Morgunblaðið - 24.03.2021, Side 6

Morgunblaðið - 24.03.2021, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2021 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta 544 5151tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Sérhæfð þjónusta fyrir Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða Förum yfir bifreiðar fyrir aðalskoðun/endurskoðun og förum með bifreiðina í skoðun Þjónustuaðilar IB Selfossi ELDGOS Í FAGRADALSFJALLI Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ef flæðigosið í Geldingadölum held- ur áfram af sama krafti og um langa hríð getur orðið til nýtt fjall. Dr. Ár- mann Höskuldsson eldfjallafræð- ingur segir að kvikustreymið í Geld- ingadölum sé af svipaðri stærðargráðu og það var í Surtsey að meðaltali yfir gostímann þar. Minnir á stóru dyngjurnar Aðfærslurás eldgossins í Geld- ingadölum nær alveg niður á botn jarðskorpunnar og upp um hana streymir frum- stæð kvika úr bráðnum möttli jarðar. „Þetta er svipað berg og er í Fagradalsfjalli og í dyngjunni Þráinsskildi,“ sagði Ármann. Hann sagði að á Reykjanesskaga væru bæði stórar og litlar dyngjur. Einkenni dyngju er að hún hefur bara eitt gosop. Þær stóru eru t.d. Sandfellshæð, Þráinsskjöldur, Hrútagjárdyngja og Heiðin há. Svo eru smærri dyngjur á Reykjanes- skaga, eins og t.d. Háleyjabunga, sem ekki gusu jafn lengi og þær stóru. Ármann sagði að kvikan í Geld- ingadölum sé dæmigert ólivín-þóleiít. Í því er mikið af ólivínkristöllum og minnir kvikan meira á hraunin úr stóru dyngjunum á skaganum en úr þeim minni. Í hraununum úr minni dyngjunum er meira pikrít. Svipað kvikuflæði og í Surtsey „Kvikan vellur jafnt og þétt upp í Geldingadölum og hefur gert það frá því á föstudagskvöld. Það sést ekkert lát á þessu,“ sagði Ármann. „Sprungugos byrja með meiri látum og eru oft snögg að ljúka sér af. Gos- in í Kröflu voru t.d. snögg í byrjun. Það gaus á sprungum sem gátu verið hundruð metra að lengd og upp í nokkra kílómetra. Í Geldingadölum var sprungan um 180 metra löng sem er mjög stutt. Nú gjósa 3-4 gígar á þröngu svæði. Þar streyma upp 5-10 rúmmetrar af kviku á sekúndu. Með- al-rúmflæðið í Surtsey var alveg sambærilegt við það, þótt sumir segi að Surtseyjargosið hafi byrjað af meiri krafti. Flæðið í Surtsey var 7- 10 rúmmetrar á sekúndu ef tekið er meðaluppstreymi kviku þau tæpu fjögur ár sem Surtseyjargosið stóð,“ sagði Ármann. Hann sagði að Surtsey hefði orðið dyngja ef hún hefði ekki byrjað sem neðansjávareldgos. Vegna sjávarins tættist kvikan og eyjan byggðist hratt upp. Ármann sagði að dyngjur væru um allt land en dyngjugos hefði ekki komið mjög lengi á Íslandi. Síðast gaus Lambahraunsdyngja fyrir um 3.500 árum. „Gosið í Geldingadölum getur hætt fjótlega eða haldið áfram árum saman. Svona göt niður í mött- ul eru víða til í heiminum og þar eru eldfjöll sem hafa gosið mjög lengi. Það sullast kvika upp úr þessum göt- um og ef það heldur áfram í mörg ár þá hleður dyngjan sig upp hægt og rólega, hraunið nær að renna lengra og lengra og þarna verður til fjall.“ Spennandi atburðarás Ármann sagði að atburðarásin í Geldingadölum væri mjög spenn- andi. „Þetta er eitthvað sem við höf- um aldrei séð gerast áður. Þetta er ekkert í líkingu við Kröfluelda eða Fimmvörðuháls. Ef eitthvað er líkt þessu þá er það hugsanlega Surts- ey,“ sagði Ármann. Ólíkt öðrum eldgosum í seinni tíð - Kvikustreymið í Geldingadölum svipað og það var í Surtsey - Haldi eldgosið lengi áfram verður til nýtt fjall - Kvikan líkist berginu sem er að finna í stóru dyngjunum á Reykjanesskaganum Dyngjur á Reykjanesi Dyngjugos Geldingadalir GosrásBerglög Berggangur Hrauná Gígur