Morgunblaðið - 19.03.2021, Page 23

Morgunblaðið - 19.03.2021, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021 ✝ Guðrún Þóra Hjaltadóttir fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1954. Hún lést 7. mars 2021. Faðir Guðrúnar var Hjalti Pálsson frá Hólum í Hjalta- dal, f. 1.11. 1922, d. 24.10. 2002, land- búnaðarverkfræð- ingur og fram- kvæmdastjóri hjá SÍS. Móðir Guðrúnar var Ingigerður Karls- dóttir frá Reykjavík, f. 21.6. 1927, d. 28.3. 2013, flugfreyja og hús- móðir. Bræður Guðrúnar eru Karl Óskar, f. 25.11. 1951, og Páll Hjalti, f. 7.8. 1959. Guðrún giftist Ole Houe, f. 7.10. 1954, d. 25.10. 2008, text- íltæknifræðingi. Þau skildu 1992. Börn Guðrúnar og Ole eru: 1) Sara Þórunn Óladóttir Houe við- skiptafræðingur, f. 26.11. 1980. Eiginmaður hennar er Sölvi Þórð- arson flugstjóri, f. 2.3. 1980. Börn smjörsölunni 1977-1978, hjá Rík- isspítulunum á árunum 1980- 1985 og 1988-1991, var dag- skrárgerðarmaður við morg- unútvarp Bylgjunnar 1991-1992, sjálfstætt starfandi næring- arráðgjafi frá 1988, en starfaði þó lengst af við kennslu síðustu tvo áratugi sem heim- ilisfræðikennari við Hagaskóla. Guðrún var virk í félagsstarfi og tók meðal annars þátt í starfi Samtaka sykursjúkra og gegndi þar stjórnarstörfum og for- mennsku. Þá tók hún virkan þátt í starfi Neytendasamtakanna og gegndi þar stjórnarmennsku um nokkurra ára skeið, var formað- ur Félags hússtjórnar- og heim- ilisfræðikennara og framkvæmd- arstjóri Leiðbeiningastöðvar heimilanna. Guðrún tók þátt í starfi MNÍ (Matvæla- og næring- arfræðafélag Íslands) auk þess sem hún skipaði þriðja sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík suður fyrir alþing- iskosningar 2007. Útför Guð- rúnar Þóru verður gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 19. mars 2021, klukkan 15. Slóð á streymi: https://youtu.be/HOLa6GIfXPs Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat þeirra eru a) Viktor Orri, f. 18.3. 2006, b) Soffía Helen, f. 5.9. 2010, c) Sylvía Guð- rún, f. 29.10. 2012. 2) Hjalti Thomas Houe, f. 5.8. 1983. Unnusta hans er Sólrún Fönn Þórð- ardóttir, f. 17.9. 1984. Börn þeirra eru a) Nikolai Arn- ar, f. 16.11. 2005, b) Sandra Rós, f. 14.11. 2006, c) Em- ilía Steinunn, f. 1.4. 2008. Guðrún ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Hagaskóla 1971, stundaði nám við Húsmæðra- skóla Borgfirðinga í Varmalandi 1971-1972, lauk húsmæðra- kennaraprófi 1975, stundaði nám í næringarfæði við Háskólann í Árósum 1978-1979 og nám í nær- ingarráðgjöf við sama skóla 1979-1980. Guðrún starfaði við kynningar og uppskriftagerð hjá Osta- og Ein af annarri birtast okkar samfylgdarstundir, hlýjar í huga mér. (Jakobína Sigurðardóttir) Efst upp á Vífilsfelli stendur hnarreist kona og horfir yfir sviðið, landið sitt og miðin. Það er bjart yfir henni og hún hoppar og dansar af gleði, áfanganum var náð. Þetta er hún Guðrún Þóra vinkona mín. Við rennum okkur svo niður snjóbreiðuna á úlpunum okkar, hlæjandi og skríkjandi eins og smástelpur. Ferðirnar út í náttúruna voru margar. Klífandi fell eða fjöll, æðandi inn afdali til að kanna hvort einhver heiðarbýli væru hér eða þar. Lenda í alls konar ógöngum jafnvel í háska en alltaf fannst lausn á vanda- málum sem upp komu. Ganga yfir Fimmvörðuháls á einum degi sem reyndi vel á þrekið hjá henni. Má vera að það sé ekki erfið ganga fyrir marga en Guðrún Þóra hafði þurft að stríða við sjúkdóm frá barns- aldri sem markað hafði sín spor á tilveru hennar. Hún lét það þó ekki stoppa sig frekar en annað. Ferðin yfir Sprengisand niður í Bárðardal reyndi ekki nóg á okkur þannig að við ákváðum að fara til baka upp úr Eyjafirði