Morgunblaðið - 19.03.2021, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021
✝
Halldóra Krist-
rún Hjörleifs-
dóttir fæddist í Sæ-
lingsdalstungu í
Dalasýslu 28. júní
1927. Hún lést á
hjúkrunar og dval-
arheimilinu Lundi
á Hellu þann 11.
mars 2021. For-
eldrar hennar voru
Kristmey Þórdís
Þorleifsdóttir, f.
19. feb. 1900, d. 2 jan. 1994, frá
Þambárvöllum og Hjörleifur
Jónsson, f. 5. jan. 1903, d. 17.
nóv. 1930, frá Sælingsdals-
tungu. Halldóra var elst átta
systkina.
Albræður Halldóru voru þeir
Jón (látinn) og Hjörleifur. Hálf-
systkini Halldóru sammæðra
voru þau Stefán Gunnar (lát-
inn), Katrín Elsa (látin), Krist-
ján Eðvald (látinn), Sóley og
Sigurbjörg Salla.
til hún var 19 ára gömul, en þá
fluttist hún ásamt fjölskyldu
sinni suður í Árnessýslu fyrir
tilstuðlan Magnúsar og Vigdís-
ar í Flögu í Villingaholtshreppi.
Eftir að hafa verið aðskilin í
nokkur ár settist fjölskyldan að
á Selfossi. Fyrstu árin eftir að
fjölskyldan flutti suður vann
Halldóra við kaupamennsku en
fór svo að vinna í mötuneyti
Kaupfélags Árnesinga, þar sem
hún kynnist Ólafi manni sínum.
Halldóra fór í Kvennaskólann
að Hverabökkum í Hveragerði.
Halldóra sinnti störfum hús-
móður mestan hluta ævinnar en
eftir miðjan aldur fór hún aftur
út á vinnumarkaðinn og vann
m.a. í harðfiskverkun, hjá póst-
inum og sem heimilishjálp.
Þau Halldóra og Ólafur
byggðu sér heimili á Víðivöllum
14 á Selfossi þar sem þau
bjuggu mestalla búskapartíð
sína með drengina sína fjóra.
Eftir að Ólafur lést keypti Hall-
dóra sér íbúð í Grænumörk á
Selfossi þar sem hún bjó þangað
til hún fór á Lund.
Útför Halldóru fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 19. mars
2021, klukkan 14.
Hinn 17. okt.
1951 giftist Hall-
dóra Ólafi Krist-
björnssyni frá
Birnustöðum á
Skeiðum. Þau eign-
uðust fjóra syni,
þeir eru: 1) Unnar,
f. 31. okt. 1952,
maki María Ósk-
arsdóttir, eiga þau
tvö börn og fimm
barnabörn. 2) Hjör-
leifur Þór, f. 13. sept. 1955,
maki Sigríður Jónsdóttir, eiga
þau fimm börn, átta barnabörn
og eitt barnabarnabarn. 3)
Kristbjörn, f. 17. júní 1958, sam-
býliskona Kristín Jóhanna
Andrésdóttir og á hún þrjú upp-
komin börn. 4) Valgeir, f. 19.
nóv. 1962, maki Sigurlaug Þor-
steinsdóttir. Valgeir á tvo syni,
þrjú fósturbörn og sjö barna-
börn.
Halldóra bjó í Dalasýslu þar
Amma kom til dyranna eins
og hún var klædd. Óhrædd við
að hafa skoðanir á hlutunum og
sat ekki á þeim við sína nánustu,
en var ekki að flíka þeim við
hvern sem er. Tilgerð og
smeðjuskapur líkaði henni ekki í
fari fólks sem gat orðið til þess
að hún vildi ekkert með viðkom-
andi hafa. Okkar fyrstu minn-
ingar snúast um kleinubakstur
sem amma var fræg fyrir. Um
tíma varð hún sér úti um auka-
pening með því að selja kleinur í
Fossnesti á Selfossi. Við munum
vel eftir því að sitja við eldhús-
borðið á Víðivöllunum að borða
nýsteiktar kleinur og drekka
ískalda mjólk með. Ljúfar minn-
ingar sem lifa í huga okkar.
Amma hafði einstakt lag á að
myndast illa. Þegar myndavélin
er með 24 mynda filmu þá gat
það verið vandamál. Það væri
gaman að safna saman mynd-
unum og halda sýningu mynda
þar sem hún er að tala, benda,
með lokuð augun eða horfa út í
loftið meðan aðrir á myndinni
brosa og horfa fram.
