Morgunblaðið - 19.03.2021, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021
✝
Sigríður Gísla-
dóttir fæddist
5. janúar 1941 í
Reykjavík þar sem
hún ólst upp. Hún
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
við Hringbraut 9.
mars 2021.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Gísli
Hermann Guð-
mundsson, f. 1884,
d. 1969, og Guðrún Sum-
arliðadóttir, f. 1902, d. 1961.
Systkini hennar eru Erla Löve,
f. 1930, Guðmundur Gíslason, f.
1931, d. 1994, Haukur Pétur
Gíslason, f. 1933, d. 1993, Ingi-
björg Aðalsteinsdóttir, f. 1936,
Hildur Gísladóttir, f. 1938, Guð-
laugur B. Gíslason, f. 1939,
Petra Gísladóttir, f. 1944.
Sigríður giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Vilhjálmi
Þór Ólafssyni frá Stórhöfða í
Sandgerði, 13. ágúst 1960.
Fögnuðu þau 60 ára brúðkaups-
afmæli í ágúst 2020. Börn
þeirra eru: 1) Ólafur, f. 17.5.
1960, maki Anna Erla Þor-
steinsdóttir, f. 16.5. 1962, börn:
Vilhjálmur Þór, f. 4.12. 1986,
hún fór aftur út á vinnumark-
aðinn um 1973 var stutt að leita
eftir vinnu í næsta nágrenni.
Lengst vann hún hjá Borg-
arbókasafni Reykjavíkur í
útibúunum og bókabílnum en
lengst af vann hún í bókasafn-
inu í Bústaðakirkju, sem síðar
var fært í Kringluna og vann
þar allt þar til hún lét af störf-
um árið 2006.
Sigríður og Vilhjálmur
bjuggu framan af í Álftamýri og
fluttu svo í Breiðholt. Fyrst í
Vesturberg í Efra-Breiðholti og
svo í Seljahverfið 1977, þar sem
þau byggðu sér einbýlishús í
Stuðlaseli. Þaðan fluttu þau í
Hvassaleiti. Nú síðast bjó hún á
Sléttuvegi 31 með Vilhjálmi
manni sínum.
Mestu af frítíma sínum varði
Sigríður með fjölskyldu og vin-
um. Þau hjónin byggðu sér sum-
arhús í landi Villingavatns í
Grafningi, við Þingvallavatn,
1975. Þar var sumarfríum eytt
við að byggja og bæta og hlúa
að gróðri og umhverfi í 40 ár.
Sigríður verður jarðsungin
frá Grensáskirkju í dag, 19.
mars 2021, klukkan 13. Streymt
verður frá athöfninni á slóðinni:
https://www.skjaskot.is/sigridur/.
Virkan hlekk má einnig nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat/.
Friðrik, f. 30.8.
1990. 2) Rúnar Þór,
f. 9.5. 1961, maki
Jóna Rán Ingadótt-
ir, f. 4.11. 1966,
börn: Ellen Svava,
f. 31.3. 1985, móðir
hennar er Guðný
Soffía Erlingsdótt-
ir, f. 24.3. 1962,
Fanney Björg, f.
30.6. 1998. 3) Gísli
Már, f. 7.10. 1966,
maki Þórdís Einarsdóttir, f.
2.10. 1969, börn: Felix Þór, f.
21.1. 1995, Sigríður, f. 28.5.
1998. 4) Eva, f. 22.8. 1975, börn:
Karen Lind, f. 5.6. 1996, faðir
hennar er Ingólfur Reynisson, f.
31.1. 1972, Róbert Már, f. 19.5.
2003, faðir hans er Gylfi
Sævarsson, f. 26.5. 1974.
Sigríður ólst upp á Grensás-
vegi í Reykjavík með foreldrum
sínum og systkinum. Hún gekk í
Laugarnesskóla og lauk þaðan
grunnskólaprófi. Eftir það vann
hún ýmis verslunar- og þjón-
ustustörf þar til hún stofnaði
fjölskyldu með Vilhjálmi og tím-
inn og orkan fór í barnauppeldi
og heimilisstörf. Hún bjó alla
sína ævi í Reykjavík og þegar
Að skrifa minningargrein um
manneskju sem hefur fylgt þér
alla tíð getur reynst þrautin
þyngri. Og þegar sú manneskja
er móðir manns getur verið erfitt
að finna þann tón sem er manni
næstur í anda en kannski
næst á prenti þegar á reynir.
