Stofnuð var lúðrasveit Árbæjar og Seláss, kvenfélag og Knatt- spyrnufélag Seláss og Árbæjar (KSÁ), sem síðar tók nafnið Fylkir. Ari var aldrei mikill fót- boltamaður en þetta er lýsandi fyrir áhuga hans á öllu æsku- lýðs- og felagsstarfi. Síðar fluttist fjölskyldan í Seljahverfið og loks þau hjónin á efri árum í Grafarholtið í Reykjavík þar sem hann var fyrsti meðhjálpari Guðríð- arkirkju. Hann var um árabil í sókn- arnefndum Árbæjarsóknar, Seljasóknar og Grafarholts- sóknar og kom að byggingu kirkna þessara safnaða. Árið 1970 keyptu þau hjónin Stekkjarból í Unadal í Skaga- firði með vinahjónum og nutu sveitalífsins í ríflega 40 ár í frí- tíma sínum. Ari var afkastamikið ljóð- skáld. Eftir hann liggja tvær út- gefnar ljóðabækur, Ljóðstafir og Ljóðstraumar. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag, 19. mars 2021, klukkan 13. Skráning í kirkjuna og upp- lýsingar um streymi er að finna á heimasíðu Digraneskirkju: https://www.digraneskirkja.is/ Gunnari Stef- ánssyni, f. 20.4. 1963. Börn þeirra eru Íris Björk, Stef- án Rafn og Agnes Ösp. 3) Einar Þór flugstjóri, f. 29.4. 1976, kvæntur Rögnu Lilju Garð- arsdóttur, f. 20.6. 1972. Börn þeirra eru Carlos Garðar, Snorri Dagur, Arn- ór Egill og Ásta Þórey. Ari hafði djúp tengsl við Flat- ey og Borgarfjörð, uppeldisstaði foreldra sinna. Það varðveittist í frændgarði hans og ættmenn- um. Hann var kaupmaður mest- alla starfsævi sína og lengi sölu- maður hjá LH Muller, verslunarstjóri Kaupfélagsins á Akranesi, auglýsingastjóri Al- þýðublaðsins, rak eigin fast- eignasölu, Eignaval, síðar heild- verslun, SASigurjónsson hf., og verslanir með Þóru eiginkonu sinni, þar með talið NN boutique og Parísarbúðina í Austurstræti. Hann lauk starfsferli sínum sem lagerstjóri hjá Kópavogs- bæ. Ari hafði alla tíð mikinn áhuga á félagsstarfi. Á Akranesi stofnaði hann Verslunarmanna- félag Akraness og var formaður þess. Ari og Þóra fluttust í Árbæj- Í dag minnumst við elsku Ara frænda sem kvaddi þessa jarðvist hinn 10. mars. Ástkær móðurbróðir okkar Sigurjón Ari Sigurjónsson er horfinn á vit nýrra ævintýra en ég veit að mamma og þau hin sem á undan eru farin umvefja hann í annarri vídd. Nú hefur heil kyn- slóð kvatt. Margar yndislegar minningar sækja fram um Sigurjón afa, Jónu ömmu og börn þeirra sjö: Jóhann, Siggu, Óla, Mumma, Nonna, Ara og Erlu. Við systur urðum þess aðnjót- andi að fæðast inn í stórfjöl- skyldu að ítalskri fyrirmynd þar sem stórar hugsjónir, átök og sorgir til jafns við glaðværð, sögusagnir, kveðskap og umfram allt háværð voru í heiðri höfð - já, Ari tilheyrði sko Valbergsgjall- andanum. Minningar um útskriftir, ætt- armót og afmæli streyma fram. „Göngum við í kringum Ara fjanda minn“ heyrðist oft seint á aðfangadagskvöld er við fjöl- skyldan höfðum arkað nokkrar götur niður í Stuðlasel í miðnæt- urgleði. Aðeins fimm ár skildu þau Ara og mömmu okkar að. Þau voru yngst sinna systkina og mjög ná- in. Við systur fengum því að njóta athygli, uppfræðslu og aðstoðar Ara frænda, sem ásamt Þóru, Gunna, Helgu og Einari voru hluti af okkar innsta hring. Ari var vísindamaður í eðli sínu og hafði sterkar skoðanir á flestu. Hann var hrókur alls fagnaðar og honum var tungan töm því vel mælta viskuna setti hann oftast fram í bundnu máli. Ekki þarf að fara mörgum orð- um um hinn mikla orðasmið því ljóðin hans Ara verða okkur öllum til gleði á góðum dögum og ljós er göngum dökka dali. Er við minnumst Ara frænda, með tár saknaðar á hvörmum og gleði góðra minninga í