Hrauntjörn Gosop Hraunlag Selvogsheiði Heiðin há Leitin Hrútagjá Þráinsskjöldur Sandfellshæð Háleyjabunga Langhóll KEFLAVÍK GARÐUR REYKJAVÍK GRINDAVÍK Mynd:Wikimedia Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Geldingadalir Kvikan kemur upp af 17-20 km dýpi og virðist ekki vera neitt lát á streyminu. Vísindamenn hafa ekki áður séð svona eldgos hér á landi. Ármann Höskuldsson Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is „Þetta gas sem er að koma upp hérna er vatnssnautt gas. Þetta er eiginlega bara vatn sem kemur frá kvikunni, en ekkert grunnvatn. Svo er hátt hlutfall á milli koltvíoxíðs (CO2) og brennisteinsoxíðs (SO2),“ sagði Andri Stefánsson, prófessor hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Ís- lands, í samtali við Morgunblaðið þar sem hann stóð norðaustan megin við gíginn og mældi hlutföll gasteg- unda í loftinu í Geldingadölum í gær, en búist var við mikilli gasmengun á svæðinu. Beint úr möttli Andri sagði einnig að slíkt gas sé ekki hægt að mynda nema kvikan komi af 10 til 15 kílómetra dýpi, nær 15 kílómetrum. „Og hún er ekkert að stoppa á leiðinni að neinu ráði. Þá er- um við að segja að hún er ekki stopp í áratugi eða neitt slíkt. Hún er bara að koma beint upp úr möttli, þar sem kvika verður til, og kemur svo bara hérna í gegnum sprunguna.“ Spurður hvernig hægt sé að meta hvort kvikan stöðvist ekki á leiðinni segir hann að gasið hefði öðruvísi samsetningu hefði kvikan stöðvað að einhverju ráði á leiðinni. „Þetta er eina leiðin til að búa til svona gas. Einnig er hægt að styðjast við sam- setninguna á berginu,“ sagði Andri. „Það er magnesíumríkt og títan- snautt og þetta þýðir bara að það er mjög frumstæð bráð sem kemur.“ Kvikugangur eins og strompur Hann segir kvikuganginn sem leiðir að gosinu ekki vera stóran, heldur langan og mjóan, frekar eins og stromp í laginu. „Hversu lengi ástandið mun vara fer eftir því hversu stór þessi kvikupoki, á miklu dýpi, er,“ sagði Andri. „Ef hann er töluvert stór gæti gosið varað í nokkurn tíma. Við er- um að tala um mánuði eða ár. En ef hann er ekki stór gæti þetta dáið út á morgun. Við vitum ekkert hvað hann er stór en við vitum að hann er á miklu dýpi.“ Með Andra í för voru nemar við jarðfræði og jarðeðl- isfræði við Háskóla Íslands. Öll kennsla í þeim greinum fór fram á gossvæðinu í gær. Samsetning gass segir til um af hvaða dýpi kvikan er - Lengd gossins ræðst af stærð kvikupoka á miklu dýpi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gasmælingar Andri Stefánsson, prófessor hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, ásamt nemendum við mælingar m.a. á samsetningu gastegunda. Dæmigert íslenskt vorveður var á gossvæðinu í Geldingadölum í gær þar sem skiptust á skin og skúrir. Eina stundina gerði mikla úrkomu og skyggni lítið en hægt var að treysta á að það varði ekki lengi og stytti upp áður en langt um leið. Leikurinn endurtók sig mörgum sinnum yfir daginn og hélt fólk varla í við að setja upp sólgleraugun og taka þau aftur niður. Í gær fékkst reynsla á stikaða leið sem björg- unarsveitin Þorbjörn útbjó. Viðmælendur Morgunblaðsins voru samhljóma um að leiðin væri aðgengileg og góð. Ekki væri mikið mál að ganga en mikilvægt að vera vel búinn, nestaður og í góðum skóm. Gönguferðin tók fólk allt frá klukkustund að rúmum tveimur tím- um að gosstöðvunum. Allur gangur var á hvort fólk var búið gasgrímu en gert var ráð fyrir mikilli gas- mengun í gær. Mikill fjöldi bíla safn- aðist saman á Suðurstrandarvegi í gær og myndaði langa bílaröð. Blaðamaður á vettvangi Nýstikuð leið reyndist vel

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.