Morgunblaðið - 19.03.2021, Page 34

Morgunblaðið - 19.03.2021, Page 34
34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021 Evrópudeild karla 16-liða úrslit, seinni leikir: Molde – Granada...................................... 2:1 - Björn Bergmann Sigurðarson lék fyrstu 63 mínúturnar með Molde. _ Granada áfram, 3:2 samanlagt. Arsenal – Olympiacos ............................. 0:1 - Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik- mannahópi Arsenal. - Ögmundur Kristinsson var ekki í leik- mannahópi Olympiacos. _ Arsenal áfram, 3:2 samanlagt. Dinamo Zagreb – Tottenham ......... (frl.) 3:0 _ Dinamo áfram, 3:2 samanlagt. Shakhtar Donetsk – Roma ...................... 1:2 _ Roma áfram, 5:1 samanlagt. AC Milan – Manchester United.............. 0:1 _ Manch. Utd áfram, 1:0 samanlagt. Rangers – Slavia Prag ............................. 0:2 _ Slavia áfram, 3:1 samanlagt. Villarreal – Dynamo Kiev........................ 2:0 _ Villarreal áfram, 4:0 samanlagt. Young Boys – Ajax ................................... 0:2 _ Ajax áfram, 5:0 samanlagt. 4.$--3795.$ Þýskaland RN Löwen – Ludwigshafen ............... 31:27 - Ýmir Gíslason skoraði ekki fyrir Löwen. Hannover-Burgdorf – Magdeburg.... 27:29 - Ómar Ingi Magnússon skoraði 7 mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist- jánsson 5. Lemgo – Leipzig.................................. 28:23 - Bjarki Már Elísson skoraði 8 mörk fyrir Lemgo. _ Flensburg 32, Magdeburg 30, Kiel 29, RN Löwen 28, Füchse Berlín 27, Göppin- gen 25, Bergischer 24, Melsungen 21, Wetzlar 21, Leipzig 21, Stuttgart 21, Lemgo 20, Erlangen 20, Hannover-Burg- dorf 18, Minden 14, Balingen 11, Lud- wigshafen 9, Nordhorn 9, Essen 7, Coburg 7. Pólland Bikarkeppnin, undanúrslit: Kielce – Wisla Plock............................ 29:27 - Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 3 mörk fyrir Kielce en Haukur Þrastarson er frá keppni vegna meiðsla. Svíþjóð 8-liða úrslit, fyrsti leikur: Skövde – Alingsås ............................... 26:24 - Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði ekki fyrir Skövde. - Aron Dagur Pálsson lék ekki með Al- ingsås. Sviss Wacker Thun – Kadetten ................... 27:31 - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten sem er í öðru sæti deildarinnar. %$.62)0-# Dominos-deild karla Þór Þ. – Stjarnan.................................. 92:83 Höttur – KR.......................................... 97:98 Haukar – Grindavík ............................. 76:81 Valur – Tindastóll ................................. 90:79 Staðan: Keflavík 14 12 2 1289:1119 24 Þór Þ. 15 10 5 1472:1347 20 KR 15 10 5 1366:1373 20 Stjarnan 15 10 5 1403:1327 20 Grindavík 15 8 7 1344:1370 16 Valur 15 7 8 1255:1272 14 ÍR 14 7 7 1240:1226 14 Þór Ak. 14 6 8 1237:1299 12 Tindastóll 15 6 9 1339:1383 12 Njarðvík 14 5 9 1173:1203 10 Höttur 15 4 11 1316:1404 8 Haukar 15 3 12 1244:1355 6 1. deild kvenna Vestri – Fjölnir b .................................. 47:79 Staðan: ÍR 11 10 1 741:566 20 Njarðvík 10 9 1 785:544 18 Grindavík 11 7 4 803:705 14 Fjölnir b 10 5 5 684:614 10 Hamar-Þór 11 5 6 690:723 10 Stjarnan 11 4 7 710:737 8 Tindastóll 12 4 8 653:759 8 Vestri 13 3 10 713:983 6 Ármann 9 2 7 527:675 4 NBA-deildin Detroit – Toronto ............................. 116:112 Indiana – Brooklyn........................... 115:124 Philadelphia – Milwaukee....... (frl.) 105:109 Washington – Sacramento............... 