Morgunblaðið - 19.03.2021, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 19.03.2021, Qupperneq 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ sýnd með íslensKu og ensKu talı SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. FRANCESMcDORMAND MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO PEOPLE’S CHOICE AWARD TORONTO FILM FESTIVAL SIGURVERARI GOLDEN LION BEST FILM VENICE FILM FESTIVAL SIGURVERARI EVENING STANDARD THE GUARDIAN TOTAL FILM THE DAILY TELEGRAPH TIME OUT EMPIRE BESTA MYNDIN BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI Frances McDormand BESTI LEIKSTJÓRI Chloé Zhao 6 ÓSKARS TILNEFNINGAR MEÐAL ANNARS ® 94% 96% 94% 99% BESTA MYNDIN R iddurum réttlætisins er lýst sem frá- bærri hasarkómedíu á miðasölu- vefnum Tix.is og af því mætti halda að ekkert væri dramað í henni sem þó er nóg af. Í myndinni segir af liðsforingja í danska hernum, Markus (Mikkelsen), sem er kallaður heim þegar eiginkona hans deyr í lestarslysi en dóttir þeirra lifir af. Tölfræðingur nokkur að nafni Otto (Kaas) bauð konunni sæti sitt í lest- inni og er fullur sektarkenndar og einnig sann- færður um að slysið hafi alls ekki verið slys heldur hryðjuverk og tilgangurinn að drepa lyk- ilvitni í dómsmáli. Vitnið átti að koma Kurt (Möller), foringja glæpaklíkunnar Riddarar rétt- lætisins, bak við lás og slá en þar sem ekkert er vitnið er Kurt nú frjáls ferða sinna. Otto er heltekinn af líkindareikningi og kemst að því að vitnið tók oft þessa lest og sat alltaf á sama stað, í sama vagni og sama sæti. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að sá sem vildi mann- inn feigan hafi vitað þetta og þykist hafa komið auga á tilræðismanninn, dularfullan mann sem skildi eftir sig heila samloku og nær fulla flösku af djús í lestinni. Enginn kaupir sér dýra sam- loku og djús, hugsar Otto með sér, og skilur eft- ir í lest og þar af leiðandi hlýtur þetta að hafa verið hryðjuverkamaður. Otto fer á fund Markusar, hermannsins sem virðist algjörlega tilfinninga- og svipbrigðalaus í túlkun Mads Mikkelsen, ásamt vini sínum og samstarfsmanni, Lennart (Brygmann). Otto og Lennart tekst að sannfæra Markus um kenning- una og Markus virðist ekkert þrá heitar en að hefna konu sinnar. Otto og Lennart fá til liðs við sig tölvusnillinginn Emmenthaler (Bro) sem er, líkt og þeir félagar, stórfurðurlegur náungi. Emmenthaler tekst með andlitsgreiningarforriti að hafa uppi á manninum sem skildi eftir sam- lokuna og djúsinn og fara mennirnir fjórir á hans fund. Er þá fjandinn laus og í ljós kemur að Markus er ekkert lamb að leika sér við. Saman við þessa hefndarsögu, sem oft er spaugileg, fléttast svo stirt samband Markusar við dóttur sína Mathilde (Gadeberg) sem vill að faðir hennar leiti sér hjálpar hjá sálfræðingi, og kærasta hennar sem vill hjálpa til en fær heldur óblíðar móttökur hjá hermanninum. Kómíkin léttir á ofbeldinu Hefndarsögur eru sérflokkur í kvikmyndum og oft eru þær lítið annað en ofbeldið, oftast mið- aldra karlar að skjóta aðra miðaldra karla og limlesta. Í þessari mynd er vissulega góður skammtur af morðum og limlestingum þannig að jaðrar við subbuskap, til dæmis þegar menn eru skotnir í höfuðið af stuttu færi og jafnvel á færi- bandi. Ef ekki væri fyrir kómík og skrautlegar persónur væri Riddarar réttlætisins enn ein hefndarsagan og allt eins hægt að skipta Mads Mikkelsen út fyrir gömlu harðhausana Liam Neeson eða Mel Gibson. En sem betur fer er þetta ekki þannig mynd, enda nóg komið af slík- um og meira í anda kvikmynda leikstjóra á borð við Tarantino. Samleikur þeirra Mikkelsen, Kaas, Brygmann og Bro er kostulegur og eftirminnilegustu og bestu atriði myndarinnar sýna harða árekstra hermannsins við furðufuglana þrjá. Markus er þögla harða týpan sem trúir ekki á æðri mátt- arvöld og segir syrgjandi dóttur sinni að henni sé hollast að horfast í augu við það að móðir hennar sé endanlega horfin og að ekkert líf sé að þessu loknu. Markus er lítið fyrir að tjá sig með orðum, kýs heldur að tala með hnefunum og