Fréttablaðið - 27.08.2021, Blaðsíða 4
Það sem þátttakendur uppskera:
• Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu
• Hugrekki til að segja sína skoðun óháð áliti annarra
• Kjark til að tala um eigin líðan og annarra
• Leiðir til að eignast vini, bæta samskipti og styrkja sambönd
• Þor til að koma hugmyndum sínum á framfæri og hafa áhrif
• Betra skipulag og skýrari markmið
• Jákvætt viðhorf og kvíða/streitustjórnun
Námskeið hefjast:
9 til 12 ára Leiðtogabúðir 9. ágúst 8.45-17.00 4 dagar í röð
10 til 12 ára 4. ágúst 9.00-13.00 átta virka dagar í röð
10 til 12 ára 25. september 10.00-13.00 átta laugardaga í röð
13 til 15 ára 4. ágúst 13.30-17.00 átta virka dagar í röð
13 til 15 ára 21. sept. 17.00 -20.30 einu sinni í viku, 9 skipti
13 til 15 ára 23. sept. 17.00 -20.30 (í Hafnarfirði), 9 skipti
13 til 15 ára 5. okt. 17.00 -20.30 (í Garðabæ), 9 skipti
16 til 19 ára 4. ágúst 18.00-22.00 tvisvar í viku, 9 skipti
16 til 19 ára 22. sept. 18.00-22.00 einu sinni í viku, 9 skipti
20 til 25 ára 3. ágúst 18.00-22.00 tvisvar í viku, 9 skipti
20 til 25 ára 23. sept. 18.00-22.00 einu sinni í viku, 9 skipti
Vertu klár fyrir skólann
Skráning á dale.is eða 555 7080
Ókeypis kynningartími dale.is/ungtfolk
*Hægt er að nota frístundastyrki bæjarfélaga sem greiðslu - Youth_Ad_071921
Hámarksbætur vegna tjóns í
kjölfar bólusetningar nemur
12,1 milljón á þessu ári. Veik-
indaréttur fólks á almennum
markaði nær vel utan um
tímabundin veikindi vegna
bólusetningar. Engar vís-
bendingar um langverandi
veikindi enn sem komið er.
mhj@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Berglind Karls-
dóttir, deildarstjóri hjá Sjúkra-
tryggingum Íslands (SÍ), segir að
allur gangur sé á alvarleika bóta-
málanna átta sem eru komin inn á
borð SÍ vegna bólusetninga.
„Það hefur ekki verið tekin
afstaða til þess hvort þetta er bóta-
skylt. Þau eru misalvarleg málin
sem verið er að rekja til bólu-
setninga. Það eru einhver mál út af
yfirliði. Það eru einhver mál vegna
blóðtappa,“ segir Berglind. Engin
mál hafa borist til SÍ vegna tíma-
bundinnar lömunar.
Árið 2015 greiddi íslenska ríkið
þremur ungum stúlkum um tíu
milljónir króna hverri vegna auka-
verkana í kjölfar bólusetningar við
svínainflúensu. Stúlkurnar fengu
drómasýki eftir bólusetninguna og
var örorka þeirra metin 75 prósent,
sem er hámarks örorka.
Aðspurð segir Berglind of snemmt
að meta hvort einhverjir af þeim
sem hafa sótt um bætur gætu verið
að horfa fram á langvarandi örorku
eða veikindi.
„Það eru engar rannsóknir sem
við vitum um núna um að það
liggi fyrir einhver langvarandi
slappleiki eftir bólusetningu gegn
Covid-19. Niðurstaðan í kringum
drómasýkimálin er byggð á rann-
sóknum erlendis sem sýndi fram á
þau tengsl. Það er það verkefni sem
bíður Sjúkratrygginga, að meta
orsakatengsl og tjón,“ segir Berglind.
Samkvæmt lögum um sjúklinga-
tryggingu greiða Sjúkratryggingar
bætur til þeirra sem verða fyrir
líkams tjóni vegna bólu setningar.
Bóta skyldan nær til þeirra sem eru
bólusettir af íslenskum heilbrigðis-
yfirvöldum og nær til tjóns sem
hlýst af eigin leikum bólu efnisins
eða rangri með höndlun þess. Tjón
vegna bólu setninga á árinu 2021
þarf að nema að lág marki 121.047
krónum svo bóta skylda geti verið
fyrir hendi. Hámarksgreiðsla á
þessu ári er 12,1 milljón króna.
Hæstaréttarlögmaðurinn Lára
V. Júlíusdóttir telur líklegt að veik-
indaréttur fólks á almennum mark-
aði nái vel utan um veikindi vegna
bólusetninga og þess vegna séu
bótamálin hjá SÍ svona fá.
„Veikindaréttur fólks á almenn-
um markaði er í raun réttur óháð
tilefni veikinda. Fólk byrjar á því
að nýta sér veikindaréttinn frá
atvinnurekanda áður en nokkuð
annað gerist . Atvinnurekandi
hafnar ekki þessum greiðslum, jafn-
vel þótt slys eða atvik kunni að vera
bótaskylt annars staðar frá,“ segir
Lára. „Ég geri ráð fyrir að mörg þess-
ara tilfella sem eru að koma upp séu
tímabundin tilfelli. Eitthvað sem
kemur upp í tengslum við sprautuna
og fólk er óvinnufært í einhverjar
vikur eða mánuði, en þessi réttur
nær utan um þetta að mestu leyti,“
bætir hún við.