119:121 Cleveland – Boston........................... 117:110 Chicago – San Antonio....................... 99:106 Houston – Golden State..................... 94:108 Memphis – Miami................................. 89:85 Denver – Charlotte........................... 129:104 Dallas – LA Clippers.......................... 105:89 _ Efst í Austurdeild: Philadelphia 28/13, Brooklyn 28/13, Milwaukee 26/14, Miami 22/19, Charlotte 20/19, Atlanta 20/20. _ Efst í Vesturdeild: Utah 29/10, Phoenix 26/12, LA Lakers 27/13, LA Clippers 26/16, Denver 24/16, Portland 23/16, San Antonio 21/16, Dallas 21/18, Golden State 21/20. 4"5'*2)0-# KÖRFUBOLTINN Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Þór frá Þorlákshöfn tók annað sætið af Stjörnunni er liðin mættust í 15. umferð úrvalsdeildar karla í körfu- knattleik, Dominos-deildinni, í gær- kvöldi. Eftir tvö töp í röð í síðustu leikjum unnu Þórsarar sætan 92:83- heimasigur á Garðbæingum og fóru fyrir vikið upp í 20 stig og í annað sætið. Þetta er annar sigur Þórs á Stjörnunni á tímabilinu, liðið vann fyrri leikinn 111:100 í Garðabænum, og þá var þetta annar tapleikur Stjörnunnar í röð. Að vísu fóru gestirnir betur af stað í leiknum og voru með fínt forskot í hálfleik, 46:33. Það var svo eitthvað allt annað Þórslið sem mætti til leiks eftir hlé, með Litháann Adomas Drungilas í fararbroddi. Sá tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar á fé- laga sína ásamt því að skora tíu stig. Stigahæstur var Callum Lawson með 21 stig fyrir heimamenn en Ægir Þór skoraði 20 fyrir Stjörnuna. Þrjú lið eru nú með 20 stig í 2.-4. sæti. Þórsarar eru í öðru sætinu vegna innbyrðis viðureigna, KR í öðru og Stjarnan í þriðja. Keflavík er því áfram með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar og á að auki eftir að spila í þessari umferð, liðið mætir nágrönnum sínum í Njarðvík í kvöld. Valur að komast á skrið Það virðist sem gríðarlega vel mannað lið Vals sé að komast á skrið en liðið vann sinn þriðja sigur í röð er það lagði Tindastól að velli á Hlíðar- enda, 90:79. Liðin voru jöfn í deild- inni fyrir leikinn, bæði með 12 stig í 8. og 9. sæti. Valsarar virðast hins vegar nú á uppleið, eru komnir í 6. sæti, tveimur stigum á eftir Grinda- vík. Tindastóll virðist aftur á móti á leið í öfuga átt, Sauðkrækingar hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og eiga á hættu að sogast niður í fallbaráttuna. KR vinnur áfram á útivelli Mikil dramatík var á Egilsstöðum þar sem heimamenn í Hetti tóku á móti KR. Nýliðarnir voru yfir lengst af og grátlega nálægt fræknum sigri en Vesturbæingar héldu uppteknum hætti er þeir unnu enn einn útileik- inn í vetur, 98:97. KR hefur nú unnið alla átta útileiki sína á tímabilinu en stórliðið þurfti heldur betur að hafa fyrir því í gær. Heimamenn voru yfir lengi vel, með Michael Mallory í aðal- hlutverki en hann skoraði 27 stig, flest allra. Þegar fimm sekúndur voru til leiksloka skoraði Tyler Sabin hins vegar þriggja stiga körfu sem reyndist sú síðasta í leiknum. Sabin skoraði 26 stig í gær og hefur heldur betur reynst KR-ingum drjúgur í vetur. Eftir fimm leikja sigurhrinu fengu KR-ingar skell í síðustu um- ferð þegar erkifjendurnir í Val komu í heimsókn og unnu sinn fyrsta sigur í Vesturbænum í 22 ár. Það hefði gert illt verra að tapa gegn nýlið- unum í gær en KR-ingar sneru