Morgunblaðið - 19.03.2021, Side 26

Morgunblaðið - 19.03.2021, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021 ✝ Sigurður Jó- hann Rui Helgason fæddist 18. október 2002. Hann lést 7. mars 2021. Foreldrar Sig- urðar Jóhanns eru Anna María Sig- urðardóttir og Helgi Jóhannes- son. Stjúpmóðir Sigurðar Jóhanns er Þórný Jónsdóttir, sambýlis- kona Helga. Systkini Sigurðar Jóhanns eru Anna Lucia Helgadóttir, f. 4. júní 1999, unnusti hennar er Aakash Gurung, f. 13. október myndun. Hann hefði lokið ljós- myndanáminu nú í vor og orðið stúdent að auki. Hugur hans stóð til að hefja nám í flug- virkjun eftir stúdentsprófið. Sigurður Jóhann var mikill íþrótta- og útivistarmaður. Hann var virkur félagi í björg- unarsveitinni Ársæli, fyrst í unglingadeild en var nú í þann mund að ljúka nýliðaþjálfun 1 hjá sveitinni. Sigurður Jóhann stundaði brasilískt jiu jitsu í Mjölni og aðstoðaði við þjálfun yngri flokka þar. Útförin fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 19. mars 2021, klukkan 13. Vegna sóttvarnareglna er sætafram- boð í kirkjunni takmarkað við nánustu ættingja og vini. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/4ebmae8w Hlekk á streymi má finna á https://www.mbl.is/andlat 1997, og Jóhannes L. L. Helgason, f. 11. október 2004, unnusta hans er Sóley Agnarsdótt- ir, f. 9. september 2004. Sigurður Jó- hann hóf skóla- göngu sína í Ísaks- skóla en fluttist eftir eitt skólaár þar yfir í Hlíða- skóla þar sem hann lauk grunnskólaprófi. Eftir grunn- skólanám hóf Sigurður Jóhann nám í Tækniskólanum, fyrst á náttúrufræðibraut-raftækni en flutti sig svo yfir í nám í ljós- Elsku vinur, ég vissi það þegar ég sá þig fyrst að við ættum sam- leið, eins og tvær gamlar sálir sem hittast og laðast hvor að ann- arri. Þú varst sjö ára gömul strákastelpa með svart sítt hár, lítil en samt svo stór, fínleg en samt svo sterk. Þú varst Jóhanna Lilja. Eins og með alla nálgaðist þú mig af varfærni en af miklum áhuga og við fundum báðar að á milli okkar var að myndast strengur sem fljótt varð órjúfan- legur. Það þurfti ekki alltaf orð eða aðgerðir, okkur leið bara vel saman og áður en ég vissi af varst þú orðin mikilvægasta manneskj- an í mínu lífi, ert enn og verður alltaf. Minningarnar hrannast upp og myndirnar svo margar. Þú gafst svo endalaust af þér og hreifst svo marga með. Brosið þitt bjarta svo einlægt og skín- andi, framkoma þín og fas svo yfirlætislaust. Ég sé þig þroskast úr barni í ungan mann. Þú ert Sigurður Jó- hann og þú fékkst allan þann stuðning frá fjölskyldunni sem hugsast gat og einhvern veginn fannst okkur þetta svo eðlilegt og mörg okkar hissa að hafa ekki séð þetta fyrir. Það þurfti djörf- ung og dug til að stíga þetta skref en þú gerðir það af æðruleysi og yfirvegun. Þroski þinn var miklu meiri en árin gáfu til kynna og það sem þú áorkaðir á þinni stuttu ævi var meira en margur gerði á löngu lífshlaupi. Þú varst mikill fjölskyldumað- ur og naust þín hvergi betur en innan um þitt fólk. Söknuðurinn er mikill og níst- andi sár í hjörtum okkar allra. Elsku vinur, ég kveð þig með síðasta erindinu í ljóði sem þú samdir til okkar allra og er svo einkennandi fyrir þig: Hugsaðu alltaf það bjarta gerðu það fyrir mig og ég meina það með öllu mínu hjarta að ég elska þig. Þín Þórný (Ninna). Það var mikil gleði og eftir- vænting sem greip um sig í okkar litlu fjölskyldu þegar við fréttum að von væri á Jóhönnu Lilju. Strax frá upphafi fundum við að þar fór einstök lítil manneskja sem var staðföst, dugleg og vissi hvað hún vildi. Í æsku kærði hún sig lítt um dúkkur og tjullpils – fann sig betur í boltaleikjum og „strákafötum“. Átti jafnan