Í framhaldi af þeim rétti getur
fólk sótt í greiðslur frá sjúkrasjóði
stéttarfélaganna. „Það getur verið
allt frá fjórum mánuðum og upp í
átta mánuði eða lengri tíma. Þann-
ig að fólk leitar fyrst í þetta áður en
kemur að því að það fari að leita
eftir bótum á grundvelli laga um
sjúklingatryggingu. Fólk á ekki rétt
á margföldum bótum en það fær
tjón sitt bætt,“ segir Lára.
Berglind býst við því að f leiri
umsóknir um bætur muni berast SÍ
fyrir árslok en hún segir ekki ólík-
legt að fólk viti ekki af rétti sínum til
að sækja bætur vegna tjóns í kjölfar
bólusetningar. ■
Hægt að fá tugi milljóna í skaðabætur
vegna veikinda í kjölfar bólusetninga
Átta einstakl-
ingar hafa sótt
um bætur vegna
aukaverkana í
kjölfar bólu-
setninga gegn
Covid-19.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Það eru engar rann-
sóknir sem við vitum
um núna um að það
liggi fyrir einhver
langvarandi slappleiki
eftir bólusetningu gegn
Covid-19.
Berglind Karlsdóttir, deildarstjóri
hjá Sjúkratryggingum Íslands.
ingunnlara@frettabladid.is
FISKELDI Stórverslanir á Íslandi selja
bæði fisk úr landkvíum og sjókví-
um. Aukin eftirspurn eftir umhverf-
isvænum vörum og krafa um skýrar
merkingar er framkvæmdastjórum
verslana Bónuss, Hagkaups og Krón-
unnar efst í huga.
Guðmundur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bónuss, segist finna
fyrir aukinni kröfu frá neytendum
um að bjóða upp á fisk úr landeldi
en framboðið mætir ekki þeirri
eftirspurn.
„Við munum auka sölu á eldis-
fiski úr landkvíum þegar fleiri bjóða
upp á slíkt. Ég tel að kröfurnar muni
bara aukast í framtíðinni,“ segir
Guðmundur, en Bónus selur bæði
bleikju úr landeldi og lax úr sjókvía-
eldi í verslunum sínum.
Sigurður Reynaldsson, fram-
kvæmdastjóri Hagkaups, segir
sömuleiðis að viðskiptavinir vilji
skýrari merkingar á umbúðum.
„Við seljum hvort tveggja en erum
farin að óska eftir því við fram-
leiðendur að það sé tekið fram á
umbúðum svo neytendur geti á auð-
veldan hátt tekið upplýsta ákvörð-
un, þeirra er valið,“ segir Sigurður.
Ásta Sigríður Fjeldsted, fram-
kvæmdastjóri Krónunnar, vill
sömuleiðis tryggja viðskiptavinum
upplýst val. Í verslunum þeirra má
meðal annars finna Krónu-merkt-
an lax frá Öxarfirði úr landeldi og
er það tekið fram í merkingum á
umbúðum sem er í samræmi við
stefnu Krónunnar um upplýst val.
Í Krónunni má finna reyktan og
grafinn lax bæði úr landkvíum og
sjókvíum frá fleiri framleiðendum
en ekki eru allar vörur merktar
sjókví eða landkví en það er á
ábyrgð framleiðandans.
„Við viljum í allri okkar starfsemi
að hugað sé að umhverfismálum og
sjálfbærni og að viðskiptavinurinn
hafi þann möguleika að taka upp-
lýsta ákvörðun sjálfur,“ segir Ásta. ■
Risarnir á matvörumarkaði selja eldisfisk bæði af láði og legi
Við viljum í allri okkar
starfsemi að hugað sé
að umhverfismálum
og sjálfbærni.
Ásta Sigríður Fjeldsted.
kristinnpall@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL „Það er ljóst að það
þarf einhverjar verulegar aðgerðir
til að mæta þessari loftslagsógn sem
við stöndum frammi fyrir og þetta
er ein lausn á því,“ segir Tryggvi Þór
Herbertsson, doktor í hagfræði, sem
situr í stýrinefnd Task Force for Car-
bon Pricing in Europe, aðspurður út
í pistil sem hann skrifaði í Frétta-
blaðið í gær um möguleikann á að
nýta vindorku á Íslandi.
„Íslendingar hafa ekki verið mjög
móttækilegir fyrir því að nýta vind-
orkuna. Það þarf einhverjar stærri
aðgerðir. Það er ljóst að þetta verður
ekki leyst með því að skipta yfir í
papparör.“ ■
Vindurinn getur
boðið upp á svarið
Íslendingar eru ekki móttækilegir
fyrir vindorku. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
urduryrr@frettabladid.is
SAMFÉLAG Óleiðréttur launamunur
kynjanna lækkaði örlítið í fyrra en
hann er minnstur meðal ungs fólks
en þar eru konur með einu prósenti
hærri laun en karlar. Mestur munur
var hjá starfsfólki í fjármála- og
vátryggingastarfsemi, þar sem
karlar voru með 31,6 prósentum
hærri laun. ■
Launamunurinn
minnkar milli ára
4 Fréttir 27. ágúst 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