Morgunblaðið - 24.03.2021, Síða 20

Morgunblaðið - 24.03.2021, Síða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2021 Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is VANDAÐIR STÓLAR fyrir ráðstefnu-, veislu- og fundarsali Fastus býður upp á mikið úrval af húsgögnum og innréttingum fyrir hótel, mötuneyti, veitingastaði, ráðstefnur, fundi o.fl. Komdu og kynntu þér úrvalið. Við sérpöntum eftir þínum óskum! 60 ára Sigurður er Reykvíkingur og býr í Hvassaleitinu. Hann er rekstrartæknifræð- ingur frá Óðinsvéum og er verkefnastjóri hjá Orkustofnun. Sigurður situr í stjórn Menningarsjóðs vestfirskrar æsku. Maki: Eyrún Magnúsdóttir, f. 1968, þroskaþjálfi og starfar í Hvassaleitisskóla. Börn: Heiðrún, f. 1990, og Dagmar Ósk, f. 2001. Barnabörn eru Elísa Dögun, f. 2016, og Signý Ýr, f. 2019. Foreldrar: Magnús Skúlason, f. 1937, arkitekt, og Guðríður Hannibalsdóttir, f. 1937, fyrrverandi bankaritari. Sigurður Hannibal Magnússon Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þetta er dagur athafna svo þá er bara að ríða á vaðið og fara sínar eigin leið- ir. Heilsan skiptir öllu máli, farðu vel með þig. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú þarft að gæta þín ef þú vilt ekki að aðrir sjái í gegnum þig og komist auðveld- lega að því sem þú hefur í hyggju. Þú veist ekki alveg hvert þú stefnir en það breytist fljótt. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Gefðu þér tíma til að vera ein/n með sjálfri/um þér í dag. Þér verður komið á óvart fljótlega, vertu á tánum. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það er einhver maðkur í mysunni en þér finnst þú ekki geta fest hendur á hvað raunverulega er að. Hrapaðu ekki að ákvörðunum. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Ástin hreinlega eltir þig á röndum og þú hefur aldrei verið hamingjusamari. Þú færð boð í brúðkaup í sumar. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Eitthvað fer fyrir brjóstið á þér og þú þarft að hugsa þinn gang. Ekki gera veður út af smámunum, lífið er of stutt fyrir slíkt. 23. sept. - 22. okt. k Vog Láttu ekki aðra þurfa að velkjast í vafa um meiningar þínar. Mundu að það þarf tvo til að deila og að hlýlegt bros getur breytt heildarmyndinni. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þótt þú hafir margt á þinni könnu réttlætir það ekki tillitsleysi í garð annarra og allra síst þinna nánustu. Vertu sveigjanleg/ur og viðbragðsskjót/ur. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Til allrar hamingju kanntu vel við einveru, þér leiðist aldrei í eigin fé- lagsskap. Finndu út hvað þig langar að gera í framtíðinni. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Eyddu tímanum með fólki sem hefur jákvæð og hvetjandi áhrif á þig og segðu skilið við annað. Haltu þig við það sem þú kannt. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þótt hart sé gengið eftir svari frá þér, skaltu taka því rólega og velta hlut- unum vandlega fyrir þér. Bjartsýni þín smit- ar aðra. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Viss vinur hefur hangið í þér und- anfarið í gegnum endalaus símtöl, og þér finnst þú þurfa frið. Mundu samt að passa hvað þú segir. valla og starfar sem slíkur í dag en nafn félagsins er í dag Heimstaden. „Þetta átti að vera lítið leigufélag með 10 milljarða eignasafn, en varð síðan þegar mest var 55 milljarða eignasafn. að breyta til og vinna í hefð- bundnu fyrirtæki.“ Vorið 2015 hóf Gauti störf sem fjármálastjóri Heimavalla leigu- félags, vorið 2019 tók hann síðan við sem framkvæmdastjóri Heima- A rnar Gauti Reynisson fæddist 24. mars 1981 í Reykjavík. „Það er upp á dag níu árum síðar en bróðir minn og 13 árum síðar en mágur minn og fyrir vikið er 24. mars ár hvert hátíðardagur í minni fjölskyldu. Ég ólst upp í Seljahverfinu í Breiðholtinu sem var barnmargt og lifandi hverfi á þeim tíma enda nýbúið að byggjast upp.“ Gauti var mikið í íþróttum og útivist, æfði fótbolta og spilaði fjögur sumur í meistaraflokki með ÍR. Hann æfði líka körfubolta, skíði og golf. „Foreldrar mínir voru mjög duglegir að ferðast þeg- ar ég var barn og ég held að það sé ekki til það tjaldstæði sem ég kom ekki á sem krakki. Þau áttu líka hlut í skútu og við sigldum í kringum Ísland, Mallorca og í gegnum Gíbraltarsund. Ég fór líka í sumarbúðir skáta á Úlfljótsvatni níu sumur í röð.