Fréttablaðið - 27.08.2021, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.08.2021, Blaðsíða 18
Kine-tæknin hraðar bata og er tímamótauppgötvun í heilbrigðismálum. Við þurfum að auka gæði í sjúkraþjálfun og Kine- tæknin er ein leið til að bæta færni þeirra sem hafa stoðkerfisvanda- mál. Gauti Grétarsson Kiso er íslenskt nýsköpunar- fyrirtæki sem þróað hefur þráðlaust sEMG og fleiri tæknilausnir til notkunar í endurhæfingu og íþrótta- þjálfun undir merkinu Kine. Meðal viðskiptavina eru NASA, knattspyrnurisinn Chelsea og Össur. „Þráðlausi sEMG-búnaðurinn hefur reynst dýrmætt tæki til að greina og meðhöndla vandamál tengd vöðvavirkni stoðkerfisins og með KineLive fá sjúkraþjálfarar tæki sem gerir þeim kleift að auka árangur sinn og hjálpa skjól- stæðingum sínum að fá hraðari og langvarandi árangur. Starf sjúkraþjálfara snýst að langmestu leyti um að skilja og laga hreyfi- getu skjólstæðinga sinna. Til þess eiga þeir ýmis tæki og tól, svo sem heita og kalda bakstra, nudd, laser og örbylgju, en skort hefur tækni sem metur árangurinn. Þar kemur KineLive til sögunnar,“ upp- lýsir Baldur Þorgilsson, forstjóri KisoInc. Kemur jafnvægi á ójafnvægi KineLive hefur tvíþætta virkni. Annars vegar geta sjúkraþjálfarar greint vöðvaójafnvægi hjá skjól- stæðingum sínum og hins vegar nýtist KineLive til að þjálfa og finna réttar æfingar til að komast úr ójafnvæginu. „Kine-tæknin virkar þannig að ég set skynjara á vöðva skjólstæð- inga minna og fylgist með hvaða vöðvar starfa á hverjum tíma. Með því get ég og skjólstæðingurinn áttað sig á því hvort vöðvi sem á að vera virkur taki raunverulega þátt í hreyfingunni. Út frá því get ég þróað aðferðir til að vöðvarnir nái betri virkni og viðkomandi getur séð á tölvuskjá hvað hann er að gera rangt og lært betur inn á hvaða vöðva hann á virkja með ákveðnum hreyfingum,“ útskýrir Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur. Gauti hefur notað Kine-tæknina frá árinu 2006 og segir árangurinn frábæran fyrir skjólstæðinga sína enda sé í sumum tilfellum hægt að finna lausnina mun hraðar. „Kine-tæknin hraðar bata því ef fólk veit ekki hvar veikleikar þess liggja er þrautin þyngri að ná framförum. Kine sýnir svart á hvítu hvað er eðlilegt og hvað er óeðlilegt. Sem dæmi má nefna að þeir sem eru slæmir í baki eru yfirleitt með lélega rassvöðva en með hjálp tækninnar get ég kennt viðkomandi að nota rassvöðvana rétt í hreyfingu í stað bakvöðva til að halda sér uppi.“ Gauti, sem starfar mikið með íþróttafólki, segir Kine koma í veg fyrir gnótt íþróttameiðsla. „Hjá íþróttafólki mæli ég gjarnan styrkleikamun á rass- vöðvum vinstra og hægra megin allt frá einum upp í sex. Ef rass- vöðvarnir eru ekki með í leiknum skapast mikið ójafnvægi sem gefur vísbendingu um að viðkomandi sé ekki að gera æfingarnar rétt. Bylting sem hraðar bata í stoðkerfi Gauti Grétars- son, sjúkra- þjálfari hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, við skjá sem sýnir meðal annars hvaða vöðvar eru virkir í æfingum með Kine-tækni. FRÉTTABLAÐIÐ/ ÓTTAR GEIRSSON Sú villa þróast svo áfram til hins verra ef ekkert er að