Morgunblaðið - 19.03.2021, Side 40

Morgunblaðið - 19.03.2021, Side 40
FER M IN G A R TILB O Ð ÍFU LLU M G A N G I R 10.000 kr. AFSLÁTTUR AF HEILSURÚMUM 25% AFSLÁTTUR AF MJÚKVÖRU VIÐ DÝNUKAUP Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Stórsveit Reykjavíkur heldur upp á aldarafmæli Jóns Múla Árnasonar í Eldborg á sunnudag og mánudag, 21. og 22. mars, kl. 20 og er uppselt á fyrri tónleikana. Flutt verða öll þekktustu lög Jóns í nýjum útsetningum og gestasöngv- arar verða Ellen Kristjánsdóttir, Jón Jónsson, Sigríður Thorlacius og Sig- urður Guðmundsson og segir á vef Hörpu að líklegt sé að spennandi leynigestir skjóti upp kollinum. Sig- urður Flosason stjórnar hljómsveit- inni og kynnir. Lög Jóns Múla, oft við texta Jónasar bróður hans, eru þjóðþekkt og miklar perlur og má af þeim nefna „Fröken Reykja- vík“, „Einu sinni á ágústkvöldi“ og „Augun þín blá“. Jón Múli fæddist á Kirkjubóli á Kolbeins- tanga á Vopnafirði 31. mars 1921 og lést 1. apríl árið 2002. Stórsveit Reykjavíkur fagnar aldarafmæli Jóns Múla í Eldborg FÖSTUDAGUR 19. MARS 78. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Þórsarar frá Þorlákshöfn eru komnir í annað sæti Dom- inos-deildar karla í körfubolta eftir sigur á Stjörnunni í uppgjöri tveggja af efstu liðum deildarinnar í Þorláks- höfn í gærkvöld. KR-ingar unnu ævintýralegan sigur gegn Hetti á Egilsstöðum þar sem Tyler Sabin skoraði þriggja stiga körfu í blálokin. Haukar tapa enn og sitja eftir á botninum eftir ósigur gegn Grindavík og Vals- menn lögðu Tindastól á nokkuð sannfærandi hátt. »34 Stjarnan tapaði í Þorlákshöfn og ævintýralegan sigur KR fyrir austan ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mikill gestagangur var á Brimils- völlum í Fróðárhreppi á Snæfells- nesi í tíð hjónanna Ólafs Bjarnason- ar, óðalsbónda og hreppstjóra, og Kristólínu Kristjánsdóttur kennara. Þau eignuðust sjö börn og lifir Björg Ólafsdóttir systkini sín. Hún er 100 ára í dag og fagnar áfanganum með ættingjum sínum. „Það verður partí, ég geri ekkert en börnin sjá um allt.“ Björg horfir dreymin út um gluggann á herbergi sínu á hjúkr- unarheimilinu Seltjörn á Seltjarnar- nesi, þar sem hún hefur búið í tæp- lega tvö ár. „Ég lifi lúxuslífi, þarf hvorki að elda fisk né sjóða kart- öflur, þótt það hafi ekki verið leiðin- legt,“ segir hún. „Útsýnið til fjallanna minnir mig á fjöllin við Velli og umhverfið hérna nær er eins og við Trevi-gosbrunninn í Róm.“ Brimilsvellir var stórbýli með mörgum hjáleigum. „Þetta var eins og lítið sjávarpláss, yfir 100 manns lifðu í sátt og samlyndi, áður en mót- orbátarnir komu til sögunnar og frystihúsið var byggt í Ólafsvík,“ rifjar Björg upp. Hún segir mjög skemmtilegt hafa verið að alast þarna upp. „Feluleikir í hlöðunni í haustmyrkrinu eru eftirminnilegir og þegar gestir tóku upp allt svefn- plássið í kvistunum vorum við börnin send út í hlöðu, þar sem við sváfum í nýhirtu heyinu.“ Mikið ævintýri hafi jafnframt verið að fara kindagötu í Vallnabergi niður í fjöru. „Mamma bannaði okkur það ekki, en bað okk- ur um að fara varlega, beið eftir að við kæmum til baka og taldi þá haus- ana. En hún leyfði okkur aldrei að fara upp á Jökul, því hún var svo hrædd við sprungur sem hafði fennt yfir.“ Dagskráin umhugsunarefni Björg segir að fyrsta útsending útvarpsins 1930 sé einna ofarlegast í huga frá æskuárunum. „Fólkið af hinum bæjunum kom til okkar að hlusta og þá spurði ein konan hvort þau í Bakkabæ myndu heyra það sama og við þegar þau fengju út- varp.“ Bóndi á hjáleigu á Völlum hafi verið fyrstur til að kaupa bíl á svæð- inu. „Við fórum í hestvagni á móti vörubílnum og fengum að sitja á pallinum til baka og þegar fyrsta flugvélin flaug yfir fóru líka allir út að sjá þetta flikki fljúga fyrir ofan okkur.“ Eiginmaður Bjargar var Sigurjón Sigurðsson, sem lést 2013, og eiga þau þrjú börn, níu barnabörn og 18 barnabarnabörn. Eftir að börnin fæddust var Björg með þau á Völlum í um þrjá mánuði á hverju sumri, þar til móðir hennar dó haustið 1960 en faðir hennar brá búi í kjölfarið. „Rétt eins og pabbi vildi að við kynntumst bæjarlífinu vildi ég að börnin okkar upplifðu sveitalífið. Þá gat ég líka hjálpað mömmu við baksturinn.“ Eftir að Björg flutti til Reykjavík- ur fór hún í Húsmæðraskólann og sinnti ýmsum störfum. Á seinni heimsstyrjaldarárunum voru haldn- ir dansleikir á Hótel Borg fyrir yfir- mennina í bandaríska setuliðinu og þegar engin hljómsveit spilaði fyrir dansi vegna verkfalls hljóðfæraleik- ara var keyptur plötuspilari og Björg fengin til að þeyta skífum. „Böllin voru bara fyrir „officera“ og íslenskar stúlkur, dyrunum var lok- að á óbreytta,“ segir hún. „Ég var í litlu herbergi og setti plötur á grammófóninn, en fylgdist svo með á bak við gardínurnar hvernig „officerarnir“ sveifluðu stúlkunum í takt við lögin. Ég mátti ekki fara út á gólfið og dansa, var bara að vinna mína vinnu og var ábyggilega fyrsti íslenski plötusnúð- urinn, sem fékk svolítið launað fyrir starfið.“ Fyrsti plötusnúðurinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Með sparisvipinn Björg Ólafsdóttir er ánægð með lífið og tilveruna og nýtur hverrar stundar. - Björg Ólafsdóttir frá Brimilsvöllum á Snæfellsnesi fagn- ar 100 ára afmælinu - Móðirin taldi hausana eftir fjöruferð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.