Morgunblaðið - 19.03.2021, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021
✝
Pétur Björn
Pétursson
fæddist 31. janúar
1946 á Rauðará í
Reykjavík þar sem
Frímúrarahúsið
stendur nú við
Skúlagötu 55.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 7. mars 2021.
Pétur Björn var
sonur hjónanna
Þórunnar Kjaran Ólafsson hús-
freyju, f. 16. september 1917,
d. 12. maí 1966, og Péturs
Ólafssonar hagfræðings, f. 8.
ágúst 1912, d. 17. febrúar
1987.
Systkini Péturs Björns:
Magnús, f. 28. maí 1937, d. 2.
október 2012, kvæntur Valdísi
Björgvinsdóttur, sem nú er lát-
in; Ólafur, f. 9. desember 1938,
d. 20. febrúar 2016; Soffía, f.
13. apríl 1941, gift Gunnari
Erni Ólafssyni; Borghildur, f.
28. janúar 1954, gift Ólafi
Hauki Johnson.
Pétur Björn kvæntist Krist-
ínu Blöndal hjúkrunarfræðingi
30. desember 1994. Hún fædd-
ist 23. október 1954. Hún er
dóttir hjónanna Ragnheiðar
Háskóla Íslands 1974 og starf-
aði meðal annars hjá Hag-
vangi, Verðlagsstofnun og Jó-
hanni J. Ólafssyni & Co. Hann
var einnig skólastjóri Útflutn-
ings- og markaðsskóla Íslands,
starfaði í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti við kennslu og fjár-
málastjórn og í Mennta-
skólanum í Kópavogi við
kennslu. Þá starfaði hann í
norrænni nefnd um viðskipta-
og hagfræðinám og skrifaði
einnig kennslubók um stjórn-
un. Pétur Björn var einn eig-
enda Sumarskólans. Hann lauk
námi frá Ferðamálaskólanum í
MK árið 2015 og starfaði sem
leiðsögumaður eftir það.
Pétur Björn gekk í Frímúr-
araregluna 1996 í stúkuna
Fjölni í Reykjavík. Hann var
síðan einn af stofnendum
Njarðar í Garðabæ og Kópa-
vogi 1999 og var stólmeistari
stúkunnar 2009 til 2014.
Pétur Björn og Kristín
bjuggu alla sína búskapartíð á
Smáraflöt 41 í Garðabæ.
Útför Péturs Björns fer
fram frá Vídalínskirkju í
Garðabæ í dag, 19. mars 2021,
klukkan 15. Vegna sam-
komutakmarkana verða aðeins
aðstandendur og boðsgestir
viðstaddir.
Slóð á streymi:
https://youtu.be/CZyefw6IVKg
Hlekk á streymi má nálgast
á:
https://www.mbl.is/andlat/.
Ingimundardóttur
Blöndal húsfreyju
og Hjálmars Jó-
hanns Blöndal
hagsýslustjóra,
sem bæði eru látin.
Synir Péturs
Björns: 1) Pétur
Björn, matsveinn,
f. 2. maí 1975, í
sambúð með Maízu
Hélen Teixeira,
master í inn- og
útflutningsgreiningu, sonur
hans er Ólafur Orri. 2) Ólafur,
master í alþjóðlegum við-
skiptum, f. 15. mars 1979.
Móðir þeirra er Inga Steinunn
Ólafsdóttir, fyrri kona Péturs
Björns.
Stjúpsynir Péturs Björns: 1)
Hjálmar Blöndal Guðjónsson,
guðfræðingur og lögfræð-
ingur, f. 1. apríl 1976. 2) Elías
Blöndal Guðjónsson lögfræð-
ingur, f. 15. nóvember 1983,
kvæntur Kristínu Hrund Guð-
mundsdóttur Briem lögfræð-
ingi. Börn þeirra eru Katrín
og Jóhann.