Amma var lítið fyrir að hafa
áhyggjur af hlutunum. Líklega
var það vegna þess að hún
treysti sínu fólki fullkomlega,
hvort sem það var að aðstoða
við gjafakaup, framkvæmdir
heima fyrir eða við skattskýrslu-
gerð.
Eftir að hafa alið upp fjóra
stráka var ekkert sem kom
henni úr jafnvægi í samskiptum
við okkur barnabörnin. Með
aldrinum fór hávaði illa í hana
en það var líklega bara út af
heyrnartækjunum.
Það er engu líkara en amma
hafi allt sitt líf verið að undirbúa
sig fyrir bráðsmitandi heimsfar-
aldur. Hún var ekki mikið fyrir
að sækja fjölmennar samkomur
og knús og kossa forðaðist hún
eftir fremsta megni. Hún var því
ein af fáum sem tók ástand síð-
ustu mánaða lítið nærri sér.
Það er margt sem hægt er að
læra af ömmu og því hvernig lífi
hún lifði. Amma var nefnilega
ein umhverfisvænasta mann-
eskja sem til var. Hún var dug-
leg að nýta hlutina frekar en
kaupa nýtt, prjónaði peysur og
vettlinga í gjafir. Hún eyddi
ekki peningum í óþarfa og ferð-
aðist aðeins einu sinni til út-
landa. Sjálf tók hún aldrei bíl-
próf heldur fór allra sinna ferða
fótgangandi. Gangan var hennar
heilsurækt og hélt henni
hraustri fram í háa elli. Um
tíma hafði hún atvinnu af því að
ganga þegar hún bar út póst.
Hún var dugleg að sníða sér
stakk eftir vexti, samanber þeg-
ar hún tók sjálf ákvörðun um að
minnka við sig og flytja í ein-
staklingsíbúð við Grænumörk
eftir að hún varð ekkja. Ef við
sem eftir lifum tækjum okkur
hana til fyrirmyndar erum við
viss um að kolefnisspor okkar
yrði margfalt minna en það er.
Elsku amma, hvíl í friði, við
vitum að þú ert komin á góðan
stað,
þín barnabörn,
Ólafur og Ósk Unnarsbörn.
Elsku amma er jarðsett í dag,
hún lést á Lundi þann 11. mars
síðastliðinn, þar sem hún hafði
verið í góðu yfirlæti síðustu rúm
tvö árin. Amma á Víðó, eins og
við kölluðum hana, er nú farin
yfir í sumarlandið og unir sér
þar án efa vel með fólkinu sínu
sem fór á undan henni. Það eru
hlýjar minningar þegar hugsað
er til samverustunda með
ömmu. Hún lét ekki mikið fyrir
sér fara en var þó ávallt rögg-
söm, lét verkin tala og mat mik-
ils iðjusemi og dugnað. Hún stóð
með sjálfri sér og hafði sterkar
skoðanir og getum við öll sagt
að við höfum tekið hana okkur
til fyrirmyndar á einn eða annan
hátt og dáðst að þeim styrk sem
hún bjó yfir. Amma var kannski
ekki mikið fyrir kjass og knús
en þó var það alltaf í boði væri
þess óskað. Við vorum svo hepp-
in að amma var lengst af heima-
vinnandi og því var alltaf hægt
að koma til hennar og vera þar
þegar mamma og pabbi þurftu
að vinna. Eftir að við fluttum í
sveitina var kannski komið
sjaldnar við en alltaf var gott að
koma á Víðó þegar leið lá um
Selfoss. Þar var yfirleitt hægt
að fá jólaköku, brjóstsykur eða
jafnvel ís. Nammiskápurinn fyr-
ir ofan ísskápinn var vinsæll og í
minningunni var auðveldara að
plata afa til að gefa manni eitt-
hvað úr skápnum heldur en
ömmu, nema auðvitað ef hann
var sjálfur búinn með það sem
var til, þá reddaði amma bara
málunum með því að gefa okkur
mysing í skeið í staðinn fyrir
nammi.
Það var ekki slæmt og enn í
dag laumast einhverjir til að fá
sér mysing í skeið við tækifæri.
Víðivellir 14 eru órjúfanlegur
hluti af minningum okkar um
ömmu, þær eru margar minn-
ingarnar þaðan sem við systk-
inin eigum og margt var þar
brallað. Garðurinn var stór og
ýmislegt í honum til dundurs,
t.d. drullubúið sem var í skotinu
milli bílskúrs og íbúðarhúss þar
sem bakaðar voru drullukökur
sem voru jafnvel skreyttar með
blómum sem voru stolin úr
blómabeðinu undir stofuglugg-
anum. Rólan í snúrunum var
vinsæl. Baðkarið í garðinum,
blómstrandi sírenur fyrir fram-
an hús, eldliljur undir stofu-
glugganum, rifsberjarunnar full-
ir af berjum og nýjar kartöflur
úr kartöflugarðinum.