Frá árunum 60 sem við áttum
saman er margs að minnast eins
og þegar eldri sonur okkar Önnu
var sendur til afa og ömmu í
Reykjavík frá Hornafirði. Það
var upplifun sem hann gleymir
aldrei. Hvað hann var heppinn að
eiga þetta unga fólk að sem afa og
ömmu. Sem var að mörgu leyti
nálægt honum í anda og voru
meira vinir en uppalendur í
mörgum tilfellum en þannig er
minning
hans þegar hann rifjar upp
þegar þau tóku á móti honum á
BSÍ um árið. Eins er mér mjög
minnisstætt þegar Anna var að
dást að tengdamóður sinni fyrir
hvað hún var ung í anda og oft
hafði hún orð á því hvað hún væri
skemmtileg í tilsvörum og ætti
málshátt og orðatiltæki fyrir
hvert tilfelli sem upp á gat komið
í amstri lífsins. Seint eða aldrei
mun sá tími gleymast sem eytt
var með henni og pabba, og fleir-
um, í bústaðnum í Grafningnum
við spjall og skemmtun og fleira
sem við gerðum reyndar allt of
sjaldan en við höfum þá afsökun
að langt var á milli þar sem við
bjuggum á Hornafirði á þeim ár-
um.
Elsku besta Sigga tengda-
mamma, þín verður sárt saknað,
þú varst einstök kona, hjartahlý
og hvers manns hugljúfi og rétt-
sýn. Þegar ég hugsa til baka þá
áttum við ansi margt sameigin-
legt.
Hvar skal byrja?
Mín fyrstu kynni af Siggu voru
þegar ég var að ljúka við Hótel-
og veitingaskóla Íslands 1985.
Hvað hún var tilbúin, af því að ég
þekkti hana eiginlega ekki neitt
þá, að hjálpa mér við hitt og
þetta, skutla mér hingað og þang-
að svo endar næðu saman varð-
andi sveinsprófið mitt. Óli var þá
fluttur austur á Höfn á undan
mér og ætlaði að vera búinn að
græja og gera áður en ég kæmi
austur aftur. Við Sigga vorum
búnar að ákveða að hún myndi ná
í mig morguninn eftir, og hjálpa
mér að koma mununum til skila
sem ég hafði fengið lánaða vegna
sveinsprófsins, og koma mér svo í
flug til Hafnar. Það gekk nú ekki
betur en svo, að ég missti af flug-
inu. Sigga hafði þá farið kvöldið
áður í starfsmannagleði hjá bóka-
safninu og ég í útskriftarveislu.
Vorum við því eitthvað seinar af
stað þennan morgun eftir gleði
kvöldsins áður. Settumst við þá
saman niður á flugvellinum og
fengum okkur pylsu og kók og
þar byrjuðu kynni okkar sem
stóðu til síðasta dags.
En nú er komið að ferðalokum
hjá móður, tengdamóður og
besta vini okkar. Kveðjum við
hana nú.
Ólafur, Anna Erla,
Vilhjálmur og Friðrik.
Elsku ljúfa mamma mín. Mikið
sakna ég þín og hversu yndisleg,
ljúf og góðhjörtuð þú varst. Aldr-
ei hallmæltir þú nokkrum manni
og fórst í gegnum lífið með já-
kvæðni, brosi og æðruleysi. Þú
varst alltaf í mínu liði og sama
hvað ég ákvað að taka mér fyrir
hendur þá var ég í þínum augum
sú allra klárasta, besta og dug-
legasta. Ég steig ekki feilspor í
þínum augum og hefur þitt við-
horf til lífsins kennt mér svo mik-
ið um það hvernig ég vil fara í
gegnum lífið, með bros á vör, fal-
leg og góð orð til handa öðrum og
mér sjálfri.
Núna heldur lífið víst áfram án
þín en ég var engan veginn tilbú-
in í að missa þig svona snögglega
en ég fæ því víst ekki breytt. Að
hafa náð að spjalla við þig og
knúsa í eitt skipti enn mun hjálpa
við að lifa með því að þú sért far-
in.
