Morgunblaðið - 26.03.2021, Qupperneq 2
Róbert Aron væri í
matarvagnaleiðangri
í Los Angeles um
páskana ef
hann
gæti.
Hvað ertu að fást við þessa dagana?
„Það er nú ýmislegt. Ég hef verið á ferðinni með fjölda
matarvagna um hverfin undir formerkjum Götubitans. Ég
opnaði „pop up“-veitingastað undir
formerkjum Götumarkaðarins í
góðu samstarfi við Just Wing-
in It. Nýjasta verkefnið er
svo veitingastaðurinn 2Gu-
ys sem er verið að opna
um þessar mundir á
Klapparstíg 38.“
Áttu þér uppáhalds-
morgunmat?
„Já það er Boozt – 1001
Nótt á Ísey Skyr Bar. Ég
sleppi mangó en fæ mér jarð-
arber í staðinn.“
Hvar er best að borða úti að þínu
mati?
„Mér finnst best að borða á Dragon Dim
Sum, eða Just Wingin It-götumarkaðnum og
svo verð ég að nefna 2Guys. Einnig er ég
mjög hrifinn af Himalayan Spice.“
Hvað gerir þú alltaf á páskunum?
„Á páskunum slaka ég á með fjölskyld-
unni eða fer upp í bústað.“
Hvað gerirðu aldrei?
„Ég fer aldrei á skíði.“
Hvernig páskaegg kaupir þú þér fyrir
páskana?
„Ég kaupi mér vanalega páskaegg með lakkr-
ís.“
Hvert er uppáhaldstískumerkið þitt?
„Uppáhaldstískumerkið er OFF
White. Ég kann að meta það sem Virgil
Abloh er að gera þar.“
Ef þú gætir ferðast hvert sem er um
heiminn hvert færirðu þá um páskana?
„Ég myndi fara til Los Angeles í ein-
hvers konar „food truck“-leiðangur eða
Tenerife í afslöppun með konunni.“
Hvað finnst þér um nýjasta gosæðið á
Íslandi?
„Mér finnst það magnað. Á einhver
þyrlu?“
Hvað gerir þú til að halda þér í formi?
„Ég fér í göngutúra með hundinum og
svo í ræktina. Í það minnsta áður en
kórónuveiran mætti.“
Hver er besti skemmtistaðurinn að
þínu mati?
„Vinnustofa Kjarvals.“
Hvert er best að fara í líkamsrækt?
„Ég kann að meta World Class á Seltjarnarnesi.“
Hvernig húsgagn keyptirðu þér síðast?
„Ég keypti mér hægindastól í Nomad í anda Pierres
Jeannerets. Konan mín stjórnar að öðru leyti öllum hús-
gagnakaupum inn á heimilið.“
Hver er uppáhaldshljómsveitin þín?
„Uppáhaldshljómaveitin er N.W.A. & Public Enemy.“
„Égmyndi fara
til Los Angeles“
Robert Aron Magnússon, framkvæmdastjóri Götubitans – Reykjavik
Street Food, Götumarkaðarins og meðeigandi 2Guys, ætlar að slaka á
um páskana og fara upp í bústað með fjölskyldu sinni.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ljósmynd/Colourbox
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ljósmynd/AFP
Listræni stjórnandinn Virgil Abloh
hefur haft mikil áhrif á tískuheiminn
á undanförnum árum.
Ljósmynd/Instagram
Dragon Dim Sum
er í uppáhaldi hjá
Róbert Aroni.
Instagram
Appolo Lakkrís-
páskaeggin eru
girnileg frá Góu.
Róbert Aron Magn-
ússon hefur gaman af
öllu því sem tengist
mat og matargerð.
Róbert Aron er hrif-
inn af páskaeggj-
um með lakkrís.
Draumaegg með
Freyju-lakkrís.
Róbert væri í Los Angeles ef
engar hindranir væru á ferða-
lögum um þessar mundir.