fleiri stráka að vinum en stelpur, var góð í öllum íþróttum og alltaf val- in fyrst í liðið í frímínútum. Undir lok grunnskóla hreyfði hún því við foreldra sína að hún skynjaði sig í röngum líkama og vildi leið- rétta það. Enginn sem ekki hefur upplifað það sjálfur getur ímynd- að sér hvers konar djörfung og þor þarf til að standa með sjálfum sér og ákveða slíkt. Að sjálfsögðu stóð öll fjölskyldan með henni og studdi við bakið á henni og Sig- urður Jóhann Rui innritaðist í Tækniskólann. Sigurður Jóhann var einstakur ungur maður. Góður námsmaður sem bjó yfir mikilli þrautseigju og seiglu og lagði rækt við hæfi- leika sína án þess þó að skyggja á aðra. Þvert á móti lagði hann sig fram um að hvetja og hjálpa öðr- um að ná markmiði sínu og veitti öðrum pláss til að láta ljós sitt skína. Samkennd var honum í brjóst borin, hann var nærgætinn og uppörvandi – fas hans allt og framkoma falleg og kærleiksrík. Jóhann var mikið náttúrubarn og gekk oft á fjöll. Því áhugamáli deildi hann með föður sínum og í fjallamennskunni voru þeir ekki aðeins feðgar heldur félagar og nánir vinir sem reiddu sig hvor á annan. Styrkti það og dýpkaði traust og fallegt samband þeirra enn frekar. Fjallamennskan sam- einaði allt það sem Jóhann brann fyrir, útsjónarsemi, glímu við fjallið sem honum var í mun að sigrast á, líkamlegt erfiði og sam- veru með öðrum í náttúru Íslands þar sem hann veitti samferða- mönnum uppörvun og stuðning alla leið. 16 ára gamall fann hann að hann treysti sér eftir nokkurn undirbúning til að takast á hend- ur þriggja daga Laugavegsgöngu ásamt jafnaldra sínum. Af stað fóru þeir – með allt á bakinu. Ferðalagið reyndi auðvitað á ungu mennina, þeir voru þreytt- ir, blautir og þrekaðir. Engu að síður lögðu þeir lykkju á leið sína til að koma ferðamanni sem hafði villst af leið til hjálpar og vísa honum á réttan veg. Þetta ferða- lag hafði mikil og jákvæð áhrif á Jóhann. Þeir félagar náðu mark- miði sínu. Tókst það sem lagt var upp með. Sigurður Jóhann hreyfði við fólki og snerti hjarta þess. Elsk- aður sonur, bróðir, ömmubarn, frændi og vinur. Björgunarsveit- armaður sem bar virðingu fyrir öðrum, var alltaf til taks og allir gátu reitt sig á. Jiu-jitsu-glímu- maður og farsæll leiðbeinandi í barnastarfinu hjá Mjölni – iðk- andi sem aðrir litu til. Þá var Jó- hann efnilegur ljósmyndari sem fangaði augnablikið af næmi og listfengi og góður ræðumaður sem heillaði jafnt lærða sem leika með framkomu sinni, kímni og á stundum heimspekilegri orð- ræðu. Er hér aðeins fátt eitt talið. Á sinni stuttu ævi hafði hann margt unnið sem mörgum lánast ekki á löngum tíma. Fyrst og síð- ast var hann þó fjölskyldumaður. Samband hans við móður sína og systkini var náið og afar gott. Í Hörgshlíðinni var mikið spjallað. Þar ríkti traust, ástúð og vinátta og stuðningur var vís. Síðustu ár bjó Jóhann alfarið hjá Helga bróður mínum og Þór- nýju á Flókagötu. Heima fyrir var Jóhann sjálfstæður, snyrti- legur og agaður í allri umgengni. Hann vildi hafa fáa hluti en vand- aða í kringum sig, var sjálfum sér nógur þegar hann vildi það við- hafa en hafði einnig ánægju af góðum félagsskap og samræðum og lagði þar jafnan gott til mála. Hundunum Kötlu og Sámi sinnti enginn eins og hann. Samband hans við Þórnýju stjúpmóður sína var einkar fallegt og náið og einkenndist af mikilli væntum- þykju, kærleik, virðingu og hlýju. Vörðu þau miklum tíma saman. Daglega gaf hann sér tíma til að hringja í ömmu sína bara rétt til að heyra í henni hljóðið, fór til hennar og heilsaði upp á hana eða kom með hana í kvöldmat til okk- ar á Freyjugötuna. Alltaf hrósaði hann matnum og sýndi matreiðsl- unni