Ég er svo endalaust þakklát
fyrir þig og mun ylja mér við allar
minningarnar sem ég á um
ókomna tíð. Ég mun sakna þín og
þá sérstaklega símtala okkar á
kvöldin þegar þú hringdir í mig
til að bjóða mér góða nótt og að
guð myndi geyma mig, svona áð-
ur en þú fórst að sofa.
Mamma
þú ert hetjan mín.
Þú elskar og þú nærir,
þú kyssir mig og nærir,
ef brotin ég er þú gerir allt gott.
Með brosi þú sársaukanum bægir á
brott.
Mamma ég sakna þín.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Góða nótt elsku hjartans
mamma mín og guð geymi þig.
Elska þig alltaf.
Þín dóttir,
Eva.
Þegar ég hugsa um mömmu
koma tár á hvarma því fallegri og
betri kona er ekki til. Það er
söknuður, sorg og smá depurð.
Hún var svo sterk á sinn veg
en líka svo mjúk. Hún hafði
áhuga á lífinu, börnunum okkar,
vinum okkar, sjálfum okkur og
öllu sem við gerðum.
Hún elskaði pabba út af lífinu.
Hún elskaði fjölskyldu sína. Hún
elskaði vini sína. Hún elskaði að
búa í Reykjavík. Gott ef hún kaus
ekki bara Reykjavíkurlistann.
Hún neitaði ójöfnuði. Hún
elskaði jafnrétti og kvenréttindi.
Hún elskaði að lesa bækur og
ljóð. Hún elskaði sumarið. Hún
elskaði ferðalög. Hún elskaði líf-
ið. Hún elskaði „Ég leitaði blárra
blóma“. Hún elskaði meira að
segja rigninguna.
Úðinn drýpur og sindrar í silfurgljá.
Í svona veðri finnst regninu gaman að
detta
á blómin, sem nú eru upptekin af að
spretta
og eru fyrir skemmstu komin á stjá.
Og upp úr regninu rís hin unga borg,
rjóð og tær eins og nýstigin upp af
baði.
Og sólin brosir á sínu himneska hlaði
og horfir með velþóknun yfir stræti og
torg.
Og léttir geislar glitra um lygnan fjörð
eins og glóbjört minning um
tunglskinið frá í vetur.
Ó, engan ég þekki, sem gæti gert þetta
betur
en guð, að búa til svona fallega jörð.
(Tómas Guðmundsson )
Hún elskaði ekki myrkrið.
Hún elskaði París. Hún elskaði
Feneyjar. Hún elskaði Róm. Hún
elskaði tré. Hún elskaði veiði-
ferðir. Hún elskaði pabba sinn og
mömmu.
Elsku mamma mín, „við erum
gestir og hótel okkar jörðin“.
Elsku mamma, nú hefur guð
almáttugur tekið við sem hús-
bóndi í bili, hans verkefni er að
lina þjáningar þínar sem þú barst
á herðum þínum í alltof langan
tíma.
Hvíldu í friði – ást að eilífu.
Þinn sonur,
Gísli Már Vilhjálmsson.
Elsku tengdamamma, hér sit
ég og hugsa til þín, það er svo
margt sem ég get sagt um þig og
okkur. Þú hafðir svo góða nær-
veru, varst alltaf tilbúin að
hlusta, varst alltaf svo áhugasöm
um allt sem við gerðum.
Guð þig leiði sérhvert sinn
sólarvegi alla.
Verndarengill varstu minn
vissir mína galla.
Hvar sem ég um foldu fer
finn ég návist þína.
Aldrei skal úr minni mér
mamma ég þér týna.
(Jón Sigfinnsson)
Á kveðjustundu vil ég þakka
þér fyrir samfylgdina, alla vinátt-
una og góðmennskuna. Þá bið ég
góðan Guð að styrkja Villa, Óla,
Önnu, Rúnar, Jónu, Evu og fjöl-
skyldur. Gísla minn, Felix Þór,
Siggu og Margréti á erfiðri
stundu. Minning þín lifir.
Þín
Þórdís.
Elsku amma Sigga.
Þegar ég horfi aftur og hugsa
hvaða þýðingu og áhrif hún Sig-
ríður amma mín, eða amma Sigga
eins og hún var kölluð af okkur
barnabörnunum, hafði fyrir mig
fæ ég yfir mig tilfinningu sem
einkennist af kærleik, ást og um-
hyggju. Mér finnst hún amma
Sigga hafa verið manneskja sem
var mjög dugleg og mjög virk við
að gera hina og þessa hluti eins
og að fara í sund. Mér fannst það
alltaf geggjað að amma nennti að
fara í sund því hin amma mín á
Höfn gerði lítið annað en að horfa
á Glæstar vonir og prjóna lopa-
peysur.
