Morgunblaðið - 19.03.2021, Page 33
sem leiddi það af sér að 2014 útskrif-
aðist ég sem veiðihundadómari eftir
tveggja ára nám. Það er sama hvort
um skot- eða stangveiði er að ræða,
mér finnst ég alltaf vera á réttum
stað þegar ég glími við náttúruna á
veiðislóð. Það er í rauninni undar-
legt að ég búi á mölinni.“
Fjölskylda
Eiginkona Kjartans er Ingibjörg
Svansdóttir, f. 23.5. 1975, þroska-
þjálfi frá Háskóla Íslands. Þau eru
búsett í Árbænum. Foreldrar Ingi-
bjargar: Svanur Bragason, f. 19.2.
1945, d. 3.8. 2018, trésmiður og Alda
Jónsdóttir, f. 8.5. 1950, verslunar-
kona, búsett í Reykjavík.
Dætur Kjartans og Ingibjargar
eru 1) Sunneva Líf Lorange, f. 29.12.
1996 í sambúð með Guðjóni Reyni
Guðjónssyni, f. 29.4. 1994, og eiga
þau eina dóttur, Móeiði Marín, f.
15.1. 2021; 2) Sylvía Lorange, f. 23.8.
2003, í sambandi með Arnari Frey
Böðvarssyni, f. 27.8. 2003.
Alsystir Kjartans er er Linda
Lorange, f. 3.11. 1965, hundasnyrtir,
búsett í Danmörku, Hálfsystkini
Kjartans: Birgir Lorange, f. 26.6.
1951, d. 28.8. 2003. Magnús Jón Sig-
urðsson, f. 2.7. 1957, kerfisfræð-
ingur, búsettur í Kópavogi; Alda
Björk Sigurðardóttir, f. 8.9. 1959,
bókari, búsett í Reykjavík; Ásta
Kristín Lorange, f. 23.2. 1961, offset-
prentari, búsett í Kópavogi.
Foreldrar Kjartans voru hjónin
Elsa Sigurðardóttir Lorange, f.
10.12. 1935, d. 24.10. 2017, hár-
greiðslukona og verslunarkona í
Reykjavík, og Kjartan Lorange, f.
25.10. 1926, d. 12.4. 2009, flugvirki og
verslunarmaður í Reykjavík.
Kjartan Ingi
Lorange
Aage Reinhold Lorange
apótekari í Stykkishólmi
Caroline Emelie Lorange
kennari í Stykkishólmi og
Reykjavík
Kai Emil Lorange
verslunarmaður í Reykjavík
Guðbjörg Guðjónsdóttir
verkakona í Reykjavík
Kjartan Lorange
flugvirki og
verslunarmaður í Reykjavík
Guðjón Jónsson
bóndi og trésmiður á
Litlu-Brekku
Guðrún Magnúsdóttir
húsfreyja á Litlu-Brekku
í Geiradal, A-Barð.
Þuríður Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Ólafur Jónatansson
verkamaður í Reykjavík
Sigurður Jón Ólafsson
söngvari í Reykjavík
Alda Valborg Jónsdóttir Polaski
húsfreyja í Kaliforníu
Jón Hjörleifsson
bóndi í Hellukoti
Margrét Ólafía
Runólfsdóttir
húsfreyja í Hellukoti á
Vatnsleysuströnd
Úr frændgarði Kjartans Inga Lorange
Elsa Sigurðardóttir Lorange
hárgreiðslukona og
verslunarkona í Reykjavík
DÆGRADVÖL 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021
Slökun eftir langan dag!
Hefur þú settmagnesíum
flögur í heita pottinn?
Það er einstaklega slakandi og róandi fyrir líkama og sál.
Magnesíumbað getur dregið úr þreytu og lúa og
undirbúið okkur betur undir svefninn.
Settu magnesíum flögurnar frá BetterYou
út í vatnið og njóttu kærkominnar slökunar.
Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
„ÞAÐ EINA SEM ÞÚ TALAR UM ER VEÐRIÐ.
VIÐ EIGUM AÐ HRÆÐA FUGLANA, EKKI
DREPA ÞÁ ÚR LEIÐINDUM.“
„HANN LANGAR TIL AÐ SEGJA ÞÉR AÐ
LYFIN VIRKI EKKI.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að ganga veg
hamingjunnar saman.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
LEIÐIST SVO
MIKIÐ
ÞETTA
HJÁLPAR SMÁ
EINN ÚR LIÐINU LÆDDIST
INN Í KASTALANN. HANN MUN
KVEIKJA Á KYNDLI ÞEGAR
VÖRÐURINN SOFNAR!
HVER
FÓR?
KÁRI „KLAUFABÁRÐUR“!
Eyjólfur Ó. Eyjólfsson skrifaðifyrir viku rúmri í Boðnar-
mjöð: „Uppi eru hugmyndir í borg-
arstjórn um að friðlýsa Grafarvog-
inn og leirurnar í honum. Þetta er
þröngsýnt fólk sem hugsar
skammt og sér ekki sólina fyrir
fuglum og öðru náttúrurugli. Því
legg ég fram vel ígrundaða hug-
mynd sem ekki er á draumórum
byggð“:
Nú aukum við íbúagæði
og stöðvum allt stórsjávarflæði
en flestir menn sjá
að við fyllingu þá
fæst fyrirtaks sportbílastæði.
Jón Gissurarson skrifaði á dög-
unum: „Eftir blíðviðri undanfarna
daga og vikur er nú komin norð-
austan hríðarjagandi með strekk-
ingsvindi. Meðalvindhraði er nú
um 15 m sek. Hefur mest farið í 22
m sek. síðasta sólarhring“:
Hrellir tíðin mann og mey
magnast hríðin getur.
Eftir blíðu yl og þey
að mér kvíða setur.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir gef-
ur ráð við kvefi:
Mitt er ráðið meira en falt
mín er reynsla það er satt.
Að brennivínið bætir allt
bara það sé drukkið hratt.
Enn yrkir Hólmfríður:
Mikið var Málfríður ríka
málug og karlskrattinn líka.
Heima hjá þeim
var oft heilmikið geim
og baneitruð kjaftaklíka.
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Sigríður Ólafsdóttir yrkir:
Framtíðin verður ljúf og létt
um lífsins beinan veg
því bæði erum bólusett
bóndinn minn og ég.
„Nostalgía“, – Páll Jónasson í
Hlíð orti:
„Við síladráp áður ég undi,“
sagði værukær aldraður lundi.
„Þá hræddist ég fátt
og hafið var blátt
og gaman á Grímseyjarsundi.“
Á fyrstu blaðsíðu Ljóðmæla Páls
Andrés Björnsson orti:
Arkipela- yfir –gus
öðling sigla náði,
fjöllum Káka- fram í –sus
fólkorrustu háði.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sportbílastæði
og Málfríður ríka