Amma var mjög lagin í hönd-
unum og fengum við systkinin
mikið af prjónuðum og saum-
uðum flíkum gerðum af henni,
flottum fötum eins og voru í
tísku á hverjum tíma. Afkom-
endur okkar hafa líka grætt á
hannyrðunum og eiga flíkur
gerðar af ömmu.
Í seinni tíð þegar hún var
flutt í Grænumörkina var gaman
að koma til hennar og spjalla,
hún spurði frétta og sagði sögur
frá því hún var vinnukona í
Þykkvabænum eða þegar forfeð-
urnir vitjuðu nafna. Hún skóf
ekki utan af því þegar við töl-
uðum saman við eldhúsborðið og
sagði sína skoðun. Hún upplifði
margt á langri ævi og margt var
hægt að læra af henni og taka
sér til fyrirmyndar. Við munum
sakna ömmu sárt og geyma
hlýjar minningar í hjörtum okk-
ar.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Halldóra, Þórunn
Björg, Brynja, Bjarni
og Einar Ágúst.
Halldóra Kristrún
Hjörleifsdóttir
✝
Guðrún Jó-
hannesdóttir
fæddist 29. maí
1930 í Stapaseli,
Stafholtstungna-
hreppi. Hún and-
aðist á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 24. febr-
úar 2021.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jó-
hannes Jónsson,
bóndi í Stapaseli og síðar á
Flóðatanga, f. 24. júní 1895, d.
21. desember 1990, og Ingi-
björg Sveinsdóttir, húsfreyja í
Stapaseli og á Flóðatanga, f. 8.
september 1895, d. 3. nóvember
1989.
Systkini Guðrúnar eru: Jón
Klemenz, f. 1927, d. 2013,
Helga, f. 1928, d. 2017, Sveinn,
f. 1931, Eysteinn, f. 1934, d.
2018, Ólafur, f. 1934, d. 2014,
og Auður Fanney, f. 1936. Upp-
eldisbróðir Guðrúnar er Mar-
teinn, f. 1946.
Guðrún stundaði nám við
Húsmæðraskólann á Varma-
landi, Borgarfirði, frá 1947 til
1948. Að námi loknu bjó hún á
Flóðatanga og aðstoðaði for-
eldra sína við bústörfin allt þar
til hún fluttist til
Reykjavíkur 23 ára
gömul. Fyrstu árin
starfaði Guðrún við
fatasaum, m.a. hjá
Braga Brynjólfs-
syni klæðskera á
Laugavegi 46. Síð-
ar hóf hún störf
hjá sælgætisgerð-
inni Víkingi á
Vatnsstíg þar sem
hún naut styrkrar
handleiðslu móðursystur sinn-
ar, Önnu Sveinsdóttur, sem þar
var við stjórnvölinn. Guðrún
starfaði síðan um margra ára
skeið hjá lyfjafyrirtækinu
Pharmaco/Delta, síðar Actavis,
allt þar til starfsferli hennar
lauk árið 1998.
Guðrún var ógift og barn-
laus. Fyrstu árin eftir að Guð-
rún flutti suður bjó hún hjá
móðursystur sinni Þórdísi.
Lengst af bjó hún í Hamrahlíð
21 þar sem hún bjó fyrst með
foreldrum sínum en síðan ein til
ársins 2012 þegar hún flutti á
dvalarheimilið Seljahlíð. Þar
dvaldi hún síðustu árin.
Útförin fer fram frá Selja-
kirkju í dag, 19. mars 2021,
klukkan 13.
Snemma morguns miðviku-
daginn 24. febrúar síðastliðinn
hljóp ég í síðasta sinn til Gunnu.
Eins og svo oft áður þurfti ég
nauðsynlega að komast til hennar
og finna, gegnum hlýjuna og ör-
yggið í hennar návist, að allt yrði í
lagi.