yfir í Laugafell. Var á mörkum þess að við kæmust inn þröngan dalinn yfir vöðin og um grýttan brattan veg utan í hlíðunum og upp hrygginn. Þá var gott að vera á fjórhjóladrifnum bíl enda nán- ast mannraun að komast upp. Á meðan sat mín og prjónaði og sagði skemmtisögur. Indland þar sem þvælst var á milli lesta og flugvéla. Þar endaði önnur í hjólastól vegna blóðeitrunar. Þá var gott að hafa Guðrúnu Þóru til að stjana við sig og stýra aðgerðum til að koma mér heim. Ótrúlega röggsöm og merkilega fljót að setja sig inn í aðstæður alveg sama hvar hún var. Úti á Indlandi var hún farin að vasast í sölumönnum og kaupandi hitt og þetta, m.a. vegna þess að fjölskyldur ein- hverra kaupmanna áttu erfitt, hvort ég sæi það ekki. Guðrún Þóra var einnig góð heim að sækja. Matarboð enda- laust í dönskum eða íslenskum stíl. Hún elskaði að veita og gleðjast með öðrum. Allt lék í höndunum á henni ekki síst prjónaskapur sem var henni mikið áhugamál. Það var alltaf hægt að leita til hennar og hún tilbúin að aðstoða og miðla af þekkingu og leikni. Hún var líka mikill húmoristi og þurfti lítið til að kitla hláturtauga- rnar. Guðrún Þóra var ein af þess- um hvunndagshetjum sem láta sér annt um samferðafólkið. Hún þurfti að hafa yfirsýn og fylgdist af áhuga með mönnum og málefnum. Við vorum ekki alltaf sam- mála og skiptumst því á skoð- unum bæði varðandi menn og málefni en alltaf var hún hrein- skiptin, heiðarleg og fylgin sér. Á lífsleiðinni hittum við fólk á hverjum tíma og stað og verðum því samferða í stuttan eða lengri tíma, allt eftir því hvernig kynnin verða. Sum marka spor sem fylgja manni alla tíð og svo var um Guðrúnu Þóru. Söknuðurinn er sár en minningin lifir. Nú er komið að leiðarlokum. Ég er þakklát fyrir það að hafa verið þessari einstöku konu samferða á lífsleiðinni því hún gaf lífinu lit. Börnum hennar, Söru og Hjalta, tengdabörnum og barnabörnum ásamt öðrum ást- vinum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning þín, elsku vinkona mín. Jónína Ólöf Emilsdóttir. Í dag felldu blómin mín blöðin sín. Og húmið kom óvænt inn til mín. Ég hélt þó að enn væri sumar og sólskin. (Tómas Guðmundsson) Guðrún mín Þóra, eins og ég oftast nefndi hana, var mér í einu orði sagt góð. Hún kom inn í líf mitt á mjög erfiðum tíma og ég hefði ekki getað átt betri að. Ég þurfti aldrei að biðja um aðstoð áður en hún bauð fram hjálp sína. Þetta átti jafnt við um prakt- ísku hliðarnar sem og bara að „lyfta mér upp “. Þá átti hún það til að birtast í ganginum hjá mér og segja „Sigrún, við skulum drífa okkur upp í Borgarnes, ég frétti af svo sniðugri tölubúð þar“, bara svo dæmi sé nefnt. Með henni upplifði ég margt gott og skemmtilegt, svo sem ferðalög, leikhúsferðir eða bara að sitja saman yfir góðri þátta- röð í sjónvarpinu. Mínar uppáhaldsstundir með henni voru þó trúlega að sitja saman undir suðurveggnum með kaffi og prjóna. Ég get ekki almennilega skilið að hún sé farin, en svona er nú einu sinni lífið. Ég er óendanlega þakklát fyrir allar þær yndislegu minn- ingar sem ég á með henni og varðveiti. Sigrún Jóhannesdóttir. Haustið 1961 settust á skóla- bekk í Melaskóla rúmlega 150 börn fædd 1954. Eitt þessara barna var Guðrún Þóra Hjalta- dóttir. Hún ólst upp við Æg- issíðuna í nýbyggðu hverfi á Högunum. Þegar skólagangan hófst kynntust börnin í hverf- inu, þvert á bekki, og léku sér í útileikjum fyrir eða eftir skóla. Börnunum í Melaskóla fjölgaði þegar jafnaldrar úr Öldugötu- skóla voru fluttir í skólann. Þau voru 218 úr sjö bekkjardeildum sem útskrifuðust úr Melaskóla 1967. Flest þeirra héldu áfram námi í nýjum bekkjardeildum við Hagaskóla. Unglingsárin