Morgunblaðið - 24.03.2021, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fjölgun íbúaá landinu erlangmest á
suðvesturhorninu
og er nú svo komið
að nærri 80% íbúa
búa á stórhöfuðborgarsvæðinu,
sem skilgreint hefur verið sem
svæðið milli Hvítár í Borg-
arfirði og Hvítár í Árnessýslu.
Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær fjölgaði íbúum
á stórhöfuðborgarsvæðinu um
rúmlega 46 þúsund manns frá
árinu 2011. Það eru rúmlega
90% af íbúafjölguninni og til
marks um að straumurinn ligg-
ur í þéttbýlið.
Það er hins vegar merkilegt
að skoða þróunina í Reykjavík í
þessari jöfnu. Íbúum hefur
vissulega fjölgað í höfuð-
borginni, en hlutfallið af heild-
inni hefur lækkað. Árið 2011
bjuggu 37,3% landsmanna í
Reykjavík, en nú er sú tala
36,1%. Fyrir áratug bjuggu
76% íbúa landsins á stórhöfuð-
borgarsvæðinu. Hlutfallið er
nú komið í 78%.
Hvernig skyldi standa á
þessu? Dr. Bjarni Reynarsson
skipulagsfræðingur veltir því
upp í grein, sem birtist í
Morgunblaðinu á laugardag, að
í rúman áratugt hafi nær ein-
göngu verið reist fjölbýlishús í
Reykjavík, flest á svokölluðum
þéttingarreitum þar sem
byggð er fyrir. Þetta séu há
hús, sem varpi löngum skugg-
um og valdi vindstrengjum.
Bjarni finnur að því í grein-
inni að borgaryfirvöld hafi lítið
haft fyrir því að bera sig eftir
viðhorfum borgarbúa um þessa
stefnu sína og rifjar upp kann-
anir, sem hann gerði og voru
birtar 2003, 2007 og 2013 um
húsnæðis- og búsetuóskir
borgarbúa.
Til að gera langa sögu stutta
þá völdu flestir kostinn bland-
aða húsagerð með lágum fjöl-
býlishúsum, raðhúsum og ein-
býlishúsum svipað og í Foss-
voginum þegar þeir voru
spurðir í hvernig umhverfi eða
hverfi þeir vildu helst búa og
næstflestir hverfi eins og Þing-
holtin með þéttri óreglulegri
byggð.
Þegar þátttakendur í könn-
uninni voru spurðir hvað þeir
tengdu við hugtakið „þétting
byggðar“ nefndu hins vegar
flestir minni græn svæði,
þrengsli fyrir akandi umferð
og skort á bílastæðum og meiri
skugga af byggingum. Nei-
kvæðir þættir voru þeim efst í
huga og jákvæðir kostir mun
neðar á blaði.
2/3 aðspurðra í könnunum
kysu helst að búa í sérbýli, en
5% í fjölbýlishúsum sem eru
fjórar hæðir eða hærri.
Bjarni segir í greininni að í
ljósi niðurstaðanna í könnun-
um hans þurfi ekki
að koma „á óvart
að mikill fjöldi
fólks hefur flutt frá
höfuðborgar-
svæðinu til ná-
grannabyggða (Suðurnesja,
Hveragerðis, Árborgar og
Akraness) síðustu ár þar sem
framboð af húsnæði er fjöl-
breyttara en á höfuðborgar-
svæðinu, m.a. mikið framboð af
sérbýlishúsnæði. Þetta fólk
veigrar sér ekki við að aka
reglulega til höfuðborgar-
svæðisins vegna vinnu og
þjónustu.“
Það hefur einkennt fram-
göngu núverandi meirihluta í
Reykjavík að láta viðhorf og
óskir almennings sig engu
varða. Það segir sitt að hann
hefur ekki látið kanna viðhorf
borgarbúa frá því Bjarni gerði
sínar kannanir. Meirihlutinn
veit betur og þarf því ekki að
vita hvað borgarbúum finnst.
