Morgunblaðið - 26.03.2021, Blaðsíða 4
É
g vil njóta páskanna í róleg-
heitum, með vinum og/eða fjöl-
skyldu. Ég vil ekki hafa of mik-
ið fyrir stafni, frekar safna
kröftum eða skipuleggja
eitthvað óvænt,“ segir Áslaug þegar
hún er spurð hvernig páskatýpa
hún sé.
Hvað finnst þér mikilvægast við
páskana?
„Að brjóta upp hversdagsleik-
ann.“
Upp á síðkastið hefur Áslaug
verið í töluverðu heilsuátaki sem
gengur út á að skokka en þess á
milli mætir hún á æfingar úti á
Granda. Hún vill nú ekki gera mikið úr
þessu.
„Ég hef bara reynt að halda jafnvægi í
því og gæta þess að gleyma ekki að hugsa
um sjálfa mig,“ segir hún.
Ætlar þú að nýta páskana til að iðka
hreyfingu?
„Vonandi verður veðrið þannig að það
hvetji mig til þess að skella mér gangandi á
fjall og á hestbak.“
Eruð þið fjölskyldan með einhverjar sér-
stakar páskahefðir?
„Nei, engar sérstakar hefðir. Ég hef al-
veg gaman af hefðum en ég vil þó gæta
þess að þær séu ekki íþyngjandi og allt í
lagi að þær breytist milli ára eða taki hlé.“
Áttu einhverja minnisstæða páskaminn-
ingu síðan þú varst barn?
„Gula páskastellið hennar Áslaugar
ömmu minnar er í miklu uppáhaldi og ég
svo heppin að eiga í dag. Að fá heitt kakó
úr því var toppurinn. Ætli það verði ekki sú
hefð sem ég mun halda í hvað mest.“
Hvernig páskaegg dreymir þig um?
„Góð spurning! Ætli ég myndi ekki panta
mér Daim-páskaegg ef ég gæti látið mig
dreyma.“
Hvernig væru hinir fullkomnu páskar í
hinum fullkomna heimi?
„Gott páskaegg, gott fólk, góður reiðtúr
og góður svefn.“
Svona væru
hinir full-
komnu páskar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er ekki með
neinar sérstakar páskahefðir aðrar en að slaka á og hafa það nota-
legt. Ein hennar besta páskaminning er að drekka heitt kakó úr
páskastelli Áslaugar ömmu sinnar en í dag er stellið í hennar eigu.
MartaMaría | mm@mbl.is
Áslaug Arna lifir anna-
sömu lífi. Þessi mynd
var tekin þegar gosið
hófst um síðustu helgi.
Áslaug Arna ásamt
föður sínum Sigur-
birni Magnússyni.
Morgunblaðið/Eggert
Áslaug Arna ætlar að
njóta íslensku náttúr-
unnar um páskana.
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021
É
g er ein þeirra sem á eftir að rölta að gossvæðinu í Geldingadal og það er
afar freistandi að kanna hvort það sé gerlegt enda draumur minn að sjá
eldgos, í hæfilegri fjarlægð. Annars stefni ég á aðra góða fjallgöngu einn
af hátíðisdögunum ásamt eiginmanni og börnum. Það er orðin hefð fyrir
þessu og nauðsynlegt að taka eitt páskaegg með til að deila á toppnum.
Þetta byrjaði reyndar sem eins konar píslarganga fyrir nokkrum árum því börnin
voru ekki öll stemmd fyrir þessu en allt fór vel að lokum og nú bíða börnin eftir
þessu með eftirvæntingu og koma með hugmyndir að fjalli til að klífa. Ef ég kemst
líka á gönguskíði verð ég alsæl. Auk útivistar er stefnan tekin á sumarbústaða-
stemningu heimafyrir með borðspilum og góðum mat.“
Mælirmeð páska-
eggi í fjallgöngur
Fanney Karlsdóttir, verkefnastjóri í Norræna húsinu
og skrifstofustjóri umhverfisverðlauna Norðurlanda-
ráðs, ætlar að reyna að sjá gosið um páskana.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ljósmynd/Morgunblaðið
Fanney Karlsdóttir mælir
með því að borða súkku-
laði á fjallgöngum.