Allt frá því ég var lítil hef ég
verið Gunnustelpa. Ég man eftir
því að bíða í myrkrinu, í bílnum
með pabba, eftir rútunni sem
myndi færa mér Gunnu. Ég var
alltaf full tilhlökkunar þar sem
Gunnu fylgdi gleði og hlýja og
fyrir mér var alltaf hátíð þegar
Gunna var komin. Að heimsækja
Gunnu í Hamrahlíðina var einnig
eitthvað til að hlakka til. Þar
vaknaði ég við bílanið, staldraði
dreymandi og starði í spegilinn í
forstofunni, kúrði í bleika sófan-
um og sat við gula eldhúsborðið,
þar sem ég gæddi mér á enda-
lausum kræsingum sem Gunna
hafði alltaf til reiðu. Við þetta eld-
húsborð, undir ljósinu með
stjörnunum, hef ég oft og lengi
setið í gegnum lífið, þar sem við
Gunna ræddum lífsins gleði og
sorgir, spáð var í bolla og spil og
skálað í sérrí, í seinni tíð.
Þegar ég hóf menntaskóla-
göngu, sextán ára, yfirgaf ég
sveitina mína og flutti til Gunnu.
Við höfðum gert áætlanir um
þennan flutning síðan ég var lítil
og það kom aldrei til greina að
fara í annan skóla en Menntaskól-
ann í Hamrahlíðinni og vera hjá
Gunnu. Sú ákvörðun reyndist
mér ómetanleg þegar ég þurfti að
takast á við nýjar aðstæður og
þær áskoranir sem því fylgja að
fullorðnast og vera fullorðin. Hjá
Gunnu í Hamrahlíðinni varð
heimili mitt að heiman og hjá
henni upplifði ég hlýju, öryggi og
þá tilfinningu að tilheyra ein-
hverjum á framandi stað, sem
borgin virtist oft vera mér. Ekki
var það bara ég sem naut þess að
eiga Gunnu frænku að, því
Hamrahlíðin var staður gleði og
þar hittist fólk. Gegnum Gunnu
kynntist ég ættingjum sem ég
vissi varla að væru til, því allir
komu til Gunnu. Þar var komið
saman til að gleðjast, fá fréttir,
rifja upp gamla tíð og viðhalda
ættartengslum.
Gunna var félagsvera og naut
þess að hafa fólk í kringum sig og
hún var fljót að eignast hlut í fólki
með áhuga sínum, hlýju og glað-
lyndi. Þess nutu menntaskólavin-
konur mínar, en oftar en ekki
hittumst við hjá Gunnu sem var
ómissandi partur af hópnum.
Eins var Gunna mikilægur þáttur
í lífi systkinabarna sinna því hún
var okkar allra, „Gunna frænka“.
Í huga barnanna minna var hún
ein af ömmunum enda voru Gunn-
uheimsóknir ómissandi partur af
lífinu og ekki var haldið upp á við-
burði án Gunnu.
Nú þegar Gunna hefur kvatt
stendur eftir sár söknuður, en
einnig margar dásamlegar minn-
ingar sem ylja og lifa áfram.
Miðvikudaginn 24. febrúar
hljóp ég til Gunnu frænku í síð-
asta sinn og í þetta sinn til þess að
kveðja. Ég fann að ég þurfti kom-
ast til hennar sem fyrst og þegar
ég hafði kvatt hana kvaddi hún
mig. Líkt og svo oft áður náði hún
að gefa mér enn eina dýrmæta
minningu í lokin.
Elsku Gunna mín. Takk fyrir
allt og í huganum skála ég við þig
í síðasta sinn og segi: „Til lífs og
gleði.“
Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir.
Elsku Gunna. Þegar ég horfi til
baka þá rifja ég upp allar góðu og
fallegu minningarnar um okkur
saman. Ég er þakklát fyrir að
hafa eignast þriðju ömmuna en
fyrir mér varst þú svo miklu
meira en bara frænka mín. Ég er
þakklát fyrir allan þann stuðning
sem þú veittir mér í lífinu en þú
hvattir mig ávallt til þess að láta
drauma mína rætast og fara mín-
ar eigin leiðir. Ég mun ekki
gleyma öllum þeim danskeppnum
sem þú mættir á með systur þinni
og ömmu minni, Helgu. Þið mætt-
uð alltaf með pönnukökur og það
var ekkert betra en að hvíla
þreytta dansfætur í fangi ykkar
og gæða sér á góðri pönnuköku.
Þegar ég bjó í Þýskalandi
2016-2018 hugsaði ég svo oft til
þín. Ég var oft svo hrædd um að
missa af þér og ná jafnvel ekki að
kveðja þig en fallegar hugsanir
okkar beggja leiddu til þess að ég
átti tvö yndisleg ár með þér eftir
að ég flutti heim.