áhuga en sjálfur var hann fyrirtaks kokkur og eldaði sér iðulega mat heima fyrir þegar þannig stóð á. Milli okkar Jó- hanns var einstakt samband. Við heyrðumst mjög oft í síma og hittumst oft. Stundum kom hann við í vinnunni hjá mér bara rétt eins og hann vildi líta til með mér – vildi að ég vissi af honum. Vissi að hann var þar. Hann var næm- ur og skynjaði umhverfi sitt og líðan annarra á annan hátt en vanalegt er um fólk. Oft fannst mér hann vera eins og gömul sál full af visku og ró. Það var okkar lán, gleði og hamingja að fá að fylgjast með Jóhanni vaxa upp og þroskast svo fallega. Hófsemi hans, reglusemi og hjálpsemi hafa alltaf vakið að- dáun og það var lærdómsríkt fyr- ir okkur öll að reyna á eigin skinni hve umhyggjusamur hann var við aðra, réttsýnn og sanngjarn – grunngildi sem voru honum eðli- leg allt frá barnæsku. Jóhann var ræktarsamur með eindæmum, las vel í allar aðstæður og sá fegurð jafnt í hinu smáa sem stóra. Ógleymanlegt bros hans var svo blítt, fas hans svo létt, hvert faðmlag svo þétt. Sigurður Jó- hann Rui var einstakur mann- kostamaður sem brá ljóma á um- hverfi sitt. Harmur, sorg og sár söknuður fyllir hug og hjarta. Kristín Jóhannesdóttir. Það er þungbært að kveðja unga manneskju sem á framtíðina fyrir sér. Sigurður Jóhann vinur okkar og frændi var mikill mann- kostamaður og einstaklega góður drengur. Hann var brosmildur, hvetjandi, hugrakkur og fallegur. Hann var afar stoltur af fjöl- skyldu sinni og fjölskylda hans var ekki síður stolt af honum. Hann var líka frábær bróðir og elskaður sonur. Þessi einstaka manneskja kom næstum eins langa leið og mögu- legt er til foreldra sinna. Það var afar gefandi að sjá hana svo þroskast og eflast og verða að þeirri heilsteyptu manneskju sem Sigurður Jóhann var. Íþróttir og útivist áttu hug hans allan og nut- um við skemmtilegra stunda sam- an síðustu ár á skíðum og í fjall- göngum. Á skíðunum í Austurríki voru þeir feðgar auðvitað fyrstir af stað á morgnana og síðastir heim. Það var ekki verið að sól- unda of löngum tíma í mat enda voru þeir komnir til að njóta fjallanna. Við kveðjum Sigurð Jóhann með miklu þakklæti. Þrátt fyrir ungan aldur skilur hann mikið eftir sig. Við sem vorum svo lán- söm að þekkja hann erum auðugri því hann kenndi okkur svo margt. Við sendum okkar kæru vinum Helga og Þórnýju, Önnu Maríu, systkinunum Önnu Luciu og Jó- hannesi og fjölskyldunni allri okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um einstakan dreng lif- ir. Halldóra og Þór. Jóhann var eins og sólargeisli, hlýr og nærandi. Þetta skynjuðu allir sem honum kynntust. Allt frá því að við hittum hann fyrst, þá barn að aldri, vorum við sam- mála um að þar færi mun þrosk- aðri einstaklingur en aldur hans sagði til um. Jóhann var ekki að- eins yfirvegaður og góðviljaður heldur líka hjálpsamur og iðinn svo eftir var tekið. Sérstaklega er eftirminnileg ferð á Hornstrandir en þá var hann um 10 ára gamall. Þar gaf hann fullorðna fólkinu ekkert eftir og naut hvers augna- bliks í glímu við fjöllin, veiðar og við vinnu. Greinilegt var að þar fór barn sem naut sín vel í óspilltri náttúrunni. Jóhann varð líka fyrirmyndar- unglingur, næstum of góður til að geta talist raunverulegur. Það virtist lítið raska ró hans. Síðar bættist við staðfesta og hugrekki sem snerti okkur öll. Svo sann- arlega var hann elskaður af sín- um nánustu, sem studdu hann af heilum hug á vegferð hans og um- vöfðu hann kærleik. Það þótti öll- um sem kynntust þessum ljúfa dreng vænt um hann. En hvað erum við manneskj- urnar nema hylki utan um sál okkar og hjarta? Þótt maður elski einhvern meira en orð fá lýst og strengurinn sem