Fréttablaðið - 27.08.2021, Qupperneq 10
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Ástkær eiginmaður minn og faðir,
Bjarni Hólm Valgeirsson
Aðalstræti 5, Akureyri,
lést 19. ágúst.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
miðvikudaginn 1. september kl. 13.00.
Sigfríð Ingólfsdóttir
Arnar Hólm Bjarnason
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Magdalena S.
Ingimundardóttir
lést 12. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Jóhanna Hermannsdóttir Jean-Pascal Pouyet
Auður Hermannsdóttir Þórir Kristinsson
Birgir Hermannsson Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Anna Hermannsdóttir Ingólfur Klausen
og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Guðbjörg Marta
Hjörleifsdóttir
frá Skálholti í Vestmannaeyjum,
lést á Hraunbúðum 15. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúða fyrir
hlýja og góða umönnun.
Þóra H. Egilsdóttir Arngrímur Magnússon
Kristján Egilsson Pála B. Pálsdóttir
Guðjón Egilsson
Sigurbjörn Egilsson Svanfríður Jóhannsdóttir
Björg Egilsdóttir Sæmundur Ingvarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Sölvi Sveinsson, rithöfundur og
fyrrverandi skólameistari, fylgir
nýrri bók úr hlaði í dag: Eyþór
Stefánsson tónskáld – Ævisaga.
Hún kemur út í tilefni 120 ára
fæðingarafmælis tónskáldsins.
gun@frettabladid.is
Sölvi Sveinsson svarar símanum í Skaga-
firði, enda er þar útgáfuhóf í dag hjá
Sögufélagi Skagfirðinga vegna nýrrar
bókar Sölva um Eyþór Stefánsson tón-
skáld sem hann kynntist sjálfur í upp-
vextinum. „Eyþór og Sissa leigðu hjá
foreldrum mínum fyrstu búskaparár
sín. Það var áður en ég fæddist en það
var alltaf samgangur milli heimilanna,
skipst á jólaboðum og hist til að spila.“ –
Og syngja væntanlega? „Ja, ekki ég, ég er
laglaus en Eyþór var viðloðandi kirkju-
kór í 60 ár, byrjaði þar ellefu ára gamall,
söng þá altrödd en svo tenór þegar hann
eltist.“
Eyþór Stefánsson lifði næstum alla 20.
öldina, fæddist 1901 og dó 1999. „Hann
samdi músík frá 1920 fram yfir 1970 –
líklega um 70 lög,“ segir Sölvi. „Milli 30
og 40 hafa verið gefin út en fjögur til
fimm þeirra eru oftast sungin, það eru
Lindin, Mánaskin, Bikarinn og Nóttin
með lokkinn ljósa. Eyþór var hrifinn
af nýrómantískri ljóðlist og alls kyns
dulúð lá honum nær hjarta. Hann var
líka mikilvirkur í Leikfélagi Sauðár-
króks, leikstýrði þar 32 sýningum og um
20 fyrir önnur félög í bænum. Auk þess
lék hann 118 hlutverk, eitt í Reykjavík en
hin á Króknum.“
Ekki hefur hann lifað á þessu? „Hann
vann lengi sem skrifstofu- og verslunar-
maður og var svo ráðinn til skólanna
sem söngkennari og félagsmálafulltrúi.
En sá illa og við krakkarnir gátum gert
allan andsk … hjá honum, hann sá það
ekki!“
En var ekki mikið verk að skrifa um
hann bók? „Jú, ég ætlaði að skrifa um
hann æviþátt í tímaritið Skagfirðinga-
bók en sá strax að ég myndi sprengja
þann ramma eins og skot og hef verið að
dunda við bókina, með öðru, í sex ár. Á
síðasta sprettinum var ég líka að endur-
skrifa smásögur sem Sæmundur var að
gefa út eftir mig og það var svo gott að
hoppa á milli. Þegar maður skrifar ævi-
sögu ráða heimildirnar ferðinni en þá
var fínt að fara yfir í smásögurnar þar
sem ég gat skrifað það sem mér sýnd-
ist!“ ■
Eyþór Stefánsson samdi líklega
um sjötíu lög – og söng og lék
Sölvi í blíðunni í Skagafirði í gær, nýbúinn að gæða sér á bláberjum hjá vinum sínum.
MYND/KARITAS SIGURÐARDÓTTIR
Eyþór var hrifinn af
nýrómantískri ljóðlist og
alls kyns dulúð lá honum
nær hjarta.
gun@frettabladid.is
Sviðslistahópurinn Trigger Warning
stendur fyrir verkinu Brum í náttúru-
perlunni Heiðmörk um helgina milli
klukkan 11 og 16.30 og aftur á sviðs-
listahátíðinni Plöntutíð, 5. og 6. sept-
ember. Höfundar eru Kara Hergils,
Andrea Elín Vilhjálmsdóttir, Gunnur
Martinsdóttir Schlüter, Harpa Arnar-
dóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir
sem lýsa því svo:
Brum er hljóðganga í skógi. Þátttak-
endur hlusta sig inn í skóginn og upplifa
tengsl trjánna hvers við annað og mann-
eskjuna. Trén í skóginum eru flytjendur
verksins og leiða áhorfendur í gegnum
ferðalag þar sem þau miðla djúpri vitn-
eskju tilvistar sinnar sem á ævintýra-
legan hátt endurspegla samfélag manna.
En hvar skal byrja – hvar skal standa?
Kara Hergils verður fyrir svörum:
„Áhorfendur panta miða á tix.is og þeir
mega velja sér förunauta í ferðalagið
en greiða aðeins einn miða. Þeir mæta
svo á Borgarstjóraplanið í Heiðmörk
þar sem einhver úr okkar hópi verður.
Þeir fá kort af leiðinni og leggja af stað í
hljóðgönguna á eigin hraða.
Hér er aftur vitnað í lýsingu höfunda
á verkinu: Í Brum gefst áhorfandanum
tækifæri á að hverfa tímabundið úr
mannmiðjaðri hugsun og njóta augna-
bliksins sem skógurinn hefur upp á að
bjóða í hvers kyns veðráttu sem ríkir.
Trén hafa áhrif á skynjun áhorfand-
ans í skóginum, mótandi og stýrandi,
til dæmis með því að láta hann leika,
snerta, tala, syngja, liggja og upplifa. ■
Upplifa tengsl trjánna hvers við annað
Fólk má velja sér förunauta og greiða aðeins fyrir einn miða að sögn Köru Hergils.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR
gun@frettabladid.is
Lína okkar tíma nefnist haustsöfnun Barnaheilla í ár. Hún hófst
í gær og fer fram með sölu armbands. Allur ágóði af sölu þess
rennur beint til þróunarverkefnis samtakanna í Síerra Leóne
þar sem lögð er áhersla á vernd stúlkna gegn ofbeldi. Najmo
Fyasko, f lóttakona frá Sómalíu, keypti fyrsta armbandið í
gær. Þrátt fyrir að vera bara 23 ára gömul hefur hún upplifað
mikið ofbeldi, var neydd í hjónaband 11 ára að aldri með 32 ára
gömlum manni, en náði að flýja aðstæður tveimur árum síðar.
Í dag berst hún fyrir réttindum stúlkna og kvenna. ■
Haustsöfnun Barnaheilla
Najmo og Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla.
MYND/AÐSEND
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 27. ágúst 2021 FÖSTUDAGUR