Pétur Björn útskrifaðist sem
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1966. Hann lauk
embættisprófi í hagfræði frá
Skyndilega og allt of snemma
hefur verið kallaður frá okkur
stjúpfaðir minn, Pétur Björn
Pétursson. Hann var umvafinn
ást og hlýju frá sínum nánustu
til hinstu stundar. Eftir sitja
minningar um samverustundir
og ferðalög, sorgir og sigra en
umfram allt minningar um góð-
an og traustan mann. Pétur
Björn var maður sinna nánustu.
Hann undi hag sínum vel með
sínu fólki á Smáraflöt. Eftir að
hafa reitt fram einhverja dýr-
indismáltíðina, naut hann þess
að bjóða til skrafs og ráðagerða
í stofunni sem var hans heima-
völlur auk eldhússins.
Við arineld og ljúfa tóna, var
tekið upp létt hjal um hin ýmsu
málefni. Enginn kom að tómum
kofunum hjá Pétri Birni. Hann
tjáði sig með vörum hyggins
manns. Hann sagði skemmti-
lega frá og það var ávallt glatt á
hjalla þegar fjölskyldan kom
saman.
Við fjölskyldan áttum einnig
margar góðar stundir á ferða-
lögum innanlands og utan.
Sumarbústaðaferðirnar voru
margar og utanlandsferðirnar
nokkrar. Upp úr stendur heim-
sóknin þar sem ég bjó í Vín í
Austurríki og einnig ferðalagið
til Toskana á Ítalíu. Pétur
Björn var heimsmaður og er-
lendis var hann fær í allan sjó.
Algjörlega óþarft var að skipu-
leggja daginn því Pétur Björn
var oftar en ekki búinn að nálg-
ast allar upplýsingar um áhuga-
verða staði.
Aldrei mun ég gleyma hvern-
ig hann sinnti móður minni í
veikindum hennar á síðasta ári.
Það var traustur maður sem
stóð vaktina dag og nótt. Ég
kveð Pétur Björn með söknuði
og með virðingu fyrir allt hið
góða sem hann skilur eftir sig.
Guð varðveiti og blessi góðan
mann.
Hjálmar Blöndal
Guðjónsson.
Pétur Björn, stjúpfaðir minn
og vinur, er fallinn frá. Með
honum er genginn fyrir aldur
fram ljúfur og góður maður
sem ég mun alltaf sakna. Það er
eins og heil veröld kærleika hafi
lokast þeim sem eftir sitja.
Pétur Björn var gæfumaður í
lífinu og naut þess ávallt til
fulls. Lífsins lystisemdir voru
hans sérgrein og matarboðin á
Smáraflöt voru einstök. Góðar
minningar mínar af Pétri Birni
með svuntuna við gasgrillið
mýkja sorgina. Pétur Björn
naut þess að eiga samveru-
stundir með fjölskyldunni og
sérstaklega barnabörnunum.
Þau eru lánsöm að hafa fengið
að kynnast afa sínum þótt
kynnin hafi verið alltof stutt.
Sögurnar sem Pétur Björn
sagði afabörnum sínum af álfum
og jurtum í Garðahrauni eru ei-
lífar.
Ég er þakklátur Pétri Birni
fyrir allt sem hann kenndi mér,
fyrir samverustundirnar og
uppeldið. Hann naut þess að
miðla fróðleik sínum um sögu
lands og þjóðar allt fram til síð-
asta dags. Síðasta kennslu-
stundin fór fram nokkrum dög-
um áður en hann kvaddi. Í
henni var fjallað um eldgos og
hin ýmsu hraun, hvaðan þau
runnu, hvert og hvers vegna,
flekaskilin og jarðskjálftana.
Við horfðum á Keili út um
gluggann á sjúkrastofunni,
spáðum í spilin og ég vonaði að
það færi að gjósa svo hann gæti
fengið að sjá bjarmann í myrkr-
inu.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að fylgja honum og fylgj-
ast með honum. Ég er þakk-
látur fyrir að eiga góðar minn-
ingar frá okkar
samverustundum. Þá verð ég
honum ávallt þakklátur fyrir að
hafa verið ástríkur og um-
hyggjusamur eiginmaður móður
minnar.