tengir sé sterk- ur getur maður aldrei séð þangað inn. Það bera svo sannarlega ekki allir tilfinningarnar utan á sér. Við erum sannfærð um að Jóhann elskaði lífið, það gerir sá sem gef- ur af sér eins og hann gerði. Hann treysti sér hins vegar ekki til að lifa því áfram. Sú staðreynd er sársaukafull. Eftir sitja minning- ar um hann, hlýjar og nærandi. Kæra fjölskylda við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Meg- ið þið finna styrk í sorg ykkar. Valtýr og Sigríður (Níní). Eins og allir vita sem elt hafa föður hans á fjöll var Sigurður Jó- hann sjaldan langt undan þegar Helgi var annars vegar svo hænd- ur sem hann var að föður sínum og þeim Ninnu báðum. Fimm- vörðuháls var líklega fyrsta gang- an sem við fórum í með þeim feðg- um en þær urðu miklu fleiri og margar minnisstæðar. Hvanna- dalshnúkur var þeirra á meðal, en líka dýrleg ferð á Hornstrandir, Heljardalsheiði, Víknaslóðir og Vöðlavík svo einhverjar séu nefndar. Jóhann var sporléttur og brosmildur, skrafhreifinn þegar svo bar undir og áhugasamur um allt sem fyrir augu bar, bæði mó- tífin og náttúruna sem slíka, enda hafði hann bæði næmt auga fyrir ljósmyndun og bar náttúruvernd meira fyrir brjósti en títt er um fólk á hans aldri. Sem fjallgöngu- garpur þekkti hann vel þá áskor- un sem felst í að sigra tindinn en vissi þó jafn vel að hann er aðeins áfangi á lengri leið og gangan áfram eftir að á hólminn er komið er oft ekki síður erfið viðureignar en leiðin upp. Þegar Helgi tilkynnti á FB fyrir tæpum þremur árum um tímamótin í lífi Sigurðar Jóhanns fylltumst við stolti yfir að hann hefði tekið þetta skref. Eins og faðir hans sagði sjálfur virtist það rökrétt framhald á tilveru hans fram að því og eins og hann treystum við engum betur en Jó- hanni til að höndla þær áskoranir sem framtíðin bæri í skauti sér. Það veit þó enginn fyrr en reynt hefur hverjar þær eru og jafnvel þótt hann ætti stuðning vísan alls staðar í umhverfinu vitum við nú að stærstu glímuna hefur hann háð við sig sjálfan. Um leið og við fögnum fjöl- breytileikanum og auknu um- burðarlyndi í þjóðfélaginu í dag skulum við muna að því fylgir ákveðin áskorun fyrir hvern þann sem ekki nær að spegla sig í sam- félaginu að takast á við sjálfan sig og finna sér sinn farveg í lífinu. Oft tengjum við fjölbreytileikann við gleðigönguna og glaum og glys sem henni fylgir. Gleðigang- an og almenn þátttaka í henni er sannarlega fagnaðarefni en við skulum þó ekki gleyma því að hún er líka uppskeruhátíð ein- staklinga sem hafa þurft að gera upp við sig erfiðar spurningar í lífinu, oft á ungum aldri. Mest um vert er að við höldum áfram að styðja við þessa einstaklinga, hlú- um að og lítum til með þeim, bæði sem samfélag og hvert okkar um sig. Þannig höldum við minning- unni um Sigurð Jóhann hæst á lofti. Hugrakkan strák sem hljóp með okkur á fjöll frá unga aldri, náði að sigra svo marga tinda og stóð með sjálfum sér í lífinu. Sigurður Jóhann átti trausta bakhjarla í báðum foreldrum sín- um, Þórnýju, systkinum sínum og ömmu, og bjó frá fyrstu tíð að kærleiksríku uppeldi og góðu at- læti þeirra og stórfjölskyldunnar allrar. Hjá þeim öllum er hugur okkar í dag og með þeim munum við minnast hans um ókomna tíð. Davíð Samúelsson og Kristján Andri Stefánsson. Það var mikil gæfa þegar Anna María og Helgi fóru til Kína til að ættleiða Sigurð Jóhann. Frá fyrstu tíð var bjart yfir Sigurði Jó- hanni og hann var einstaklega skemmtilegt og þægilegt barn með góða nærveru. Þegar hann óx úr grasi komu í ljós þeir miklu mannkostir sem Sigurður Jóhann bjó yfir. Hann var yfirvegaður, skynsamur og lífsglaður með mikla kímnigáfu. Einnig lét hann