Off White-merkið hans Virgils
Ablohs er uppáhalds-
tískumerki Róberts Arons.
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021
Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is,
Elínrós Líndal elinros@mbl.is Auglýsingar Katrín Theódórsdóttirkata@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndina tók
Haraldur Jónasson.
Þ
að runnu á fólk tvær grímur í vikunni þegar í ljós
kom að fólk gæti ekki sleikt hurðarhúna í partíum
um páskana. Ekki heldur haldið risastór matarboð
og ekki boðið Adda, Palla og Bergþóru í bröns. Við
þyrftum að læra að haga okkur í eitt skipti fyrir öll
og dusta rykið af hegðunarreglum í samkomubanni. Við ætt-
um að vera heima hjá okkur, láta lítið fyrir okkur fara og vera
til friðs. Hversu ömurlega glatað er það?
Eitt er að það megi bara tíu manneskjur koma saman, en
líklega var mesta sjokkið að við værum að ganga í gegnum
páska númer tvö þar sem ekki yrði hægt að leika síðustu
kvöldmáltíðina eftir í heimahúsi. Við það borð voru nefnilega
ellefu lærisveinar plús Jesús.
Þegar ég var stelpa var ég sorgmædd yfir örlögum Jesú og
skildi eiginlega ekki hvers vegna við værum að fagna pásk-
unum með veislumat og súkkulaði. Hver neglir í gegnum lóf-
ann á annarri manneskju og hengir hana upp á kross? Um
2.000 árum síðar eru allir búnir að gleyma þessu og líta á
páskana sem besta frí ársins. Miklu betra en jólafrí og kannski
jafnvel betra en sumarfrí. Í jólafríinu nýtur sín enginn því það
kallar á svo mörg boð, svo mikla eldamennsku og stúss að
enginn hefur tíma til að vera hann sjálfur. Sumarfrí er náttúr-
lega snilld en fólk sem á mikið af börnum kemur oft þreyttara
úr sumarfríi því það er svo krefjandi að vera með sínum nán-
ustu allan sólarhringinn. Ætli páskarnir séu ekki besta fríið því
þá leyfist okkur að vera bolirnir, sem við erum, í friði. Getum
legið fyrir framan sjónvarpið í marga klukkutíma og borðað
súkkulaði í rúminu án þess að einhver geri athugasemd og
bendi okkur á að við séum að skrapa botn mannlegrar tilveru.
Sagt er að maðurinn finni sér alltaf eitthvað til að líða illa
yfir. Ef það væri ekki kórónuveira þá væri bara eitthvað annað
sem við værum brjáluð yfir. Við döfnum ekki og vöxum nema
við förum í gegnum áföll og krísur. Fólk eflist við hverja raun
og eftir þetta leiðindaveirutímabil munum við líklega kunna að
meta lífið betur.
Ef þú veist ekkert hvað þú átt að gera um páskana mæli ég
með því að þú dveljir innra með þér. Gerðu lista yfir það sem
lyftir tilveru þinni á hærra plan. Svo skaltu gera lista yfir allt
sem dregur þig niður og gerir líf þitt leiðinlegra. Svo skaltu
flokka fólkið í kringum þig frá innsta hring til ysta hrings. Átt-
aðu þig á því hver myndi raunverulega
standa með þér á ögurstundu og hver
myndi hugsanlega svíkja þig við
fyrsta tækifæri.
Ef Jesús hefði verið búinn að
greina lærisveinana og flokka þá
niður í innsta hring og ysta hring
er ekki víst að Júdas hefði
brugðist honum. Honum hefði
líklega ekki verið boðið til
síðustu kvöldmáltíðarinnar
því hann hefði verið kom-
inn í ysta hring. Spáið í
það!
Gleðilega páska!
Reuters
Hefði Júdasi
verið boðið?
MartaMaría Jónasdóttir