Fréttablaðið - 27.08.2021, Page 12
„Ég hef verið mjög lánsöm allan minn starfsferil og fengist við mörg spennandi verkefni með frábæru fólki,“ segir
Sandra Mjöll. MYND/KRISTINN INGVARSSON
Sandra Mjöll
með fjölskyldu
sinni á þakkar-
gjörðardaginn
árið 2020 en þá
var slegið upp
veislu heima.
MYND/AÐSEND
Sandra Mjöll var doktorsnemi þegar hún kom að
stofnun fyrirtækisins Platome líftækni. MYND/AÐSEND
Taekwondo átti stóran þátt í að móta Söndru Mjöll. Hún
keppti fyrir Íslands hönd og þjálfaði um nokkurra ára
skeið. Hér er hún með eldri dóttur sinni. MYND/AÐSEND
Ævintýralegur tími
Tíminn hjá Platome líftækni var
að hennar sögn algert ævintýri og
bauð upp á fjölmörg ferðalög um
allan heim. „Ég hugsa að sá tími
muni alltaf standa upp úr og öll
tækifærin sem fylgdu. Það kom
nokkrum sinnum fyrir að ég lenti
í aðstæðum sem mér fannst svo
óraunverulegar að ég þurfti að
klípa mig í handlegginn, til dæmis
þegar ég hitti forsætisráðherra
Indlands, Narendra Modi. Fyrir-
tækið náði flottum árangri og það
er að stórum hluta líka að þakka
frábæru samstarfsfólki mínu bæði
hjá Platome og Blóðbankanum sem
stóðu alltaf þétt við bakið á mér.“
Tíminn hjá Florealis kenndi
henni margt um vöruþróun, vöru-
stjórnun og markaðssetningu í
lyfjageiranum sem var að hennar
sögn mjög lærdómsríkt. „Öll þessi
reynsla hefur nýst mér vel og ég
hef verið svo heppin undanfarin
ár að fá að gefa til baka og aðstoða
fjölmörg sprotafyrirtæki sem eru
í startholunum. Svo hef ég líka
fengið tækifæri sem fyrirlesari á
sviði nýsköpunar og vísinda, bæði
hér heima og erlendis.“
Þurfum samkeppnishæft
umhverfi
Að hennar sögn er ótrúlegt að
hugsa til þess hvað Íslendingar eiga
öflugt vísindafólk á mörgum svið-
um. „Ég hef bakgrunn í heilbrigðis-
vísindum og þekki fjölda fólks
sem hefur lagt til sína þekkingu í
baráttunni við Covid-19. Núna er ég
að starfa á sviði raunvísinda og það
skiptir engu hvort um er að ræða
eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði
eða jarðvísindi, allar þessar rann-
sóknir snerta samfélagið okkar á
einn eða annan hátt.“
Þrátt fyrir það eru aðstæður
hérlendis ekki alltaf ákjósan-
legar fyrir öflugt vísindastarf og
að hennar mati er nauðsynlegt að
tryggja viðunandi aðstæður fyrir
rannsóknir til lengri tíma. „Hér á ég
við fjármagn, húsnæði og tækja-
kost. Það hefur orðið augljóst á
síðustu mánuðum að þegar á þarf
að halda þá er nauðsynlegt að við
Íslendingar eigum okkar eigin sér-
fræðinga, hvort sem það er heims-
faraldur eða eldgos. Til að tryggja
að vísindafólkið okkar vilji starfa
og stunda rannsóknir á Íslandi þarf
umhverfið að vera aðlaðandi og
samkeppnishæft við önnur lönd.“
Fyllist þakklæti og auðmýkt
Á undanförnum árum hefur Sandra
hlotið ýmsar viðurkenningar,
meðal annars sem frumkvöðull
ársins hjá alþjóðlegu GWIIN-sam-
tökunum, tvisvar verið tilnefnd
af JCI sem framúrskarandi ungur
Íslendingur, auk hvatningarviður-
kenningar frá FKA. „Slíkar viður-
kenningar hafa mikla þýðingu fyrir
mig og ég fyllist þakklæti og auð-
mýkt. Það er svo auðvelt að gleyma
sér í amstri dagsins en manni er
alveg hollt að líta upp annað slagið
og fá smá klapp á bakið. Ég lít svo
ekki á þessar viðurkenningar sem
eingöngu mínar viðurkenningar, ég
hef alltaf haft sterkt teymi á bak við
mig sem hefur gert mér kleift að ná
árangri. Það skiptir svo miklu máli
að hafa gott fólk með sér.“
Taekwondo jók sjálfstraustið
Taekwondo-íþróttin hefur verið
stór hluti af lífi Söndru en hún
hefur keppt fyrir Íslands hönd
auk þess sem hún starfaði sem
þjálfari um árabil. „Ég stundaði
taekwondo af krafti í fjölmörg ár
og það er annað tímabil í mínu lífi
sem hefur mótað hver ég er. Þegar
ég byrjaði að æfa var ég óöruggur
unglingur en í gegnum taekwondo
náði ég að byggja mig upp og
öðlast bæði sjálfstraust og sjálfs aga
sem ég bý enn að í dag þó svo að ég
hafi ekki stundað íþróttina síðustu
ár. Beltakerfið í taekwondo er líka
frábært fyrir manneskju eins og
mig því leiðin að aðalmarkmiðinu
er brotin niður í viðráðanleg stig.