sig miklu varða líðan og hagi ann- arra. Þannig var hann alltaf til- tækur fyrir aðra en var sjálfur ekki að óska eftir einhverju fyrir sig. Á sinni stuttu ævi stóð Sigurð- ur Jóhann frammi fyrir margvís- legum og miklum áskorunum. Allt hans umhverfi tók þeim for- dómalaust og af miklum stuðn- ingi. Hann sjálfur tókst á við þær svo eftir var tekið og vakti að- dáun. Framtíðin blasti því við honum og lífið allt fram undan. Því komu tíðindin um fráfall hans eins og þruma úr heiðskíru lofti. Minningin um góðan dreng mun hins vegar lifa. Þótt sorgin sé mikil og sár erum við þakklát fyrir samferðina með honum. Við öll fjölskyldan á Freyju- götu 37 vottum fjölskyldu Sigurð- ar Jóhanns og ættingjum hans okkar dýpstu samúð. Megi allt gott í þessum heimi styrkja ykk- ur og styðja. Benedikt og Úlla. Það gefur hlýju í hjartað að hugsa til barnæskunnar, sem voru bestu árin mín hingað til, og sjá hvað Jóhanna Lilja var stór hluti af mörgum minningum hennar. Uppáhaldsminningin mín um Jóhönnu er frá því við vorum saman í skíðabrekkunum á Ítalíu. Við vorum tíu ára gaml- ar. Það kemur kannski fáum á óvart að Jóhanna gat skíðað nið- ur bröttustu brekkurnar eins og hún hefði aldrei gert annað. Samt sem áður taldi Jóhanna það ekki eftir sér að bíða eftir mér þegar ég var komin eftir á og skíða á mínum hraða niður. Þetta lýsir því hvernig manneskja hún var, þolinmæðin, góðmennskan, traustið og réttlætið í fyrirrúmi. En það er aðeins brot af þeim einstöku mannkostum sem hún var gædd. Þrátt fyrir að samband okkar hafi aðeins fjarað út þegar Sig- urður Jóhann kom til sögunnar vissi ég að hann var alltaf sami duglegi, góðhjartaði og hæfi- leikaríki einstaklingurinn. Allt sem hann gerði á þessum átján árum er mikið afrek og ég tek hatt minn ofan fyrir honum fyrir að hafa hugmyndaflug, hugrekki og kjark í að ná sínum markmið- um. Ég var alltaf með þá trú að í framtíðinni myndi ég hafa hann til staðar, ég ætlaði að nýta mér ljósmyndahæfileika hans og ein- hvern tímann fara aftur með hon- um á skíði. Ég er ennþá að átta mig á þeim skrítna raunveruleika að það er ekki að fara að gerast. Ég mun samt klárlega taka hann mér til fyrirmyndar og lifa lífinu lifandi eins og hann gerði alltaf! Ég þakka fyrir þau sextán ár sem við þekktumst og vináttu sem aldrei bar skugga á. Þrátt fyrir að sársaukinn sé óbærilegur ætla ég að trúa því að Sigurður Jó- hann sé kominn á betri stað núna. Og minningu hans mun ég alltaf geyma í hjarta mér. Sigrún Ásta Halldórsdóttir. Stórt skarð hefur verið höggv- ið í hópinn okkar. Við vorum sjö sem komum heim til Íslands frá Kína með foreldrum okkar fyrir 18 árum. Við köllum okkur Kína- hópinn eða Kínafjölskylduna og höfum haldið hópinn í gegnum tíðina, hist til að leika, spjalla, eða fara í bústað og gistiheimsóknir. Þannig tengdumst við frá upphafi böndum sem eru okkur dýrmæt, við eigum sameiginlega sögu um uppruna okkar í öðru landi og enn meiri sögu um margvíslegar gefandi samvistir hér á landi. Sigurður Jóhann Rui var einn af okkur. Síðast þegar við hitt- umst öll til að eiga saman helgi í Reykjanesbæ hjá Hjördísi kom hann og gisti með okkur. Hann var léttur og brosandi, afslapp- aður og rólegur. Hann bauð okk- ur að spyrja allra þeirra spurn- inga sem við vildum um transferilinn sinn sem þá var ný- hafinn, og við fögnuðum því að nú ættum við bróður. Það var frá- bært að fylgjast með Sigurði Jó- hanni, svo flottur, alltaf á fjöllum á skíðum, í björgunarsveitinni, að æfa í Mjölni, og með ljósmynda- vélina. Alltaf með sitt ljúfa bros og kankvísa augnaráð. Við sökn- Sigurður Jóhann Rui Helgason Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.