Fréttablaðið - 27.08.2021, Side 9
Glænýir og spennandi stefnumótaþættir í umsjón Ásu Ninnu þar sem að umfjöllunarefnið er sjálf ástin
og ævintýrin sem henni fylgja. Fylgst er með fólki á öllum aldri sem eiga það sameiginlegt að
vera í leit að ástinni.
Í KVÖLD
Tryggðu þér áskrift í dag á stod2.is
FYRSTA BLIKIÐ
Guðmundur
Steingrímsson.
n Í dag
Nú held ég að megi óhikað segja
að íslenska þjóðin hafi sýnt æði
mikið langlundargeð í viðureign
inni við vírusinn og farið nokkuð
einbeitt eftir öllum tilmælum,
reglum og minnisblöðum. Jafn
framt má segja þjóðinni til hróss,
að þegar bólusetning bauðst rauk
almenningur til með einstaka
undantekningum, fór í sinn fín
asta bol og lét glaðbeittur sprauta
sig í upphandleggsvöðva. Allt í
nafni samfélagslegrar skyldurækni
og sóttvarna.
Vissulega eru það allnokkur
vonbrigði að bólusetningin skuli
ekki hafa virkað sem skyldi í að
uppræta veirukvikindið og marg
ur hefur vafalítið sparkað með
hundshaus í stól þegar ljóst var að
fjórða bylgjan væri mætt á skerið.
Bylgjulestin ætlar engan endi að
taka, en samt látum við þetta yfir
okkur ganga. Maður getur aftur
farið að nota Covid sem afsökun
fyrir því að faðma ekki endilega
alla og gríman er komin á and
litið aftur inni í búðunum, með
tilheyrandi móðu á lesgleraug
unum þegar maður ætlar að lesa
á verðmiðana. Það er óneitanlega
súrt, en svona er þetta bara. Maður
rökræðir ekki við vírus.
Það má segja að sóttvarnayfir
völdum sé viss vorkunn þessa dag
ana. Í öðru orði verður að halda
því kyrfilega til haga að bólusetn
ingar skipti máli og að það sé alls
ekki til einskis að láta bólusetja
sig, en í hinu orðinu þarf að grípa
til aðgerða út af vírusnum sem
eru allnokkuð svipaðar og þær
aðgerðir sem gripið var til áður
en bólusetningin var möguleiki.
Það er því von að einhverjir spyrji,
alla vega sjálfa sig og kannski aðra,
hvort að það sé virkilega þann
ig að bólusetningin hafi í raun
ekki haft neina þýðingu. Ég hef
sokkið endrum og eins í slíkar
vangaveltur með sjálfum mér.
Þá hefur yfirleitt nægt mér að
gúggla smá til þess að komast að
því síendurtekið að auðvitað hafa
bólusetningar leitt til þess að mun
minni líkur eru á að fólk veikist
alvarlega, sem er auðvitað frábært.
Ég hef jafnvel leyft mér að draga
þá ályktun með sjálfum mér, til að
einfalda veröldina fyrir hugskots
sjónum mínum, að Covid í bólu
settum heimi sé eiginlega orðinn
svolítið svipaður sjúkdómur og
mjög skæð flensa á slæmu ári, án
bólusetninga. Kannski er það ekki
alveg svoleiðis, en nálægt því.
Í þessum kringumstæðum
eru sóttvarnatilmæli auðvitað
giska erfiður línudans. Raunar
finnst mér línudans alltaf erfiður,
ekki síst vegna kjánahrolls (þarf
maður að vera með kúrekahatt?),
en þessi línudans er þó einstak
lega krefjandi. Þjóðin þarf að
upplifa ávinning af erfiði sínu
og bólusetningum, sjá ljós við
enda ganganna, á sama tíma og
vírusinn er enn þá úti um allt og
fólk er á spítala. Hér þarf að dansa
listilega. Slaka smá en missa þó
ekki taumhaldið.
Út af þessu öllu er vel skiljan
legt að eitt og annað í tilmælum
yfirvalda um þessar mundir
komi manni spánskt fyrir sjónir.
Svo notað sé tungutak sem hæfir
tímunum, þá er nokkuð augljóst
Hví sóttkví?
að varðandi sumt í sóttvarna
aðgerðum samtímans eru farnar
að renna á marga tvær grímur.
Raunar virðist manni í sumum
tilvikum eins og sóttvarnayfirvöld
séu beinlínis að fara fram á það að
fólk sé með tvær grímur.
Sóttkví er dæmi um þetta. And
vörp hafa heyrst víða í þjóðfélag
inu frá fólki í sóttkví, aðstandend
um þeirra og vinnuveitendum og
það er skiljanlegt. Fullbólusett fólk
með engin einkenni er látið dúsa
heima hjá sér hafi það orðið útsett
fyrir smiti. Þetta fólk skýst án efa
langflest í sýnatöku strax á fyrsta
degi til þess að fá úr því skorið
hvort það sé smitað. Sóttvarna
yfirvöld leggja mikla áherslu á að
slík sýnataka stytti ekki sóttkvína,
sé fólk neikvætt. Neikvætt fólk
þarf því að hanga heima hjá sér á
náttfötunum, horfa á sjónvarpið
og varast návígi við aðra, líkt og
ekkert hafi gerst í viðureigninni
við veiruna. Engar framfarir orðið.
Spyrja má: Hverjar eru líkurnar á
að einkennalaus, fullbólusettur og
neikvæður einstaklingur smiti?
Ræðið.
Hér mætti íhuga vægari úrræði.
Vissulega hef ég eins og aðrir – því
öll erum við jú orðin smitsjúk
dómasérfræðingar – vitneskju um
það, að Covidveiran getur tekið
tíma að klófesta sig í hálsum og
nefjum, en væntanlega þarf að vega
og meta líkurnar á slíku og hugsa
hættuna í samhengi við samfélags
legar fórnir sóttkvíar. Væri ekki
nóg að setja fólk af þessu tagi í svo
kallaða smitgátt, til dæmis, þar sem
því er uppálagt að fara varlega og í
sýnatöku tvisvar, svipað og þegar
fólk kemur frá útlöndum? Þarf
virkilega að taka fólk algjörlega til
hliðar?
Það er aldrei of varlega farið,
en ef maður er í smekkbuxum er
óþarfi að vera líka með belti og
axlabönd. Og snæri. Og kúreka
hatt. n
FÖSTUDAGUR 27. ágúst 2021 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