tóku við með fermingum, skóla- böllum, tómstundastarfi, sjoppuhangsi, saumaklúbbum og íþróttaiðkun. Síðan tók al- vara lífsins við og unglingarnir völdu misjafnar leiðir út í lífið. Vinabönd ýmist slitnuðu eða styrktust. Árið 2017, þegar 50 ár voru liðin frá útskrift úr Melaskóla, datt einni okkar í hug að bjóða skólasystkinum sínum í heim- sókn á vinnustað sinn, Mela- skóla. Þar sem Guðrún Þóra kenndi við Hagaskóla og var vinkona á Facebook var nær- tækt að biðja hana og aðra skólasystur um „hitting“ á Kaffi Vest. Okkur tókst að stofna fulltrúanefnd úr 6 af 7 bekkjardeildum sem hafði uppi á bekkjarsystkinum. Auk þess að hafa uppi á fólki úr sínum bekk tók Guðrún Þóra að sér að finna þau úr sjöunda bekkn- um. Til dæmis hringdi hún í alla strákana og sannfærði þá um hversu gaman væri að hitt- ast í Melaskóla eftir 50 ára fjarveru. Í október 2017 héld- um við hátíð sem byrjaði í Melaskóla og endaði með kvöldverði og balli á veitinga- stað við höfnina í Vesturbæn- um. Í undirbúningnum kom í ljós hversu ræktarsöm Guðrún Þóra var við skólasystkinin. Auk þess að eiga safn ljós- mynda úr skólalífinu hafði hún kvatt nær öll látin skólasystkini okkar og varðveitti sálmaskrár til minningar um þau. Við bjuggum til myndasýningu úr skólalífinu og til minningar um þau sem voru látin, sem sýnd var yfir kvöldverðinum. Guðrún Þóra bauð nefndinni til kvöldverðar á heimili sínu mánuði eftir 50 ára afmælishá- tíðina. Kvöldstundin varð til þess að við, undirrituð, héldum áfram störfum ásamt Guðrúnu Þóru. Nefndin heldur svokall- aða „hittinga“ reglulega, hélt Hagaskólaball á Hótel Sögu og Guðrún Þóra stóð fyrir heim- sókn í Hagaskóla fyrr um dag- inn. Í september síðastliðnum nefndum við tennisvöll við íþróttahús Hagaskóla „Hjalla- völl“ og settum skjöld á vegg- inn til minningar um skólabróð- ur okkar, Hjálmar K. Aðal- steinsson, og samkennara Guðrúnar Þóru til margra ára. Skólasystkinin hafa endurnýjað vináttubönd og bundið ný þökk sé kvöldverðarboðinu. Við vottum börnum, tengda- börnum, barnabörnum og bræðrum Guðrúnar Þóru okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Guðrún- ar Þóru Hjaltadóttur. Elín Mjöll, Erna, Hafdís, Ingibjörg Halldóra, Margrét og Ólafur. Í gegnum hugann streyma góðar minningar um kæra vin- konu. Gunnu Þóru kynntist ég þeg- ar við gengum í Húsmæðra- skólann að Varmalandi í Borg- arfiðri veturinn 1971 til 1972. Við vorum sautján ára lífsglað- ar ungmeyjar að undirbúa okk- ur fyrir lífið. Gunna Þóra var skapandi manneskja, klár, skemmtileg og alltaf stutt í brosið. Við nutum okkar vel við matreiðslu, vefnað og annað handverk í skólanum og þessi vetur var lærdómsríkur á svo margan hátt. Það mynduðust djúpstæð vinatengsl milli okkar stelpnanna veturinn á Varma- landi. Eftir veruna í húsmæðra- skólanum héldum við hver sína leið. Við stelpurnar héldum þó áfram að hittast og rækta vina- böndin og átti Gunna Þóra oft- ast frumkvæðið að samverunni. Ég á vinkonu minni að þakka að ég kynntist Stefáni ástkær- um eiginmanni mínum. Sam- band okkar Gunnu Þóru var ætíð gott og síðustu árin töl- uðum við saman nánast dag- lega. Hún dvaldi oft hjá okkur hjónum í Sandgerði í nokkra daga í senn og þá áttum við yndislegar stundir. Nú voru börnin okkar uppkomin og nægur tími til að spjalla, gera skemmtilega handavinnu og hlæja. Fyrir ein jólin voru hekluð teppi, við kölluðum það teppa- jól. Svo komu peysujólin og síð- an kransagerð. Við gátum setið heilu dagana við handavinnu. Gunna Þóra kenndi mér svo ótrúlega margt. Síðastliðið sumar leigðum við okkur húsbíl og keyrðum hringinn í kringum landið. Til- gangur ferðarinnar var að