Morgunblaðið - 24.03.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2021
Í baráttu við COVID-19
býður Donnamaska, grímur
og andlitshlífar sem eru
gæða vara frá DACH og
notuð um allan heim.
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika
Sími 555 3100 www.donna.is
Heildsöludreifing
Type II 3ja laga
medical andlitsgríma
FFP3 Respirator Comfort
andlitsgríma með ventli
FFP3 High-Risk
andlitsgríma
Andlitshlíf
móðufrí
C-gríma Pandemic
Respirator andlitsgríma
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Samkeppniseftirlitið átalið
- Framkvæmdastjóri SI telur vantraust hafa grafið um sig milli atvinnulífs og SKE
- Mikið þurfi til svo atvinnurekendur leggi í að gagnrýna eftirlitið opinberlega
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
„Það ríkir vantraust atvinnulífsins í
garð Samkeppniseftirlitsins,“ segir
Sigurður Hannesson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins, í viðtali í
Dagmálum, sem birt er í dag. Hann
segir að það sé á suman hátt gagn-
kvæmt, því Samkeppniseftirlitið
(SKE) virðist vantreysta atvinnulíf-
inu. „Þetta vantraust er samfélaginu
stórkostlega dýrkeypt.“
Sigurður tæpti á ýmsum þeim
málum, sem upp hafa komið vegna
Samkeppniseftirlitsins, fjölmiðlaum-
fjöllun og nýlegri gagnrýni forystu-
manna í atvinnulífi í þess garð. Hann
minnti á að það gerðu menn ekki að
gamni sínu, enda veigruðu margir
sér við að ýfa stofnunina, það væri of
mikið í húfi fyrir þau.
„Það er erfitt að sjá lausnina á
þessu, en það verður ekki gert með
því einu að atvinnulífið líti í eigin
barm, eins og ætla má af orðum [Páls
Gunnars Pálssonar] forstjóra Sam-
keppniseftirlitsins,“ segir Sigurður
og gagnrýnir hann fyrir skoðana-
gleði í fjölmiðlum.
Sigurður telur yfirstjórn stofnun-
arinnar hafa farið út af sporinu.
„Einhvern veginn virðist það vera
þannig að Samkeppniseftirlitið nær
ekki að gera sig skiljanlegt, því að
forstjóri þess þarf að koma fram æ
ofan í æ og lýsa því yfir að einhver
misskilningur sé á ferðinni í hverju
málinu á fætur öðru.“
Viðtekin venja
Svanhildur Hólm Valsdóttir,
framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs,
sem einnig var rætt við í þættinum,
tekur í sama streng. Hún benti á að
það hefði þegar kostað Festi 80 millj-
ónir króna að geta ekki selt verslun á
Suðurlandi líkt og sátt við eftirlitið
kveður á um, en það ætti einnig þátt í
því að koma í veg fyrir sölu hennar,
svo nú stefnir allt í að henni verði
lokað í komandi mánuði.
Svanhildur telur raunar forstjóra
Samkeppniseftirlitsins ekki einan
um að fara út fyrir þann ramma, sem
embættismönnum er ætlaður. „Hér
á landi virðist það orðin viðtekin
venja frekar en hitt,“ segir Svanhild-
ur. „Það virðist vera vinsælt hjá rík-
isstofnunum að útdeila skoðunum.“
Sigurður
Hannesson
Svanhildur Hólm
Valsdóttir
Tveimur deildum í leikskólanum
Austurkór í Kópavogi hefur verið lok-
að vegna myglu í klæðningu á útvegg,
sem er á suðvesturhlið leikskólans.
Lokunin er gerð í varúðarskyni til
þess að vernda starfsmenn og nem-
endur, segir í tilkynningu frá Kópa-
vogsbæ.
Deildirnar hafa ekki verið nýttar í
daglegu starfi en nýttar til sérkennslu
fyrir litla hópa. Því hefur lokunin tak-
mörkuð áhrif á leikskólastarf í Aust-
urkór. Alls eru 76 börn í skólanum.
