Morgunblaðið - 24.03.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2021
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Kjólar • Tunikur
Blússur • Peysur
Bolir • Jakkar • Vesti
Verið velkomin
Nýjar
töskur
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Saksóknarar í Boulder í Colorado-
ríki ákærðu í gær hinn 21 árs gamla
Ahmad Alissa fyrir morð á tíu
manns, en maðurinn hóf skotárás í
kjörbúð í fyrrinótt. Átti fólk fótum
fjör að launa áður en árásarmað-
urinn var loks yfirbugaður af lög-
reglunni og dvaldist hann á sjúkra-
húsi í gær, undir eftirliti, vegna
skotsára sem hann hlaut í viðskipt-
um sínum við lögreglumenn.
Fórnarlömbin voru á aldrinum 20
til 65 ára, og var einn þeirra, Eric
Talley, lögregluþjónn og sjö barna
faðir. Lögreglan í Boulder sagði í
gær að enn væri óvíst um ástæður
þess að Alissa lét til skarar skríða.
Þetta er önnur stóra skotárásin í
Bandaríkjunum í einni viku, og hafa
árásirnar opnað enn á ný viðkvæma
umræðu um byssulöggjöf sem geis-
að hefur til margra ára í Bandaríkj-
unum. Dómsmálanefnd öldunga-
deildarinnar hugðist þegar halda
fund um leiðir til þess að fækka
skotárásum í gær, en þingmenn
hafa skipst í tvö horn eftir flokks-
línum.
Demókratar hafa kallað eftir
strangari löggjöf, sem meðal annars
feli í sér að bakgrunnur allra sem
kaupi sér skotvopn sé kannaður í
þaula áður en kaupin séu samþykkt.
Repúblikanar hafa hins vegar talið
að fara verði gætilega í slíkar ráð-
stafanir, þar sem 2. viðbót stjórn-
arskrárinnar kveði sérstaklega á um
að ekki megi skerða rétt Banda-
ríkjamanna til þess að búa sig vopn-
um.
Óþarft að bíða „mínútu lengur“
Nancy Pelosi, forseti fulltrúa-
deildar Bandaríkjaþings og leiðtogi
demókrata í deildinni, sagði í yfir-
lýsingu sinni að aðgerða væri þörf
þegar í stað til þess að koma í veg
fyrir áframhaldandi „faraldur skot-
árása“, sem væri að hrella banda-
rískt samfélag.
Joe Biden Bandaríkjaforseti
ávarpaði þjóð sína í gærdag vegna
árásarinnar, og kallaði þar eftir því
að þingið samþykkti bann gegn svo-
nefndum árásarvopnum. Sagði
Biden að hann þyrfti ekki „að bíða
mínútu lengur, hvað þá klukku-
stund, til að stíga skref til almennr-
ar skynsemi sem muni bjarga
mannslífum í framtíðinni og til að
hvetja kollega mína í fulltrúa- og
öldungadeild til aðgerða.“
Sagði Biden að hægt væri að
banna aftur árásarvopn og skot-
hylkjahólf sem geti geymt fjölmörg
skothylki, en Bandaríkjaþing sam-
þykkti árið 1994 bann til tíu ára á
slík vopn. „Þetta er ekki og ætti ekki
að vera flokkspólitískt mál. Þetta er
bandarískt mál. Það mun bjarga
mannslífum, bandarískum lífum, og
við verðum að grípa til aðgerða,“
sagði Biden í ræðu sinni.
Skoðanakannanir benda til þess
að mikill meirihluti Bandaríkja-
manna styðji hertari byssulöggjöf,
og lýsti Biden því yfir í síðasta mán-
uði að hann vildi að þingið sam-
þykkti lög um að kanna bakgrunn
allra sem kaupa skotvopn. Sagði
hann þá að ríkisstjórn sín myndi
ekki bíða eftir næstu stóru skotárás
til þess að grípa til aðgerða.
Reynt að loka glufum
Fulltrúadeildin samþykkti fyrr í
mánuðinum tvö frumvörp um kann-
anir á bakgrunni fólks, en með þeim
var stefnt að því að loka fyrir glufu í
gildandi lögum, þar sem þeir sem
keyptu sér skotvopn á byssusýning-
um gátu fengið það afhent án tafa.
Var sú glufa talin hafa átt þátt í
skotárás árið 2015 á kirkju í Charle-
ston.
Frumvörpin tvö munu hins vegar
ekki að óbreyttu ná í gegnum öld-
ungadeildina, þar sem 60 atkvæði af
100 þarf fyrir flesta almenna laga-
setningu til að ná í gegn. Flokkarnir
tveir hafa nú hvor um sig fimmtíu
þingsæti.
Chuck Schumer, leiðtogi demó-
krata í öldungadeildinni, sagðist
hins vegar staðráðinn í að leggja
frumvörpin fyrir deildina, þannig að
þingmenn hennar gætu rökrætt og
reynt að taka á ógninni sem stafaði
af síendurteknum skotárásum.
AFP
Skotárás Heilbrigðisstarfsfólk sést hér yfirgefa kjörbúðina í Boulder þar sem tíu létust í skotárás í fyrrinótt.