gert. Það sama á við um eldra fólk; oftar en ekki sést kerfismunur á vöðvum þess og önnur hlið líkamans er ekki eins virk og hin. Þetta ágerist með árunum því við erum ýmist rétthent eða örvhent og hlýðum annarri hlið líkamans án þess að vita það,“ greinir Gauti frá. Mikilvæg tækni til hraðari bata Kine-tæknin er tímamótauppgötv- un þegar kemur að endurhæfingu, en til þess að hún fái brautargengi þarf hún að vera niðurgreidd af Sjúkratryggingum. „Það er alltaf verið að tala um nýsköpun í heilbrigðismálum og þetta tæki er raunveruleg bylting. Ég hreinlega gæti ekki starfað án þess að hafa upplýsingarnar sem ég hef í gegnum Kine og ég nota það í allri kennslu og fyrirlestrum,“ segir Gauti, sem hélt fyrirlestur um Kine-tæknina fyrir Breska Ólympíusambandið árið 2012, þegar það innleiddi tæknina. „Allir vita að Bretar náðu sínum besta árangri á Ólympíuleikunum 2012 og að þeir notuðu meðal annars þessa tækni til að mæla sitt íþróttafólk. Þá hefur Kine- Live verið beitt í endurhæfingu á leikmönnum í Meistaradeildinni og þýsku Bundesligunni með frábærum árangri. Þrátt fyrir það hafa heilbrigðisyfirvöld hér ekki séð mikilvægi þessarar tækni fyrir sína skjólstæðinga. Við þurfum að auka gæði í sjúkraþjálfun og Kine- tæknin er ein leið til þess að bæta færni þeirra sem hafa stoðkerfis- vandamál,“ segir Gauti. n Sjá nánar á kisoinc.com Hugbúnaðarlausn On to Something opnar fyrir nýtingu afgangsefna innan hringrásarhagkerfisins. starri@frettabladid.is Nýsköpunarfyrirtækið On to Something (OTS) er alþjóðlegur rafrænn viðskiptavettvangur fyrir fagaðila þar sem afgangsefni ganga kaupum og sölum. Um er að ræða hugbúnaðarlausn sem opnar á og mótar skapandi farvegi fyrir hreina strauma afgangsefna með verðmætasköpun og sjálf bærni að leiðarljósi, segja stofnendur þess, María Kristín Jónsdóttir og Sara Jónsdóttir. „Inn á OTS skrá fyrirtæki, stofnanir og sveitar- félög afgangsefni sín og opna fyrir mögulega nýtingu þeirra og veita hvert öðru og frumkvöðlum, skapandi greinum, vísinda- og háskólasamfélaginu aðgang að hráefnum og upplýsingum sem hingað til hefur verið erfitt að nálgast,“ segir María Kristín. Þar myndast því mikilvægur gagna- grunnur sem getur nýst með afar fjölbreyttum hætti auk þess að kortleggja og veita yfirsýn í úrgangsmálum bætir Sara við. „Við ætlum okkur að færa þennan markað upp á yfirborðið, gera hann aðgengilegan og ekki síður aðlaðandi. OTS mun jafnframt miðla árangurssögum og verk- efnum sem unnin eru innan hringrásarhagkerfisins öðrum til innblásturs og hvatningar.“ Reynsla úr skapandi geiranum María Kristín og Sara kynntust þegar þær unnu báðar í Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. María Kristín var þá ritstjóri og listrænn stjórnandi HA, fagtímarits um hönnun og arkitektúr, og Sara stjórnandi HönnunarMars og verk- efnastjóri Hönnunarverðlauna Íslands. „Við höfum báðar mikla reynslu af fjölbreyttum störfum innan skapandi geirans þar sem nýsköpun er einn helsti drif- krafturinn. Við höfum hrint af stað mýmörgum nýjum verkefnum og komið snemma að öðrum og keyrt þau áfram.