Morgunblaðið - 24.03.2021, Side 28

Morgunblaðið - 24.03.2021, Side 28
KÖLD tónlistarhátíð hefst í Egilsbúð í Neskaupstað annað kvöld, fimmtudag, og stendur í þrjú kvöld. Er þetta í annað sinn sem hátíðin er haldin en á hátíðinni í fyrra voru síðustu tónleikarnir á Austurlandi fyrir sam- komuhömlur af völdum Covid-19. Eyjólfur „Eyfi“ Kristjánsson ríður á vaðið með tón- leikum annað kvöld. Á föstudag kemur Bríet fram en uppselt er á tónleika hennar. Dagskránni lýkur svo með rokktónleikum Dimmu á laugardagskvöldið en fé- lagarnir leika sín þekktustu lög auk glænýs efnis. Köld tónlistarhátíð í Neskaupstað – Eyfi, Bríet og Dimma koma fram Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ensk ljóð og íslensk sönglög eru á efnisskrá tónleika sem Ólafur Kjart- an Sigurðarson óperusöngvari og Tómas Guðni Eggertsson meðleikari hans halda í kvöld í Vinaminni, safn- aðarheimili Akraneskirkju, og hefjast þeir klukkan 20. Mörg undanfarin ár hefur Ólafur Kjartan starfað erlendis og sungið fjölda hlutverka víða í Evr- ópu, Bandaríkjunum, Ástralíu og í Japan. Fyrir helgina kom hann fram á söngskemmtun Íslensku óperunnar í Hörpu og flutti þar, ásamt Bjarna Frímanni Bjarnasyni, atriði úr nokkrum þeim óperum sem hann hef- ur fengist við á síðustu misserum. Ólafur Kjartan Sigurðarson var 2001- 2004 fyrsti fastráðni söngvarinn við Íslensku óperuna. Síðasta hálfan ann- an áratuginn hefur hann að mestu starfað erlendis; fyrst í Bretlandi en frá 2007 í Þýskalandi hvar hann fékk þá starf við óperuna í Saarbrücken. „Í Saarbrücken gat ég „safnað rull- um“ eins og sagt er í faginu,“ segir Ólafur Kjartan sem býr í Berlín með fjölskyldu sinni. Er lausamaður í list- inni og syngur í óperuhúsum víða. Hefur fengið ýmis hlutverk í óperum meistara tónbókmenntanna og tekur í sumar þátt í árlegri Wagnerhátíð í Bayreuth í Þýskalandi. Nýr Niflungahringur „Hátíðin er í óperuhúsi Richards Wagners sjálfs og lengi hefur verið ætlun mín að komast þar á svið. Wagnerhátíðin er merkileg fyrir þær sakir að Wagner reisti þetta óperuhús sjálfur, eingöngu til flutnings á eigin óperum. Það er ómetanlegt fyrir Wagnersöngvara að taka þátt í upp- færslu á þessari hátíð, enda greiðir það leið að jafnvel stærri húsum. Æf- ingar í Bayreuth hefjast 1. júní og í sumar syng ég hlutverk Biterolfs í óp- erunni Tannhäuser. Jafnframt byrj- um við að æfa nýja uppfærslu á Nifl- ungahringnum sem frumsýnd verður á næsta ári. Óperur Wagners verða meðal minna helstu viðfangsefna næstu ár. Þar með er talin uppfærsla á Valkyrju Wagners sem verður upp- hafsatriði Listahátíðar í Reykjavík 2022, “ segir Ólafur Kjartan. Fyrir söngvara sem býr og starfar erlendis er mikilvægt að koma heim endrum og sinnum og heilsa upp á ís- lenska áheyrendur og samstarfsfólk. „Tengingarnar við mannskapinn hér heima eru nauðsynlegar, ella fennir í sporin,“ segir Ólafur Kjartan. Hér heima eru þau Sigurbjörg Braga- dóttir, kona hans, að sinna fjölskyldu og gæta barnabarna og tónleikarnir verða nokkrir. Spennandi uppfærslur „Gróskan í íslensku tónlistarlífi er mikil, segir Ólafur Kjartan. „Til- koma Hörpu hefur gert mikið fyrir tónlistarflutning. Margir eru að gera góða hluti í listinni og þar nefni ég til dæmis meistara Daníel Bjarnason tónskáld og hljómsveitarstjóra sem samdi óperuna Brothers sem var frumflutt í Danmörku árið 2017 og ég tók þátt í. Sú uppfærsla og fleiri staðfesta að óperan er langt frá því að vera staðnað form. Alltaf má bú- ast við nýjum eldgosum í óperu- húsunum; spennandi uppfærslum listafólks sem hefur mikinn metn- að.“ Morgunblaðið/Eggert Söngvari Gróskan í íslensku tónlistarlífi er mikil, segir Ólafur Kjartan sem hefur búið í Þýskalandi síðustu árin. Eldgosið í óperunni - Ólafur Kjartan syngur víða um lönd - Nú í stuttu stoppi á Íslandi - Wagner verður helsta viðfangsefnið næstu árin AVANA model 2570 L 224 cm Leður ct. 15 Verð 509.000,- L 244 cm Leður ct. 15 Verð 529.000,- LEUCA model 3186 L 167 cm Leður ct. 15 Verð 369.000,- L 207 cm Leður ct. 15 Verð 419.000,- ESTRO model 3042 L 164cm Leður ct. 10 Verð 359.000,- L 198 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla LEVANTE model 3187 L 204 cm Leður ct. 25 Verð 459.000,- L 224 cm Leður ct. 25 Verð 479.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 ETOILE model 2623 L 200 cm Leður ct. 25 Verð 549.000,- L 230 cm Leður ct. 25 Verð 599.000,- MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 83. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Rússar verða með sitt sterkasta mögulega lið þegar þeir mæta Íslandi í Györ í Ungverjalandi á morgun í fyrsta leiknum í úrslitakeppni Evrópumóts 21 árs lands- liða í fótbolta. Enginn af leikmönnum 21 árs liðsins var kallaður inn í A-landsliðshóp Rússa sem mæta Möltu, Slóveníu og Slóvakíu í undankeppni HM á sömu leik- dögum og 21 árs liðin spila í úrslitakeppninni. Reyndar er einn leikmaður fæddur 2003 í rússneska A-hópnum en honum var bætt við hann eftir að 21 árs liðið var val- ið. »22 Rússland mætir til leiks með sitt sterkasta lið gegn Íslandi í Györ ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.