Þingið taki á skotárásum
- Tíu manns látnir eftir skotárás í Boulder í Colorado-ríki - Biden kallar eftir
banni við árásarrifflum og skothylkjageymslum sem geta borið mikið magn
Angela Merkel Þýskalandskanslari
tilkynnti í gær að samkomutakmark-
anir þar yrðu hertar í fimm daga yfir
páskahátíðina, frá 1.-5. apríl, í þeirri
von um að þannig mætti stöðva þriðju
bylgju kórónuveirufaraldursins, sem
nú er í miklum uppgangi á meginlandi
Evrópu. Þá verða núgildandi sótt-
varnareglur framlengdar til 18. apríl.
Þetta var ákveðið á fundi Merkel
með héraðsstjórum sambandsland-
anna, en upphaflega var boðað til
fundarins til þess að ræða afléttingar
á takmörkunum. Aðstæður hafa hins
vegar breyst fljótt, og sagði Merkel
að landið glímdi nú við „nýjan farald-
ur“ vegna breska afbrigðisins svo-
nefnda, sem kanslarinn sagði að væri
í raun eins og ný veira. „Hún er ban-
vænni, meira smitandi og smitar frá
sér yfir lengra tímabil,“ sagði Merkel.
Tók Merkel undir með Ursulu von
der Leyen, forseta framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins, sem
hefur hótað útflutningsbanni á bólu-
efni AstraZeneca til Bretlands, og
sagði Merkel vitað að „vandamál“
hefðu komið upp í samskiptum við
fyrirtækið og Breta.
Stjórnvöld í Hollandi ákváðu einnig
í gær að framlengja samkomubann
sitt til 20. apríl næstkomandi vegna
stöðunnar í faraldrinum, en á móti
yrði umdeilt útgöngubann stytt um
klukkutíma á kvöldin, þannig að það
hefjist kl. 22 en ekki kl. 21. Hörð mót-
mæli spruttu upp í nokkrum af helstu
borgum Hollands gegn útgöngubann-
inu þegar það var sett á í janúar.
Frönsk sjúkrahús að springa
Emmanuel Macron Frakklands-
forseti lýsti því yfir í gær að frönsk
stjórnvöld spýta í lófana í bólusetn-
ingum, og að bólusetja yrði fólk „á
morgnana, í hádeginu og á kvöldin.“
Nokkur gagnrýni hefur heyrst í
Frakklandi á hversu treglega bólu-
setningar þar hafa gengið, og lofaði
Macron að betri gangur yrði kominn í
þær um miðjan apríl í síðasta lagi.
Loforð Macrons kom sama dag og
Frederic Valletoux, yfirmaður spít-
alamála í Frakklandi, varaði við því að
sjúkrahús landsins væru komin að
þolmörkum. Sagði Valletoux að kerfið
myndi verða fyrir „fordæmalausu
áfalli“ innan þriggja vikna, ef ekki
tækist að hemja þriðju bylgjuna.
Um 30.000 tilfelli greinast nú í
Frakklandi á hverjum degi, og hefur
tilfellum fjölgað mjög síðustu daga.
Þýskalandi lok-
að yfir páskana
- Macron lofar fleiri bólusetningum
Fimmtán manns létust og 400 til við-
bótar er saknað eftir að eldur kom
upp í flóttamannabúðum róhingja í
Bangladess. Búðirnar eru sagðar
stærstu flóttamannabúðir heims, en
að minnsta kosti 50.000 manns eru
nú á vergangi eftir brunann.
Áætlað hefur verið að tæplega ein
milljón manns búi í flóttamannabúð-
um við landamærin að Búrma, einn-
ig Mjanmar, en róhingjar flúðu það-
an unnvörpum árið 2017 þegar
herinn hóf aðgerðir gegn minni-
hlutahópnum í Rakhín-héraði.
Eldurinn braust út í fyrradag og
dreifði sér fljótt um búðirnar, en
þær samanstóðu einkum af tjöldum
úr bambus og segldúkum. Stjórn-
völd í Bangladess hafa fyrirskipað
rannsókn á upptökum eldsins.
BANGLADESS
AFP
Eldsvoði Fjöldi er nú á vergangi eftir
brunann, sem lagði búðirnar í rúst.
15 látnir og 400
saknað í eldsvoða
Erna Solberg,
forsætisráðherra
Noregs, og eig-
inmaður hennar,
Sindre Finnes,
hafa nú bæði
stöðu grunaðra í
afmælismálinu
svokalla, en það
snýst um meint
brot á sótt-
varnalögum þegar Solberg hélt upp
á sextugsafmæli sitt í lok febrúar.
Voru 13 viðstaddir fyrri daginn og
14 hinn síðari, en einungis tíu
máttu koma saman á þessum tíma.
Solberg hefur beðið þjóð sína for-
láts í viðtölum og sagst þar ekki
eiga sér neinar málsbætur. Hyggist
hún greiða þá sekt sem henni ef til
vill verði gerð vegna veislunnar.
atlisteinn@mbl.is
NOREGUR
Hefur stöðu grun-
aðs í afmælismálinu
Erna Solberg