leysa þannig úr ágreiningi. Þríeykið furðulega, tölfræðingarnir og tölvuséníið, er hins vegar málglatt og ekki á því að láta Markus í friði. Leiðir það til spaugilegra rifrilda því Markus þaggar hiklaust niður í þeim sem honum finnst tala of mikið. Myndin er þó ekki laus við óþarfar hliðarsögur á borð við misnotkun í æsku á einum furðufuglanna og af ungum manni sem hefur verið þvingaður til vændis og gerist húshjálp eftir að hafa losnað úr þeirri þrælkun. Grín er notað til að létta á dramatík og ofbeldi og stundum er þetta grín gott og stundum ekki. Í stiklu myndarinnar má sjá Lennart segja við dóttur Markusar að hún sé lítil og feit pylsa en dóttir hans er á táningsaldri og auk þess að syrgja nýlátna móður sína. Líklega er þetta gert til þess að sýna að Lennart sé vonlaus í mann- legum samskiptum en grínið fellur flatt. Óþarfa dramatík kemur líka við sögu, til dæmis þegar skýringa er leitað á hegðun Ottos og Lennarts sem eru algjörlega óþarfar og óþarflega ýktar. Það sniðugasta við myndina er hins vegar ekki grínið eða hasarinn heldur grunnhugmynd- in sem sagan er byggð á. Nú má ekki segja of mikið en hún tengist slagorði myndarinnar, „ekkert er tilviljun“. Er það svo? Öll þekkjum við að ákvarðanir okkar í lífinu leiða okkur í ólík- ar áttir. Ef Jón hefði ekki farið í Menntaskólann við Sund og kynnst Gunnu hefðu börn þeirra Björn og Halldóra ekki orðið til og börn þeirra Sigurður og Jóna ... og svo framvegis. Myndin hefst á örlagaríku atriði og hringnum er lokað hnyttilega í bláendann með öðru atriði sem tengist því með beinum hætti. Þessi pæling og ákveðin uppgötvun í seinni hluta myndar- innar lyfta henni skör hærra og að öllu saman- lögðu er Riddarar réttlætisins hin fínasta skemmtun. Leikararnir eru stórgóðir og sam- leikur þeirra Mikkelsen, Brygmann, Kaas og Bro frábær, sem fyrr segir. Hin unga Gadeberg er ekki síðri í hlutverki dótturinnar, Mathilde. Tölfræði og tilviljanir Mistök Óprúttinn náungi beinir skammbyssu að Markus sem Mads Mikkelsen leikur og Otto, Lennart og Emmenthaler fylgjast óttaslegnir með. Reynast þetta afdrifarík mistök hjá hinum óprúttna. Smárabíó og Háskólabíó Riddarar réttlætisins/ Retfærdighedens rittere bbbmn Leikstjóri og handritshöfundur: Anders Thomas Jen- sen. Byggt á hugmynd Jensen og Nikolaj Arcel. Aðal- leikarar: Mads Mikkelsen, Nikolaj Lie Kaas, Andrea Heick Gadeberg, Lars Brygman, Nicolas Bro, Gustav Lindh og Roland Möller. Danmörk, 2020. 116 mínútur. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Hljómsveitar- stjórinn James Levine er látinn, 77 ára að aldri. Hann var einn virtasti stjórn- andinn í Banda- ríkjunum og stýrði hlómsveit Metropolitan óperuhússins í New York í nær hálfa öld, lengstum sem aðalstjórn- andi hennar. Glæstum ferli hans þar lauk með látum fyrir þremur árum þegar hann var rekinn frá óperuhúsinu eftir uppljóstranir um að árum saman hafi hann tælt til kynferðislslegra athafna unga karl- kyns hljóðfæraleikara sem hann hafði verið að segja til. Levine stjórnaði hljómsveit Metropolitan í 2.552 skipti, í óperu- uppfærslum og á tónleikum. Þá var hann líka um tíma listrænn stjórn- andi eða aðalgestastjórnandi hljóm- sveitanna í Boston, München, Ber- lín og Vínarborg. Peter Gelb, stjórnandi Metropolitan-óper- unnar, minntist Levine og sagði engan listamann í 137 ára sögu óperuhússins hafa haft jafn mikil- væg og merk áhrif þar og hann. Stjórnandinn James Levine allur James Levine Bandaríski kvik- myndaleikstjór- inn Spike Lee mun fara fyrir aðaldómnefnd kvikmynda- hátíðarinnar í Cannes í sumar, samkvæmt til- kynningu frá skipuleggjendum hennar. Lee átti að gegna for- mennsku í fyrra en hátíðin var blás- in af vegna Covid-19-farsótt- arinnar. Hátíðin í ár á að fara fram 6.-17. júlí en vanalega er hún haldin í maí. Henni var seinkað vegna farsóttar- innar. Mun undirbúningur nú vera í fullum gangi og valnefndir önnum kafnar við að horfa á mikinn fjölda kvikmynda. Lee verður formað- ur dómnefndar Spike Lee

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.