Morgunblaðið - 26.03.2021, Page 28

Morgunblaðið - 26.03.2021, Page 28
Himnesk páskaegg Sænska vörumerkið Mrs. Mighetto leit dags- ins ljós árið 2014. Hægt er að kaupa alls kon- ar fallegan varning frá þeim, allt frá myndum á vegg yfir í páskaegg. Það getur verið gam- an að teikna fallegar myndir á hvít egg fyrir páskana. Eggin frá Mrs. Mighetto eru augna- konfekt fyrir fólk á öllum aldri. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is A llt frá því ég hóf störf á spítalanum á fjórða ári mínu í læknisfræði hef ég haft áhuga á því að starfa á bráðamóttökunni. Fyrstu þrjú árin í læknisfræðinni eru byggð á bóklegu námi, næstu þrjú árin eru svo bóklegt nám ásamt vinnu á spítala.“ Guðrún Ingibjörg segir vaktalífsstílinn henta henni vel þótt kostulegt sé hversu oft hún og unnusti hennar Hauk- ur Smári Hlynsson sem er hjúkrunarfræðingur eru yfir hátíðardaga á sitthvorri vaktinni. „Um jólin var ég að vinna og hann í vaktarfríi, síðan á páskunum í fyrra var hann að vinna og ég í fríi. Þess vegna hlakka ég mikið til páskanna, þar sem við erum bæði í fyrsta skipulagða vaktafríinu okkar saman.“ Það sem hún kann hvað mest að meta við bráðadeild- inda er að þar fær hún að vera fyrsta manneskjan til að hitta sjúklinginn og það er bráðateymisins að komast að því hvað er að. „Á öðrum deildum sjúkrahússins er oftast vitað nokk- urn veginn hvað er að þeim sem eru að koma á deildina. Frumgreining og fyrsta meðferð er alltaf ákveðin ráðgáta sem heillar mig.“ Konur eiga erindi í læknisfræðina Guðrún Ingibjörg segir mikilvægt að samfélagið átti sig á að læknar eru eins og annað fólk, með langanir og vænt- ingar og líf utan vinnunnar. „Ég held meira að segja að ótti margra lækna sé að veikjast sjálfir enda hafa læknar löngum verið talið erf- iðustu sjúklingarnir.“ Hana langar sérstaklega að hvetja ungar konur til að skoða það að fara í læknisfræðina. Enda eiga konur jafn- góða möguleika á því að verða góðir læknar og eignast fjölskyldu, maka og börn eins og karlmenn, ef löngunin fyrir það er til staðar. „Staðalímyndin af læknum var áður svolítið þannig að læknar væru dag sem nótt á spítalanum og sinntu varla fjölskyldu eða áhugamálum. Vissulega koma tímabil þar sem maður vinnur langar tarnir en almennt séð ætti eng- inn að þurfa að fórna einkalífinu til að vera góður læknir. Ég held að flestum, séstaklega yngra fólki, finnist gott aðs já að læknar og heilbrigðisstarfsfólk eigi sér líf utan læknisfræðinnar líka.“ Þó Guðrún Ingibjörg sé spennt fyrir páskunum þá er hrekkjavaka uppáhaldshátíðin hennar. Þá klæðir hún sig upp, gerir alls konar ógeðslegar veit- ingar og hræðir sjálfa sig og aðra með alls konar uppá- tækjum. Á Instagram-síðunni má sjá fallegan texta við ljós- myndirnar. Hvaðan kemur áhugi þinn á að skrifa? „Ég hef haft ástríðu fyrir því að skrifa svo lengi sem ég man eftir mér. Ég vann einmitt á Morgunblaðinu um tíma, á sunnudagsblaðinu, með námi mínu í læknisfræði fyrstu árin. Þá fékk ég útrás fyrir að skrifa og kunni einstaklega vel við það. Mér finnst mjög gaman að segja sögur og finnst þægilegt að tjá mig í rituðu máli. Ég er frekar róleg í eigin persónu en þegar ég skrifa þá get ég látið gamminn geysa!“ Hún trúir því að hið mannlega sameini okkur öll og fyrst þegar maður hittir lækninn sinn á spítalanum sé mikilvægt að vita að maður er í góðum höndum, en einnig að læknirinn skilji að þótt verkefnið sé auðvelt fyrir fag- Saman í vaktafríi umpáskana Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir, læknir á bráðamóttökunni er með áhugaverða síðu á Instagram sem heitir Dr. Lady Reykjavík og segir hún ástæðuna fyrir því meðal ann- ars vera til að breyta staðalímynd samfélagsins um lækna. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Það er alltaf huggulega skreytt fyrir páskana á heimilinu. Guðrún Ingibjörg er læknir á bráðamóttöku Landspítalans. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.