Þú ert sú sem allir þyrftu á að
halda í lífi sínu því þú varst svo
hjartahlý og jákvæð. Þegar ég
skrifa þessi orð til þín sit ég við
eldhúsgluggann minn, í Hamra-
hlíðinni, þar sem mér leið alltaf
best þegar ég kom í heimsókn til
þín. Fyrir mér ert þú ekki farin
því alla daga finn ég fyrir nær-
veru þinni hér í Hamrahlíðinni og
ég finn og veit að við erum saman
alla daga. Ástæðan fyrir því að
allir sem koma í heimsókn til mín
tala um góðan anda í íbúðinni er
vegna þess að þú fylltir hana góð-
um anda, ást og kærleik. Ég lofa
þér því að ég mun halda áfram að
skapa hér góðar minningar og að
sjálfsögðu verður boðið upp á
Hamrahlíðarbolluna í öllum partí-
um.
Ég er líka svo þakklát fyrir
okkar síðasta samtal þar sem þú
spurðir mig hvort mér liði ekki
örugglega vel í Hamrahlíðinni og
væri hamingjusöm. Við héldumst
í hendur og ég fullvissaði þig um
að mér liði vel og hefði jafnvel
áhyggjur af því að geta aldrei
flutt. Við kvöddumst með bros á
vör eins og alltaf.
Elsku Gunna, þú munt alltaf
eiga stað í hjarta mínu, ég sakna
þín.
Þín
Helga Kristín.
Guðrún
Jóhannesdóttir
✝
Sigríður Er-
lendsdóttir
fæddist 17. nóv-
ember 1931 á Ísa-
firði. Hún lést í
faðmi fjölskyld-
unnar 9. mars
2021 á Hrafnistu í
Reykjanesbæ. For-
eldrar hennar
voru Erlendur
Jónsson skósmiður
og Gestína
Guðmundsdóttir húsfreyja.
Sigríður var yngst systkina
sinna en hin voru Halldór,
Guðmunda, Sigurður, Jón,
Guðmundur, Ingimundur og
Þóra.
Eftirlifandi eiginmaður Sig-
ríðar er Finnur Eyjólfsson, f.
15. janúar 1929, fyrrverandi
tollvörður. Börn þeirra eru
Ragna, Þórunn, d. 26. apríl
1984, Eyjólfur, maki Yvette
Lau, Erla, maki Kristján Lars
Kristjánsson, og Guðrún, maki
Hörður Hilmarsson.
Sigríður fæddist og ólst upp
á Ísafirði. Þar bjó hún fram að
unglingsárum en 15 ára flutt-
ist hún til Reykjavíkur. Hún
giftist Finni hinn 3. apríl 1954.
Þau bjuggu í Reykjavík til
nokkurra ára þar
til þau fluttu í
Hvalfjörð þar sem
Finnur gegndi
embætti lögreglu-
manns. Fjölskyld-
an bjó í Hvalfirði
til 1968 og fluttist
aftur í skamman
tíma til Reykjavík-
ur áður en þau
fluttu búsetu sína
alfarið til Reykja-
nesbæjar. Sigríður hóf störf
sem læknaritari við Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja og átti
þar langan og farsælan starfs-
feril þar til hún fór á eft-
irlaun. Hún naut þess að
ferðast erlendis með maka og
fjölskyldu og einnig höfðu þau
hjónin unað af sumarhúsi sínu
sem þau áttu til margra ára í
Grímsnesi.
Útförin fer fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju 19. mars
2021 klukkan 13. Athöfninni
verður streymt á Facebook/
Njarðvíkurkirkjur-Útfarir.
Stytt slóð á: streymið:
https://tinyurl.com/57zw6vhw/.
Virkan hlekk má einni nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat/.
Elsku yndislega mamma mín
er fallin frá.
Nú sit ég og hugsa til þín og
rifja upp yndislegu minning-
arnar okkar sem eru mjög
margar og eru mér afar dýr-
mætar.
Við mamma brölluðum ým-
islegt saman í gegnum tíðina og
ég á margar minningar af
ferðalögum, jólum sem við
vörðum alltaf saman og sam-
verustundum í Grímsnesinu.
Mamma var stoð mín og
stytta í gegnum lífið en alltaf
var hægt að treysta á góð ráð
frá henni.
Þess er helst að minnast
þegar ég eignaðist mitt fyrsta
barn ung að aldri hversu vel
hún studdi við mig og Kristján,
eiginmann minn. Það var ómet-
anlegur stuðningur og aðstoð
fyrir unga foreldra.
Mamma skipaði stórt hlut-
verk í lífi fjölskyldu minnar og
þykir mér vænt um hversu gott
samband hún átti við börnin
okkar en þau hafa alltaf getað
leitað til hennar.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Þín
Erla og Kristján.
Sigríður
Erlendsdóttir