Morgunblaðið - 19.03.2021, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 19.03.2021, Qupperneq 35
ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021 _ Þórey Anna Ásgeirsdóttir leikur ekki meira með handknattleiksliði Vals á þessu keppnistímabili. Skýrt var frá því gær á samfélagsmiðlum félagsins að hún væri barnshafandi en fyrr í vetur fóru tveir samherjar henn- ar, Arna Sif Pálsdóttir og Hildur Björnsdóttir, einnig í barneignarfrí. Þórey Anna er næstmarkahæsti leik- maður Vals í vetur en hún hefur skor- að 56 mörk í 12 leikjum liðsins í Olís- deild kvenna á tímabilinu. _ Þórsarar á Akureyri hafa fengið til sín serbneskan knattspyrnumann, Peter Planic. Hann er 32 ára mið- vörður og lék í heimalandinu til 2016, m.a. með OFK Belgrad, en hefur kom- ið víða við á undanförnum árum. Hann spilaði síðast á Maldive-eyjum en þar á undan í Bangladesh, Bosníu, Indónesíu, Moldóvu og Líbanon. _ Hákon Rafn Valdimarsson, mark- vörður Gróttu, er orðaður við sænska úrvalsdeildarliðið Elfsborg en fótbolti.net skýrði frá þessu í gær. Hákon er 19 ára gamall og er einn þriggja markvarða 21-árs landsliðsins sem eru á leið í lokakeppni EM. _ Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru komnir með Magdeburg í annað sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir úti- sigur á Hannover-Burgdorf í gær- kvöldi, 29:27. Þeir létu mikið að sér kveða, Ómar skoraði sjö mörk og Gísli fimm en Magdeburg fór upp fyrir Kiel og í annað sætið. Þá skoraði Bjarki Már Elísson átta mörk fyrir Lemgo í sigri á Leipzig, 28:23, en hann, Ómar og Viggó Kristjánsson eru þrír af fimm markahæstu leikmönnum deild- arinnar. _ Jón Dagur Þorsteinsson, leik- maður AGF í Danmörku, verður fyrir- liði 21-árs landsliðsins í fót- bolta í úrslitakeppni EM í Ungverjalandi. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, skýrði frá þessu á frétta- mannafundi í gær. Jón Dagur er leikjahæstur þeirra sem fara á mótið og var fyrir- liði í öllum þeim sjö leikjum sem hann spilaði með liðinu í undan- keppninni. Eitt ogannað KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Höllin Ak: Þór Ak. – ÍR........................ 18.15 Blue-höllin: Keflavík – Njarðvík ......... 20.15 1. deild karla: Ísafjörður: Vestri – Fjölnir.................. 19.15 Álftanes: Álftanes – Hrunamenn........ 19.15 Smárinn: Breiðablik – Hamar............. 19.15 Borgarnes: Skallagrímur – Sindri ...... 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Kórinn: HK – Vængir Júpíters ........... 19.30 Hleðsluhöll: Selfoss U – Víkingur....... 19.30 Ásvellir: Haukar U – Kría ........................ 20 Dalhús: Fjölnir – Fram U.................... 20.45 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Víkingsv.: Víkingur R. – Keflavík ............ 19 Eimskipsvöllur: Þróttur R. – ÍBV ........... 18 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Akureyri: SA – SR..................................... 20 Í KVÖLD! Íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik mætir Norður-Makedóníu í fyrsta leiknum í undankeppni heimsmeistaramótsins í Skopje í dag. Þá er leikið við Grikkland á morgun og Litháen á sunnudag en tvö efstu lið riðilsins komast áfram í umspil um sæti í lokakeppninni. Ís- land og Norður-Makedónía mætt- ust á sama stigi keppninnar í Skopje fyrir rúmum tveimur árum og Ísland beið þá lægri hlut, 21:29. Liðin tvö fóru bæði áfram en töp- uðu fyrir Slóveníu og Spáni í um- spilinu. Freista þess að hefna í Skopje Morgunblaðið Íris Jóhannsdóttir HM 2021 Íslenska liðið leikur gegn Norður-Makedóníu í dag. Kvennalið Þórs/KA í knattspyrnu hefur fengið liðsauka fyrir kom- andi keppnistímabil, en þrír erlend- ir leikmenn hafa samið við