hjarta, sendum við um leið hlýjar hugs- anir og bænir til Þóru, Gunna, Helgu og Einars og allra þeirra fjölskyldna. Oft hann hefur kætt sá er kveður og hverfur til funda við sína feður. Eftir situr þá þitt hjarta meyrt og kalt - hafðu þökk fyrir allt og allt. (JGG) Jóna Guðrún og Þórunn Guðmundsdætur. Fyrir um 20 árum var Grafar- holtið óbyggt hverfi. Á örfáum misserum risu húsin og þau fyllt- ust af fólki. Við hjónin fengum lóð á svæði upp af Leirdalnum, skammt vestan við Reynisvatn, og fluttum inn í janúar 2002. Bláber steinsnar frá húsinu og lóan átti sér hreiður við lóðarmörkin. Í þessu nýja hverfi var þjónustan lítil og allt félagsstarf ómótað. Haustið 2003 fékk ég boð um að koma á stofnfund sérstaks safn- aðar innan þjóðkirkjunnar í Graf- arvogi, sem síðar varð prestakall Grafarvogs og Úlfarsárdals. Ég hafði aldrei hugleitt hvernig krist- inn söfnuður yrði til, þar sem ég hafði búið var safnaðarstarf kirkj- unnar jafn sjálfsagt og rótgróið starf fjölda félaga og samtaka – „sem bara voru þarna“. Ég hafði verið formaður Snartarstaðasókn- ar fyrir norðan og síðar í sóknar- nefnd Víðistaðasóknar en stofnun nýs safnaðar var nýtt fyrir mér. Á stofnfundinum voru bæði ég og Sigurjón Ari, sem hér er kvaddur, kosnir í sóknarnefnd og fyrir lágu mörg og spennandi verkefni. Mál þróuðust þannig að ég tók fljót- lega við formennsku sóknarnefnd- arinnar og því starfi hef ég gegnt síðan að fjórum árum undanskild- um er ég tók mér hlé. Það var mikill fengur að fá Sig- urjón í sóknarnefndina. Ég skynj- aði fljótt að hann þekkti kirkju- starfið, hafði á því ákveðnar skoð- anir, skýrmæltur og rökfastur. Þáttur hans í kirkjustarfinu í upp- hafi var mikill og dýrmætur og átti hann hugmyndina um hátíðahöld- in í Grafarholti á sumardaginn fyrsta. Hann gekk óhikað að hverju því verki sem ákveðið var og vildi kirkjunni allt það besta sem hann gat veitt. Ég gat reitt mig á hann. Aðstaða til kirkjuhalds var eng- in en fljótlega fékk söfnuðurinn inni í sal fjölbýlishúss við Þórðar- sveig, þar sem flestir íbúarnir voru aldrað heiðursfólk. Og hvílíkt lán! Ekki aðeins að fá húsnæðið heldur að njóta samvista við íbúana sem áttu veigamikinn þátt í safnaðarstarfinu; voru kjarninn sem aldrei brást. Gæfan var og hefur verið söfnuðinum hliðholl á alla vegu. Fyrsti sóknarprestur kirkjunnar, dr. Sigríður Guðmars- dóttir, mótaði starfið, leiðbeindi og kallaði fólk til aðstoðar, þ.á m. Sig- urjón til meðhjálparastarfa; hann sýndi starfinu virðingu, aðstoðaði prestinn og fór með ritningar- lestra og bænir við messur, tók á móti kirkjugestum og fylgdist með að allt færi vel fram. Engin var greiðslan fyrir þetta verk en ég sá og heyrði að Sigurjón naut sín í þessu veigamikla embætti, kirkju sinni til framdráttar. Við vígslu Guðríðarkirkju – sem reis fullbúin á 17 mánuðum – færði Sigurjón kirkjunni fallegan sálm. Honum var bundið mál auðvelt viðureignar, hafði gaman af að ljúka upp þeim kistli íslenskrar tungu og gaf út ljóðabókina „Ljóðstafi“. Eftir að hann hætti í sóknar- nefnd lágu leiðir stundum saman er hann var á göngu í hverfinu með Þóru konu sína sér við hlið. Viðmótið alltaf jafn hressilegt og stutt í brosið. Fyrir hönd Grafarholts- og Úlfarsárdalssóknar vil ég færa fjölskyldunni innilegustu samúð- arkveðjur. Sömuleiðis vil ég þakka Sigurjóni Ara allt hans góða starf í þágu safnaðarins og bið honum blessunar Guðs. Níels Árni Lund, formaður sóknarnefndar. Skaparinn er sem betur fer svo rausnarlegur að setja annað slag- ið á meðal okkar