Morgunblaðið - 26.03.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.03.2021, Blaðsíða 8
Páska bolla- kökurnar eru gerðar úr súkku- laðiköku með smjörkremi. Hreiðrið er úr Candy-floss. D ögg Guðmundsdóttir hefur mikinn áhuga á kökuskreytingum og deilir kökum sínum og öðru tengdu efni á Instagram undir nafn- inu Kökudísin. Dögg starfar á skrifstofu ráðuneytisstjóra í utan- ríkisráðuneytinu og er gift Ólafi Þór Rafnssyni, byggingatækni- fræðingi hjá Verkís. Þau eiga tvö börn; Guðmund Rafn, sjö ára, og Heiðdísi Heklu, fjögurra ára. Kökurnar hennar Daggar vekja athygli víða. Ekki síst fyrir að vera litríkar. „Mér finnst voðalega gaman að baka. Ég vinn helst með smjörkrem og finnst gaman að leika mér með liti. Ég nota oft litað súkkulaðidripp og kökuskraut í alls konar litum. Mér finnst líka gaman að prófa kannski óhefðbundnari leiðir til að skreyta, eins og að nota piparköku- mót, stensla, skrautkúlur og jafnvel marens til að ná ákveðnu útliti.“ Ástæðan fyrir því að Dögg valdi nafnið kökudísin á Instagram er sú að dóttir hennar heitir Heiðdís og fannst henni Dísar-nafnið ævintýralega fallegt og viðeigandi fyrir kökurnar sín- ar. „Ég deili ekki kökuuppskriftum á samfélags- miðlum heldur er áherslan meira á skreyt- ingarnar og ég sýni aðferðir sem ég nota og deili hugmyndum sem mér finnst vera sniðugar. Ég föndra líka köku- toppa og sýni skref fyrir skref hvernig ég geri þá. Vonandi hefur fólk gaman af því sem ég geri og fær jafnvel inn- blástur af því að fylgjast með.“ Dögg ætlar með fjölskyldunni út úr bænum á páskunum ef veður leyf- ir. „Eða bara að njóta þess að eiga langa helgi heima. Við sjáum til hvernig veðrið verður. Það verður þó klárlega spilað bingó með krökkunum, það sló svo rækilega í gegn hjá þeim í samkomubanninu á páskunum í fyrra, að við munum endurtaka leikinn í ár.“ Páskakakan verður flóknari með árunum Hvernig páskakökur gerir þú vana- lega? „Ég gerði aldrei sérstakar páska- kökur fyrr en kökuskreytingarnar urðu að sérstöku áhugamáli. Síðustu ár hafa þær verið skreyttar með bleiku og gulu kremi og litlum súkkulaðieggjum. Ég hef verið að þróa skreytingarnar og hafa útfærsl- urnar orðið flóknari með hverri köku.“ Dögg lítur á páskana sem tækifæri til að njóta samverunnar með fjölskyldunni. „Á páskunum getur maður dregið sig aðeins út úr amstri daglega lífsins og borðað góðan mat og páskaegg, svo ég tek páskunum fagnandi. Þessi tími þýðir líka að vorið er á næsta leiti og ég hlakka alltaf til að fá lengri daga og hækkandi sól.“ Að baka og skreyta kökur hefur lengi verið áhugamál Daggar. „Þegar ég útskrifaðist úr háskólanum bað ég um KitchenAid-hrærivél í gjöf frá mömmu og pabba sem ég svo flutti með mér yfir hafið út í mast- ernám. Það var þó ekki fyrr en börnin komu til sögunnar þónokkuð mörgum árum seinna að ég fór að leika mér meira með kökuskreyt- ingarnar og að halda barnaafmæli með hinu og þessu þema. Úr varð þessi áhugi á kökuskreytingum sem hefur svo bara aukist með árunum. Ég tengi þetta reyndar líka við áhuga minn á ýmiss konar handavinnu, en að skreyta köku er bara eitt formið af því að skapa eitthvað með höndum.“ Eiginmaðurinn eldar matinn á páskunum Ólafur Þór, eiginmaður Daggar, sér um að elda á páskunum og býður hann vanalega upp á lambakjöt; ljúffengan hrygg eða læri. „Þegar ég var lítil þá var það hefð hjá mömmu og pabba á páskadag að fela páskaeggið mitt einhvers staðar heima og ég byrjaði daginn á því að leita að egginu. Ég man hvað mér þótti þetta alltaf skemmtilegt og þess vegna held ég í þessa hefð með börnunum mínum. Vonandi munu þau líka seinna eiga góðar páska- minningar um þetta.“ Morgunblaðið/Eggert Dögg Guðmunds- dóttir skreytir fallega hjá sér á páskunum. Páskakök- urnar hennar Daggar eru ógleyman- legar. Súkkulaði kaka gerð í egglöguðu formi sem Dögg málar með lituðu súkkulaði. Páskakaka sem eftir er tekið Dögg Guðmundsdóttir, stjórnarráðsfulltrúi í utanríkisráðuneytinu, er með einstakan áhuga og hæfileika til að baka. Hún gerir girnilegar páskakökur sem verða alltaf flottari með árunum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Páska- eggin þurfa ekki að vera stór til að gleðja. Bleikar fjaðrir í bakgrunni úr versluninni Purkhús. Fallegar páskakanínur sem Dögg bjó til. Kanínurnar eru ofan á grillpinnum. 8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.