heimsækja eins margar skóla- systur og mögulegt væri. Sum- ar hverjar höfðum við ekki séð síðan veturinn góða að Varma- landi. Það voru fagnaðarfundir. Nú á kveðjustundu eru þessar stundir svo dýrmætar. Ég votta Söru, Hjalta og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Drottinn blessi minn- ingu um góða vinkonu. Drott- inn gæti hennar um alla eilífð. Brynhildur Kristjánsdóttir. Við áttum skemmtilega sam- leið um allt of skamma stund nú síðustu tólf ár eða svo en okkur leið mjög vel saman í þessum félagsskap. Við hitt- umst alltaf af og til á veitinga- húsum og áttum saman góðar stundir. Við settum aldrei neitt nafn á þessa fundi, en við átt- um sameiginlega lífsskoðun um borgaralegt frjálslyndi. Leiðir okkar lágu fyrst saman í því sem nefndist „Nýtt afl“ og seinna Frjálslyndi flokkurinn, en borgaralegt frjálslyndi, laust við ofstjórn, höft og eftirlit var rauði þráðurinn í tali okkar. Líklega var það andstaðan við gjafakvótann sem sameinaði okkur í upphafi. Guðrún Þóra bar glögg mörk föðurættar sinnar, var dökk yf- irlitum, móeygð, fríð kona, ein- staklega minnisgóð eins og hún átti ætt til, margvís og óljúg- fróð – en hélt fast fram álitum sínum. Hún var skemmtilegur félagi, vinur vina sinna. Hún hafði vinargáfu. Við munum alltaf sakna hennar. Hún var límið í sambandi okkar – sú sem hafði forgöngu um að ná okkur saman á fróðlegum og upplýsandi fundum. Við sendum fjölskyldu henn- ar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Guðrúnar Þóru Hjaltadóttur. Bárður G. Halldórsson, Álfhildur Pálsdóttir, Höskuldur Höskuldsson. Síðustu daga hef ég hugsað mikið um vináttuna. Síðan ég fékk símtalið sem færði mér þær dapurlegu fréttir að Guð- rún Þóra, vinkona mín, hefði látist kvöldið áður, hefur hug- urinn verði fullur af hugsunum um lífið og hvert það leiðir okk- ur. Hvernig leiðir fólks liggja saman og þau tækifæri sem okkur bjóðast til að eignast vini og rækta vinskap sem fær að þroskast gegnum árin. Við kynntumst þegar við byrjuðum að vinna á sama vinnustað, við deildum skrif- stofu í nokkur ár og vorum á svipuðum stað í lífinu. Áður höfðum við báðar búið í Dan- mörku og áttum börn á svip- uðum aldri. Síðan eru liðin mörg ár og þau kynni sem hóf- ust á svo hversdagslegan hátt hafa þróast í vináttu og vænt- umþykju sem hefur verið mik- ilvægur hluti af mínu lífi. Allt í einu, svo snögglega, er klippt á þráðinn og þessum hluta af lífi mínu er lokið, allt of snemma, svo sárt og svo sorglegt. Það er þó ekki nokkur ástæða til að nota þessar línur í að lýsa sorg og leiða. Miklu frekar er ástæða til að gleðjast yfir öllum þeim ótal mörgu skemmtilegu minningum sem ég á með Guðrúnu Þóru, vin- konu minni. Það er eins og að kveikja ljós að leiða hugann að henni og því sem við höfum upplifað saman. Hún var gleði- gjafi. Hún eldaði veislumat á virkum dögum og gerði skemmtanir úr hversdagslegum atburðum. Við fórum á tón- leika, fengum okkur drykk, borðuðum á nýjum og forvitni- legum veitingastöðum og ófáar máltíðirnar voru borðaðar heima, margar veislur voru haldnar af litlu tilefni. En ekki síðri voru stundirnar þegar við sátum bara og gerðum ekkert nema spjalla og grínast, og hún að prjóna. Eftir að ég flutti norður kom hún nokkrum sinnum í styttri eða lengri heimsóknir. Ég naut þessara heimsókna, það lifnaði yfir öllu. Hún varð vinur vina minna og frænka frændfólks míns á augabragði. Við fórum í berja- mó og skoðuðum listsýningar, þræddum markaði og heimsótt- um listamenn. Það var mikið um að vera og endalaus áhugi á því sem var að gerast. Guðrún Þóra, vinkona mín, var mikill vinur vina sinna og gaf mikið af sér. Hún var alltaf