einstaklinga sem sýna okkur hinum hvert við get- um reynt að stefna með lífi okkar. Fólk sem gengur á undan með góðu fordæmi og bendir okkur á með breytni sinni hvernig reyna má að verða skárri einstaklingur. Sigurjón Ari var þannig maður. Framkoma hans, glaðværð og al- menn notalegheit létu fáa ósnerta og samvera við hann skilaði öllum bjarsýnni og reiðubúnari út í hvunndaginn. Ég kynntist Sigurjóni Ara seint á síðustu öld. Við hjónin vor- um heimagangar hjá Gunna og Þóru í Hrauntungunni og hittum hann oft hjá þeim. Leiðir okkar Sigurjóns Ara lágu einnig saman í Frímúrarastúkunni Eddu þar sem hann var fyrir þegar ég knúði þar dyra. Hann tók vel á móti, bar okkur yngri stúkubræður á hönd- um sér og leyfði okkur að njóta leiðsagnar sinnar. Sigurjón Ari gat miðlað, að því er virtist fyr- irhafnarlaust, lífsgildum og fróð- leik. Það kristallaðist ekki síst í ljóðlist hans sem hann af rausn- arskap leyfði stúkunni og Frímúr- arareglunni í heild, að njóta ríku- lega. Það munu margir þar sakna þessa góða manns og stúkubróður og minnast þess hvernig hann heilsaði brosandi með þéttu hand- taki fyrir fundi og sagði: Velkom- inn til starfa bróðir minn! Fyrir hönd frímúrarastúkunn- ar Eddu votta ég aðstandendum Sigurjóns Ara samúð og hluttekn- ingu og bið hinn hæsta að varð- veita fjölskylduna og blessa. Eiríkur Hreinn Helgason, stólmeistari St. Jóh.st. Eddu. Þess vegna við látum lifa lífsins gleði áfram tifa eigum saman margar stundir við sanna gleði brjóstin bifa saumaklúbbsins góðu stundir. (Sigurjón Ari) Nú er hagyrðingur sauma- klúbbsins fallinn frá. Hann var alla tíð tengdur nafni konu sinnar og þekktur sem Ari hennar Þóru. Við „stelpurnar“ í saumaklúbb sem erum í dag „aðeins“ 78 ára gamlar kynntumst í Meló fyrir rúmum sjö áratugum. Í gegnum tíðina höfum við vinkonurnar haldið hópinn og treyst vinabönd- in ásamt eiginmönnum okkar. Hér á árum áður gátum við skemmt okkur fram á rauða nótt. Fyrir utan fasta mánaðarlega saumaklúbba var haldið upp á alla tiltæka viðburði, jólaboð, þorra- blót, sumargleði, útilegur og sum- arbústaðaferðir. Það voru góðra vina fundir er glóði vín á skál. Á þessum stundum var Ari hrókur alls fagnaðar og átti stóran þátt í stemningunni sem ríkti. Hann orti ógrynni ljóða til sauma- klúbbsins og við gátum endalaust sungið og dillað okkur við undir- leik píanós eða gítarspils. Ari var fjölhæfur maður, vinamargur og kunni að gleðjast með glöðum. Eftirfarandi ljóð er eitt af mörgum perlum úr síðustu ljóða- bók Ara, „Ljóðstraumar“: Þó höndin sé gömul og gáski farinn úr sinni, er gott að sitja hér einn hjá myndinni þinni, og finna hve ljúfar í minningu myndirnar líða, úr myndabók tímans og eyða burt trega og kvíða. (Sigurjón Ari) Elsku Þóra og fjölskylda. Vina- hópurinn okkar á ekkert nema ljúfar minningar „úr myndabók tímans“ með ykkur Ara. Fyrir hönd saumaklúbbsins, Guðrún Sverrisdóttir. Það eru aðeins nokkrir dagar síðan við töluðum síðast saman í síma. Við töluðum alloft saman síðustu vikurnar. Það mátti ekki heimsækja hann svo síminn varð að duga. Og því urðu símtölin þeim mun fleiri. Sigurjón Ari var vinur minn í yfir 30 ár. Ávallt glaður í bragði, gerði að gamni sínu, lýsti ljósi í kringum sig. Hann var innilega trúaður og miðlaði trú sinni óbeint hvert sem hann fór. Skáldagáfa hans var rómuð og liggja mörg fögur og dýr kvæði eftir hann. Sigurjón kveið ekki dauðanum. Hann talaði opinskátt við mig um ferðina yfir móðuna miklu sem hann átti í vændum. Hann kveið hennar ekki, vonaði reyndar að