Slík vitneskja er bara til traf-
ala. Niðurstaðan er sú að fólk
velur einfaldlega að setjast
annars staðar að.
Annað dæmi um þá áráttu
meirihlutans í borginni að ana
áfram án þess að velta fyrir sér
hvort áhugi borgarbúa er fyrir
hendi er borgarlínan. Meiri-
hlutanum er mjög í mun að
Reykjavík hafi á sér stórborg-
arbrag. Hann hefur því ákveðið
að þrengja að umferð bíla til að
í borginni verði til umferðar-
teppur líkt og í milljóna-
borgum og leiðin út úr sjálf-
skaparvítinu á að vera óheyri-
lega dýr borgarlína. Ekkert
liggur fyrir um að almenningur
muni flykkjast í hana, þótt ljóst
sé að flestir óski sér að aðrir
geri það til að þeir muni eiga
auðveldara með að aka um
borgina.
Um árabil hefur áhersla ver-
ið lögð á almenningssam-
göngur í höfuðborginni á
kostnað einkabílsins. Farþeg-
um Strætó hefur fjölgað örlítið,
en hefur þó í raun fækkað því
að fjölgun farþega hefur ekki
haldið í við fjölgun íbúa. Það er
því svipað og með íbúa Reykja-
víkur, sem fjölgar, en halda
ekki í við þróunina á stórhöfuð-
borgarsvæðinu.
Í stað þess að draga lærdóm
af því sem ekki virkar skal gef-
ið í, líkast til í þeirri von að
niðurstaðan verði önnur, en
forsendurnar fyrir þeirri álykt-
un er hvergi að finna. Borgar-
búar hafa með hegðun sinni
gefið til kynna hvernig þeir
vilja komast leiðar sinnar.
Ætla mæti að óskir borgar-
búa réðu för í tveimur mikil-
vægustu málaflokkunum í
skipulagi borga, þróun byggð-
ar og samgangna. En meiri-
hlutinn veit betur og af því
súpa Reykvíkingar seyðið.
Meirihlutinn veit
betur og af því súpa
Reykvíkingar seyðið}
Vettugi virtur vilji
S
egjum það bara eins og það er,
ákvörðun stjórnvalda um að auð-
velda ferðamönnum að koma til
landsins hinn 1. maí er veðmál. Þar
er veðjað upp á afkomu ríkissjóðs,
reynt að ná í erlenda ferðamenn til þess að
bjarga ferðasumrinu. Ef það tekst fáum við
gjaldeyri og fleiri störf. Það sem er lagt að veði
er heilsa landsmanna og enn ein bylgja farald-
ursins.
Samkvæmt bólusetningardagatali, sem var
uppfært 19. mars, verður búið að bólusetja alla
70 ára og eldri 1. maí og áætluð bólusetning 60
ára og eldri og fólks með langvinna sjúkdóma
um það bil hálfnuð. Ekki er áætlað að bólusetn-
ing skólastarfsfólks eða tiltekins starfsfólks í
félags- og velferðarþjónustu hefjist fyrr en í
byrjun maí. Þetta er fólkið sem er undir í veð-
máli stjórnvalda, en samkvæmt gögnum miðstöðvar smit-
varna í Bandaríkjunum er fólk yfir fimmtugt 25 sinnum
líklegra til þess að lenda á spítala og 400 sinnum líklegra
til að látast en ungmenni. Íslensk tölfræði sýnir einnig að
sextugir og eldri séu viðkvæmir fyrir veirunni.
Heilbrigðiskerfinu á Íslandi hefur tekist vel að ráða við
faraldurinn. Það má þakka mjög mörgu, ekki síst því að
landsmenn hafa upp til hópa staðið saman og passað upp á
smitvarnir undanfarið ár. Vegna breytinganna 1. maí tek-
ur við ný áskorun og stjórnvöld þurfa að svara einni ein-
faldri en gríðarlega mikilvægri spurningu: Ef smituðum
fjölgar mikið eftir 1. maí, verður landamærunum þá aftur
lokað, verður hert á smitvörnum landsmanna
eða verður faraldrinum bara leyft að dreifa sér
til þeirra sem enn eru óvarðir?