“ Báðar hafa þær hannað hluti, rými og konsept, stofnað fyrir- tæki, komið að uppbyggingu nýrra vörumerkja, komið ólíkum hátíðum og sýningum á koppinn og þróað aðrar. „Það má því segja að við höfum sannarlega komið nálægt nýsköpun áður þótt far- vegurinn hafi verið annar en nú.“ Fengu áskorun Hugmyndin að On to Something kviknaði eftir að skorað hafði verið á þær að þróa hugmynd og sækja um í Hringiðu, viðskiptahraðli sem snýr að hringrásarhagkerfinu. „Saman fórum við því að spá og spekúlera, hittum fullt af fólki og tókum púlsinn á ýmsum vinklum sem okkur þóttu áhugaverðir. Við höfum báðar í kjarnanum okkar þörf fyrir að vinna að málefnum og verkefnum sem skipta máli og hafa jákvæð og umbreytandi áhrif í stóra samhenginu. Hér var tæki- færi til að skoða hæfileika okkar og reynslu og sjá hvernig þeir nýttust í öðru og stærra samhengi.“ Hugmyndin þroskaðist hratt Þær voru sammála um að þróa hugmynd sem kveikti eldmóð í þeim báðum og innihéldi þau element sem hafa gefið þeim drifkraft í fyrri verkefnum, svo sem skapandi hugsun, hönnun og framsetning, umhverfisvernd, að tengja saman ólíka hópa og miðla framúrskarandi verkefnum. „Við vorum stöðugt að stilla af áttavit- ann og rétta okkur af í þróuninni. Hugmyndin varð að dansa við okkar element og hafa möguleika á að verða raunverulega til gagns. Útkoman var frumhugmynd að On to Something sem tók svo nokkra kollhnísa í samtölum við mentora og aðra stuðningsaðila innan hrað- alsins og utan. Það var eflandi ferli sem við hefðum ekki viljað missa af enda þroskaðist hugmyndin hratt og við stofnuðum fyrir- tækið innan mánaðar frá lokadegi Hringiðu.“ Mikil gróska í nýsköpun Þótt þær komi báðar úr hönn- unargeiranum og séu í raun að stíga inn í nýtt umhverfi með fyrirtæki sínu, segja þær þó að margt sé svipað og snertif letirnir séu margir. „Það mætti segja að hönnun og nýsköpun gangi í raun út á það sama, að skynja þarfir, hugsa í lausnum og skapa eitthvað nýtt eða bæta það sem fyrir er en það tekur vissulega alltaf smá tíma að átta sig á því hvernig hlut- irnir virka í nýju samhengi. Það er mikil gróska í nýsköpun á Íslandi og víða er verið að þróa góðar hugmyndir og mikilvæg verkefni. Það eru margir og mismunandi hraðlar í boði sem styðja við fyrstu skrefin í slíkum verkefnum og er það vel. Það er óhætt að segja að hingað til hefur þetta verið virkilega áhugavert og gefandi ferli fyrir okkur þar sem fólk er almennt mjög hvetjandi og tilbúið að gefa af tíma sínum, reynslu og þekkingu. Fyrir það erum við afar þakklátar.“ n Hugmyndin varð að kveikja eldmóð Sara Jónsdóttir (t.v.) og María Kristín Jónsdóttir eru stofnendur nýsköpunarfyrirtækisins On to Something. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR Það mætti segja að hönnun og nýsköpun gangi í raun út á það sama, að skynja þarfir, hugsa í lausnum og skapa eitthvað nýtt eða bæta það sem fyrir er en það tekur vissulega alltaf smá tíma að átta sig á því hvernig hlutirnir virka í nýju samhengi. Sara Jónsdóttir og María Kristín Jónsdóttir 6 kynningarblað 27. ágúst 2021 FÖSTUDAGURNÝSKÖPUN Á ÍSLANDI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.