Ég á ekkert voðalega margar
minningar af ömmu sem barn eða
alla vega það sem ég man eftir
þar sem við bjuggum fyrir austan
á Hornafirði og amma og afi fyrir
sunnan. Þau voru alveg dugleg að
koma í heimsókn til okkar á Höfn
en æskuminningar mínar af þeim
eru mest byggðar á mjög hlýjum
tilfinningum tengdum þessum
fáu minningum og hvað það var
alltaf spennandi að fá þau í heim-
sókn. Það var alltaf mjög spenn-
andi að fara að hitta ömmu og afa
í borgina sem krakki en það var
ekki fyrr en ég varð eldri sem ég
kynntist þeim mjög vel eftir að ég
flutti í bæinn. Amma og ég náð-
um mjög vel saman og hún hafði
mjög gaman af ruglinu sem kom
upp úr mér. Amma var mikill
húmoristi og mér fannst mjög
gaman að láta hana hlæja, hún
hafði alveg yndislegan hlátur sem
ég heyri aftast í kollinum á mér.
Ég á alveg haug af minningum
þar sem við amma og afi sitjum
saman og erum bara að spjalla
um hitt og þetta. Ég hafði mjög
gaman af því að grínast í honum
afa mínum og hann í mér, svo sat
amma alltaf á sínum stað við
borðið að lesa Morgunblaðið og
hlæja að því sem kom upp úr okk-
ur. Ég flutti inn til þeirra í
nokkra mánuði á framhaldsskóla-
árum og það var í raun og veru
ekki eins og að búa heima hjá
ömmu sinni og afa heldur frekar
eins og að búa með góðum vinum
sínum sem voru aðeins eldri en
maður sjálfur.
Friðrik, Annetta, Franklín,
Karítas og Kristófer.
Allt í einu er elsku amma
Sigga farin í sumarlandið, höggið
er stórt og engin fyrirvari. Minn-
ingar streyma fram og gott er að
ylja sér við þær um ókomna
framtíð. Frá því við munum eftir
okkur var alltaf mikið fjör þegar
amma Sigga og afi Villi komu til
okkar á Höfn. Þá var oftast sam-
eiginleg dagskrá með Óla, Önnu,
Villa og Frikka. Margt var brall-
að og farið í skemmtilegar ferðir
út um allar sveitir og ekki má
gleyma fjöruferðunum. Amma
Sigga var mikill aðdáandi okkar,
hún var mjög áhugasöm um allt
sem við tókum okkur fyrir hend-
ur. Stoltið leyndi sér ekki. Ætli
ég (Sigga) hafi ekki verið svona
13 ára þegar ég var hjá þeim í
vikutíma í söngskóla Maríu
Bjargar, amma Sigga beið alltaf
spennt eftir að heyra afrakstur
dagsins. Bæði stunduðum við fót-
bolta á yngri árum og fórum í
margar ferðir um landið. Ef við
vorum í nágrenni Reykjavíkur þá
mættu þau til að fylgjast með.
Seinna æfðum við bæði blak og
þegar ég (Felix Þór) fór á lands-
liðsæfingar í blaki gisti ég alltaf
hjá þeim, afi Villi var alltaf tilbú-
inn að skutla og amma Sigga allt-
af tilbúin að koma með. Þau
mættu á marga kappleiki hjá
okkur báðum. Ömmu Siggu
fannst Sigga vera besti söngvari í
heimi og Felix heimsfrægur
íþróttamaður.
Amma Sigga og afi Villi áttu
svo fallegt samband, þau sýndu
mikla virðingu, voru samstíga og
gerðu óspart grín að hvort öðru.
