Morgunblaðið - 24.03.2021, Side 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2021
renna sér með þeim á skíðum og
reynum við að nýta hverja helgi til
þess yfir vetrarmánuðina. Golf-
dellan náði mér á yngri árum en
hefur verið í fríi á meðan börnin
hafa verið lítil og bíður betri tíma.
Þessu til viðbótar fékk ég mikinn
veiðiáhuga á síðasta ári enda kom
maríulaxinn á land og fyrsta rjúp-
an var skotin.“
Fjölskylda
Eiginkona Gauta er Sigríður
Vala Halldórsdóttir, f. 24.4. 1983,
verkfræðingur. Þau eru búsett í
Akrahverfi í Garðabæ. Foreldrar
Sigríðar eru hjónin Halldór Jó-
hannsson, 9.5. 1948, verkfræðingur
og Nína Björg Ragnarsdóttir, f.
24.6. 1949, hárgreiðslukona. Þau
eru búsett í Reykjavík.
Börn Gauta og Sigríðar:
Thelma, andvana fædd 12. sept-
ember 2011; Edda Björk, f. 20.
október 2012, og Halldór, f. 3. júlí
2014.
Systkini Gauta eru Guðrún
Reynisdóttir (Gunna Kilian), f.
1.10. 1967, verkefnastjóri hjá Há-
skólanum í Minnesota, býr í Lake-
ville í Minnesota í Bandaríkjunum,
og Gísli Reynisson, f. 24.3. 1972,
framkvæmdastjóri Spildu fast-
eignafélags.
Foreldrar Gauta: Reynir Ragn-
arsson, f. 6.12. 1947, d. 22.10. 2016,
starfaði sem löggiltur endurskoð-
andi frá 1975 til dánardags, lengst
af sem eigandi Þrepa ehf. endur-
skoðunar, og Halldóra J. Gísla-
dóttir, f. 14.11. 1947, starfaði sem
grunnskólakennari. Þau gengu í
hjónaband 15.6. 1968 og voru í
hjúskap allt til dánardags Reynis.
Arnar Gauti
Reynisson
Halldóra Guðrún Ívarsdóttir
ráðskona í Reykjavík, f. á Skeggjastöðum á Skagaströnd
Níels Hafsteinn Sveinsson
bóndi á Kóngsbakka
í Helgafellssveit, f. á Læk á
Skagaströnd
Ingibjörg Jónína Níelsdóttir
húsfreyja og saumakona í Reykjavík
Gísli Gíslason
verslunarmaður í Reykjavík
Halldóra J. Gísladóttir
kennari í Reykjavík
Kristín Jónsdóttir
húsfreyja á Haugi, f. í
Tungu í Gaulverjabæjarhr.
Gísli Brynjólfsson
bóndi á Haugi í Gaulverjabæjarhreppi,
f. á Sóleyjarbakka í Ytrihr.
Jónína Guðjónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík, f. í Unnarholti í Ytrihreppi, Árn.
Reynir Snjólfsson
verslunarmaður í Reykjavík,
f. á Strýtu í Ölfusi
Guðrún Reynisdóttir
húsfreyja og fulltrúi í Reykjavík
Ragnar Þorsteinsson
gjaldkeri í Reykjavík
Anna Kristín Aradóttir
húsfreyja í Reykjavík, f.
á Heyklifi í Stöðvarfirði
Þorsteinn Sigurður Stefánsson
kaupmaður í Reykjavík, f. á Desjarmýri á Borgarfirði eystra
Úr frændgarði Arnars Gauta Reynissonar
Reynir Ragnarsson
löggiltur endurskoðandi í Reykjavík
Góð þjónusta í tæpa öld
10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞÚ ÆTTIR AÐ DRÍFA Í AÐ ÁKVEÐA ÞIG.
ÁBYRGÐIN RENNUR ÚT EFTIR KORTÉR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að umbera málgleði.
ÉG PLANA TIL
FRAMTÍÐAR
ÞETTA GERIST EKKI
AF SJÁLFU SÉR
ÞÚ SAGÐISTÆTLA AÐ KOMA
HEIM AF KRÁNNI FYRIR SJÖ!
ÉG ER
KOMINN
HEIM
FYRIR
SJÖ!
ÉG FÉKK MÉR SEX BJÓRA OG KOM SVO HEIM!
„OG SVO ER ÞAÐ VIÐARKASSINN –
HÓFLEGA VERÐLAGÐUR, EN ÞÓ NOKKUÐ
FRAMBÆRILEGRI EN RUSLAGÁMURINN
OKKAR.“
Dagbjartur Dagbjartsson rifjarupp á Boðnarmiði: „Hall-
grímur Jónasson var oft fararstjóri
hjá Ferðafélagi Íslands. Eitt sinn í
náttstað kom upp koníaksflaska og
var henni heilsað með þessum orð-
um:
Boðnarmjöður borinn er,
bráðvelkominn sértu,
jafnvel strax í gegnum gler
geislavirkur ertu.
Gleði eykur, glæðir von
goðafæðan drjúga.
Þetta sagði Salómon.
Sá var nú ekki að ljúga.“
Um þessa stöku Þorgeirs Magn-
ússonar segir Ragnar Ingi Að-
alsteinsson: „Endurvinnsluvísa.
Þessi er dásamleg“:
Finni ég löngun, faðir minn,
að fá mér ögn í tána
hönd þín leiði mig út og inn
alla leið á krána.
Hjörtur Benediktsson yrkir við
mynd af BBQ-kónginum til skýr-
ingar:
BBQ-kóngurinn kveikir eld
úr kolagrillinu rýkur
fullsaddir allir eru í kveld
íbúar Grindavíkur.
Norður í Mývatnssveit yrkir
Friðrik Steingrímsson og spyr: „Er
ég að missa af einhverju?“:
Latur gjarnan heima hangi
horfi varla á fréttirnar,
mér skilst að það sé gos í gangi,
getur einhver sagt mér hvar?
Hreinn Guðvarðarson svarar:
Inniveru oft þú kaust
(allir hugsa um sig)
Einhver veit það efalaust
en ekki að spyrja mig.
Indriði Aðalsteinsson hnykkir á:
Friðrik ekkert fann í blöðum
fróðleik engan sá á skjá.
Gos er núna á Geldingsstöðum.
Gengur býsna mikið á.
Anna Dóra Gunnarsdóttir segir
að ef hún muni rétt hafi einhver
verið að leggja til að samin verði
klepraverk:
Þegar jörðin skekst og skelfur,
skutlar flákum hrauns um völl,
líst mér eins og eldsins elfur
ætli að hlaða kleprafjöll.
Guðrún Egilson orti eftir hrunið
haustið 2008:
Þaðan geisar nú gjaldþrotahrina
og gapuxar benda á hina.
Mér ungri var kennt
og á það skal bent
að auður er valtastur vina.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Góð upprifjun
og endurvinnsluvísa