Akur- eyrarfélagið. Það eru Sandra Nabweteme frá Úganda, Miranda Smith frá Kanada og Colleen Kenn- edy frá Bandaríkjunum. Nabwe- teme er framherji sem hefur skorað mikið í bandaríska háskólafótbolt- anum, Kennedy er einnig framherji og kemur frá Sandviken í sænsku B-deildinni og Smith, sem leikur á miðjunni, lék á síðasta ári með TPS í finnsku úrvalsdeildinni. Þrjár erlendar til Akureyrar Ljósmynd/Swosu Framherji Sandra Nabweteme leik- ur með Þór/KA í sumar. EM U21 ÁRS Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Tíu árum eftir að Ísland komst í fyrsta skipti í lokakeppni Evrópu- móts 21-árs landsliða karla í fótbolta, og náði fimmta sæti EM í Danmörku sumarið 2011, er íslenska landsliðið í þessum aldursflokki aftur á leið á EM. En óhætt er að segja að himinn og haf séu á milli hópsins sem Davíð Snorri Jónasson tilkynnti í gær fyrir Ungverjalandsferðina í næstu viku, og hópsins sem Eyjólfur Sverrisson fór með á EM 2011 og var einu marki frá því að komast í úrslitaleik um sæti á Ólympíuleikunum í London sumarið 2012. Samanburðurinn á þessum tveim- ur hópum leiðir eitt og annað áhuga- vert í ljós. _ Á EM 2011 fóru fjórtán leik- menn sem höfðu spilað með A- landsliði Íslands, samtals 87 lands- leiki. Á EM 2021 fara átta leikmenn sem hafa spilað samtals 24 A-lands- leiki. Hafði spilað 23 A-landsleiki _ Á EM 2011 fór leikmaður með 23 A-landsleiki að baki, Aron Einar Gunnarsson, og þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Rúrik Gíslason og Arnór Smárason höfðu allir spilað 10 A-landsleiki. Leikjahæstir í A-lands- liði af þeim sem fara á EM 2021 eru Mikael Anderson með 7 leiki og Jón Dagur Þorsteinsson með 6 en hinir sex hafa leikið einn til þrjá leiki með A-landsliðinu. _ Á EM 2011 voru 17 leikmenn af 23 á tveimur eldri árgöngunum og aðeins sex í hópnum voru gjaldgengir í næsta 21-árs landslið. Á EM 2021 fara aðeins 10 leikmenn úr tveimur eldri árgöngunum en hinir þrettán eru allir gjaldgengir með liðinu í næstu keppni. Mun yngra lið núna _ Af þeim 23 leikmönnum sem fóru á EM 2011 komu átta frá liðum í efstu deildum Þýskalands (Gylfi Þór Sigurðsson), Belgíu (Alfreð Finn- bogason og Bjarni Þór Viðarsson), Hollands (Jóhann Berg og Kolbeinn Sigþórsson), Skotlands (Eggert Gunnþór Jónsson) og úr tveimur efstu deildum Englands (Aron Einar Gunnarsson og Hólmar Örn Eyjólfs- son). Af þeim 23 sem fara á EM 2021 leikur einn í efstu deild á Ítalíu (Andri Fannar Baldursson) og einn í Hvíta-Rússlandi (Willum Þór Will- umsson) en fjórtán spila með liðum á Norðurlöndum utan Íslands, fjórir þeirra í næstefstu deild. _ Af þeim 23 leikmönnum sem fóru á EM 2011 léku níu enn með lið- um í íslensku úrvalsdeildinni en að- eins fjórir þeirra sem eru á leið á EM 2021 koma úr þeirri deild. Til viðbótar þessum bláköldu stað- reyndum er margt fleira sem spilar inn í samanburðinn á þessum tveim- ur liðum. 21-árs liðið hafði forgang Þáverandi þjálfari A-landsliðsins, Ólafur Jóhannesson, var búinn að kippa stórum hluta 21-árs liðsins inn í sinn hóp og margir þeirra höfðu verið í byrjunarliði Íslands í undan- keppni EM karla frá haustinu 2010. Ólafur fékk hins vegar ekki að nota þessa leikmenn 21-árs liðsins í heimaleik gegn Portúgal í október 2010. KSÍ ákvað að 21-árs liðið hefði forgang og í stað þess að mæta Cristiano Ronaldo og fé- lögum á Laugardalsvelli fóru þeir í tvo umspilsleiki gegn Skotum á sama tíma og tryggðu Íslandi sæti á EM. Ákvörðunin var umdeild á sínum tíma en hún skilaði sér í því að Ísland vann Skotland í umspilinu, 2:1 á Laugardalsvelli þar sem Jóhann Berg Guðmundsson og Almarr Orm- arsson skoruðu mörkin, og aftur 2:1 í Edinborg þar sem Gylfi Þór Sigurðs- son skoraði tvö eftirminnileg