Þetta er mikilvæg spurning því að þegar bú-
ið er að bólusetja viðkvæma hópa er farald-
urinn ekki eins hættulegur og hann var áður.
Fólk getur vissulega veikst alvarlega, eins og
dæmi eru um, en heildaráhættan réttlætir
kannski ekki lengur smitvarnir á sama skala
og þær hafa verið hér á landi undanfarið ár. Er
það semsagt mat stjórnvalda að 1. maí verðum
við komin á þann stað að skaðsemi faraldurs-
ins í heild sé orðin svo lítil að það réttlæti ekki
samkomutakmarkanir, grímuskyldu og
tveggja metra regluna? Ef það er málið þá er
ekkert veðmál í gangi, þá er einfaldlega verið
að opna og aflétta takmörkunum af því að
skaðsemi faraldursins réttlætir ekki lengur
slíkar aðgerðir. Ef það eru hins vegar enn rök fyrir tak-
mörkunum, þá eru stjórnvöld að veðja á að það verði ekki
önnur bylgja faraldursins eftir 1. maí.
Þetta er eins og stjórnvöld séu að fara í spilakassa. Þau
leggja að veði aðra bylgju faraldursins í þeirri von að ná
góðu ferðamannasumri með tilheyrandi jákvæðum áhrif-
um á atvinnulíf og efnahaginn og neikvæðum áhrifum ef
þau tapa veðmálinu. Er þetta réttlætanlegt veðmál? Lág-
markskurteisi væri að minnsta kosti að útskýra hvort um
er að ræða veðmál eða bara eðlilegar tilslakanir.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Réttlætanlegt veðmál?
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
U
ndanfarin ár hefur sífellt
verið lögð aukin áhersla á
mikilvægi baráttunnar
gegn loftslagsbreyting-
um og hefur grundvöllurinn að ár-
angri í þeim efnum verið stöðug
vinna að því að draga úr losun gróð-
urhúsalofttegunda, sérstaklega
koltvísýringi. Hins vegar bendir öll
tölfræði til þess að aðgerðir í þeim
efnum séu ekki endilega að skila ár-
angri þegar á heildina er litið.
Ef litið er til 27 ríkja Evrópusam-
bandsins og Bretlands hefur losunin
dregist saman í flestum flokkum frá
árinu 1990 til 2019, að samgöngum
undanskildum. Hins vegar hefur los-
un á heimsvísu aukist gríðarlega á
sama tíma.
Aukin losun er þó ekki vegna
fólksfjölgunar en fjöldi rannsókna
hefur farið fram á þessu sviði og er
fylgni efnahagsþróunar og losunar
koltvísýrings ótvíræð. Kórónuveiru-
faraldurinn hefur dregið verulega úr
umsvifum heimshagkerfisins og því
töluverður samdráttur í losun árið
2020 og telja vísindamenn það einnig
eiga við um 2021. En þessi ár eru frá-
brugðin því sem mætti kalla „eðlileg-
ar“ aðstæður og má gera ráð fyrir
áframhaldandi vexti losunar í takti
við efnahagsþróun í þeim ríkjum sem
munu sjá mesta vöxtinn á komandi
árum.
Eykst á komandi árum
Navroz K. Dubash og Ankit Bhar-
dwaj hjá rannsóknasetri um stjórn-
sýslu (Centre for Policy Research) í
Nýju-Delí á Indlandi spá því að losun
Indlands kunni að aukast um ríflega
átta hundruð megatonn fram til árs-
ins 2030 og er það með fyrirvara um
að endurnýjanlegir orkugjafar verði
ódýrari.
