Morgunblaðið - 26.03.2021, Blaðsíða 16
Hlutir sem minna á ferðalög og fólk. Sjá má margar tengingar við Asíu í listaverkum heimilisins.
mig í Útivist og er núna að fara í fjallgöngur og nátt-
úrujóga fram á vorið. Fimmvörðuhálsinn er síðan kom-
inn á lista fyrir sumarið.“
Fær ferskan blómvönd að gjöf á páskunum
Hvernig skreytir þú heima um páskana?
„Þegar stelpan mín, Helena Margrét Jónsdóttir, var
lítil þá var ég dugleg að setja upp alls konar páska-
skreytingar, með ungum og eggjum, sem eru allar
komnar í geymsluna. Núna læt ég duga að skreyta með
fallegum ferskum blómum. Mamma mín gefur mér alltaf
vönd með hvítum liljum en túlípanar eru líka alveg
ómissandi um páskana. Ég hef þá annaðhvort hvíta eða
bleika þó flestum finnist kannski guli liturinn vera
páskaliturinn.“
Hvað eldarðu á páskunum?
„Ég er mjög góð í að njóta matar sem aðrir elda en er
lítið fyrir að standa í mikilli eldamennsku sjálf. Mínir
hæfileikar liggja á öðrum sviðum þótt ég geti alveg gert
góðan mat þegar ég þarf. Ég er góðu vön eftir að hafa
unnið með íslenska kokkalandsliðinu fyrir nokkrum ár-
um þar sem ég sá hvernig besti maturinn er búinn til.
Ætli ég noti ekki páskana til að fara út að borða og bjóða
dóttur minni og kærastanum hennar á einhvern góðan
veitingastað. Það eru komnir svo margir frábærir veit-
ingastaðir en helstu vandræðin núna er að fá borð og
verður líklega ennþá erfiðara þegar ferðamenn byrja að
streyma aftur til landsins.“
Heimili Margrétar er fallegt og henni líður hvergi jafn
vel og heima hjá sér.
„Mér finnst heimilið vera griðastaður þar sem allt á að
vera eftir manns eigin höfði, þannig að það sé alltaf til-
hlökkun að koma heim. Mér finnst gaman að hafa fallega
hluti í kringum mig og finn gleði í því að horfa á listaverk
og sérstaka muni sem minna mig á eitthvað, hvort sem
það eru ferðalög sem ég hef farið í eða fólk sem ég hef
hitt á lífsleiðinni. Ég skipti lítið um húsgögn en breyti
kannski mottum, púðum og skrautmunum til að fá nýjan
svip á heimilið mitt. Ilmkerti finnst mér vera ómissandi
enda það fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim úr
vinnunni er að kveikja á einu slíku. Ég legg líka töluvert
upp úr því að hafa góð sængurver og handklæði þótt það
sé ekki sýnilegt öðrum en mér. Íslensk hönnun hefur
verið að sækja í sig veðrið að undanförnu og ég ætla að
fjárfesta meira í henni.“
Margrét Kristín er hrifin af bleikum lit núna.
Handmálaður vasi frá Kosta Boda og Iittala-skál úr Casa.
Stofan er björt og
þægileg. Sófinn
er úr Casa.
Morgunblaðið/Hari
Asíublóm í huggulegum pappapotti sem Margrét keypti í Fjórum árstíðum.
5 SJÁ SÍÐU 18
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021