Þegar Pétur Björn hélt upp á
75 ára afmæli sitt í faðmi fjöl-
skyldunnar þann 31. janúar sl.
grunaði mig ekki að ég ætti eft-
ir að þurfa að kveðja hann í
hinsta sinn mánuði síðar. Þá var
hann glaður og reifur eins og
vant var á mannamótum. Þann-
ig mun ég ætíð minnast Péturs
Björns. Hans veraldarsýn er til
eftirbreytni. Pétur Björn
kenndi mér margt sem ég mun
aldrei gleyma. Hann kenndi
mér margt sem ég mun kenna
mínum börnum.
Góður Guð blessi Pétur
Björn og varðveiti.
Elías Blöndal
Guðjónsson.
Elsku besti afi.
Ég á alltaf eftir að muna eftir
ferðunum okkar í hraunið hjá
Smáraflöt. Þar settumst við á
bekki en ímynduðum okkur að
við værum á kaffihúsi. Þangað
kom Alli álfur og við sátum og
spjölluðum um alls konar hluti.
Við kíktum einnig eftir síli í
læknum eða leituðum að dýra-
munstrum í hrauninu.
Minnisstæðast er þó þegar
þú komst í bóndakaffi á leik-
skólanum. Þar borðuðum við
saman þorramat, ég sýndi þér
leikskólann og við skemmtum
okkur rosalega vel saman.
Uppáhaldsmaturinn minn er
„afa hamborgarar“ sem þú
bjóst til. Nú kann pabbi að búa
til hamborgarana og við ætlum
að hafa „afa hamborgara“ einu
sinni í mánuði.
Ég mun sakna þín mjög mik-
ið.
Ólafur Orri Pétursson.
Jæja, þá er yngsti bróðir
minn farinn, og við systurnar
orðnar tvær eftir. Það er vont
að missa alla þrjá bræður sína á
örfáum árum.
Pétur Björn eða PB eins og
hann var ávallt kallaður var
fimm árum yngri en ég. Hann
fæddist heima á Rauðará v/
Skúlagötu 31. janúar 1946. Ekki
hafði ég hugmynd um að von
væri á nýju barni í fjölskylduna,
svoleiðis var ekki rætt við 4-5
ára krakka. Mamma mín var
bara feit! Þegar mér var sagt
að ég hefði eignast lítinn bróður
hugsaði ég „æ, af hverju var
það ekki stelpa“, mig hafði allt-
af langað í systur (en hana fékk
ég átta árum seinna).
Drengurinn óx og dafnaði og
vorum við góðir vinir alla tíð.
Minningarnar hrannast upp og
þá einkum frá dvöl okkar í sum-
arbústað stórfjölskyldunnar á
Þingvöllum. Þangað hreinlega
fluttum við þegar skóla lauk á
vorin þar til skólastarf hófst að
hausti. Þar var sko margt brall-
að. Bátsferðirnar þegar ég
reyndi að kenna honum að róa,
rannsóknarleiðangur ofan í
gjánum að leita að hreiðrum.
Afi setti upp krikket og vor-
um við bara orðin nokkuð góð í
þeim leik.
Eitt sinn eftir að ég varð
flugfreyja hjá Loftleiðum og
var að fara til New York rétti
hann mér langan lista með
nöfnum á plötum (vínil) sem
hann langaði í og sagði: „Þú
þarft ekkert að kaupa þær allar
núna, þá bara næst og þar
næst.“ En hvað, auðvitað keypti
ég þær allar! Mikið varð hann
hissa og glaður og ég líka.
PB minn fór alltof fljótt og
snöggt og sakna ég míns elsku-
lega bróður endalaust.