hún hæfist brátt, þannig að hann losnaði undan þjáningum þessa lífs. Hann hafði meiri áhyggjur af eftirlifendum, konu sinni, börnum og barnabörnum. Nú gætu þau ekki lengur notið handleiðslu hans. Síðasta samtalið okkar var viku áður en hann lést. Hann átti orðið erfitt um mál. Við vissum báðir að þetta yrði síðasta skiptið sem við heyrðumst. Við skiptumst á guðs- blessun. Meira var það ekki. Þeir sem trúa eins og ég á líf eftir dauðann, geta verið þess full- vissir um að nú er Sigurjón í öðr- um og betri heimi, laus við þján- ingar þessa lífs. Vonandi tók hann skáldagáfu sína með sér. Far vel, góði vinur. Einn dag sjáumst við hinum megin. Björn Matthíasson. Sigurjón Ari Sigurjónsson Kankvís, klár úr- ræðagóður. Bros- viprurnar féllu vel að glettnisglampanum og dálitlum aldurs- dráttum við augun. Svo leit hann ofan í fundarborðið en sleppti því að hrista höfuðið yfir því sem fram fór. Reyndi þá oft á þolrif hins vísa manns. Á Hagkaupsárum mínum hafði Helgi V. Jónsson gjarnan vit fyrir okkur yngri mönnunum sem þótti flest mögulegt og fátt fjarstæðu- kennt. Ekki leiddist okkur mjög í Helgi Vilhelm Jónsson ✝ Helgi Vilhelm Jónsson fædd- ist í Reykjavík 30. maí 1936. Hann lést 2. mars 2021. Útför Helga fór fram 18. mars 2021. vinnunni en oft kom okkur á óvart þegar Helgi las skynsam- lega bókun og niður- stöðu sem hann hafði samið á meðan við töldum okkur vera að bjarga heiminum. Má nærri geta hversu mikilvæg slík samferð hefur verið á tímum þegar allir þykjastkunna allt. Helgi V. var með lagnari, ljúf- ari, flinkari og farsælli mönnum sem ég hef átt samferð með. Af honum og Ingibjörgu stafar fal- legt og vandað ævistarf, í leik og starfi, meðal fjölskyldu og vina. Svo mun ég minnast Helga V. Jónssonar. Í Guðs friði. Óskar Magnússon. Í dag kveð ég þig elsku amma mín, mikið sem ég mun sakna þín, nú englarnir yfir þér vaka. Með hlýju í hjarta ert þú kvödd, ég veit á betri stað þú ert nú stödd, þar sem afi á móti þér mun taka. Þú kenndir mér ótal margt, halda áfram þótt mótlæti sé hart, Arnfríður Snorradóttir ✝ Arnfríður Snorradóttir fæddist 26. febrúar 1925. Hún lést 3. mars 2021. Útför Arnfríðar fór fram 12. mars 2021. góð heillaorð í huga bera. Klifra í trjám og fá hjá þér graut, taka brosandi á móti lífsins þraut, gott var hjá þér að vera. Góður guð leiddu ömmu mína, í draumaheimana sína þar henni og afa er aftur allt fært. Kærleik og hlýju ég í huga ber, þegar hugurinn reikar að þér, ljós minninga þinna skín skært. Lilja Ósk Snorradóttir. • Er komið að húsnæðis- skiptum eða vantar þig stuðning og ráðgjöf við erfðaskrá, kaupmála eða dánarbússkipti? • Vilt þú fá lögmann þér við hlið við sölu fasteignar án þess að greiða aukalega fyrir þá þjónustu? Elín Sigrún, lögmaður sími 783 8600 elin@buumvel.is www.buumvel.is Sérhæfð lögfræðiþjónusta við búsetuskipti með áherslu á 60+ • BÚUM VEL veitir nýja tegund þjónustu. Kynntu þér málið. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR BLÓMKVIST JÓNSSON, lést á heimili sínu föstudaginn 12. mars í faðmi fjölskyldunnar. Útför fer fram frá Blönduóskirkju þriðjudaginn 23. mars klukkan 14. Vegna aðstæðna verða einungis nánasta fjölskylda og vinir viðstödd en hægt verður að nálgast streymi frá athöfn á facebooksíðu Blönduóskirkju. Jóna Anna Stefánsdóttir Óskar Eyvindur Ólafsson Herdís Jakobsdóttir Eydís Ólafsdóttir Dan Öhman Stefán Þórarinn Ólafsson Erla Ísafold Sigurðardóttir Ragnheiður Rósa Ólafsdóttir Claes Jansson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.