“ Gauti gekk í Ölduselsskóla, Verzlunarskóla Íslands og varð stúdent þaðan 2001. „Ég tók mér í framhaldi frí frá námi til að stunda skíðaíþróttina af fullum hug í Nor- egi og Austurríki en eftir einn vet- ur sá ég að mér var ekki ætlaður frami á því sviði og hóf nám í véla- verkfræði við Háskóla Íslands haustið 2002.“ Þaðan útskrifaðist hann með B.Sc.-gráðu vorið 2005 og hóf í framhaldi störf á véladeild verkfræðistofunnar Hönnunar. Haustið 2006 hóf hann framhalds- nám í iðnaðarverkfræði við Há- skólann í Minnesota og útskrif- aðist með meistaragráðu árið 2008. Gauti fór því út á vinnumark- aðinn á sjálfu hrunárinu og það hjá Glitni. „Ég hef verið að grínast með það að ég hafi verið sá síðasti sem var ráðinn hjá Glitni, það var í febrúar 2008 og ég upplifði bara niðurleiðina í átt að hruninu. Svo held ég að þeir hafi einfaldlega gleymt mér í hruninu svo ég hélt bara áfram að vinna hjá Íslands- banka og var þar í sjö ár eða til 2015. Ég var í markaðsviðskiptum, bæði í verðbréfamiðlun og gjald- eyrismiðlun en síðan langaði mig Við skráðum félagið í kauphöllina en síðan var það keypt af Norð- mönnum og nú er búið að afskrá félagið í kauphöllinni og er alfarið í eigu Norðmanna. Það hafa því orðið miklar stefnubreytingar hjá félaginu á ekki lengri tíma. Í dag stöndum við vel, erum með mjög öflugan eiganda, Heimstaden, sem starfar í sjö löndum, og erum með skýra sýn á hvað við viljum gera. Við erum fyrst fremst leigufélag fyrir fólk sem kýs að vera á leigumarkaði. Fólk sem leigir hjá okkur býr við meira öryggi, við segjum ekki upp leigusamningi til að selja íbúð eða til að hleypa öðrum að, t.d. frænku sem var að koma heim úr námi.“ Leigufélagið á í dag 1.640 íbúðir, ríflega 50 milljarða eignasafn, og eru stærstu svæðin í Bryggju- hverfinu, Helgafellslandi í Mos- fellsbæ, á Hlíðarenda og Ásbrú á Reykjanesi. Félagið á ekki stakar íbúðir heldur heilar fasteignir eða að minnsta kosti heilan stigagang. „Annars getum við ekki boðið upp á þá þjónustu sem við viljum veita. Til að mynda fyrstu tvo mánuðina eftir að fólk flytur inn bjóðum við upp á heimaþjónustu. Ef það vant- ar t.d. að tengja uppþvottavélina eða hengja upp hillu þá kemur maður frá okkur og græjar það. Þetta hefur mælst vel fyrir, að vísu hefur Covid aðeins þvælst fyrir en við höfum verið að sinna þessu að undanförnu.“ Gauti sat í stjórn Skíða- sambands Íslands 2010-2012 og var formaður alpagreinanefndar á sama tíma. Áhugamál Gauta snúast um íþróttir og útivist eins og á yngri árum. „Á skíðum, hjólandi eða í golfi kann ég best við mig. Hjóla- áhuganum er svalað hvort sem er á götuhjóli um borgina eða á fjallahjóli í óbyggðum. Árin 2017 og 2018 tók ég þátt í hjólakeppn- inni Glacier 360 sem fólst í því að hjóla hringinn í kringum Lang- jökul á þremur dögum og var það alveg einstök upplifun. Í seinni tíð eftir að börnin urðu eldri er fátt skemmtilegra en að Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi – 40 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Edda Björk, Sigríður, Halldór og Gauti. Stýrir 50 milljarða eignasafni Fjallahjólaferð Gauti ásamt vinum uppi á heiðunum á Síðu í Skaftárhreppi. 50 ára Guðrún Inga er Grindvíkingur, fædd þar og uppalin. Hún er kennari og náms- og starfsráðgjafi frá Há- skóla Íslands og er með diplómu í já- kvæðri sálfræði frá Endurmenntun HÍ. Guðrún Inga er ráð- gjafi hjá VIRK. Maki: Sigurður Þyrill Ingvason, f. 1969, gæðastjóri hjá Þorbirni hf. Dætur: Sigrún Björk, f. 2002, og Bylgja Björk, 2008. Foreldrar: Bylgja Björk Guðmundsdóttir, f. 1948, fv. heimilisfræðikennari, og Bragi Ingvason, f. 1945, húsasmíðameistari. Guðrún Inga Bragadóttir Til hamingju með daginn Vinkonurnar Helga Júlía (hægra meg- in) og Karólína Bríet (vinstra megin) eru ungar og upprennandi rokk- stjörnur úr Laugardalnum í Reykjavík. Þær héldu tónleika síðastliðna helgi í götunni sinni og leyfðu áhorfendum, gestum og gangandi að styrkja gott málefni með því að leggja pening í krukku. Þær söfnuðu rúmlega 7.000 krónum sem þær ætla að færa Krabbameinsfélaginu. Helga og Karólína léku bæði frumsamið efni sem og þekkta slagara úr rokksögunni. Skemmtilegast þótti þeim að taka lagið fyrir ömmu hennar Helgu en hún átti ein- mitt afmæli þennan sama dag. Krabbameinsfélagið þakkar þessum frábæru ungu konum fyrir yndislegt framtak. Hlutavelta Ljósmynd/Stella Björk Hilmarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.