Sofðu, sofðu, blundur blíður
brosandi að þér réttir hönd.
Engla á vængjum önd þín líður
inn í sólrík draumalönd.
(Þóra Halldórsdóttir)
Guð geymi þig elsku PB
minn.
Soffía systir.
Látinn er vinur minn og
frændi, Pétur Björn Pétursson.
Andlátið bar brátt að í kjölfar
erfiðra veikinda. Við vorum
systrasynir. Vegna kærleika í
fjölskyldunni var sjálfgefið, að
við yrðum góðir vinir allt frá
barnæsku. Þótt við byggjum
hvor í sínum bæjarendanum
stóð heimili afa og ömmu á
Hólatorgi okkur barnabörnun-
um alltaf opið og þar var ávallt
gott að vera. Oft dvaldi stór-
fjölskyldan saman í sumarhúsi á
Þingvöllum og við veiðar á vatn-
inu. Eru margar góðar minn-
ingar frá þeim tíma. Pétur
Björn skaraði fljótt fram úr og
varð barnungur afburða knatt-
spyrnumaður, skákmaður góður
og vann sér inn reiðhjól í rit-
gerðarsamkeppni barna. Á
námsárunum stóðum við saman
í byggingarframkvæmdum af
mikilli bjartsýni með tilheyr-
andi streði og ánægju. Eins og
gengur varð oft hlé á nánum
samskiptum okkar, en alla tíð
var með okkur mikil vinátta,
sem mótast hafði á bernskuár-
um. Pétur Björn sótti sér hag-
fræðimenntun erlendis og við
heimkomu lagði hann fyrir sig
kennslu, sem varð hans ævi-
starf. Hann var vinmargur og
félagslyndur og tók alla tíð
mjög virkan þátt í félagsmálum.
Hann var einstakt ljúfmenni og
gleðigjafi og vinsæll í sínu starfi
og hjálplegur nemendum. Þau
Kristín og Pétur Björn nutu
þess að ferðast, jafnt innan-
lands og utan og fóru þau oft
fyrirvaralítið í frábærar borgar-
ferðir sér til ánægju. Þau voru
einstaklega samlynd og sam-
stillt í blíðu og stríðu. Er leið að
starfslokum Péturs Björns
haustið 2014 tókum við þá
ákvörðun að fara í Leiðsögu-
skólann saman. Settumst við þá
á skólabekk „háaldraðir“ og
lukum náminu vorið 2015 með
bravúr. Reyndist frændi mér þá
betri en enginn með kennara-
skipulagi sínu. Námið var ekki
aðeins hin besta skemmtun
heldur varð þetta fullt starf
Péturs Björns til hins síðasta.
Varð hann eftirsóttur leiðsögu-
maður og naut starfsins í hví-
vetna. Nokkrum dögum fyrir
andlátið heimsótti ég hann á
spítalann. Hann var þá orðinn
veikur en engan bilbug var á
honum að finna, er hann stakk
upp á því, að við skelltum okkur
fljótlega í framhaldsnám í leið-
sögn. Við ákváðum þá að fara
innan skamms í ferðalag okkur
hjónunum til yndis, þar sem
hann myndi enn einu sinni láta
okkur njóta hæfileika sinna sem
listakokkur. Sú ferð bíður betri
tíma. Pétur Björn varð aðeins
75 ára. Vildi sannarlega lifa
lengur og átti margt ógert. Því
fáum við ekki sjálf ráðið. Að fá
að lifa hamingjusamlega með
sínum við góða heilsu er víst
það dýrmætasta í lífi hvers
manns.
Þess fékk hann að njóta um
sína daga. Að eiga góðan vin og
frænda eru lífsgæði. Fyrir það
vil ég þakka. Farðu í friði, góði
frændi og vinur, og megi Guð
blessa þig, Kristínu þína og fjöl-
skylduna.
Sigurður Sigurjónsson.
