Morgunblaðið - 24.03.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 24.03.2021, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2021 Erum með þúsundir vörunúmera inn á vefverslun okkar brynja.is Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is HÁGÆÐA EFNAVÖRUR FRÁ LIBERON Opi ð vi rka dag a fr á 9- 18 lau frá 10-1 6 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsnet hefur hafið undirbúning að lagningu Holtavörðuheiðarlínu sem liggja á frá tengivirkinu á Klafastöð- um við Grundartanga og að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Ekki hefur verið ákveðið hvar nýja línan mun liggja en meðal annars er litið til þeirra há- spennulína sem fyrir eru, Vatns- hamralínu 1 og Hrútatungulínu 1 sem liggja úr Hvalfirði í Hrúta- fjörð. Holtavörðu- heiðarlína er liður í styrkingu byggðalínunnar á milli Suðvesturlands og Austurlands með uppbyggingu 220 kV háspennulínu. Framkvæmdir eru hafnar við Hóla- sandslínu 3 og Kröflulínu 3 sem liggja á milli Akureyrar og Fljótsdals og unnið að mati á umhverfisáhrifum Blöndulínu 3 sem tengir Akureyri við Blönduvirkjun. Eftir er þá umrædd Holtavörðuheiðarlína og önnur há- spennulína frá Holtavörðuheiði að Blönduvirkjun. Elín Sigríður Óladóttir, samráðs- fulltrúi Landsnets, segir að ekki sé búið að ákveða staðsetningu nýs tengivirkis á Holtavörðuheiði eða línuleiðina. Það sé verkefni matsferlis vegna umhverfismats. Tekur hún þó fram að það sé stefna Landsnets að nýta þau mannvirki sem fyrir eru. Þess vegna sé núverandi línuleið einn af þeim kostum sem skoðaðir verða. Rætt við landeigendur Landsnet er nú að hefja opið sam- ráð við landeigendur og aðra hags- munaaðila. Elín segir að þessa dag- ana sé verið að hafa samband við alla landeigendur á núverandi línuleið til að kynna þeim verkefnið og bjóða þeim á opinn fjarfund annað kvöld, fimmtudag. Jafnframt er verið að skipa verkefnaráð um framkvæmd- ina, með sama hætti og Landsnet hef- ur gert vegna stærri framkvæmda síðustu árin. Verður fulltrúum frá sveitarfélögunum fjórum, náttúru- verndarsamtökum, atvinnuþróunar- félögum, fræðasamfélaginu og fleir- um boðið að taka sæti í því. Fyrsti fundur verkefnaráðsins veður einnig á morgun. Segir Elín að á fyrsta fundi verði framkvæmdin kynnt, sagt frá samráðsferlinu og hvernig umhverfismat fer fram. Reikna megi með því að verkefnaráðið fundi frekar oft í upphafi. Það mun starfa út undir- búnings- og framkvæmdatímann. Undirbúa nýja línu yfir Holtavörðuheiði - Liður í styrkingu byggðalínu - Samráðsferli að hefjast Holta- vörðu- heiði Borgarnes Akranes Holtavörðu- heiðarlína Lega núverandi háspennulína Klafastaðir (Grundartangi) BORGAR- FJÖRÐUR Elín Sigríður Óladóttir Morgunblaðið/Einar Falur Háspenna Ný lína af þessari gerð verður lögð yfir Holtavörðuheiði. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Tæplega 4.000 manns hafa í vikunni fengið seinni skammtinn af Pfizer- bóluefninu í Laugardalshöll. Að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, er um fólk fætt 1939 og eldra að ræða. Að auki fá um eitt þúsund manns sem fæddir eru árið 1945 bóluefni frá Moderna í vikunni. Í næstu viku verður haldið áfram að gefa seinni skammtinn af bóluefni Pfizer. Þá verður lokið við að bólu- setja árganga 1940, 1941 og 1942 að sögn Ragnheiðar, alls um 3.000 manns. „Hugsanlega náum við eitt- hvað að bæta við það, narta aðeins í ’46-árganginn,“ segir hún. Ragnheiður segir að útlit sé fyrir að staðan batni til muna eftir páska. „Þá fer þetta að glæðast, mér sýnist að skammturinn tvöfaldist til okkar. Þá höfum við nóg til að endurbólu- setja þessa hópa og ná nokkrum ár- göngum eftir það. Ég hugsa að fyrstu tvær vikurnar eftir páska náum við alla vega niður að 70 ára markinu.“ Enn er óvíst hvenær hægt verður að ljúka bólusetningu á heilbrigðis- starfsmönnum utan stofnana að sögn Ragnheiðar. Beðið er eftir ákvörðun sóttvarnalæknis um AstraZeneca- bóluefnið. Sama gildir með hóp fólks 64 ára og yngri sem er með undir- liggjandi áhættuþætti. Báðir þessir hópar eru í biðstöðu. Alls er nú búið að bólusetja 54.868 einstaklinga á Íslandi að því er fram kemur á covid.is. Af þeim eru 16.906 fullbólusettir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bólusetning Fólk fætt 1939 og fyrr fékk seinni skammt af bóluefni Pfizer. Staða bólusetninga glæðist eftir páska

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.