Þau byggðu saman sumarbústað-
inn Hvol við Villingavatn, en
þangað fórum við þegar við höfð-
um tækifæri til og áttum dásam-
legan tíma, fórum í siglingu með
afa Villa á bátnum og amma
Sigga töfraði fram veitingar. Við
fjölskyldan, Helga frænka, amma
Sigga og afi Villi fórum saman í
sumarfrí til Króatíu. Það var
mjög eftirminnileg ferð. En upp
úr stendur samt dagsferðin sem
við fórum til Feneyja, þar sigld-
um við um á gondóla og virtum
fyrir okkur mannlífið á Markús-
artorginu, þetta var algjör
draumaferð hjá ömmu Siggu. Í
veikindunum mínum (Siggu JR)
fylgdist hún vel með, þau komu í
heimsókn daglega og fóru með
mér í dagsferð í Sandgerði til að
stytta mér stundirnar, í þeirri
ferð fræddist ég heilmikið um
báðar ættirnar. Það var yndislegt
að kynna Margréti mína (Felix
Þór) fyrir ömmu Siggu og afa
Villa. Þau voru strax mjög hrifin
af henni og náðu þau vel saman.
Nú og ekki má gleyma honum
Mola en þau amma Sigga áttu al-
veg frábært samband, hún laum-
aði alltaf einhverju til hans.
Amma Sigga og afi Villi buðu
allri stórfjölskyldunni á Flúðir í
tilefni af 60 ára brúðkaupsafmæli
þeirra í ágúst á síðastliðnu ári.
Það var svo gaman og þau svo
hamingjusöm með allan hópinn
sinn, þessi ferð var okkur öllum
mjög dýrmæt.
Þegar kallið kom fór hún al-
gjörlega á sínum forsendum.
Passaði að kveðja börnin sín og
senda okkur barnabörnunum
kveðjur.
Nú er komin kveðjustund við
elskum þig endalaust amma
Sigga, Guð blessi minningu þína,
hún mun lifa áfram með okkur.
Elsku afi Villi, þið amma Sigga
voruð sem eitt og miklar fyrir-
myndir. Megi góður guð styrkja
þig og okkur öll í sorginni.
Felix Þór og Sigríður.
Elsku amma.
Það er erfiður raunveruleiki að
sætta sig við að hafa þig ekki
lengur hérna hjá okkur, geta ekki
kíkt í heimsókn eða hringt og
sagt þér allar nýjustu fréttirnar
úr mínu lífi. Oftast var ekkert
voðalega áhugavert eða spenn-
andi að frétta en það skipti engu
máli fyrir þig, því þér fannst allt-
af svo gaman að hlusta á það sem
ég hafði að segja og heyra af því
sem ég var að gera.
Ein helsta minningin, sem
stendur upp úr þessa dagana, er
þegar þú hvattir mig til að taka
þátt í Línu Langsokk-teikni-
keppni. Ég teiknaði og teiknaði
hálfan daginn og svo þegar ég var
búin að teikna nokkrar myndir
lögðum við þær hlið við hlið og
völdum þá sem okkur fannst vera
best. Eftir að við völdum bestu
myndina þá settir þú hana í um-
slag og sendir í keppnina. Okkur
til mikillar gleði þá varð ég í öðru
sæti og fékk verðlaun sem voru
afhent í Kringlunni. Það sem mér
fannst skemmtilegast við þetta
allt saman var svo þegar við fór-
um saman í Kringluna og skoð-
uðum myndina þar sem hún hafði
verið hengd upp og guð minn
góður, hvað ég dró þig oft með
mér þangað og alltaf varstu
meira en til í að fara með mér til
að dást að teikningunni minni.
Ég mun aldrei gleyma öllu því
sem þú gerðir fyrir mig. Hvað þú
varst alltaf til staðar fyrir mig
með allt sem þú gast og hvað þú
varst yndisleg amma. Alltaf til í
að baka með mér pönnsur eða
gera nánast hvað sem mér datt í
hug.
Mæta á allar listsýningarnar
mínar í dúkkukofanum uppi í bú-
stað og horfa á mig æfa mig í öllu
því sem ég hef prófað í gegnum
árin. Þarna varstu alltaf stuðn-
ingsaðili númer eitt.
Eitt það stærsta sem þú hefur
gefið mér, sem ég mun taka með
mér út í lífið, er endalaus hvatn-
ing, styrkur og trú á sjálfri mér.
Því sama hvað ég var að gera þá
varstu alltaf til staðar til að segja
mér: „Þú ert snillingur, Karen
Lind, ég hef alltaf sagt það, al-
gjör snillingur.“ Og þessum orð-
um mun ég aldrei gleyma eða
þér.