Sælkerakokkurinn með stóra
hjartað, grallarabrosið og bestu
brandarana. Já, þetta eru
nokkrar ástæður af mörgum
fyrir því að PB var uppáhalds-
frændi okkar. Hann tryggði sér
það sæti snemma og hélt því
alla tíð. Þau voru líka ófá skipt-
in sem hann settist hjá okkur
systkinunum og hvíslaði að okk-
ur: „Hver er uppáhaldsfrændi
þinn?“ Þar stóð auðvitað aldrei
á svari.
Það gat verið fullt hús af
fólki í jólaboði þar sem hver tal-
aði í kapp við annan en alltaf
gaf PB sér tíma fyrir okkur
systkinin til að spjalla um lífið
og tilveruna. Hann hafði ein-
stakt lag á að ná til okkar.
Sama hvort við vorum þriggja
ára eða 33 ára talaði hann við
okkur sem jafningja ásamt því
auðvitað að lauma að okkur
nokkrum góðum ráðum.
Í dag erum við þakklát fyrir
allar dýrmætu minningarnar
sem við eigum um PB frænda.
Ferðalögin þar sem við fengum
að veltast um í skottinu á
græna Pajerónum, jólahátíðirn-
ar þar sem löngum stundum var
eytt saman við að gera vel við
sig í mat og drykk og allar hin-
ar samverustundirnar, hvort
sem það var heima hjá okkur
eða á Smáraflötinni.
Við söknum þín meira en orð
fá lýst elsku PB. Þú ert og
verður alltaf uppáhaldsfrændi
okkar. Við munum æfa leyni-
handabandið svo þú getur
Pétur Björn
Pétursson
✝
Hrönn Arn-
heiður Björns-
dóttir húsmóðir,
fæddist á Dalvík
þann 18. sept-
ember 1931. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á
Akureyri 10. mars
2021.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Sigrún Júlíus-
dóttir og Björn Zophonías
Arngrímsson. Eftirlifandi
bræður Hrannar eru Hörður,
f. 1927, og Gylfi, f. 1938. Látn-
ar eru tvíburasystir Hrannar,
Alda Hildigunnur,
d. 1935, og Anna
Björg, f. 1938, d.
2011. Einnig er
Garðar, tvíbura-
bróðir Gylfa, lát-
inn (2019).
Hinn 3. nóv-
ember 1951 giftist
Hrönn Mikael Jó-
hannessyni, sem
fæddist á Akur-
eyri 16. júlí 1927.
Hann lést 28. júlí 2001.
Börn Hrannar og Mikaels
eru:
1) Björn, f. 1950. Kona hans
er Sveinsína Guðrún Stein-
dórsdóttir, f. 1950. Þau eiga
fjögur börn og níu barnabörn.
2) Jóhannes, f. 1953. Kona
hans er Guðrún Gísladóttir, f.
1951. Þau eiga þrjú börn og
tíu barnabörn. 3) Sigurður, f.
1955. Kona hans er Inga Þor-
björg Steindórsdóttir, f. 1955.
Þau eiga fjögur börn og átta
barnabörn. 4) Sigrún Alda, f.
1964. Hún er gift Sigurði
Halldórssyni, f. 1959. Þau
eiga tvær dætur og eitt
barnabarn. Fyrir á Sigurður
tvær dætur.
Útför Hrannar Arnheiðar
fer fram frá Akureyrarkirkju
í dag, föstudaginn 19. mars
2021, klukkan 13. Í ljósi að-
stæðna í samfélaginu verða
einungis nánustu ættingjar
viðstaddir en útförinni verður
streymt á Facebook-síðunni
Jarðarfarir í Akureyrar-
kirkju.
Það er komið að kveðjustund.
Hrönn er horfin til æðri heima.
Þótt oft liðu mörg ár á milli sam-
funda okkar Hrannar slitnuðu
aldrei tengslin milli okkar og
ekkert bil þurfti að brúa þegar
fundum bar saman á ný þótt fjar-
lægðin væri stór, ég búsett með
fjölskyldu minni í Danmörku.