Þetta virkar oft mjög hvetjandi,
sérstaklega á börn, sem ég tel vera
eina af ástæðunum fyrir því hve
mörg börn finna sig í bardaga-
listum sem finna sig kannski ekki
annars staðar.“
Út fyrir þægindarammann
Hún segist vera mjög markmiða-
drifin og leita í krefjandi áskoranir.
„Íþróttir eru frábærar til að setja
sér markmið og skora á sig. Til
að ná árangri þarf maður að geta
horfst í augu við sjálfan sig og ýtt
sér að sínum þolmörkum og helst
lengra. Maður þarf að geta pínt sig
aðeins og einsett sér að gera betur.
Fara út fyrir þægindaramm ann.
Þetta styrkir mann sem persónu og
hefur góð áhrif á f leiri þætti í líf-
inu. Auðvitað tók ég þetta á annað
stig þegar ég byrjaði í taekwondo
því ég sór þess eið að klippa ekki
á mér hárið fyrr en ég næði svarta
beltinu. Ég var því komin með ansi
sítt hár þegar markmiðinu var
loksins náð og þá bauð ég öllum
sem höfðu stutt við mig á leiðinni
að klippa smá bút. Það var mjög
táknrænt.“
Spennandi áskoranir
Eitt af orðunum sem fólk í
kringum Söndru notar til að lýsa
henni er eldmóður og segir Sandra
það lýsa sér ágætlega. „Ég elska
að takast á við nýjar áskoranir og
verða betri. Oftast legg ég mig alla
fram og hætti ekki fyrr en ég hef
náð markmiðum mínum. Þetta er
eitthvað sem ég hef ástríðu fyrir,
að takast á við nýjar áskoranir. Ég
hugsa að það sé þess vegna sem
ég er svona heilluð af vísindum og
nýsköpun, þar er endalaust verið
að leita að svörum við f lóknum
spurningum eða verið að finna
nýjar lausnir á vandamálum.
Fyrir mér eru þetta allt spennandi
áskoranir sem bjóða upp á mörg
tækifæri.“
Sekkur sér í ólík áhugamál
Þrátt fyrir mikið annríki undan-
farin ár segist Sandra eiga sér mörg
áhugamál og um leið að hún sé
„tímabila“-manneskja. „Ég sekk
mér ofan í eitthvert áhugamál um
stund og leyfi mér svo að fá áhuga
á einhverju nýju. Sem dæmi má
nefna barnabókmenntir, prjóna-
skap, fjallgöngur, vísindaskáldskap
og konfektgerð. Þessa dagana er
ég til dæmis með mikinn áhuga
á náttúruhlaupum og hlaupum
almennt.“
Hún hóf að hlaupa á síðasta ári,
stuttu eftir að hún eignaðist yngri
dóttur sína. „Það var ekki mikið
að gera í fæðingarorlofi í heims-
faraldri þannig ég fór oft út að
hlaupa með hana í kerru. Þetta
endaði þannig að ég fór mitt fyrsta
hálfmaraþon þegar hún var að
verða sex mánaða og við vorum þá
búnar að hlaupa saman rúma 400
kílómetra, ég í skóm og hún sofandi
í kerrunni.“
Mjög góður kokkur
Annars víkja áhugamálin oft
fyrir fjölskyldunni en hún segist
vera mikil fjölskyldumanneskja
sem eigi bæði eiginmann og tvær
dætur. „Þegar ég á frítíma reyni
ég að eyða honum sem mest með
fjölskyldunni enda elska ég móður-
hlutverkið.“
Sandra segist yfirleitt koma
til dyranna eins og hún er klædd
þegar hún er spurð hvort hún búi
yfir leyndum hæfileikum. „Ætli
minn helsti hæfileiki sé ekki að
ná að laða að mér gott fólk sem er
hæfileikaríkt. Annars er ég mjög
góður kokkur þó ég segi sjálf frá
og hef mikinn áhuga á bæði mat
og drykk. Ég hélt meira að segja
úti matarbloggi í nokkur ár undir
dulnefni.“ n
Ég elska að takast á
við nýjar áskoranir
og verða betri. Oftast legg
ég mig alla fram og hætti
ekki fyrr en ég hef náð
markmiðum mínum.
Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch.
2 kynningarblað A L LT 27. ágúst 2021 FÖSTUDAGUR