Þú varst snillingur, elsku
amma.
Þín dótturdóttir,
Karen Lind.
Sigga frænka kvaddi okkur
skyndilega og það er erfitt að
skilja að hún sé farin. Þrátt fyrir
að Sigga væri næstyngst í systk-
inahópnum var hún einna dugleg-
ust við að rækta samband sitt við
okkur öll sem erum afkomendur
þeirra átta systkina sem sváfu til
fóta á Þrastargötunni og ærsluð-
ust á Grensásveginum síðar.
Sigga laðaði okkur öll að sér,
systkini sín og okkur frænd-
systkinin börnin þeirra. Við syst-
urnar höfum notið þess hve nán-
ar mamma og Sigga voru og
þökkum fyrir það nú þegar leiðir
okkar og Siggu skiljast í þessum
heimi en hver veit, kannski bíður
hún okkar með kaffi og bros á vör
þegar við komum yfir seinna.
Okkar fyrstu minningar af
Siggu eru heimsóknir í Stuðlasel-
ið þar sem hún og Villi tóku alltaf
öllum fagnandi. Við fórum í ótelj-
andi ferðir í Breiðholtið með
mömmu. Fyrst á Míníinum, svo á
dröppuðu Fiestunni, þá rauð-
brúnu Fiestunni og loks á rauðu
súkkunni. Seinna á Gulu þrum-
unni. Á leiðinni í den sungum við
Fyrr var oft í koti kátt og Í skól-
anum, í skólanum. Mamma
stjórnaði söngnum og sá til þess
að okkur leiddist ekki alla leið úr
Vesturbænum. En okkur leiddist
aldrei því það var alltaf gaman að
koma til Siggu. Sigga hafði lag á
krökkum og oft voru heimsókn-
irnar eins og ævintýri. Við mátt-
um fara í leyniferðir upp í móa,
hjóla á götunni, hlaupa um í garð-
inum (stundum með garðslöngu),
troðast í hornsófanum að horfa á
sjónvarpið og alltaf fá mjólk og
kex. Jólaboð, afmælisveislur, aðr-
ar veislur og bara ósköp venju-
legar mjólkur- og kaffisopaheim-
sóknir eru merki um þann kær-
leika sem Sigga var svo rík af –
ekki bara gagnvart sinni eigin
fjölskyldu heldur okkur öllum,
systkinum sínum og systkina-
börnum.
Sigga heilsaði alltaf með brosi
og einskærum áhuga fyrir öðru
fólki enda naut hún þess að hafa
fólk í kringum sig. Samgangur-
inn var mikill þegar við krakk-
arnir vorum að vaxa úr grasi en í
minningunni var alltaf mesta
fjörið hjá Siggu enda hló hún
örugglega mest með okkur á
meðan hin systkinin létu okkur
stundum heyra það. Ein eftir-
minnilegasta minningin úr eld-
húsinu hennar Siggu er slátur-
gerðin en þá vorum við farin að
stálpast. Sigga lét okkur finna til
okkar og við fengum öll hlutverk
við að hræra mörinn, troða í pok-
ana eða sauma. Þetta var ekki lít-
il manndómsvígsla og alltaf gam-
an að rifja upp. Það sem við
gerðum örugglega gagnið í þess-
ari sláturgerð!
Sigga og Villi byggðu sér
huggulegan sumarbústað í
Grafningi sem við mæðgur eigum
líka óteljandi minningar frá.
Hvort sem það var brennan um
verslunarmannahelgi, berjamór
eða rannsóknarferðir um mýrina
með mýflugnanet á hausnum, bý-
flugnasuð á pallinum eða kletta-
klifur á bak við hús þá var Grafn-
ingurinn sívinsæll. Þær eru enda
ófáar kynslóðirnar, systkini,
systkinabörn, börn og barna-
börn, sem hafa fengið að njóta
lífsins hjá Siggu og Villa í Grafn-
ingi – óteljandi minningar sem
lifa áfram þótt Sigga sé farin.
Sigga er órjúfanlegur hluti af
sögu okkar mæðgna og mun lifa
áfram í minningum okkar sem sú
einstaka og ljúfa kona sem hún
var.
Hvíldu í friði elsku Sigga.
Hildur (Hidda) systir,
Sara og Rakel.
Sigríður Gísladóttir