Ég hringdi stundum í Hrönn.
Mikið fannst mér alltaf gaman
að spjalla við hana, og hún varð
alltaf glöð að heyra í mér. Hún
átti svör við svo mörgum spurn-
ingum um fjölskylduna og mundi
svo margt og sagði mér frá
gamla tímanum. Dýrmætur fjár-
sjóður fyrir mig sem alltaf hef
haft sterkar taugar til ættingja
minna og áhuga fyrir þeim.
Fyrstu æviárin mín bjó ég í
Eyrarlandsvegi 20 í stóru
þriggja hæða reisulegu húsi sem
afi Jóhannes byggði. Þar bjuggu
pabbi og mamma með okkur
börnin, Mikka, Emil, Brynju og
mig, í risinu og Mummi móður-
bróðir í kvistherberginu, Gunn-
laug amma og afi Jóhannes á
miðhæðinni og Mikki móður-
bróðir og Hrönn með Bjössa, Jóa
og Sigga í kjallaranum og seinna
eignuðust þau Sigrúnu.
Pabbi og mamma fluttu í
Hrafnagilsstræti 28 þegar ég var
6 ára og Ragna Stína systir
fæddist þar. Það eru margar
minningar, góðar og bjartar. Ég
man að Hrönn saumaði poka ut-
an um herðatré, með mörgum
vösum, til að hengja upp, geyma
hluti í. Grænan handa mér og
bleikan handa Brynju og gaf
okkur í jólagjöf.
Sterk fjölskyldubönd, jólaboð
og samverustundir, trygg og góð
æskuár. Teknar voru fjölskyldu-
myndir. Jóhannes, afi okkar góði
með barnabörnin átta, Mikka,
Hrönn, pabba og mömmu. Það
vantaði bara Sigrúnu sem ekki
var fædd og Gunnlaug amma var
látin. Mér þykjir svo vænt um
þessar myndir.
Ég finn oft fyrir söknuði þeg-
ar ég hugsa um móðurbræður
mína, föðursystkini og maka
þeirra. Mér þótti mjög vænt um
þau öll og minningar frá barn-
æsku minni og unglingsárunum
heima á Akureyri eru mér svo
kærar. Nú hefur Hrönn kvatt,
hún lifði þau öll og náði að verða
89 ára.
Hrönn hafði næmt fegurðar-
skyn, var stórglæsileg og falleg
kona, alltaf vel klædd og smart.
Myndarleg í höndunum, bæði
hvað varðar saumaskap og aðrar
hannyrðir. Mikil húsmóðir, kök-
urnar hennar voru gómsætar og
fallega skreyttar. Þau Mikki
áttu alla tíð fallegt og smekklegt
heimili.
Ég sé Hrönn ljóslifandi fyrir
mér og heyri hana hlæja og segja
„Gulla …,“ og spyrja svo um líf
okkar Gísla og drengjanna í Dan-
mörku, um tónlist mína og
drauma. Og stríða mér á
fjólubláa litnum. Alltaf sýndi hún
mikinn áhuga, fylgdist með lífi
okkar í fjarlægð, fann til ef eitt-
hvað bjátaði á og gladdist yfir
velferð og gæfu okkar allra.
Elsku frændfólk, Bjössi, Jói,
Siggi Sigrún Alda, börn ykkar og
makar.
Við Gísli, börn, Ragna Stína og
fjölskylda, sendum samúðar-
kveðjur til ykkar allra. Minnumst
Hrannar og þökkum fyrir sam-
fylgdina og óskum henni góðrar
ferðar í ljósaheiminn, þar sem ég
veit að ástvinir munu taka á móti
henni og fagna.
Nú legg ég augun aftur
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Gunnlaug Hanna
Ragnarsdóttir.
Hrönn Arnheiður
Björnsdóttir