tilbúin að aðstoða, gefa gjafir eða gera eitthvað fyrir fólkið í kringum sig. Hún eldaði ekki bara veislumat, öll handavinna lék í höndunum á henni. Hún prjónaði óhemju mikið, þegar hún prjónaði nýlega peysur á ömmustelpurnar sínar þótti henni alveg sjálfsagt og eðlilegt að prjóna líka peysu á mína ömmustelpu. Þegar ég hugsa til Guðrúnar Þóru get ég ekki annað en glaðst við allar minningarnar, ég sé hana fyrir mér brosandi og tilbúna í næsta ævintýri. Hún var manneskja sem var gott að hafa nálægt sér, hafði góða nærveru og var bara svo skemmtileg. Forvitin og áhuga- söm um það sem var í kringum hana, alltaf tilbúin að hlusta og fræðast. Ég kveð kæra vinkonu með miklu þakklæti fyrir samfylgd og vináttu í rúma þrjá áratugi, hún hefur gefið mér mikið og kennt mér svo margt. Elsku Sara og Hjalti, ömmubörn og aðrir aðstandendur, ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðj- ur. Borghildur Sigurbergsdóttir. Nú þegar Guðrún Þóra Hjaltadóttir er kvödd hinstu kveðju koma upp margar góðar minningar tengdar starfi henn- ar í Hagaskóla. Þegar hún hóf störf sem heimilisfræðikennari við skólann fyrir tæpum tveim- ur áratugum, fylgdu henni nýj- ar áherslur tengdar mikilvægi næringarríkrar fæðu. Hún fór áður óþekktar leiðir við að fræða börnin um næringargildi fæðunnar enda menntaður næringarfræðingur. Hún var góður fagmaður og lét sér annt um hag og heilsu nemenda sinna. Oft áttu börn sem ekki leið allt of vel í skólanum griða- stað hjá henni þar sem þau fengu verkefni sem þeim þóttu gagnleg og skemmtileg. Undanfarin ár sá Guðrún Þóra um að elda matarmikla súpu með nemendum í 8. bekk sem borin var fram á kynning- arkvöldum fyrir foreldra í upp- hafi skólaárs. Hún hafði einnig veg og vanda af veitingum við útskrift nemenda í 10. bekk sem og við önnur hátíðleg tækifæri í skól- anum. Guðrún Þóra var bóngóð og var fljót að bregðast við ef til hennar var leitað. Hún var ræktarsöm og ef einhver í starfsmannahópnum þurfti á aðstoð að halda stóð ekki á því að hún byði hana fram. Það eru margir henni þakklátir fyrir alls kyns greiða því hún bauðst gjarnan til að baka tertur eða útbúa rétti ef eitthvað stóð til hjá samstarfsfólkinu. Oft bauð hún því í skólaeldhúsið fyrir jólin og stjórnaði sörubakstri af miklum myndarskap. Guðrún Þóra tók þátt í félagslífi samstarfsmanna sinna af fullum krafti fyrstu árin en heldur dró úr því hin síðari ár enda heilsu hennar tekið að hraka. Margir minnast fimm- tugsafmælis hennar þegar hún bauð af rausnarskap öllum hópnum til mikillar veislu. Hún ferðaðist með samstarfsfólki sínu jafnt innanlands sem utan og er skemmst að minnast góðrar ferðar sem hópurinn fór til Spánar fyrir tæpum tveimur árum. Það var aldrei nein logn- molla í kringum Guðrún Þóru eins og þeir vita sem hana þekktu. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefn- um og var ófeimin við að láta þær í ljós. Guðrún Þóra var afbragðs- hannyrðakona og sýndi okkur oft fallega hluti sem hún hann- aði og útbjó fyrir barnabörnin sem voru augasteinar hennar og veittu henni augljóslega mikla gleði í lífinu. Það fór ekki á milli mála að Guðrúnu Þóru var annt um skólann sinn sem hún hafði sjálf sótt sem unglingur og fyr- ir hönd okkar samstarfsmanna þakka ég henni fyrir allt sem hún gerði fyrir skólasamfélagið í Hagaskóla. Að leiðarlokum kveðjum við Guðrúnu Þóru með ljóðlínum Einars Benediktssonar og sendum fjölskyldu hennar inni- legar samúðarkveðjur. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. Hildur Einarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Hagaskóla. Guðrún Þóra Hjaltadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.