Spár gera ráð fyrir að heildarlosun
Kína haldi áfram að aukast á kom-
andi árum, en þó mun aukning los-
unar líklega verða hægari en verið
hefur enda hafa kínversk stjórnvöld
lagt mikla áherslu á að minnka losun
miðað við þjóðarframleiðslu. Hvort
þetta skili einhverju skal ósagt látið,
en ef Bandaríkjunum og Evrópu
tekst að minnka losun um 50% miðað
við stöðuna 1990, eða um 4.736 millj-
ónir tonna (megatonn) af koltvísýr-
ingi, hefur Kína nú þegar aukið losun
sína um 4.393 megatonn umfram
þennan hugsanlega samdrátt hjá
Vesturlöndum. Nettólosun koltví-
sýrings er því ekki líkleg til að
minnka.
Samkvæmt skýrslu sem unnin var
2018 fyrir framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins mun orkuþörf í
Afríku tífaldast til ársins 2065. Þá
má gera ráð fyrir að losun Afríku-
ríkja aukist gríðarlega á komandi ár-
um, að því er fram kemur í vísinda-
grein um þróun og drifkrafta losunar
koltvísýrings sem birt var 22. febr-
úar í vísindatímaritinu Environ-
mental Research Letters.
Til þess að ríkin í Afríku geti stað-
ið við alþjóðlegar loftslagsskuld-
bindingar þurfa þau að fjárfesta í
orkugjöfum með litla losun og benda
vísindamenn meðal annars á kjarn-
orku og orkuframleiðslu sem felur í
sér kolefnisbindingu eins og orku úr
lífmassa. Vandinn er hins vegar sá
að þessir orkugjafar munu ganga á
vatnslindir Afríku sem víða um álf-
una eru þegar komnar að þolmörk-
um vegna heimilishalds, matvæla-
framleiðslu og iðnaðar.
Bætt lífskjör
Hagvöxtur um heim allan hefur
gert það að verkum að sífellt fleiri
hafa betri lífskjör og stærri hluti
mannkyns hefur því efni á að ferðast
og hefur losun frá flugi aukist um
143% frá 1990 til 2019. Það er því fátt
sem bendir til annars en að losunin
muni aukast á ný þegar takmörk-
unum vegna kórónuveirufaraldurs-
ins verður aflétt. Losun frá flugi 2019
nam 627 megatonnum af koltvísýr-
ingi, sem er um það bil jafn mikið og
öll Indónesía losaði það ár, en þar
búa um 270 milljónir manns.
Eftir því sem umsvif hagkerfa hafa
aukist hafa einnig alþjóðleg viðskipti
færst í aukana og hafa myndast
flóknar flutnings- og virðiskeðjur.
Hefur því losun frá siglingum tæp-
lega tvöfaldast frá 1990 og nam losun
skipa um 730 megatonnum árið 2019.
Ekki verður séð með hvaða hætti
er hægt að minnka losun koltvísýr-
ings nema með stórfelldri uppbygg-
ingu kjarnorkuvera, að fundin verði
leið til að hagnýta kjarnasamruna
eða draga úr lífskjörum.
Staðreyndin er sú að hlutfallsleg
efnahagsumsvif Vesturlanda og ann-
arra ríkja sem nú eru talin með þró-
uðustu hagkerfum heims munu
minnka. Árið 2050 mun Indland
verða næststærsta hagkerfi heims og
íbúafjöldi Nígeríu hafa náð 400 millj-
ónum manns, svo dæmi séu tekin.
Losun mun aukast óháð
aðgerðum Vesturlanda
Losun koltvísýrings 1990 og 2019
Losun CO2 á heimsvísu Hlutfallsleg breyting 1990 til 2019
ESB og Bretland Á heimsvísu
Orkuframleiðsla -39% +78%
Annar iðnaður -40% +67%
Húsnæði og byggingar -23% +8%
Samgöngur +18% +78%
Annað -22% +100%
Losun alþjóðlegra samgangna, megatonn CO2
Losun CO2 árið 1990 og 2019 Hlutfall af
heildarlosun
heimsins 2019Megatonn CO2 1990 2019
Kína 2.405 11.535 30%
Bandaríkin 5.065 5.107 13%
ESB og Bretland 4.409 3.304 9%
Indland 600 2.597 7%
Önnur lönd
800
600
400
200
0
1990 2000 2010 2019
627
258
730
371
Siglingar
Flug