aftur á sigurbraut, með herkjum. Höttur er hins vegar áfram í fallsæti með átta stig og hefur nú tapað síðustu þremur leikjum sínum. Grindavík lagði botnliðið Botnlið Hauka mátti þola 81:76- tap á Ásvöllum gegn Grindavík í fyrsta leik liðsins eftir að þjálfarinn Israel Martin var látinn taka poka sinn í vikunni. Sævaldur Bjarnason, sem var aðstoðarmaður Martins, stýrði liðinu af hliðarlínunni í gær en hafði þó ekki erindi sem erfiði að þessu sinni. Bandaríkjamaðurinn Kazembe Abif skoraði 25 stig fyrir Grindvíkinga sem tylltu sér í 5. sætið og hafa þar 16 stig. Eru fjórum stig- um frá næstu liðum og tveimur á undan ÍR. Þórsarar tóku ann- að sætið - Valsarar að komast á skrið - Áttundi útisigurinn í röð hjá KR Morgunblaðið/Eggert Innkoma Jordan Roland sækir að körfunni á Hlíðarenda í gærkvöldi. Sá hefur komið vel inn í Valsliðið og skorað að meðaltali 29 stig í leik. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Jón Daði Böðvars- son og Rúnar Alex Rúnarsson mega koma til Þýskalands vegna leiksins gegn Þjóðverjum í Duisburg í und- ankeppni HM næsta fimmtudag. Heilbrigðisyfirvöld í Nordrhein- Westfalen, sem Duisburg tilheyrir, heimiluðu í gær þýska knattspyrnu- sambandinu að taka á móti leik- mönnum frá Bretlandseyjum, með mjög ströngum skilyrðum. Sama gildir þá um leikmenn þýska lands- liðsins sem spila með enskum lið- um. Mega koma til Þýskalands Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Leyfi Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson. Octavio Páez, 21 árs gamall knatt- spyrnumaður frá Venesúela, er genginn til liðs við Reykjavíkur- félagið Leikni, sem er nýliði í úr- valsdeildinni í ár, og leikur með því á komandi tímabili. Páez er miðju- maður og var í röðum króatíska fé- lagsins Istra frá árinu 2018. Þar lék hann aðallega með yngri liðum fé- lagsins en einnig sjö leiki í efstu deild, síðast í september 2020, en hann hefur verið samningslaus síð- an í október. Páez lék á sínum tíma fimm leiki með U17-ára landsliði Venesúela. Frá Venesúela í Breiðholtið Ljósmynd/Leiknir Mættur Octavio Páez er kominn til liðs við Leiknismenn. Manchester United og Arsenal halda uppi heiðri Englands í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fót- bolta á meðan Tottenham lauk keppni með dapurlegri frammistöðu í Zagreb í gærkvöldi. Paul Pogba tryggði United sætan útisigur gegn AC Milan á San Siro, 1:0, og þar með 2:1 samanlagt, með laglegu marki á annarri mínútu síð- ari hálfleiks. Honum hafði verið skipt inn á sem varamanni í hálfleik. Arsenal tapaði 0:1 á heimavelli fyrir Olympiacos en var ekki í telj- andi hættu á að falla úr keppni eftir að hafa unnið fyrri leikinn í Grikk- landi, 3:1. Tottenham fór til Króatíu með 2:0 forskot gegn Dinamo Zagreb en tap- aði 3:0 eftir framlengingu. Mislav Orsic var hetja Dinamo og skoraði þrennu í leiknum. Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í Molde luku keppni með sóma. Norska liðið vann Granada frá Spáni, 2:1, á „heimavelli“ í Búdapest og tapaði 2:3 samanlagt. Björn var fremsti maður Molde í rúman klukkutíma en liðið var með 1:0 for- ystu í 45 mínútur. vs@mbl.is AFP Hetjan Paul Pogba fagnar innilega markinu gegn AC Milan sem reyndist vera sigurmark Manchester United í einvíginu gegn ítalska félaginu. Pogba afgreiddi Milan á San Siro - Hetjulegri framgöngu Molde lokið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.