mörk. Annað þeirra af 30 metra færi í markvinkilinn. Núna hefur A-landsliðið forgang og 21-árs liðið verður ekki eins sterkt í Ungverjalandi og það hefði mögulega getað verið því mótið þar er á sama tíma og fyrstu leikir Íslands í undankeppni HM. Og rétt er að taka fram að ein- ungis átta lið komust í lokakeppni EM í Danmörku árið 2011, sem und- irstrikar enn frekar afrek íslenska liðsins sem skildi Þýskaland eftir með sárt ennið í þriðja sæti undan- riðilsins. Á EM 2021 leika sextán lið því lokakeppnin nú er helmingi stærri en fyrir tíu árum. Leiðin er ekki eins greið Þá er óhætt að segja að leiðin í A-landsliðið hefi verið mun greiðari fyrir „gamla gengið“ á árunum 2010 og 2011 en fyrir strákana sem nú skipa 21-árs landsliðið. Núna er stór hluti þeirra leikmanna sem léku í lokakeppni EM í Danmörku árið 2011 enn í A-landsliðinu. Þetta eru leikmenn sem hafa náð besta árangri Íslandssögunnar á undanförnum tíu árum, komist í lokakeppni bæði EM og HM, og eru smám saman að raða sér í efstu sætin yfir leikja- og markahæstu landsliðsmenn Íslands frá upphafi. Það er hægara sagt en gert fyrir yngri strákana að slá þá út. Allt öðruvísi en árið 2011 - Gríðarlega mikill munur á 21-árs liðunum frá EM 2011 til EM 2021 - Mun óreyndara og yngra lið sem fer í lokakeppnina í Ungverjalandi í næstu viku Morgunblaðið/Kristinn EM 2011 Bjarni Þór Viðarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason fagna marki í undankeppninni. MARKVERÐIR: Patrik Sigurður Gunnarsson (2000), Silkeborg, Danmörku ................ 10 0 Elías Rafn Ólafsson (2000), Fredericia, Danmörku..................................4 0 Hákon Rafn Valdimarsson (2001), Gróttu................................................. 0 0 VARNARMENN: Ari Leifsson (1998), Strömsgodset, Noregi ............................................ 17 1 Hörður Ingi Gunnarsson (1998), FH........................................................ 15 0 Ísak Óli Ólafsson (2000), SönderjyskE, Danmörku ................................. 8 2 Finnur Tómas Pálmason (2001), Norrköping, Svíþjóð............................ 3 0 Róbert Orri Þorkelsson (2002), Breiðabliki.............................................. 3 0 Valgeir Lunddal Friðriksson (2001), Häcken, Svíþjóð............................ 1 0 MIÐJUMENN: Jón Dagur Þorsteinsson (1998), AGF, Danmörku ................................. 21 5 Alex Þór Hauksson (1999), Öster, Svíþjóð .............................................. 18 1 Willum Þór Willumsson (1998), BATE Borisov, Hvíta-Rússlandi........ 17 3 Kolbeinn Birgir Finnsson (1999), Dortmund II, Þýskalandi ................ 15 0 Stefán Teitur Þórðarson (1998), Silkeborg ............................................ 14 1 Mikael Neville Anderson (1998), Midtjylland, Danmörku .................... 13 0 Þórir Jóhann Helgason (2000), FH ............................................................ 6 0 Kolbeinn Þórðarson (2000), Lommel, Belgíu ........................................... 6 0 Ísak Bergmann Jóhannesson (2003), Norrköping, Svíþjóð .................... 4 0 Andri Fannar Baldursson (2002), Bologna, Ítalíu.................................... 3 0 SÓKNARMENN: Sveinn Aron Guðjohnsen (1998), OB, Danmörku................................... 15 6 Brynjólfur Andersen Willumsson (2000), Kristiansund, Noregi ......... 12 1 Valdimar Þór Ingimundarson (1999), Strömsgodset, Noregi................ 8 1 Bjarki Steinn Bjarkason (2000), Venezia, Ítalíu ...................................... 2 0 Hópurinn sem fer á EM Morgunblaðið/Eggert EM 2021 Alfons Sampsted, Brynjólfur Willumsson, Stefán Teitur Þórðarson og Ari Leifsson fagna marki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.