Myglan greindist í kjölfar einkenna
starfsmanns sem grunur lék á um að
rekja mætti til mygluskemmda.
Verkfræðistofan Mannvit var fengin
til að taka sýni og senda til greiningar
hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Ekki fannst mygla í þeim sýnum.
Einnig voru tekin sýni úr einangr-
un útveggjar og gifsklæðningu á suð-
vesturhlið, þar sem vart hafði orðið
við leka. Niðurstaða úr þeirri grein-
ingu, sem kom frá Náttúrufræði-
stofnun, sýnir myglu í útvegg.
Fjarlægja einangrun
Viðgerðir á Austurkór eru þegar
hafnar. Til stendur að fjarlægja ein-
angrun innandyra og klæða húsið að
utan á sambærilegan hátt og á norð-
urhlið hússins. Fundað hefur verið
með foreldraráði og starfsfólki skól-
ans og þá hafa foreldrar í leikskól-
anum verið upplýstir um stöðu máls-
ins, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu frá bænum.
Einkenni vöktu réttilega
grun um myglu í húsnæði
- Mygla fannst í klæðningu á vegg í leikskóla í Kópavogi
Ljósmynd/Kópavogsbær
Austurkór Húsnæði leikskóla í
Kópavogi reyndist myglað.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur
heilbrigðisráðherra minnisblaði
vegna hertra aðgerða á landamær-
um. Eitt kórónuveirusmit greindist
innanlands í fyrradag og var við-
komandi í sóttkví við greiningu.
Nokkrir nemendur í 6. bekk
Laugarnesskóla greindust með veir-
una í gær og voru þeir allir í sóttkví
við greiningu. Áður hafði einn nem-
andi og kennari við skólann greinst
með veiruna.
„Ég held að við séum ekkert kom-
in út úr þessu. Ég held að við getum
ekkert fullyrt um það hvort við fáum
einhver fleiri smit eða hvernig það
verður, við verðum bara að sjá
hvernig þetta þróast frá degi til
dags,“ sagði Þórólfur í samtali við
mbl.is í gær.
Enginn fengið nóg bóluefni
Anna Sigrún Baldursdóttir, að-
stoðarmaður forstjóra Landspítala,
segir að skortur sé á bóluefni gegn
Covid-19 hjá spítalanum eins og
annars staðar. Enn á eftir að bólu-
setja einhverja starfsmenn sem eru
mjög framarlega í þjónustu spít-
alans. Um helmingur starfsfólks
Landspítala hefur fengið bólusetn-
ingu gegn Covid-19. Enn á eftir að
bólusetja um 2.500 starfsmenn spít-
alans sem starfa í klínískri þjónustu.
„Eftir því sem bóluefnið hefur
borist er reynt að koma þessu eins
hratt út og mögulegt er,“ sagði Anna
Sigrún í samtali við mbl.is í gær.
Spurður hvort Landspítalinn
hefði fengið nægilega mikið magn af
bóluefni sagði Þórólfur:
„Ég held að enginn hafi fengið
nóg bóluefni, ég held að allir myndu
vilja fá meira bóluefni. Það gildir um
Landspítala eins og aðra. Takmark-
andi þátturinn er magnið af bóluefni
sem við fáum fyrir þá sem eru í
framlínunni og vilja bóluefni.“
Áfram
greinast
ný smit
Þórólfur
Guðnason
- Minnisblað um
hertar aðgerðir
Anna Sigrún
Baldursdóttir
Allir nemendur Fossvogsskóla hefja nám í
Korpuskóla frá og með deginum í dag á meðan
reynt er að ráða fram úr mygluvanda í Fossvogs-
skóla. Þetta er í annað sinn á nokkrum árum sem
starfsemi skólans er færð vegna myglu. Unnið
var að því í gær að búa húsnæði nýja skólans
undir komu nemenda. Það krafðist margra
handtaka og mikilla þrifa, enda húsnæði skólans
ekki verið í notkun um nokkra hríð.
Mikið verk að færa heilan skóla um set
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson